Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 8
Búið að úthluta 40.000 fm lóð fyrir stálpípuverksmiðjuna: Samningagerð að ljúka 8 Aukinn kostnaður sveit- arfélaga: Vilja fresta af- greiðslu frum- varps stjórnsýsla Stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga vill fresta afgreiðslu lagafrumvarps um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. í umsögn um frumvarpið segir að skoða verði betur hvern- ig sveitarfélögunum verði tryggð- ar tekjur til að mæta auknum kostnaði vegna ákvæða um öryggi og aðbúnað. „Gera má ráð fyrir að kostnaður sveitarfélaga geti numið frá 150-250 milljónum í upphafi og 70-115 milljónum á ári eftir það,“ segir í umsögninni. ■ iðnaður Samningur vegna nýrrar 4 milljarða króna stálpípuverk- smiðju í Helguvík verður tilbúinn til undirskriftar á næstu dögum. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Suðurnesja, sagði að fimm manna vinnuhópur væri að fara yfir samninginn og að þeir- ri vinnu myndi væntanlega ljúka í þessari viku eða þeirri næstu. Hafnarstjórn hefur þegar sam- þykkt að úthluta verksmiðjunni tæplega 40 þúsund fermetra lóð, en verksmiðjan sjálf verður um 17.500 fermetrar. Pétur sagðist gera ráð fyrir að jarðvinnan tæki um 10 mánuði en sprengja þyrfti FRÉTTABLAÐIÐ nin * ia atth n3 töluvert til að gera lóðina bygging- arhæfa. Búist er við að forráðamenn bandaríska fyrirtækisins International Steel and Tube LP komi til landsins til þess að skrifa undir um leið og samningurinn verður tilbúinn. Verksmiðjan, sem mun framleiða um 150 til 175 þús- und tonn af stálpípum, mun alfar- ið vera í eigu Bandaríkjamann- anna. Hún mun skapa störf fyrir 200 til 250 manns. ■ REYKJANESBÆR Ný stálpípuverksmiðja verður um 17.500 fermetrar. Til samanburðar er Reykjanes- höllin 7.800 fermetrar. 18. apríl 2002 FIIVIIVITUPAGUR ERLENT Demókratinn Andrew Cuomo tilkynnti á þriðjudag fram- boð sitt til embættis ríkisstjóra í New York. Faðir hans, Mario Cuomo var ríkisstjóri New York þangað til fyrir átta árum, þegar hann tapaði fyrir repúblikan- anum George Pataki. ---4-- uud Lubbers, yfirmaður flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna, segir að fleiri flóttamenn frá Afganistan hafi snúið heim en reiknað var með. Undanfarnar sjö vikur hafa meira en 200 þúsund flóttamenn snúið heim. :4í&Lí ^ Tilboð á E-vítamíni 200 ae Fœst í apótekum E-vitamin Þegar tekist er á við lífið! Kaupás: Minni hagnadur uppcjör Hagnaður Kaupáss í fyrra var 128 milljónir króna. Arið áður var hagnaðurinn 134 milljónir og er þetta 4,5 prósent samdráttur milli ára. Rekstrar- tekjur jukust um tæp 13 prósent og voru um 13 milljarðar króna. Tap fyrir skatta var 130 millj- ónir króna. í fyrra var hagnaður fyrir skatta 190 milljónir króna. Þetta er umsnúningur um 168 pró- sent. Eigið fé félagsins í árslok var tæpur 1,7 milljarðar. Kaupás rekur matvöruverslan- ir víða um land. Má þar nefna Nóatúnsverslanirnar, 11-11-hrað- búðirnar, KÁ-keðjuna og lágvöru- verslanir undir nafninu Krónan. ■ ERLENT Ánægjulegur áhugi ríkisins á lífitækni Urði, Verðandi, Skuld vex fiskur um hrygg. Störfum íjölgar verulega á næstunni. Forstjórinn seg- ir horft til þess að augsýnilegur áhugi ríkisvaldsins á líftækni komi félaginu til góða í framtíðinni. líftækni Með 600 milljóna króna hlutafjárútboði hefur líftæknifyr- irtækið Urður, Verðandi, Skuld tryggt framtíð íslenska krabba- meinsverkefnisins „ 7 sem hófst í byrjun Gunnlaugur síðasta árs. Félag- segir að UVS jq rannsakar nú hafi þá stefnu um 20 tegundir að tjá sig ekki krabbameina í um væntan- samvinnu við lega 20 millj- helstu sjúkrahús arða ríkisá- landsins og fjölda byrgð til lækna. í tengslum deCODE. við útboðið var Hann tók þó gerður samningur fram að aug- við bandaríska líf- sýnilegur tæknifyrirtækið áhugi ríkis- Nimblegen sem valdsins á líf- mun fjölga starfs- tækni væri mönnum í höfuð- ánægjulegur. stöðvum UVS verulega, en þar starfa nú um 40 manns. Nimblegen framleiðir tölvuörflögur til erfðarannsókna. Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, forstjóri UVS, segir þo ekki se með URÐUR, VERÐANDI, SKULD Starfar á sama sviði og deCODE, en einskorðar sig við krabbameínsrannsóknir. Starfsemin eflist mikið á næstunni en ekki þó með beinni aðstoð ríkisins. erfitt að segja til um hversu mikið starfs- mönnum muni fjölga en áætl- að sé að þeir verði um 60 í árslok. Um tekj- ur sem UVS mun hafa af starfsemi Nimblegen hérlendis vildi hann ekki spá. „Við höfum þá stefnu að vaxa hægt en örugg- lega. Starfsfólki á okkar vegum gæti fjölgað verulega á næstu misserum. Fleiri samningar kalla á fleira starfsfólk." GUNNLAUGUR SÆVAR Fleiri samningar kalla á fleira starfs- fólk. Fyrirtækið starfar eingöngu á sviði erfðarannsókna og keppir því við íslenska erfðagreiningu. Gunnlaugur segir að UVS hafi þá stefnu að tjá sig ekki um væntan- lega 20 milljarða ríkisábyrgð til deCODE. Hann tók þó fram að augsýnilegur áhugi ríkisvaldsins á líftækni væri ánægjulegur. Það myndi hugsanlega nýtast félaginu í framtíðinni. „Það má vel hugsa sér að áhugi stjórnvalda á líftækni komi okkur til góða á ýmsan hátt síðar. Svo má ekki gleyma því að við náðum samningum við ríkisrekin sjúkra- hús. Ríkið hefur stutt nokkuð við bakið á okkur þessum hætti.“ Félagið stóð nú fyrir sinni þriðju fjármögnun frá árbyrjun 2000. Samningurinn um fslenska krabbameinsverkefnið er til 12 ára. Gunnlaugur segir vonir standa til að árangur af leit fé- lagsins á krabbameinsgenum komi í ljós mun fyrr, en þegar hefur sýnum og upplýsingum ver- ið safnað úr um 10.000 einstak- lingum. Meðal annars sé litið til þess að innkoma Pharmaco nýtist fyrirtækinu, enda hafi það tengsl víða í lyfjageiranum. mbh@frettabladid.is Táp E vítamín 200 ae eflir náttúrulegar varnir ítkamans. E-vítamín er talin góð vörn gegn öldrun og óœskilegum áhrifum umhverfisins á líkamann. ____________________ 18. - 26. apríl Leynibyrgi Winstons Churchills í London var á þriðjudag opn- að almenningi í fyrsta sinn. í þessu byrgi áttu breskir ráða- menn að geta leitað skjóls í sein- ni heimsstyrjöldinni ef Þjóðverj- ar hefðu gert innrás í Bretland. Ruud Lubbers, yfirmaður flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna, segir að fleiri flóttamenn frá Afganistan hafi snúið heim en reiknað var með. Undanfarnar sjö vikur hafa meira en 200 þúsund flóttamenn snúið heim. Rússar vilja snúa við blaðinu: Heilsu barna hefur hrakað heilsa Rússnesk yfirvöld vilja snúa við slæmri þróun í heilbrigð- ismálum með því að framkvæma heilsutékk á öllum börnum í land- inu, en þau munu vera 33 milljónir talsins. Ætlunin er að komast að því hvað hefur valdið stöðugt versnandi heilsu yngsta aldurs- hópsins allt frá Sovéttímanum. Niðurstaðna er að vænta í desem- ber. í kjölfarið er ætlunin að setja fram tillögur um gagngerar end- urbætur á heilbrigðiskerfinu. Það mun hafa verið í miklu fjársvelti þrátt fyrir að efnahagur landsins hafi rétt nokkuð úr sér á allra síð- ustu árum. Helmingur rússneskra nýbura töldust heilbrigðir á níunda ára- tugnum samanborið við 30% núna og dánartíðni þeirra er nú tvöfalt hærri en í Bandaríkjunum. Heil- brigðisráðuneytið hefur það til VILJA ENDURBÆTUR Mjög hefur dregið úr fjárframlögum til heilbrigðismála I Rússlandi síðasta áratug. marks um slæmt ástand að rúm- aðir eru til að gegna herþjónustu lega þriðjungur þeirra sem skyld- fá undanþágu af heilsuástæðum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.