Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 2
KJÖRKASSINN ANNAR HVER SVARTSÝNN Ríflegur helmingur kjósenda á Vlsi.is lítur efnahagsmálin ekki björtum augum. Telurðu bjart framundan í efnahagsmálunum? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Eru ísraelsmenn að ganga of langt í að- gerðum sínum gegn Palestínumönnum? Farðu inn é vísi.is og segðu I þlna skoðun J BENSÍNSTÖÐ Álögur ríkisins á bensín lækka um nær tvær krónur á lítrann. Vörugjald á eldsneyti: Bensínverð óbreytt en olía hækkar VERÐLAGSIVIARKMIÐ Stjórnvöld hafa ákveðið að lækka vörugjald á bensíni til að auka líkur á því að verðlagsmarkmið kjarasamninga náist. Gjaldið lækkar úr 10,50 krónum á lítrann í 8,95 krónur. Að auki reiknast virðisaukaskattur af lægri fjárhæð en ella. Olíufélögin hafa í kjölfar þessa lýst yfir að bensinverð hækki ekki nú um mánaðamótin. Engar breytingar er á gjöldum á öðru eldsneyti. T.d. hækkaði 01- íufélagið hf. í gær verð á lítra af gasolíu og flotaolíu um 3,50 krón- ur og lítra af svartolíu um 5 krón- ur. Þær hækkanir eru sagðar vegna hækkana á heimsmarkaði. Ríkisstjórnin segir bensínverð hafa farið hækkandi á heims- markaði. Það hefði stofnað verð- lagsmarkmiðum kjarasamninga í hættu ef sú hækkun skilaði sér út í verðlagið hér. Bensíngjaldið væri lækkað í trausti þess að olíu- félögin leggðu jafnframt sitt af mörkum til að tryggja að rauðu strikin haldi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar gildir til júníloka og er sögð kosta ríkissjóð 80 milljónir króna. ■ Margir leituðu til Mæðrastyrksnefndar fyrir páskana: Astandið er dapurlegt mæðrastyrksnefnd Óvenju margir leituðu aðstoðar til Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur fyrir páska til að ná endum saman fyrir hátíðarn- ar. „Stundum hafa myndast biðrað- ir út á götu.“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar. Hún segir einnig að margir hafi leitað aðstoðar til þess að geta haldið fermingarveislur barna sinna. „Það er sorglegt að þurfa að taka á móti grátandi fólki á hverjum vikudegi. Ástandið er dapurlegt." Mjólkursamsalan, Myllan og Ömmubakstur hafa gefið vörur vikulega til styrktar bágstöddum. Frigg gaf nefndinni 8 þúsund bleiur til aðstoðar barnafjölskyldum. Fyr- ir jól úthlutaði Velferðarsjóður barna Mæðrastyrksnefnd tveimur milljónir króna. Peningurinn verð- ur nýttur til þess að senda 97 börn lágtekjufjölskyldna og einstæðra mæðra í sumarbúðir KFUM og KFUK. Hægt er að sækja um frá og með deginum í dag. ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ Utanríkisráðherra segir greinilegt stríðsástand í Miðausturlöndum: Israelar geta einangrast MiÐAUSTURLÖNP „Þarna er greini- lega komið á stríðsástands", seg- ir Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, um þá auknu hörku sem er hlaupin í átök ísraela og Palestínumanna. Aðgerðir fsra- ela á svæðum Palestínumanna brjóta gegn samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. Slíkt getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og ísraelar eiga á hættu að einangr- ast á alþjóðavettvangi haldi þeir sínu striki. Halldór segir mjög alvarlegt hvernig ísraelsk stjórnvöld hafa lagt til atlögu gegn Jasser Arafat. „Arafat er réttkjörinn leiðtogi Palestínumanna. Það er enginn HALLDÓR ÁSGRÍMSSON ísraelar megna ekkí að halda uppi friði. Þörf er á friðar- gæsluliði. annar sem gæti verið það sam- einingarafl sem nauðsyn er á ef takast á að koma á friði.“ Ef takast á að koma á friði í Miðausturlöndum segir Halldór nauðsynlegt að alþjóðlegt friðar- gæslulið verði kallað á vettvang. „Það er ljóst að ísraelsmenn munu ekki megna það einir að halda uppi friði á þessum svæð- um.“ í utanríkisráðuneytinu hefur ferð Halldórs til ísraels og Palestínu verið í undirbúningi um nokkurt skeið. „í síðustu viku var þessi ferð á dagskrá síðustu dagana í maí,“ segir Halldór. Hann segir að nú sé meiri óvissa um ferðina. í raun sé ekkert hægt að segja um hvaða áhrif síð- ustu atburðir hafi á fyrirhugaða ferð hans. Það ráðist af því hvernig mál þróast. ■ Vil eðlilegt líf með dóttur minni hér Caroline Lefort kom með dóttur sína heim til Islands í gær eftir að hafa numið hana á brott með valdi frá fyrrum sambýlismanni sínum fyrir viku. Hún fór huldu höfði í Evrópu þangað til í gær. Flóttinn var skipu- lagður dagana á undan. CAROLINE LEFORT MEÐ DÓTTUR SÍNA LAURU SÓLVEIGU ÞEGAR PÆR KOMU TIL LANDSINS í GÆR Caroline segist hafa átt fullan rétt á að ná dóttur sinní aftur úr umsjá föður hennar. Hún hafi bráðabirgðaforsjá yfír Lauru og Francois hafi farið með hana ólöglega frá íslandi. forsjArdeila „Ég vil vita hvað ís- lensk stjórnvöld ætla að gera til að fullvissa mig um að ég geti lif- að eðlilegu lífi aftur,“ segir Caroline Lefort sem kom heim til íslands í gær eftir að hafa tekið dóttur sína með valdi úr höndum föður hennar í Frakklandi síðasta þriðjudag. Þangað til í gær hafði hún farið huldu höfði í Stokk- hólmi. Fyrrum sambýiismaður hennar og eiginmaður, Francois Scheefer, flúði með dóttur þeirra til Frakklands í byrjun september á síðasta ári þrátt fyrir farbann dótturinnar. Hann hafði ekki for- sjá yfir barninu. „Hvað er hægt að gera til að tryggja að þetta endur- taki sig ekki,“ segir Caroline. „Ég er hrædd.“ „Ég var búin að fara á staðinn þar sem ég átti að hitta Lauru og Francois og skoða aðstæður. Ég hafði fengið vin minn í Frakklandi í lið með mér og við leigðum bíla- leigubíl,“ segir Caroline. Eftir að hafa hitt dóttur sína á leikvelli stakk hún sér inn í bílaleigubílinn sem hafði verið lagt við gangstétt sem þau gengu eftir. Vitorðsmaðurinn sat við stýrið og keyrði strax hratt í burtu. „Ég sá Francois rífa í hálsmál- ið á konu minni og reka hana nið- ur í gangstéttina," segir Yves Lefort, faðir Caroline, en hann og móðir Caroline voru með henni í för þegar Caroline nam dóttur sína á brott. Yves segir bera piparúða á sér öllum stundum sér til verndar. Honum sprautaði hann í augu Francois til að koma konu sinni til varnar. Þvi næst flúðu hjónin í bíl sinn sem var lagt skammt frá. Caroline og vitorðsmaður hennar keyrðu rakleitt yfir bel- gísku landamærin skammt frá. Þar hringdi hún í foreldra sína og lét vita hvað hafði gerst. Faðir hennar keyrði konu sína á lestar- stöð þar sem hún hélt til heimilis þeirra. Hann keyrði því næst til Belgíu og hitti dóttur sína og vin hennar. Caroline fór með föður sínum og dóttur en vitorðsmaður- inn tók bílaleigubílinn aftur til Frakklands. „Foreldrar mínir vissu ekki um þessa áætlun mína,“ segir Caroline. Hún segist einungis hafa látið þau vita að hún vildi ná dóttur sinni aftur. Hún hafði ekki látið neinn vita að það yrði þennan þriðjudag eða með þessum hætti. Feðginin óku til Danmerkur með Lauru og fóru þaðan til Stokk- hólms. Þá var búið að panta flug fyrir þau þrjú til íslands. Caroline segist hafa verið skíthrædd allan tímann að Francois fengi vitneskju um ferðaáætlun þeirra. Nú reyni á að íslensk stjórnvöld tryggi að hún geti lifað eðlilegu lífi á Islandi með dóttur sinni. bjorgvin@frettabladid.is Faðir Lauru Sólveigar bregst við: Erindi sent dómsmála ráðherra Frakklands forsjárdeila „Sjónin á vinstra auga er veruíega skert,“ segir Francois Scheefer, faðir Lauru Sólveigar, sem var með stúlkuna í sinni umsjá þegar Caroline Lefort tók Lauru frá honum og flúði með hana til Stokkhólms. Hann segir húðina á andliti brennda eftir piparúða sem faðir Caroline sprautaði á hann. í læknisskýrslu má lesa að hann hafi áverka eftir bit á hægri hönd og sú vinstri sé illa klóruð. Francois segir að frönsk yfir- völd álíti Lauru í hættu. Barna- verndarsamtökin SOS, sem láti sig alvarlegar forsjárdeilur í Frakklandi varða, standi við bak- ið á honum og hafi ýtt á frönsk yfirvöld að grípa til aðgerða. Samtökin séu stór og öflug sem skipti máli í baráttu hans. Hann segir alla fordæma þær aðferðir sem Caroline viðhafði við að ná dóttur sinni aftur. Aðgerðin hafi einkennst af miklu ofbeldi eins og megi sjá á áverkum hans sjálfs. Francois segir að barnavernd- arsamtökin hafi skrifað dóms- málaráðherra Frakklands bréf og spurt hvað yfirvöld ætli að gera í málinu. Franskir fjölmiðlar eru komnir í málið og nú reyni á ís- lensk stjórnvöld að bregðast við á réttan hátt. Þetta sé málefni franskra dómstóla og því beri að rétta í málinu í Frakklandi. ■ FRANCOIS SCHEEFER, FAÐIR LAURU SÓLVEIGAR Eins og sjá má á myndinni var Francois með áverka á auga eftir að hafa fengið piparúða í andlitið þegar Laura Sólveig var tekin frá honum. 2. april 2002 ÞRIÐJUDACUR Holtavörðurheiði: Ferðalangar lóðsaðir umferð Lögreglan, Vegagerðin og fimm björgunarsveitir fylgdu bíl- um um Holtavörðuheiðina í gær. Veginum var lokað beggja vegna heiðarinnar og bílum fylgt yfir í hollum. Blindbylur og hálka var á heiðinni. Mikil umferð var allan daginn í gær og lá straumurinn fyrst og fremst suður. Um tíma náði bíla- lestin allt frá Blönduósi að Brú. Fjórir árekstrar urðu á Holta- vörðuheiði í gær. Tveir urðu áður en veginum var lokað. Eftir að opnað var fyrir umferð að nýju um klukkan fjögur þurfti í tvígang að loka aftur vegna óhappa. ■ I faðmi hafsins: Lyfjafyrir- tæki styrkir kvikmynda- gerð læknis KVIKMYNDIR Lýður Árnason, heilsugæslulæknir, segir enga hættu á hagsmunaárekstri þó lyfjafyrirtækið Astra Zeneca hafi styrkt gerð myndarinnar í faðmi hafsins sem hann framleiddi, leik- stýrði og skrifaði handrit að. „Ef þú ert að fiska eftir hvort það búi eitthvað að baki, að ég skrifi bara upp á þeirra lyf, þá er það ekki svo.“ Lýður segir ekkert óeðlilegt við að lyfjafyrirtæki styrki gerð myndarinnar. „Þetta var hálfgerð heilsugæsla að gera þessa mynd. Það tóku allir þátt í þessu og þetta var mikil Iyftistöng fyrir andlegt upplag íbúa hér á svæðinu. Á þeim forsendum talaði ég við þetta lyf jafyrirtæki. Þeir voru til- búnir að láta okkur hafa lítilræði á þessum forsendum." „Við getum alls ekki litið svo á að þetta tengist starfi hans sem læknis,“ segir Sigurður Guð- mundsson, landlæknir. „Hann er kvikmyndagerðarmaður. Kvik- myndir eru styrktar af ýmsum að- ilum. Ég myndi ætla að hann og aðrir sem að myndinni koma láti styrktaraðila hvorki hafa áhrif á sína listrænu tjáningu né önnur störf þeirra. Frá mínum bæjar- dyrum myndi ég ekki hafa neitt við svona tengsl að athuga." ■ SANDAFELL l' HAFNARFIRÐI Vertíðarbáturinn Sandafell ÍS liggur á hliðinni I Hafnarfjarðahöfn eftir óhapp við sjósetningu. Ohapp í slippstöð: Bátur á hliðina óhapp Vertíðarbáturinn Sandafell IS 82 sem var í viðgerð hjá Ósey í Hafnarfirði lagðist á hliðina í flæðarmálinu við slippstöðina þegar sjósetja átti hann í fyrra- dag. Brautin gaf sig undan Sanda- felli og seig hann því á hliðina. Sandafell er 111 tonna stálbátur sem smíðaður var í Póllandi árið 1988. Hann hafði verið í slippnum i tvo mánuði. Engin slys urðu á fólki. Óljóst er með tjón vegna óhappsins. Bátnum hefur enn ekki verið komið á réttan kjöl. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.