Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 02.04.2002, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2002 ÞRIÐIUUDACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsimi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgatsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án enduigjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS~| Það er ljótt að ljúga að er Ijótt að ljúga. Þess vegna á Geir A. GunnlaugsSon að skammast sín. Hann hefur engar málsbætur. Það er ekki hægt að réttlæta lygi með neinum rökum. Það er fleira sem Geir A. Gunn- laugsson verður að taka til alvar- legrar athugunar. Hann hefur með framferði sínu sagt án orða hvaða mætur hann hefur á Val- gerði Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra. Geir er fullkomlega frjálst að meta Valgerði einskis. Hitt er annað að Geir A. Gunnlaugsson verður á sama hátt og ábyrgir þjóðfélagsþegnar að bera lág- marksvirðingu fyrir embætti ráð- herra. Það hefur hann ekki gert. Hann leyndi ráðherra mikil- vægum upplýsingum vitandi að ráðherrann var á sama tíma að vinna dag eftir dag að framgangi máls sem hafði tekið verulegum breytingum. Með þessu hefur hann sýnt af sér ótrúlegt skeyt- ingarleysi. Þaðer ekki hægt að sjá að ráðherrann geti í framtíðinni átt eðlilegt samband við Geir og það sem hann stendur fyrir. Sama hlýtur að gilda um fjöl- miðla. Geir hefur viðurkennt að vera lygari. Það eitt gerir að manninum er ekki treystandi. Þess vegna er ekki hægt að nálg- ast hann eins og aðra menn. Sem dæmi má nefna að þegar blaða- maður Fréttablaðsins fékk ávinn- ing af því að Norsk Hydro væri að undirbúa að draga sig frá bygg- ingu álvers í Reyðarfirði leitaði .........manoa Sigurjón M. Egilsson skrifar um mannlega reisn hann til nokkurra manna. Sumir sögðu það rétt að breytinga væri að vænta. Geir A. Gunnlaugsson ságði slíkt rangt og til að undir- strika lygina bætti hann við eitt- hvað á þá leið að ef rétt væri hvort blaðamaður teldi þá að sá sem gegndi aðalhlutverkinu, það er Geir sjálfur, væri bara heima en ekki úti á fundum með öðrum aðalmönnum. Með þessa neitun Geirs ákvað Fréttablaðið að birta ekki fréttina. Blaðið trúði þeim sem best vissi. Blaðið gerði sér ekki grein fyrir að verið væri að ljúga. | ~ ÓlTK SJÓNARIVIIÐ [ Geir A. Gunnlaugsson á nafna í ríkisstjórninni. Sá lýgur ekki í fjölmiðla. Hann hefur tekið upp annan hvimleiðan sið. Hann talar helst ekki við fjölmiðla. Af tvennu illu er aðferð Geirs fjármálaráð- herra snökktum skárri en nafna hans. ■ Torfærutröll Gestur Gunnarsson skrifar __ Nú nýlega bárust fréttir af tapi Flugleiða. Þetta tap nam á sein- asta ári hálfum öðrum milljarði króna. Mér sýnist að hægt sé þarna að breyta tapi í gróða með einföldum hætti. Lengja flugvél- arnar um svona tíu til fimmtán metra. Með þessu mætti fjölga farþegum í hverri ferð verulega. Auk þess mætti stytta vængina um tvo til þrjá metra. Með því mætti auka flughraðann töluvert. Þessar aðgerðir myndu að vísu- draga vérulega úr öryggi. Fyrir nokkrum árum tóku menn uppá því að fara að endurbæta s.k. jeppa og gera þá með þvf heppi- legri til óbyggðaferða. Þessir bíl- ar eru yfirleitt minnst í óbyggðum en framangreindar breytingar að- allega til þess að auglýsa ríki- dæmi eða fátækt eigandans. Nýj- ar flugvélagerðir eru oft árum saman í prófunum og fá að þeim loknum flughæfisskírteini. Nýjar gerðir bifreiða fara gegnum margháttuð próf og fá oftast á endanum ökuhæfisskírteini. Sam- kvæmt upplýsingum í Morgun- baðinu 16. mars sl. hafa níu manns farist í umferðarslysum hér á landi frá áramótum. Fjórir þess- ara fórust í árekstrum þar sem stórir aldrifsbílar koma við sögu og einn þar sem slíkt ökutæki tolldi ekki á veginum. í ljósi þess- ara alvarlegu staðreynda verður að gera þá kröfu að þessi mál verði tekin föstum tökum þegar í stað. ■ SVEINN HJÖRTUR HJARTARSON HAGFRÆÐINGUR LANDSSAMBANDS ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Töpuðum forræði í efnahagsmálum ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON HAGFRÆÐINGUR SAMTAKA IÐNAÐARINS Fengjum stöðugra efnahagslíf „Það að taka upp evru er ekkert inni í myndinni. Við erum ekki að- ilar að Evr- ópubandalag- inu;“ segir Sveinn Hjört- ur Hjartar- son, hagfræð- ingur Lands- sambands ís- lenskra útvegsmanna. „Þar fyrir utan hafa mikilvæg viðskiptalönd okkar eins og Danmörk og Svíþjóð ekki tekið upp evru. Það gildir einnig um stærsta einstaka út- flutningsland okkar í sjávarút- vegi sem er Bretland. Það er ekki til neins að vera að tala um evruna sem einhvern valkost. Sjávarút- vegurinn er enn sem komið er okkar stærsta útflutningsgrein. Sveiflur í greininni fylgja ekki hagsveiflum á meginlandi Evr- ópu. Það gengur til dæmis illa að aðlaga náttúrulegar sveiflur í haf- inu að efnahagslífi Evrópu. Gjaldmiðillinn er undirstöðu þáttur í stjórn efnahagsmála. Gefi menn hann frá sér eru menn að gefa frá sér meginþátt í stjórn efnahagsmála. Þá láta menn ein- hvern annan stjórna því. Þegar árar þannig í þjóð- félaginu að gjöld mæta ekki tekjum, laun hafa hækkað umfram það sem hægt er að borga. Ef .gjaldmiðillinn tekur ekki .mið áf þeim aðstæðum, heldur efnahagsá- standi í Evrópu, þá verður að beita öðrum ráðum. Lækkun tekna eða uppsögnum. Hér er hefð fyrir því að leggja áherslu á að sem flestir hafi vinnu. Atvinnu- leysi er miklu meira í Evrópu, en ■ við eigum að venj- ast. Okkur hefur ekki gengið að ná fram launa- lækkun hér þegar illa árar. Við höfum barist fyrir yfir- ráðum yfir fiskveiðilögsögu til að ná efnahagslegri stjórn. Með- an ekki er búið að tryggja yfir- ráð og eign íslendinga yfir fiski- miðunum, þá er ekki hægt að mæla með inngöngu í Evrópu- sambandið. Það er tilgangslaust að ræða evru fyrr en þau mál verða leidd til lykta.“ ■ Þungi umræðu um Evr- ópusambandsaðild og evru fer vaxandi. Davíð Oddsson sagði á ársfundi Seðlabankans að frjótt ímyndunarafl og yfír- gripsmikið þekkingar- leysi þyrfti til að halda fram að evran gæti nokkru sinni endurspegl- að íslenskt efnahagslíf. Um þetta eru deildar meiningar. „Með evru verður meiri stöðugleiki í efnahagsmálum," segir Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Sam- taka iðnaðarins. „Það er einmitt það sem fyrirtæk- in þurfa fyrst og fremst á að halda. Sú mikla sveifla sem varð á gengi krónunnar tengist tveimur þáttum. í fyrsta lagi urðu mistök í efnahags- stjórninni sem leiddu til of- þenslu. Ríkisfjár- ..... málin veittu ekki nægjanlegt að- hald. Of seint var skipt um ramma peningastjórnar- innar yfir í verðbólgumarkmið. Þar með fór viðskiptahallinn úr böndunum og hvorki háir vextir né mikil inngrip á gjaldeyrismarkaði gátu stöðvað fall krónunnar. Geng- isfallið var mikið áfall fyrir verð- stöðugleikann og olli fyrirtækjum miklum búsifjum þótt vissulega hafi það síðan glætt útflutnings- tekjur margra þeirra. Hagsveiflan sem nú er verið að bregðast við er heimagerð. Hún stafar ekki af ytri áföllum. Þau hafa engin verið. í smærri ríkjum Evr- ópusambands- ins, eins og Hollandi, Dan- mörku, Finn- land, Svíþjóð og írlandi, sem eru innbyrðis ólík á margan hátt, var atvinnuleysis- hlutfallið í fyrra á bilinu 2,5 til 4,5 prósent á meðan stýrivextir voru 3 prósent. Hjá okkur var atvinnu- leysið hins vegar 1,5 prósent á meðan stýrivextirnir voru næstum fjórfalt hærri, eða yfir 11%. Þessi lönd búa við miklu lægra vaxtastig en við, minni gengisáhættu og betri aðgang að hinum stóra Evr- ópumarkaði. Þau hafa því náð mun meiri útflutnings- og hagvexti. Um leið hefur þjóðhagslegur sparnað- ur þeirra hækkað í 21 til 27 prósent samanborið við 14 prósent hjá okk- ur. Þetta sýnir hvaða áhrif ESB aðild hefur haft á undirstöður og stöðugleika atvinnulífs þessara landa. Okkar fyrirtæki sækjast eftir sambærilegu rekstrarum- hverfi." ■ Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind. Hagkaup Skeifunn, Hagkaup Spönginni Laugarnes Apótek Zitas Hafnarfirði Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossí, Baron Selfossi Casa Selfossi Apótek Vestmannaeyja, Bjarg Akranesi Stykkishólmsapótek ísold Sauðárkrók Silfurtorg (safirði Hagkaup Akureyri Jara Akureyri Húsavikurapótek. Siglosport Siglufirði Okkar á Milli Egilstaðir Apótek Seyðisfjarðar www.diesel.com ORÐRÉTT | | INNHERJAR FARIÐ MEÐ ÓSANNINDI „Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls, sagði full- trúa Norsk Hydro ekki hafa sagt neitt sem gefi honum tilefni til að draga þær ályktanir að tímaáætl- anir muni ekki standast. „Þetta skýrist á næstu dögum." Hann sagði fjárfestingu Hydro í Þýska- landi stóra. „Því er eðlilegt að þeir skoði hvernig þessi hlutir geta gengið upp. Ekkert liggur fyrir um að þeir munu ekki standa við að taka þessa ákvörð- un í haust. Öll vinna miðast við það.“ Stjórnarformaður Reyðaráls og fram- kvæmdastjóri Hæfis segír Fréttabiaðinu að tímasetningar Reyðarálsverkefnisins hafi ekkert breyst. Þarna hafði hann vitað vikum saman að Norsk Hydro ætlaði að ekki að efna viljayfirlýsinguna. Frétta- blaðið, 18. mars. HVAÐ ER SANN- LEIKUR? „Þórður sagði að það væri aukaat- riði að hans mati hvenær grun- semdir kynnu að hafa vaknað um að svona gæti farið.“ Þórður Friðjónsson, formaður samráðs- nefndar vegna Reyðarálsverkefnis, um það að logið var að almenningi um áhuga Norsk Hydro eftir að fyrir lá að fyrirtækið hefði breytta afstöðu til álvers í Reyðar- firði. EKKI IVIITT VANDAMÁL „En þó virðist vera eins og full- trúar Hæfis hafi vitað þetta á undan stjórnvöld- um og það er svo sem ekkert um það að segja. Að mínu mati hafa þeir ekki nákvæm- ar skyldur við mig.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra, um ósannindi Geirs A. Gunnlaugs- sonar. Mbl. 31. mars. FRAMSÓKN ÞVÆLIST FYRIR „Núverandi stjórnarsamstarf virðist takmarka möguleika til að breyta RÚV í hlutafélag en ég er þeirrar skoðunar að það sé nauð- synlegt. í samræmi við það mun ég kanna hvaða svigrúm er til breytinga, innan ramma stjórnar- samstarfsins, því breytinga er vissulega þörf.“ Tómas Ingi Olrich, menntamálaráð herra, í viðtali við Morgunblaðið 31. mars. NÚTIMINN ER TRUNTA „En jafnframt hefur varðstaða um íslenska tungu og meningu verið þáttur í grundvallarstefnu Morgunblaðsins undanfarna ára- tugi. Ekki hefur veitt af. Aukin samskipti þjóða í milli, ný fjar- skiptatækni, gervihnattasjónvarp og fleira hefur leitt til þess að bæði við íslendingar og aðrar þjóðir höfum fengið yfir okkur holskeflu erlendra menningará- hrifa.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins færir rök fyrir þvi að íslensk tunga eigi vöxt sinn og viðgang undir þjóðernisstefnu blaðsins. 31. mars. Teningum kastað I Innherjar á stjórnmálavef vísis. is velta fyrir sér ágreiningi for- ystumanna stjórnarflokkanna í Evrópumálum. Einn innherja varpar því fram að Halldóri geti tekist að sannfæra þjóðina um að- ildarumsókn. „Þá eru miklar líkur á að dagar Davíðs i embætti for- sætisráðherra verði taldir.“ Bent er á að ekki sé einhugur innan j .Framsóknarflokksins um málið. Stuðningsmaður Davíðs telur að I allt eins líklegt sé að dagar Hall- dórs verði taldir að loknum kosn- ingum og Guðni Ágústsson taki við. Næsti bætir við að það hljóti að teljast til tíðinda þegar flokkur sem fer með utanríkismál stendur ekki einhuga að baki þeim sem fer , fyrir hjörðinni. „Nei, það hlýtur i að enda með uppgjöri og tel ég að Halldór verði ofan á, því að Evr- ópumálin eru ástæða þess fylgis sem framsókn hefur í dag“ Evrópumálin eru flókin og erfitt að mynda sér skoðun. Einn innherja er með lausn á því. „Ég hef ákveðið að taka upp nýja stjórnmálastefnu. Hún er ein- faldalega sú að ef Guðni Ágúst. eða Steingrímur Joð eru á móti þá er ég með. Nú ef svo ólíklega vill til að annar er á móti en hinn með þá kasta ég tening." ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.