Fréttablaðið - 04.04.2002, Page 22

Fréttablaðið - 04.04.2002, Page 22
FRÉTTABLAÐIÐ SACA DACSINS 4. APRIL Síðdegis þriðjudaginn 4. apríl árið 1968 var leiðtogi réttinda- baráttu þeldökkra Bandaríkja- manna, séra Mart- in Luther King, myrtur í bænum Memphis í Tenn- essee. Banamaður hans er talinn hafa verið smákrimmi að nafni James Earl Ray. Hann hlaut lífstíðarfangelsi. Hið íslenska prentarafélag var stofnað 1897. Það er hluti af Félagi bókagerðarmanna og elsta verkalýðsfélag landsins. Ragnar Th. Sigurðsson, ljós- myndari, og Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur, komust á Norðurpólinn kl. 21.24 árið 1995, sennilega fyrstir ís- lendinga. TróLirrFRIÉTTUIVl 1 Kærleikar eru litlir milli sjálf- stæðismannanna Geirs H. Haarde f jármálaráðherra og Björns Bjarna- sonar borgar- stjóraefnis. Reyndar segir sagan að þeir tveir talist ekki við. Sambandið batnaði ekki þeg- ar Inga Jóna Þórðardóttir, eigin- kona Geirs, hrökklaðist undan Birni úr oddvitasætinu út í jaðar framboðslista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar. Geir hefur marga fylgismenn innan Sjálfstæðisflokksins en hann er varaformaður flokksins. Hann mun enn ekki hafa virkjað þessa stuðningsmenn sína í kosn- ingabaráttunni. Telja sumir að það muni Geir yfirhöfuð alls ekki gera. Borgin sé hvort eð er töpuð flokknum. Því sé um að gera að draga ekki úr falli helsta keppi- nautar síns innan flokksins. Annar angi af óánægju stuðn- ingsmanna Geirs H. Haarde með stöðuna innan flokksins birt- ist í skemmtilegu aprílgabbi Deigl- unnar.is. Ritstjór- inn Borgar Þór Einarsson, sonur Ingu Jónu Þórðar- dóttur og stjúp- sonur Geirs H. Haarde, skrifar þar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að láta undan þrýstingi og opna bókhald sitt almenningi. „Nokkur titringur mun hafa verið innan veggja Valhallar vegna þessa máls undanfarnar vikur en eftir því sem Deiglan kemst næst mun ákvörðun um að birta bók- haldið hafa legið fyrir í nokkurn tíma. Það flækir hins vegar málið að Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri flokksins, mun ekki eiga gott með að vinna á tölvu og í ljós hefur komið að bókhald flokksins er meira og minna allt á svokölluðum „post- it“ miðurn," segir Deiglan og hef- ur eftirfarandi eftir heimildar- manni sínum: „Það má nú eigin- lega segja að bókhaldið hafi aldrei verið neitt leyndarmál, enda hafa allir rekið augun í þessa blessuðu miða svona við og við,“ segir heimildarmaður Deigl- unnar og hann bætir við: „Sú regla hefur hins vegar alltaf gilt þarna innandyra að vera ekkert að hnýsast í þessa miða, ekki síst af tillitssemi við Kjartan." Áhugamenn um kremlínólógíu Sjálfstæðisflokksins lesa þarna milli línanna pirring hins nýja Geirs-arms flokksins út í flokks- forystuna. osningabaráttu R-listans í Reykjavíkurborg er stjórnað af ungu fólki, sem er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til ráðuneyt- is. í þessu ráði sitja Kristrún Heimisdóttir, heimspekingur, lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavíkur akademíunnar, Björn Ingi Hrafnsson, almanna- tengslasérfræðingur Framsókn- arflokksins, og Skúli Helgason. Öldungurinn í hópnum er gamal- reyndur pólitískur refur, Einar Karl Haraldsson, fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins. 22 4. apríl 2002 FIIVIIVITUPAGUR Hamingjuóskum rignir yfír Caroline Persónan Caroline Lefort er frönsk að nesja. uppruna, 32 ára gömul. Hún er „Það var sameiginleg ákvörðun okkar að flytja til íslands, með MBA-gráðu í viðskiptafræði og vinnur sem ráðgjafi hjá Maritec á íslandi sem er dóttur- fyrirtæki Tölvumynda. „Ég er ofsalega ánægð að vera á íslandi og er alls ekki á förurn," segir Caroline. Caroline var skiptinemi í Keflavík árið 1987 og tengdist þá landinu sterkum böndum og einn- ig fjölskyldunni sem hún dvaldist hjá. „Ég kalla hjónin sem ég var skiptinemi hjá pabba og mömmu," segir Caroline en hún var hjá hjónunum, Jóhanni Einvarðssyni fyrrverandi alþingismanni, og Guðnýju Gunnarsdóttur og var nemandi í Fjölbrautaskóla Suður- segir Caroline um tildrög þess að hún og maður hennar fluttu hingað sumarið 1998. „Hann var líka áhugamaður um ísland. Við ákváðum bara að breyta til og koma hingað." Laura Sólveig, dóttir Caroline, er tveggja og hálfs árs og fædd á íslandi. Caroline segist ala hana upp sem íslending. „Áður en hún var tekin frá mér talaði hún bæði frönsku og íslensku. Nú talar hún auðvitað bara frönsku en ég held að hún muni ná aftur íslenskunni á stuttum tíma,“ segir Caroline, en Laura Sólveig byrjaði nú í vik- unni að fara aðeins til dagmömm- Caroline Lefort kom á mánudaginn til lands- ins með dóttur sína, Lauru Sólveigu, en faðir Lauru Sólveigar hafði farið með hana úr landi þrátt fyrir farbann hennar, í haust unnar sem hún var hjá í sumar. „Ég er mjög ánægð að vera hér. Ég á marga vini og fæ svo mikinn stuðning frá þeim. Síminn og tölvupósturinn hefur ekki stoppað síðan við komum heim á mánu- daginn. Við fáum stöðugar ham- ingjuóskir og blóm og allt mögu- legt.“ ■ CAROLINE LEFORT Caroline kom hingað sem skiptinemi árið 1987. Þá átti hún heima í Keflavík. Hún kom aftur til íslands með manni sínum árið 1998 og segist ekki vera á förum héðan. TÍMAMÓT IARÐARFARIR__________________________ 10.30 Ingunn S. Cuðmundsdóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju í dag. 13.30 Ingiríður Guðmundsdóttir, fyrr- um húsvörður Menntaskólans I Reykjavík, verður jarðsungin í dag frá Seljakirkju. 13.30 Kristin Ingibjörg Elíasdóttir, Vest- urgötu 7, áður Sogavegi 164, Reykjavík, verður jarðsungin í dag frá Bústaðakirkju. 13.30 Jón H. Halldórsson, Vesturbergi 105, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag frá Fella- og Hólakirkju. 14.00 Magnús Torfi Sighvatsson frá Ási í Vestmannaeyjum, Grýtubakka 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. 15.00 Árni Árnason, fyrrverandi fram- kvæmdarstjóri á Akureyri, Reykja- vegi 59, Mosfellsbæ, verður jarð- sunginn í dag frá Fossvogskirkju. 15.00 Unnur Brynjólfsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag. 15.00 Ingibergur Friðrik Kristinsson, Háaleitísbraut 47, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag. AFMÆLI_________________________ Gyrðir Eliasson rithöfundur er 41 árs í dag. STÖÐUVEITINGAR Hlér Guðjónsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Alþjóða Rauða kross- ins. Hlér verður staðsettur í Afganistan og hefur þegar farið utan. ANPLÁT_______________________________ Nikólína Jóhannsdóttir, Sólheimagerði í Skagafirði, lést 24. mars. Guðrún Árnadóttir, Efri-Ey I í Meðal- landi, lést 25. mars. Reynir Kristinsson, Ásvallagötu 39, Reykjavík, lést 28. mars. Gunnar Hafsteinn Erlendsson, Kópa- vogsbraut 87, Kópavogi, lést 28. mars. STÖÐUVEITINC Spennandi fyrir alla fjölskylduna Atli Hilmarsson tekur viö þjálfun á handknattleiksliði Friesenheim í sumar. Hann lék handbolta í Þýskalandi í fímm ár á sínum yngri árum og hefur þjálfaö bæði Fram og KA. Atli Hilmarsson, sem þjálfað hefur KA í handknattleik síð- astliðin fimm á, er á förum til Ludvigshafen í Þýskalandi til að þjálfa liðið Friesenheim sem kennt er við bæjarhluta í Ludvigshafen. „Ég fór þangað í heimsókn og leit á aðstæður í nokkra daga,“ segir Atli þegar hann er spurður hvort hann þekki til í Ludvigshafen. Atli lék handbolta á fjórum stöðum í Þýskalandi í fimm ár en aldrei á þeim slóðum sem hann er nú að fara á. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta sé bara beint framhald á því sem ég hef verið að gera. Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og hef verið með KA liðið í fimm ár og fannst kominn tími til að hætta því. Mig langaði ekki til að þjálfa neitt annað lið hér á íslandi," segir Atli sem vill hvergi annars staðar á íslandi vera en á Akureyri, þrátt fyrir að vera borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Atli er 43 ára gamall. Hann hóf handknattleiksferil sinn í Fram en fór til Þýskalands að spila handbolta strax eftir stúd- entspróf frá MH. Þar lék hann i fimm ár og svo í þrjú ár á Spáni. Þjálfaraferil sinn hóf hann líka hjá Fram en fór svo til KA fyrir fimm árum. Fjölskylda Atla fylgir honum til Þýskalands, nema elsti sonur- inn, Arnór, sem leikið hefur með KA. Hann er í 2. bekk í MA og stefnir að því að ljúka stúdents- prófi þaðan. Hildur Arnardóttir, kona Átla, hefur unnið hjá Sam- herja. Hún verður heima fyrst um sinn að sinna börnunum, Þor- gerði Önnu, 9 ára, og Davíð Erni, 7 ára. „Það verður að hjálpa þeim í upphafi vegna þess að þau tala ekki málið og það verður erfitt fyrir þau að komast inn í þýskan skóla. Hún tekur sér þann tíma sem þarf til að koma þeim í gang á nýjum stað. Síðan hefur hún hug á að fara í framhaldsnám. Það er háskóli í Mannheim sem ATLI HILMARSSON Atli heldur ásamt fjölskyldu sinni til Þýska- lands í sumar þar sem hann tekur við starfi þjálfara Friesenheim. gæti vel verið að hún færi í ef vel gengur með krakkana." Atli segir því flutninginn til Þýskalands vera spennandi fyrir bæði hjón- in. „Þetta hefði auðvitað aldrei verið gert nema allir hefðu verið til í þetta og litlu krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu.“ Atli telur að velgengni íslend- inga í þýskum handknattleik opni leið fyrir íslendinga inn í þýska handboltann. „Ég held að það að ég skuli fá þetta tækifæri sé áreiðanlega því að þakka hvað ís- lendingar eru vel liðnir í Þýska- landi og hversu vel hefur gengið hjá Alfreð Gíslasyni og hann hef- ur áreiðanlega verið spurður álits áður en mér var boðið starf- ið.“ ■ Ása Andersen, Víðimel 38, Reykjavík, lést 29. mars. Sigurður Árnason, Bólstaðarhlíð 29, Reykjavík, lést 29. mars. Herdís M. G. Pálmadóttir, Aðalgötu 11, Sauðárkróki, lést 29. mars. Arna Hildur Valsdóttir, Heiðarseli 4, Reykjavík, lést 30. mars. Bjöm Gunnarsson, Sæbergi í Glerár- hverfi, Akureyri, lést 30. mars. Svanbjörg Magdalena Jósefsson lést 30. mars. Skúli Jensson, lögfræðingur, Vífilsstöð- um, lést 31. mars. Matthías Laxdal Bjömsson frá Felli í Árneshreppi lést 31. mars. Halla Sigurjóns, tannlæknir, Víðigrund 59, Kópavogi, lést 31. mars. Einar Guðbjöm Gunnarsson málara- meistari, áður til heimilis í Brautarlandi 2, Reykjavlk, lést 31. mars. Jóhannes Haraldsson, Víðilundi lOa, Akureyri, lést 31. mars. Steinunn Gunnarsdóttir frá Grænumýr- artungu og Saurum, lést 31. mars. Guðrún Ármannsdóttir, Höfðagrund 9, Akranesi, lést 1. april. Björgvin Haraldsson múrarameistari, Eyjabakka 2, Reykjavík, lést 1. apríl. Guðjón Ingvarsson fyrrverandi flugum- ferðarstjóri, Espigerði 4, Reykjavik, lést 1. april. Einar Sigurbjörnsson, Lagarási 2, Egils- stöðum, lést 1. apríl. Guðmundur Valtýr Guðmundsson frá Laugabóli lést 2. apríl. Þórarinn Einarsson, Höfðagrund 7, Akranesi, lést 2. apríl. Sonja W.B. de Zorilla er látin. Tilkynningar sendist á ritstjorn@frettabladid.is ÞRÚÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.