Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTiR Fréttavefurinn á VlSÍf.ÍS Fyrstur með fréttirnar mBíEmtL - í FTfÍ RAFLAGNiR ÍSLANDS ehf. n 11 VERSLUN - HEiLDSALA FAMI hillukerfi Hillur fyrir vandláta - Óþrjótandi möguleikar og sérsmíði. Slétt yfirborð auðveldar þrif og umgengni. GOTTVERÐ írshöfða 1 - Sími 511 1122 www.simnet.is/ris Þráins Bertelssonar Lánastofnanir eða hamflettivélar? Nú er vaxtaokrið orðið svo gegnd- arlaust að bankarnir láta sér ekki duga lengur að reyta fiðrið af viðskiptavinum heldur er verðtrygg- ing peninga eins og tölvustýrð ham- flettivél sem sviptir kúnnanum úr fiðurhamnum á augabragði þegar búið er að reyta hann. Einu sinni voru bankar dáldið menningarleg fyrirbæri og stjórnendur þeirra vel meðvitaðir um þjóðfélagslega ábyrgð sína, en í mórallausu fjaðrafoki frjálshyggjunnar hefur hin þjóðfélagslega ábyrgð gleymst og sú frumstæða miðaldahugsun skotið rótum að fjármálastofnanir geti keypt sér síðan einhver konar andleg kjólföt með því að sletta fá- einum krónum, kannski tíu mánaða undirforstjóralaunum í einhverja menningarstarfsemi, svo sem Þjóð- leikhús (sem Ríkið á að geta rekið án ölmusu) og þar með aflausn og syndakvittun fyrir að mergsjúga fólk og fyrirtæki í landinu. —♦— ÞAÐ er auðvitað sælla að gefa en þiggja. Og ef bankar og fjármálafyr- irtæki langar til að taka upp á því að fara að gefa einhverjum eitthvað ættu þessar peningamaskínur fyrst og fremst að hugsa um að gefa þjóð- inni ábyrga og sanngjarna banka- starfsemi, eins og til var ætlast af þeim í upphafi. —*— ÞAÐ er auðvitað ekki bara við bankana að sakast heldur við æðstu fjármálastjórn landsins sem hefur gert það að heilögu trúaratriði að peningar eigi að vera líftryggðir, það er að segja tryggðir um alla ei- lífð fyrir möl og ryði og öllum þeim öflum sem geta grandað okkur. Þessi líftrygging maurapúkanna heitir „verðtrygging". Og hún er lykillinn að þeirri svikamyllu sem öllum al- menningi finnst hann vera lentur í þegar fólk lendir í þeirri sjálfsögðu stöðu í lífinu að þurfa að taka lán. ÞAÐ eru margir sem hafa fengið upp í kok af verðtryggingu og vaxta- okri og svokallaðri frjálsri sam- keppni milli banka sem virðist öllum vera stjórnað af fákeppnis- og sam- ráðsheila. Er ekki að verða tímabært að frjálshyggju- og fjármálavið- undrin standi við stóru orðin og bankar á landinu fari að keppa sín á milli í stað þess að hafa aðstoð stjórnvalda til að keppast við að plokka og síðan hamfletta neytend- ur? I ; . gfSgSííý:#§j -—-——----- Með þvi ac-skfá ekkerfc mmutaver i. Peg-ar þeir hépinn. hringja þe\ mý'-& y 119 Skraðu GSM-sf.ma - • -- < r r-SH eSs& simirm.is Upplýsingar og skráning á siminnJs SIMINN Heimsþekktu leirvörurnar Verid velkomin í Lágmúlann 1922 BRÆÐURNÍR Nú á tilboði með afslætti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.