Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 18. apríl 2002 FIMMTUDACUR. Nýjar vörur Klassa kápur, stuttar og síðar, 5 snið. Hattar, slæður. Opið laugardaga frá kl. 10-15. \c#HDISIÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. ENGLAND BURSTAÐI PARAGVÆ Darius Vassell (t.h.) úr enska landsliðinu slæst hér um boltann við Jose Cardozo úr liði Paragvæ í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í gærkvöldi á Anfield-leikvanginum í Liverpool í Englandi. Fjölmargir vináttuleik- ir fóru fram i gærdag og í gærkvöldi. Styrkleikalisti FIFA: Island aftur niður fótbolti íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 56. sæti á styrkleika- lista FIFA, sem var gefinn út í gær. Liðið fellur niður um eitt sæti síðan listinn var síðast gefinn út. Það hef- ur ekki spilað neinn landsleik í millitíðinni. Heims- og Evrópumeistarar Frakka eru sem fyrr í fyrsta sæti listans. Mikil barátta er um annað sætið þar sem Brasilíumenn kom- ast naumlega upp fyrir nágranna sína frá Argentínu. Portúgal er í fjórða sæti, Kólumbía fimmta, ítal- ía sjötta og Mexíkó sjöunda. Meðal hástökkvara mánaðarins eru Japan og Finnland. ■ Bylting í fótboltcinum Risabardagi í júní: Holyfield mætir Rahman Úrslitakeppni Esso-deildar hafin: KA sigrað á útivelli eitt liða handbolti Úrslitakeppni ESSO- deildar karla i handbolta hófst í gærkvöldi með fjórum æsispenn- andi hörkuleikjum sem ekki nokk- ur leið var að spá fyrir um úrslit- in í. Á Hlíðarenda mættust Valur og Þór Akureyri og endaði sá leik- ur 29-23 fyrir Val. Á Ásvöllum lögðu Haukar FH með 26 stigum gegn 17. Afturelding vann ÍR 22- 19 á Varmá, og á Seltjarnarnesi sigraði KA leikinn við Gróttu KR ORUGGUR SIGUR VALS Einar Gunnarsson skorar með þrumuskoti fyrir Val gegn Þór Ak. á Hlíðarenda i gær- kvöldi. 28-27 eftir æsilegan leik sem fór í framlengingu. ■ hnefaleikar Evander Holyfield og Hasim Rah- man ætla að berjast 1. júní nk. Þeir eru báðir fyrrum heimsmeistarar í þunga- vigt en hafa aldrei mætt hvor öðrum. Don King skipuleggur bardagann, sem fer fram í New Jers- ey. Báðir hnefaleikakapp- arnir eru frekar frægir fyrir umstang í kringum bardaga en færni. Holy- field er fórnarlamb Mike Tyson. Tyson beit bita úr eyra hans í bardaga árið 1997. Rahman lenti í slag við Lennox Lewis í sjónvarpsþætti í ágúst síðastliðnum. Þá voru þeir EVANDER „REAL DEAL" HOLYFIELD Frægur fyrir að láta Mike Tyson bíta af sér eyrað. stærsti haldið í ur þess. að kynna seinni bardaga sinn, sem Lewis vann. Áður hafði Rahman náð heimsmeistaratitlunum af Lewis. Holyfield hef- ur unnið 37 bardaga, gert tvö jafntefli og tap- að fimm sinnum. í 25 bardögum sló hann and- stæðinginn í rot. Rah- man hefur unnið 35 bar- daga og tapað þremur. Hann hefur 29 sinnum slegið mann í rot. Hnefaleikasamband- ið í New Jersey er í skýjunum. „Þetta er bardagi sem við höfum mörg ár,“ sagði talsmað- Opin kló Á morgun verdur fyrsti áfangi stærstu íþrótta- hallar landsins í Grafarvoginum tekinn í notk- un. Aðeins vika er síðan íþróttahöll var opnuð í Kópavoginum. Hallirnar gjörbreyta fótbolta- menningu landsins. ATLI „Gervigrasið er hreint ótrúlegt." fótbolti Fyrsti áfangi hallarinnar í Grafarvogi er fótboltasalurinn. Þar er að finna völl samkvæmt al- þjóðlegum kröfum. Á hann er lagt gras af þriðju kynslóð gervigrass. Það er fyllt með gúmmi og sandi. Alls fara 12 kg af gúmmi og 13 kg af sandi á hvern fermetra. I Kópa- vogshöllinni, sem er ívið minni, er einnig að finna nýja gervigrasið. Gæði þess eru slík að stærstu fé- lög Evrópu ætla að leggja gervi- gras á risastóra leikvanga sína. „Þetta getur orðið bylting,“ segir Atli Eðvaldsson landsliðs- þjálfari. „Nú er hægt að spila allt árið. Vellirnir eru í fullri stærð og grasið hreint ótrúlegt. Það er eins og á góðum velli um miðjan júní. Fyrir þremur árum sagði fram- kvæmdastjóri FIFA að fyrir 2010 yrði gervigras löglegt fyrir lands- leiki. Menn voru gáttaðir. Þetta er að sannast rétt. Þróunin er ör.“ Stærstu lið Evrópu eiga í enda- lausum vandræðum með að halda grasinu góðu á risastórum leik- vöngum. Erfitt er fyrir sólina að gægjast inn fyrir háa veggi. „Krafan er mikil hjá stóru liðun- Opnum kl. 13 alla daga lokað laugard./sunnud. LGuðmundsson ehf Skipholt 25 • 105 Reykjavík I o Q£ o IÞRÓTTAHÖLLIN í GRAFARVOGI Opnunarhátíð hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag. um. Grasið verður að vera full- komið. Sumir skipta alveg um á vellinum fimm eða sex sinnum á ári. Um leið og stóru knattspyrnu- samböndin gefa grænt ljós skipta flestir yfir í gervigras." í Grafarvogi er lofthæðin meiri en í Kópavogi, auk þess sem sæti eru fyrir 2.000 manns. „Hall- irnar eiga eftir að flýta fyrir vor- inu og lengja sumarið," segir Atli. „Þetta býður upp á margt. Hægt er að halda mót á veturna og selja sjónvarpsréttinn. Erlend lið geta KÓPAVOGSHÖLL Opnuð í síðustu viku. komið í heimsókn yfir vetrartím- ann. Ekki má síðan gleyma því að æfingaaðstaðan er miklu betri. Leikmenn æfa á rennisléttum velli í tuttugu stiga hita.“ íslenska landsliðið mætir Skot- um og Lettum í október. Atli hikar ekki við að nýta hallirnar til æf- inga. „Ef það er rigning og fjúk- andi rok daginn fyrir leik - eins og það vill oft vera - þá nýtum við að sjálfsögðu aðstöðuna. Þar er hægt að fara vandlega yfir leikskipulag og æfa t.d. horn og aukaspyrnur," segir Atli og vonast eftir björtum tímum í íslenskum fótbolta. halldor@frettabladid.is Mennirmr i brunm England - Paragvæ: 4-0 Þyskaland - Argentína: O-l ítalía - Úrúgvæ: 1-1 Frakkland - Rússland: 0-0 írland - Bandaríkin: 2-1 Danmörk - fsrael: 3-1 Júgóslavía - Litháen: 4-1 Slóvenía - Túnis: 1-0 Belgía - Slóvakía: 1-1 Tyrkland - Chile: 2-0 Noregur - Sviþjóð: 0-0 LAGERSALA A LEIKF0NGUM Krabbinn kröftugi sem skríður áour kr. 2.990,- Nu kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.