Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 9
giöAJ^ATTJiíB FRÉTTÁBLÁÐIÐ ! 8 FASTEIGNASALA r, i'i'i ,« ijTítÍ,)V ’f'ý !iÍl<SS> .<£jl FIMMTUPAGUR 18. apríl 2002 Læknar í Oregon-fylki: Mega aðstoða við sjálfsvíg PORTLAND. ap Alríkisdómari úr- skurðaði í gær að Bandaríkja- stjórn gæti ekki hrundið sérstök- um lögum Oregon-fylkis sem leyfa líknarmorð. Dómarinn skammaði John Ashcroft dóms- málaráðherra fyrir að hafa ekki kynnt sér réttarstöðu ríkisins gagnvart fylkinu áður en hann hóf að gagnrýna lögin. Ibúar í Oregon hafa í tveimur atkvæðagreiðslum á síðustu átta árum samþykkt athæfið. Sjúkl- ingur sem ljóst þykir að muni deyja innan hálfs árs má biðja tvo lækna um aðstoð. 91 einstaklingur hefur farið þessa leið síðan. Þjóðhagsstofnun um ríkisábyrgð: Hætt við lakari lífskjörum STJÓRNSÝSLA Þjóðhagsstofnun segir margt mæla á móti ríkisábyrgð upp á 20 milljarða króna vegna lyfjaþró- unarfyrirtækis deCODE. í umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar kemur fram að inngrip í markað með þessum hætti gæti skekkt hann og leitt til lakari lífskjara til lengri tíma litið. „Ríkisábyrgð heftir „hönd markaðarins" og skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja," segir í umsögninni og ábyrgðir megi ein- vörðungu réttlæta í sérstökum und- antekningartilvikum á hagfræðileg- um forsendum. 12 aðilar hafa sent athugasemdir og umsagnir um frumvarpið til efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. Greiningardeildir Búnaðar- og íslandsbanka leggjast frekar gegn ábyrgðinni og tala um mikla áhættu í lyfjaiðnaði. Þá lýsir stjórn Samtaka fjárfesta sig mótfallna frumvarpinu. í áliti Seðlabankans kemur fram að bankinn telji ríkisá- byrgðir almennt ekki heppilegar. ■ DECODE GENETICS/ÍSLENSK ERFÐA- GREINING í svari fjármálaráðuneytis við fyrirspum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, kemur fram að ESB hafi heimilað nokkrum rikj- um að veita lyfja- og líftaeknifyrirtækium rikisað- stoð á þeim forsendum að um nýja atvinnustarf- semi sé að ræða. HEIMA HJÁ HRAFNI Árni Þór Sigurðsson við hús Hrafns Gunn- laugssonar i fyrradag. Hrafn Gunnlaugsson: r-f-i* r ♦ ♦ Ijair sig ekki í bili skipulagsmál Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri segist ekki vilja tjá sig að svo stöddu um fullyrðingar Árna Þórs Sigurðs- sonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, þess efnis að tilteknar fram- kvæmdir hús Hrafns í Laugarnesi séu í óleyfi og að hluta til á landi borgarinnar. Hrafn er staddur erlendis í leyfi. í tölvuskeyti til blaðsins segist hann ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um málið fyrr en hann hafi kynnt sé gögn þess betur. ■ SKIP í HÖFN Hafrannsóknastofnun segir hitastig sjávar hafa verið svipað fyrir sunnan land og undanfarin ár, en fyrir norðan og austan var það heldur lægra en siðustu ár. Loðnu- magn f þorskmögum var mun meira en undanfarin ár. Stofnmæling botnfiska: 2001 lélegur árgangur sjávarútvegur Lengdardreifing þorsks bendir til að 2001-árgang- urinn sé mjög lélegur meðan ár- gangar áranna 1997 til 2000 eru allir í meðallagi. Heildarvísitala þorsks mældist svipuð og árið 1999. Þetta er meðal bráðabirgða- niðurstaða Hafrannsóknarstofn- unar í togararalli sem fram fór í mars sl. Meira aflaðist af þorski núna en í ralli síðasta árs, eða svipað og árið 2000. í tilkynningu stofnunai'- innar segir að óvissa sé með mesta móti í vísitölu þorsksins. Óvissan er talin skýrast af mikl- Um breytileika milli stöðva, sér- staklega á grunnslóð norðanlands. Stofnvísitala ýsu meira en tvö- faldaðist frá árinu 2001 og er sú hæsta frá byrjun rallsins, svipuð og árið 1987. Aukningin er sögð vera vegna árganga áranna 1998 til 2000 sem allir eru mjög sterkir. Stofnvísitala gullkarfa hækkaði nokkuð frá árinu 2001 og er svip- uð og árið 2000. Stofnvísitala gull- karfa hefur hækkað frá árunum 1992 til 1995 þegar hún var í lág- marki. ■ Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Heildverslun með tæki og vörur fyrir bygg- ingariðnaöinn. Ársvelta 100 MKR. Góður hagnaður um margra ára skeið. • Mjög góður söluturn í Hafnarfirði með bíla- lúgum, grilli og video. 6,5 MKR mánaðar- velta og vaxandi. Mikill hagnaður. Árs- reikningur 2001 tilbúinn. • Lítil kvenfataverslun við Laugaveg. Góð af- koma fyrir 1 -2 konur. Auðveld kaup • Glæsileg sólbaðstofa í Breiðholti. 9 bekkir. Meðalvelta 1.100 þús á mánuði. • Veitingahúsið Tex-Mex á Langholtsvegi. Góður staður með mikla möguleika. Auð- veld kaup. • Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnað- arvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði. • Hárgreiðslustofan Trít, Aðalstræti. Falleg og björt stofa með 8 stólum. Mikið að gera. Auðveld kaup. • Góð sérverslun með íþróttavörur í Austur- bænum. Ársvelta 24 MKR. Miklir mögu- leikar. Hentugt fyrir hjón. • Videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Rótgróið og vel arðbært gistihús mið- svæðis í Reykjavík. 15 herbergi, ársvelta 20 MKR. Möguleiki á 15 herbergjum til við- bótar og íbúð fyrir eiganda. • Sólbaðstofa í miðbænum. 6 bekkir + gufu- bað og önnur aðstaða. Velta 500-600 þús. á mánuði og vaxandi. Auðveld kaup. • Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eski- hlíð. Hentugt fyrir hjón. Auðveld kaup. • Trésmiðja sem framleiðir aðallega innrétt- ingar. Góð tæki og húsnæði. 4-6 starfs- menn. Auðveld kaup. • Heildverslun með þekkt fæðubótaefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 MKR. • Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður rekstur. Ársvelta 180 MKR og vaxandi með hverju ári. Besti árstíminn framundan. • Lítill söluturn - videóleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. • Ein vinsælasta sportvöruverslun landsins. Góður rekstur - miklir framtíðarmöguleikar. • Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðar- velta 2-3 MKR á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. Auðveld kaup. • Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 MKR á mánuði. Verð aðeins 5,5 MKR. • Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta. • Þekkt lítið veitingahús í miðbænum. Ein- staklega hagstætt verð og greiðslukjör af sérstökum ástæðum. Gott tækifæri. • Lítil heildverslun með snyrtivörur. Ýmsir möguleikar. • Söluturn og veitingarekstur með 4 sölulúg- um á frábærum stað í avinnuhverfi. Árs- velta 70 MKR. • Kaffihús við Laugaveg. Ársvelta 35 MKR. Góður hagnaður. • Lítil tískuverslun í Kringlunni. Auðveld kaup. • Höfum til sölu nokkrar heildverslanir í ýms- um greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-350 MKR. Einnig stórar sérverslanir með eigin innflutning. • Stór pub í miðbænum. Einn stærsti bjór- sölustaður borgarinnar. • Verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í gang- stéttum. Góð tæki. Ársvelta 50 MKR. • Stór skemmtistaður í miðbænum. Mjög góður rekstur. • Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Lítið plastframleiðslufyrirtæki sem fram- leiðir bílahluti. Góð markaðsstaða. • Lítið gistihús í miðbænum. 7 herbergi. • Lítill sport pub í úthverfi. Mikil matsala. Auðveld kaup. • Lítil en mjög efnileg heildverslun með um- hverfisvæn hreinsefni. Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir sameiningu við fjár- sterkt fyrirtæki til að nýta góð tækifæri. Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó. Eurowave, Ijósalampar, sogæðanudd, leirvafningar og fl. Mjög góð staðsetning. Veitingahús á Akranesi Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi. Arðbær rekstur og miklir vaxtamöguleikar fyrir hendi. Mjög hentugt fyrir fjölskyldu. óvenju arðbær videóleiga. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Meðeigandi óskast áð litlu matvælafyrir- tæki með mikla möguleika, Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnu- húsnæði. • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 Krefur stjórn Lyfja- verslunarinnar svara Grímur Sæmundssen kveður sér hljóðs á aðalfundi Lyfjaverslunarinnar í dag og mun krefjast svara af hverju meirihluti stjómar tók þá ákvörðun að selja hluta- bréf í Delta. Segir hluthafa hafa tapað á annan milljarð króna. aðalfundur Grímur Sæmundssen, stjórnarmaður í Lyfjaverslun ís- lands, mun á aðalfundi félagsins í dag krefja meirihluta stjórnar svara af hverju félagið seldi öll bréf sín í lyfjafyrirtækinu Delta hf. í október sl. Segir hann að með sölunni hafi hluthafar Lyfjaversl- unarinnar tapað ♦— vel á annan millj- Ekki hefur tek- arð króna á innan ist að bera við fjórum mánuð- klæði á vopn- um miðað við in í Lyfjaversl- gengi Delta í dag. uninni þrátt Órn Andrésson, fyrir tilraunir á sem situr einnig í stjórnarfundi. stjórn Lyfjaversl- unarinnar, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að félagið gæti staðið undir skuldbindingum. Áætlað var að fara í hlutafjárút- boð um haustið en vegna mála- ferla meðal annars við Jóhann Óla Guðmundsson, viðskiptafélaga Gríms, var það ekki mögulegt. Stjórn Lyfjaverslunarinnar seldi um 16 prósent hlut sinn í Delta á genginu 34,5 í október 2001. Söluverðmæti hlutarins var um 1,6 milljarðarður króna. Geng- ið var við lok markaða í gær um 70. Örn benti á að auðvelt væri að vera vitur eftir á. Jóhann Óli Guð- mundsson hafi meðal annars selt sinn eignai’hlut til Kaupþings í janúar á þessu ári. Þá var gengið um 45. Grímur segir að öllum hafi ver- ið Ijóst að uppgangur Delta yrði mikill á næstu mánuðum. Fjórum dögum fyrir söluna hafi komið já- kvæð afltomuviðvörun frá félag- inu. Engin svör hafa fengist af LYFJAVERSLUN ISLANDS Síðasta hálfa ár verður gert upp á aðalfundi félagsins í dag. Ekki er gert ráð fyrir miklum átökum um stjórnarsæti og mun fulltrúi Jóhanns Óla Guðmundssonar komast í stjórn. hverju það lá svona á að selja þennan hlut. Grímur mun taka til máls í um- ræðum um skýrslu stjómar. Ætlar hann að ræða við hluthafa hver þróun mála hjá Lyfjaversluninni hafi verið frá því í júlí í fyrra. Hann segir að ryki hafi verið slegið í augu hluthafa og kaup félagsins á Frumafli hafi verið notuð sem tæki í baráttu nokkurra aðila til að ná völdum í fé- laginu. Jóhann Óli segii’ að vegna æsings hafi ekki verið hlustað síðasta sumar. „Ef horft er fram hjá vígamóði síðast liðinsárs þá ætti hver og einn hlut- hafi, sem tók þátt í því sem þar fór fram, að spyrja sig óháð persónum: Hvers er ég bættari í stöðunni í dag?“ bjorgvin@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.