Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 9

Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ Bamaspítalinn við Hringbraut: Ætla að flytja inn í byrjun nóvember FRflMKVÆiMD Guðný Sverrisdóttir, stjórnarformaður Landspítala-Há- skólasjúkrahúss, segir að gengið sé út frá því að hægt verði að flyt- ja barnadeildir inn í nýja barna- spítalann við Hringraut í byrjun nóvember nk. Það verði vart degi of snemma þar sem víðtæk endur- skipulagning deilda bæði í Foss- vogi og á Hringbraut byggist á inn- flutningi barnadeilda í nýju bygg- inguna. Áætlanirnar hafa tekið örum breytingum af ýmsum ástæðum. Guðný segir að meðal annars hafi timaáætlanir verktak- ans um framgang verksins brugð- ist síðasta haust. Nú sé hinsvegar unnið hratt og örugglega. „Þetta skiptir miklu máli fyrir framgang alls tilflutnings deilda á milli Fossvogs og Hringbrautar. Það er búið að púsla þessu öllu saman og aðeins beðið eftir að rýmin losni,“ segir Guðný. Að undanförnu hafa meðal annars hjarta- og krabbameinsdeildirnar í Fossvogi verið fluttar á Hring- brautina. NÝJI BARNASPÍTALINN Lltlit er fyrir að endurskoðaðar tímaáætlanir standist og flutningur barnadeilda úr aðal- byggingu Landspítalans og úr Fossvogi geti hafist í byrjun nóvember. Nýi barnaspítalinn er alls tæp- lega 7.000 fermetrar að stærð á fjórum hæðum. Gert er ráð fyrir sérstökum fyrirlestrarsal í garðin- um milli spítalans og þeirrar álmu þar sem kvennadeildin er nú. Fjór- ar legudeildir verða auk dagdeild- ar og göngudeildar. ■ Móðir í Kaliforníu: Eignaðist eineggja fjórbura HEILSUGÆSLAN SELTJARNARNESI Nokkrir læknar sem starfa á Seltjarnarnesi líta á úrskurð kjaranefndar sem uppsögn. Vilja fá tekjuskerðingu bætta: Heilsugæslulæknar hóta hópuppsögnum SACRAMENTO. AP HjÓna- leysin Ornsee Khamsa and Verek Muy eignuðust í liðinni viku fjórar ein- eggja stúlkur eftir aðeins jj| 30 vikna meðgöngu. Stúlkurnar voru teknar með skurðaðgerð sem tókst vel. Læknar fylgd- ust vel með stúlkunum fyrsta sólarhringinn og töldu ekkert benda til annars en að þær myndu dafna. Það heyrir til tíðinda að parið naut ekki aðstoð- ar frjósemislyfja við getnað en fjór- burafæðingar hafa færst í vöxt með aukinni notkun slíkra lyfja. Aðeins munu örfá dæmi vera um eineggja fjórbura í lifandi minni. ■ PREANA, AUDREANA, NATALIE OG MELODY Llkurnar á að fá eineggja fjórbura eru sagðar einn á móti 11 milljónum. Allar mun stúlkurnar vera við góða heilsu. Smur- stöð VELALAND' VÉLASALA > TÚRBÍNUR VARAHLIJTIR * VIÐGERÐIR Vagnhöfði 27 • 710 Reykjavík Sími: S77 4500 velaland@velaland.is læknar Þórir Kolbeinsson, for- maður Félags íslenskra heimilis- lækna, segir að fjölmargir lækn- ar hvaðanæva af landinu ætli að segja upp verði þeim ekki að fullu bætt tekjuskerðing vegna úrskurðar kjaranefndar frá 13. mars. Þá úrskurðaði nefndin að útgáfa vottorða væri hluti af að- alstarfi heilsugæslulækna og þeim því óheimilt að innheimta greiðslur fyrir slíkt. Þórir segir að í heilsugæslustöðvum á höfuð- borgarsvæðinu standi málið um allt að 15% af heildarkjörum. Tíu heilsugæslulæknar af Suðurnesjum skrifuðu undir eft- irfarandi yfirlýsingu: „Við und- irritaðir teljum að með þessari einhliða tekjuskerðingu af hálfu yfirvalda megi líta svo á að ráðn- ingarsamningi okkar hafi verið sagt upp og við séum því ekki samningsbundnir stofnuninni þegar uppsagnarfrestur okkar rennur út.“ Þórir segir að svipuð bréf hafi meðal annars borist frá læknum sem starfa í Breiðholti, Kópavogi, Hafnarfirði og á Sel- tjarnarnesi og Selfossi. Deilan stendur um vottorð sem ekki varða almannatrygg- ingar og félagslega aðstoð. Al- gengt verð fyrir veikindavottorð vegna tíma frá vinnu hefur ver- ið 1.700 krónur. Launþegar hafa svo að jafnaði átt kröfu á vinnu- veitanda um endurgreiðslu. Þór- ir segir brýnt að kjaranefnd ákveði með hvaða hætti greiðsl- ur vegna vottorðavinnu komi inn í venjubundin laun, enda horfi til vandræða vegna fækkunar heimilislækna undanfarin ár. Hann segir að útgáfa vottorða muni víða sitja á hakanum á næstunni. Guðrún Zoega formaður kjaranefndar sagði í samtali við blaðið sl. þriðjudag að málið væri í raun statt hjá læknum. Áður en nefndin geti ákveðið hvernig eða að hvaða marki þeim verði bætt kjaraskerðingin þurfi að berast ýmis gögn sem skilgreini mismunandi flokka vottorða. Hún sagðist vonast eft- ir niðurstöðu nú í vikunni. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er það viðhorf ríkjandi hjá kjaranefnd að aldrei hafi legið fyrir heimild fyrir lækna til að ákveða sjálfir greiðslur til sín vegna vottorða. Þannig krefjist þeir þess að þeim verði bættar tekjur sem þeir hafa í gegnum árin innheimt í heimildarleysi. Micr T Ö L V U dreífing l [ Tölvud reifi ng heldur námstefnu fyrir viðskiptavini Microsoft Gerð mbh@frettabladid.is á Islandi fimmtudaginn 11. apríl á Radisson SAS Hótel Sögu, Sunnusal. kl: 9.00 til 17.00 Aðgangur ókeypis! Hvað er efst á baugi hjá Microsoft? Enterprise Portal" með Microsoft SharePoint Portal Server Öryggismál - vírusvarnir Visual Studio .NET Nánar um dagskrána og skráning á WWW.td.ÍS. fyrir 8. apríl. 1 1 Tilboð UTSALA 2.-8. apríl Laugardag 10-16 Afsláttur 30-50% Álraimnar Gull/silfur 24x30 cm á 700 30x40 cm á 900 Tilboð Smellurammar 40x50 cm á 300 50x60 cm 400 40x50 cm á 1600 i5x20 cm á 100 24x30 svart á 400 Tilboð Trérammar Margar stærðir og gerðir kr. 200-400 Plaggöt innrömmuð Afsláttur 15% Innrömmun Speglar Tilb. rammar RAMMA fO. MIÐSTOÐIN Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 533 3331 • Fax 533 1633

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.