Fréttablaðið - 02.04.2002, Side 1

Fréttablaðið - 02.04.2002, Side 1
MYNPLIST Áhorfandinn skapi eigin sögu bls 16 TÓNLIST Holdgervingur syndarinnar bls 14 AFMÆLI Fékk barnabarn í afmœlisgjöf bls 22 Spænska Sebastian Nowenstein FRETTABLAÐIÐ 62. tölublað - 2. árgangur ÞRIÐJUDAGUR Forsætisráðherra til Víetnam Hfebðalög Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, heldur í dag í opinbera heimsókn til Ví- etnam. Hann er fyrsti íslenski ráð- herrann til að heimsækja Víetnam sem eitt fárra ríkja heldur enn í kommúníska stjórnhætti. Forskot á kosningar atkvæðagreiðsla Utankjörfundarat- kvæðagreiðslur vegna sveitar- stjórnarkosninga hef jast í dag. Ekki liggur enn fyrir hvaða listar verða í framboði en þeir sem skipta um skoðun geta breytt atkvæði sínu fram á kjördag. VgÐR|Ð ,• DAC REYKJAVÍK Norðlæg eða breytíleg átt 5-10 m/s og ský jað að mestu. Hiti 0 til 5 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI isafjörður 15-23 Snjókoma Q 0 Akureyri © 10-18 Skýjað £>4 Egilsstaðir (}lO-18Bjart ©4 Vestmannaeyjar © 8-15 Skúrir ©4 Miðasala Listahátíðar hefst miðasala Búast má við að mikið verði um að vera í Bankastræti 2 í dag þar sem miðasala Listahátíðar Reykjavíkur hefst klukkan ellefu. Miðasalan hefur aldreið áður hafist svo snemma. Mánuður er þar til há- tíðin hefst. Fimm leikir í ESSO-deildinni HANDBQiTi Fimm leikir fara fram í ESSO-deild karla í kvöld. HK tekur á móti Víkingi í Digranesi, ÍR mætir Þór í Höllinni á Akur- eyri, FH fær Stjörnuna í heimsókn á Kaplakrika, Grótta KR tekur á móti Haukum á Seltjarnarnesi og Selfoss spilar við Aftureldingu í Varmá. j KVÖLDIÐ í KVÖLPÍ Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 (þróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 MEÐALLESTUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 2. apríl 2002 Arafat haldið í algerri einangrun í Ramallah ísraelski herinn herðir enn tök sín á Palestínumönnum. Sharon segist eiga í stríði við hryðju- verkamenn og kennir Arafat alfarið um. Bush segist skilningsríkur. Fjölmenn mótmæli gegn Israel í arabaríkjum. mið-austurlönd ísraelski herinn hefur frá því á föstudag hersetið borgina Ramallah á Vesturbakk- anum. Þar hafa hermenn farið hús úr húsi í leit að hryðjuverkamönn- um og sprengjubúnaði þeirra. Herinn réðst að auki í gær inn í Betlehem og nokkra aðra bæi Palestínumanna á Vesturbakkan- um. Jasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, hefur verið haldið í al- gerri einangrun í þremur her- bergjum í byggingu sinni í Ram- allah, án alls símasambands. Margir Palestínumenn óttast að ísraelar ætli að leggja Vestur- bakkann og Gazasvæðið alveg undir sig á ný. í Jórdaníu, Egyptalandi, Lí- banon, Líbíu og fleiri arabaríkjum var í gær efnt til fjölmennra mót- mælafunda gegn ísrael. Sums staðar lentu mótmælendur í átök- um við lögreglu. Bæði Jórdanía og Egyptaland hafa hótað því að slíta stjórnmálasambandi við ísrael. Mikið mannfall hefur verið undanfarna daga í ísrael og á her- teknu svæðunum. Palestínumenn hafa gert eina eða tvær sjálfs- morðsárásir á degi hverjum. Þær hafa kostað tugi manna lífið. Þá myrtu herskáir Palestínumenn á sunnudaginn tíu Palestínumenn, sem þeir grunuðu um að hafa veitt ísraelsmönnum aðstoð og upplýs- ingar. ísraelski herinn myrti einnig fimm palestínska lögreglumenn í Ramallah í gær. ísraelski herinn segir einn þeirra hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Sjúkrabifreiðum var meinaður að- gangur að svæðinu í nokkra klukkutíma. Aríel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi á BEÐIÐ ÁTEKTA í BETLEHEM Þessir vopnum búnu Palestinumenn biðu innrásar ísraelska hersins fyrir utan Fæð- ingarkirkjuna í Betlehem í gær. sunnudaginn að ísrael ætti í stríði við hryðjuverkamenn. Hann kenndi Jasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, alfarið um hvernig komið væri. Sharon sagði ísraelsmenn hafi fallið frá kröfu sinni um sjö daga frið, þeir hafi kallað hermenn sína frá borgum Palestínumanna og sýnt bæði Anthony Zinni, sendi- fulltrúa Bandaríkjanna, og Dick Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, fulla samvinnu. Palestínu- menn hafi ekki svarað með öðru en fleiri hryðjuverkum. „Þessum hryðjuverkum er stjórnað af einum manni, Jasser Arafat," sagði Sharon. „Jasser Arafat er óvinur ísraels og óvinur hins frjálsa heims.“ George W. Bush Bandaríkja- forseti sagðist í ræðu á laugardag- inn skilja sjónarmið ísraela. Þeir hefðu fullan rétt á að verja land sitt gegn hryðjuverkamönnum. Sumir fréttaskýrendur spá því að Bush ætli að gefa Sharon frjálsar hendur í nokkra daga, áður en far- ið verði að þrýsta á um samninga- viðræður á ný. Nánar bls. 2 CAROLINE LEFORT komin HEIM MEÐ DÓTTUR SÍNA Caroline Lefort náði dóttur sinní, Lauru Sólveigu, aftur úr umsjá fyrrverandi sambýlismanns síns fyrir viku í Frakklandi. Hún fór huldu höfði í Stokkhólmi um páskana en kom heim til Islands í gær. Nánar bls. 2 Bretar syrgja drottnir armóður 1 ÍPRÓTTIR 1 Undanúrslit meistara- deildarinnar SÍÐA 12 Gestir af nektarstað riðu húsum í Keflavík: Tólf lögregluþjóna þurfti til að stilla til friðar í Scimkvæmi lögregla Fimm manns eiga nú yfir höfði sér kæru frá lögreglunni í Keflavík vegna átaka og óspekta í samkvæmi í heimahúsi þar í bæn- um í gærmorgun. Lögreglan var kölluð að fjölbýl- ishúsi við Heiðarból um klukkan sex. fbúar í húsinu voru þá allir vaknaðir við mikil háreysti. Þau komu úr íbúð manns um tvítugt sem er nýlega fluttur í húsið. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn en tókst ekki að ná tali af húsráðandum. Veislugestur skellti hurð á fót eins lögreglumannsins. Hurðin brotnaði en lögreglumað- urinn mun ekki vera alvarlega meiddur. Það var síðan við vaktaskipti hjá lögreglunni að næturvaktin og dagvaktin sameinuðust og héldu tólf lögreglumenn að Heiðarbóli. Upp úr klukkan sjö bárust slags- mál úr íbúðinni fram á stigagang og þá lét lögreglan til skarar skríða. Tveir slagsmálahundar voru handteknir. Þriðji maðurinn var handtekinn þegar hann mætti á lögreglustöðina til að reyna að „frelsa" félaga sinn. Gestirnir í samkvæminu munu hafa verið á súludansstað um nótt- ina en fært skemmtanahald sitt í Heiðarból þegar dansstaðnum var lokað klukkan fimm. Húsráðand- inn kvaðst muna eftir að hafa boð- ið fólkinu heim til sín. Hann hefði hins vegar sofnað fljótlega og ekki vitað hvað á gekk. ■ ÞETTA HELST Utanríkisráðherra segir ísra- ela eiga á hættu að einangr- ast á alþjóðavettvangi. bls. 2 Landlæknir segir ekkert at- hugavert við að lyfjafyrirtæki styrkti kvikmyndagerð læknis. bls. 2 ..-♦... Bandarísk fyrirtæki vill reisa f jögurra milljarða króna stál- pípuverksmiðju í Helguvík. bls. 11 —♦— Eistu f jögurra karlmanna voru f jarlægð vegna kynferðisbro- ta frá 1948 til 1971. Slíkar aðgerðir eru enn heimilar í lögum. bls. 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.