Fréttablaðið - 04.04.2002, Page 2

Fréttablaðið - 04.04.2002, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN VILJA HALDA f ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Einungis 17% netverja vilja leggja Þjóðhags- stofnun niður. Aðrir vilja halda í hana. Á að leggja Þjóðhagsstofnun niður? Niðurstöður gærdagsins á vwvw.vísir.is 17% Nei œw. Spurning dagsins í dag: Munu rauðu strikin halda? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun Kostnaður vegna sérfræðiþj ónustu: Skúli fékk þriðjung í sinnhlut reykjavíkurborg Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó bs., fékk rúmar 19 milljónir króna í sinn hlut fyrir verkefnavinnu við breytingar á rekstrarformi og sölu á tíu borgar- fyrirtækjum. Heildarkostnaður við breytingarnar og söluna var tæp- ar 54 milljónir. Þóknun Skúla við skúli brey tingarnar Fékk 19 milljónir í nema því 35% af sinnhlut. heildarkostnaði. Sveinn Andri Sveinsson, hrl., fékk rúmar 6 milljónir fyrir verkefna- vinnuna og Sigurður Kr. Friðriks- son, viðskiptafræðingur, rúmar 4 milljónir. I maí 1996 var borgar- stjóra ásamt tveimur borgarráðs- mönnum falið að leggja mat á hvaða ávinning Reykjavíkurborg kynni að hafa af sölu fyrirtækja borgarinnar. Þremenningarnir voru fengnir til aðstoðar við verkefnavinnuna. Kostnaður vegna vinnu þeirra nem- ur tæpum 30 milljónum af 54 millj- óna heildarkostnaði. Söluverð þeirra fyrirtækja sem seld voru, þ.e. Húsatryggingar, Pípugerðar Reykjavíkur og Skýrr, nam 517 milljónum. ■ —♦— Segir dagföðurinn sak- lausan af handleggsbroti: Var hjá móð- ur sinni og ömmu barnavernd Lögmaður dagföður- ins, sem dæmdur var í héraðsdómi fyrir að bana níu mánaða dreng, segir hann ekki hafa handleggs- brotið átta mánaða stúlku sem var í gæslu hjá honum. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær var komið með stúlkuna til meðferðar á Landspítalanum 13. febrúar í fyrra. Niðurstaða lækna var sú að stúlkan hefði brotnað á framhandlegg 5 til 8 dögum fyrr. Engar skýringar fundust á hand- leggsbrotinu þá. Heldur ekki við lögreglurannsókn sem hófst þrem- ur og hálfum mánuði síðar. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður dagföðurins, segir í fréttatil- kynningu sem hann sendi frá sér í gær að niðurstaða lækna hafi verið sú að stúlkan hafi handleggsbrotn- að á degi sem hún var ekki í gæslu hjá dagföðurnum. Þann dag muni stúlkan hafa verið í umsjá móður og/eða ömmu sinnar. Ekki náðist í gær að bera þessa fullyrðingu lög- mannsins undir rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. Tekið skal fram að ekki sagði í frétt Fréttablaðsins í gær að dag- faðirinn hefði átt sök á handleggs- broti litlu telpunnar. Fram kom að löreglurannsókn hefði ekki leitt til niðurstöðu. Mál dagföðurins verður tekið fyrir í Hæstarétti í haust. ■ 3.300 fermetrum óráðstafað í Smáralind: 4. apríl 2002 FIIVIMTUPACUR 5.000 fermetrar ekki komnir í notkun VERSLUN 3.300 fermetrum er óráð- stafað í verslunarmiðstöðinni Smáralind, ekki 2.000 fermetrum, eins og haft var eftir Pálma Krist- inssyni, framkvæmdastjóra húss- ins, í gær. Pálmi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þegar hann hefði sagt 2.000 fermetrar, þá hefði hann ekki tekið með í reikninginn þá 1.200 fermetra sem eyrnamerktir eru verslun- inni Hennes og Mauritz. Hann hefði áttað sig á því að hann hefði gefið rangar upplýsingar þegar hann las fréttina í blaðinu. Alls eru um 5.000 fermetrar, sem ætlaðir eru í verslun, ekki komnir í notkun í Smáralindinni. Það er um 16,7% af heildarversl- unarrými. Þar af segir Pálmi búið að ganga frá leigusamningi á um 1.200 fm plássi við hlið Deben- hams og um 500 fm plássi hægra megin við Pennann. Ekki sé þó hægt að greina frá nafni komandi vei'slana að svo stöddu. Samning- ur um leigu á 300 fm plássi á milli Lukkusmára og Pizza Hut er í yf- irlestri og hefur ekki verið undir- ritaður. Samningarnir við H&M eru ófrágengnir eins og fram hef- ur komið. Pálmi segir viðræður í gangi um megnið af rýminu sem eftir er, að undanskildum þremur einingum sem alls eru um 600 fer- metrar. ■ SMÁRALIND Er 63.000 fermetrar að stærð, þar af eru um 30.000 fermetrar ætlaðar undir verslun. Mikill verðmunur er á milli apóteka Verðkönnun ASÍ leiðir í ljós að verðmunur er á bilinu 16% og upp í 884% í flokki lyfseðils- skyldra lyQa. Minnsti verðmunur í flokki lausasölulyQa er 27%, mestur 91%. LYFSEÐILSKYLD LYF, VENJULEGT VERÐ LYF TEGUND HÆSTA VERÐ LÆGSTA VERÐ MUNUR MEÐALVERÐ Femanor/töflur 84 stk. Tíðahvörf 2.475/Lauganesap. 2.064/Rimaap. 20% 2.288 Gynera/töflur 63 stk. Getnaðarvörn 1.834/Árbæjarap. 1.467/Nes-og Rimaap. 25% 1.485 Kaavepenin/töflur 20 stk. Sýklalyf l.lOl/Árb.-og Lauganesap. 880/Nes- og Rimaap. 25% 992 Losec MUPS/töflur 28 stk. Magalyf 4.768/Lauganesap. 3.712/Rimaap. 28% 4.203 Rítalín/töflur 30 stk. Ofvirkni 987/Árb.-Laugn-Grafarv 635/Skipholtsap. 55% 877 Ventolin/innúðad. 1 stk. Astml 1,560/Grafarv. 1,338/Árbæjarap. 17o/o 1.408 Zoloft/töflur 28 stk. Þunglyndi 2.786/Lyf- og heilsa 2.395/lðufell 16% 2.545 ' ' LYFSEÐILSSKYLD LYF, VERÐ TIL ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRISPEGA 1 LYF TEGUND HÆSTA VERÐ LÆGSTA VERÐ MUNUR MEÐALVERÐ j Atenolol NM Pharma/töflur ÍOO stk. Hár blóðþr. 876/Árbæjarap. 636/Rimaap. 38% 759 1 Daren/töflur ÍOO stk. Hár blóðþr. 2.337/Árbæjarap. 367/Rimaap. 537% 1.065 1 Madopar/lOO stk. Parkison 3.364/Árbæjarap. 343/Rimaap. 881% 1.219 | LAUSASÖLULYF, VENJULEGT VERÐ LYF TEGUND HÆSTA VERÐ LÆGSTA VERÐ MUNUR MEÐALVERÐ Ibufen/töflur 20 stk. Verkir/bólga 260/Grafarvogsap. 158/Ap. Iðufell, Lyfja Smáral 65% 187 Nicorette/tyggig. 210stk. Reykingar 3.758/Laugarn.ap. 2.269/Ap. Iðufell 660/0 2765 Treo/freyðitöflur 20 stk. Verkjastill. 422/ Laugarn. ap 230/Grafarv.ap. 83% 327 Zovir/krem Herpes 917/Laugarn.ap. 624/Lyfja Smáral. 47o/o 767 SKAMMTUR AF PILLUNNI, VERKIALYFIUM OG NICO- RETTE F. ÁRIÐ* Hæsta verð: 26.808 Lægsta verð: 17.601 Munur: 9.207 *miðað við 5 pk. af Nicorette, einn af Treo og einn af Ibufeni, 4 pk. af pillunni. SKAMMTUR AF RITALIN I, SÝKLALYF OG MAGALYFI F. ÁRIÐ* Hæsta verð: Lægsta verð: Munur: 40.711 28.771 11.940 *miðað við rúmlega 2 töflur af Ritalíni á dag, 2 pk. af sýklalyfi og magalyf í 3 mánuði. lyf Verðkönnun ASÍ á lyfjaverði á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að gífurlegur verðmunur er á milli apóteka. Kannað var verð á 25 lyf- seðilsskyldum lyfjum, bæði venju- legt verð og verð til elli- og örörku- lífeyrisþega. Einnig var kannað verð á 18 lausasölulyfjum. Dæmi um verðmun á nokkrum lyfjanna má sjá í meðfylgjandi töflu. í flokki lyfseðilsskyldra lyfja var oftast lægst verð í Rimaapó- teki, eða 15 sinnum, og Nesapó- teki, 14 sinnum. Laugarnesapótek var með hæsta verðið í 17 tilfell- um af þeim 19 sem apótekið gaf upp. Munur á milli hæsta og lægsta verðs var allt frá 16% á þunglyndislyfinu Zolofti og upp í 107% á bólulyfinu Roaccutan. Þegar verð á lyfseðilsskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyris- þega er skoðað kemur í ljós gífur- legur munur í sumum tilfellum. Minnstur var munurinnn á bólgu- lyfinu Voltaren Rapid, eða 20%. Mestur verðmunur er á parkison- lyfinu Madopar eða 884% verð- munur. Mjög mikill verðmunur var líka t.d. á þunglyndislyfinu Zoloft fyrir elli- og örorkulífeyris- þega, eða 523%, það kostaði 333 kr. í Rimaapóteki, 2.073 í Laugar- nesapóteki. í flokki venjulegs verðs lausa- sölulyfja voru Rimaapótek og Ap- ótekið Iðufelli með lægsta verðið í 7 tilfellum. Laugarnesapótek með hæsta verðið í 11 tilfellum. Minnstur reyndist munurinn vera 30%, á ofnæmistöflunum Loritín, mestur á Treo eða 83%. Verðmun- ur var enn meiri fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega. 27% munaði á Nicoretti-tyggigúmmi en 91% verðmunur var á íbúfen-verkja- töflum. Verð var í flestum tilfell- um hæst í Laugarnesapóteki og Grafarvogsapóteki, en lægst í Ár- bæjarapóteki. Af 12 apótekum á höfuðborgar- svæðinu tóku níu þátt í könnun- inni, Apótekið Iðufelli, Árbæjar- apótek, Grafarvogsapótek, Laug- arnesapótek að hluta til, Lyf og heilsa, Lyfja, Nesapótek, Rimaapó- tek og Skipholtsapótek. Borgar- apótek, Hringbrautarapótek og Garðsapótek neituðu að taka þátt. I sumum tilfellum veita apótekin viðskiptavinum sérstakan afslátt, en ekki var tekið tillit til þess í könnuninni. sigridur@frettabladid.is Prodi segir sáttatilraunir Bandaríkjanna hafa mistekist: Egyptaland slítur stjórnmálasambandi við Israel ÍSRAELSKUR HERMAÐUR ÓGNAR LANDA SÍNUM fsraelskur landamærahermaður ógnar ísraelskum mótmælanda þegar til átaka kom á leiðinni til Ramallah. ísraelskir friðarsinnar, bæði gyðingar og arabar, reyndu að koma vist- um til Ramallah en voru stöðvaðir af ísraelska hernum. BETLEHEM, RAM. BEIRÚT. LÚXEMBORG. AP Egypsk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu slitið öllum stjórnmálatengslum við ísrael, að undanskildum þeim sem gætu orð- ið málstað Palestínumanna til framdráttar. í raun hafa tengsl ríkjanna þó ekki verið mikil, þann- ig að þessi yfirlýsing hefur eink- um táknræna merkingu. Þýðing hennar er þó mikil vegna þess að auk Egyptalands er Jórdanía eina arabaríkið sem verið hefur í stjórnmálasambandi við ísrael. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í gær að sáttamiðlunartil- raunir Bandaríkjanna hafi greini- lega mistekist. Réttast væri að Bandaríkin drægju sig til baka og leyfðu fleiri ríkjum og samtökum að taka þátt í samningaviðræðum milli fsraela og Palestínumanna. Auk Bandaríkjanna þyrfti Evrópu- sambandið, Sameinuðu þjóðirnar, Rússland og hófsöm arabaríki að miðla málum í þessum deilum. ísraelsher herti enn ( gær að- gerðir sínar á herteknu svæðun- um. Ráðist var inn í bæina Jenín og Salfit á Vesturbakkanum auk þess sem flóttamannabúðirnar við Jenín voru umkringdar. Jasser Arafat er enn í einangr- un á skrifstofum sínum í Ram- allah. fsraelsmenn hafa nú girt bygginguna af með gaddavír. ísraelsher beitti sér í gær gegn 2.000 ísraelskum friðarsinnum, bæði gyðingum og aröbum, sem reyndu að koma vistum til Palest- ínumanna í Ramallah. ísraelsher hefur haldið íbúum þar í herkví frá því á föstudaginn langa. Fólk hefur ekki komist út úr húsi og margir eru orðnir matarlitlir eftir margra daga einangrun. Á annað hundrað vopnaðra Palestínumanna leituðu á þriðju- daginn skjóls í Fæðingarkirkjunni í Betlehem, sem margir kristnir menn trúa að sé reist á fæðingar- stað Jesú Krists. f kirkjunni eru einnig fjölmargir almennir borg- arar, þar á meðal héraðsstjórinn í Betlehem auk munka og presta. Samningaviðræður voru reyndar í gær um að Palestínumennirnir fengju að komast út úr kirkjunni, sem er umkringd ísraelskum her- mönnum. Þá hafa geisað bardagar í tvo daga milli ísraelskra hermanna og skæruliða í Líbanon við landamæri ríkjanna. Þótt ísraelski herinn hafi farið frá hernámssvæðinu í suður- hluta Líbanons fyrir tæpum tveim- ur árum, þá héldu ísraelsmenn eft- ir smærra svæði sem Líbanir gera enn tilkall til. Skæruliðar í Líbanon hófu á ný árásir á ísraelska her- menn um páskana, í beinu fram- haldi af hertum aðgerðum ísraels gegn Palestínumönnum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.