Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 10
V
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
\ BRÉF Tll BLAÐSINS"!
Landfyllingu
við Ægisíðu
KR-ingur skrifar:
E' g er undrandi á yfirlýsingum
Sjálfstæðismanna að vera á
móti uppfyllingum í Reykjavík.
Það er alveg ljóst að við KR-ingar
þurfum meira rými fyrir vöxt og
viðgang þessa frábæra félags. Ég
er hins vegar efins um að rétt sé
að fara í fyllingu fyrir framan
blokkirnar vestan megin. Ég teldi
miklu nær að fylla upp sunnan-
megin, við Ægisíðu og Sörlaskjól.
Þar er miklu grynnra, auk þess
sem hægt væri að tengja slíkt
svæði framtíðarflugvelli á skerj-
unum milli Reykjavíkur og Bessa-
staða. Aðalatriðið að þarna er
frekar grunnt og því ódýrt að
fylla upp. Fyrir utan glæsileg
íþróttamannvirki sem þarna
mætti byggja opnast möguleiki
fyrir íbúðabyggð í kring. Nauð-
synlegt er að skapa meira land-
rými í Vesturbænum. Ekki veitir
af því KR-ingum fjölgar ört og
hvergi vilja þeir búa nema í Vest-
urbænum. ■
10
FRÉTTABLAÐIÐ
18. apríl 2002 FIMMTUDACUR
Staöan eftir för Powells
WwWfflWíllWi
...................... ’ m nm* •'»« »#**«•<♦(!
Jordan Times segir lítið hafa
komið út úr för Colins Powells til
Mið-Austurlanda. Blaðið segir
engan samningamann hafa komið
með jafn eindregið umboð frá
Sameinuðu þjóðunum, Evrópu-
sambandinu og Rússum. Þrír
fundir með Sharon hafi ekki orðið
til þess að ísraelar drægju neitt
úr óhæfuverkum sínum. Meðan á
heimsókninni stóð hafi ísraelar
haldið áfram að drepa börn og
fremja fjöldamorð. Blaðið segir
arabaheiminn hafa alið þá von í
brjósti að Powell tækist að koma
af stað umræðu sem yrði til að
koma vitinu fyrir ísraelsstjórn.
„Ekkert pólitískt ferli var endur-
vakið. Engar vonir voru endur-
vaktar. Powell hlýtur að spyrja
sig, þegar hann flýgur heim, hver
hafi verið tilgangur ferðarinnar."
a, D4«E\m!\YIICTER. ™
För Powells er einnig rædd í Dag-
ens Nyheter. í blaðinu segir að
hann hafi valið, líklega með réttu,
að fara varlega. Þrátt fyrir að
verkefnið sé erfitt, sé ekki hægt
að segja að það sé ómögulegt. Var-
anleg lausn á málinu sé ekki í
sjónmáli. Verkefnið sé að stöðva
ofbeldisölduna og fá deilendur að
samningaborði. Bandaríkin hljóti
sem síðasta stórveldið að leika
lykilhlutverk í lausn deilunnar.
„Sameiginlegur vilji beggja
deilenda er forsenda þess að
___________________-...£Q..r.saga
Ferð Colins Powells, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, er leiðarahöfundum um-
hugsunarefni. Ekki er að sjá að mikill ár-
angur hafi orðið af umleitunum hans.
nokkur raunverulegur árangur
náist. Ástandið á Norður-írlandi
ætti að sýna mönnum fram á
nauðsyn slíks.“
Shc ^cUf Mork QÍxnxcs
„Colin Powell fer til Mið-Austur-
landa og reynir að stöðva drápin
og hvað gerist?" spyr Thomas L.
Friedman í pistli sínum í New
York Times. Fyrst hafi Powell
verið gerður vandræðalegur af
konungi Marokkó. í ísrael hafi
honum verið heilsað með leiðara í
Jerusalem Post með þeim orðum
að verkefni hans væri dæmt til að
mistakast, vegna þess að hann sæi
ekki vandamálið með sömu aug-
um og Ariel Sharon. Aðgerðir
beggja deiluaðila væru óverjandi.
„Það er bara eitt sem getur talist
jákvætt í augnablikinu, þegar öll
mörk siðmenningarinnar hafa
verið rofin: Það gæti skapað ný
tækifæri sem ég vona að Bush
forseti muni grípa.“ n
Ummæli forsetans vekja viðbrögð
Nýleg ummæli forseta íslands á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs hafa vakið töluverð viðbrögð. Þar gerði Ólafur Ragnar Evrópumál og alþjóðavæðingu að umtals-
efni. Utanríkisráðherra er ósammála forsetanum og telur hann hafa rofið hefð með ummælum sínum. Deilur hafa áður staðið um skoðanir og ummæli forsetans.
# u ii sg Jl JIh jís -
iJ sr i ( ii 2 i I! ÍÍSt 1! II1« jl IM8
Vegir og vegvísar
I ljósi fortíðar Ólafs Ragnars
Grímssonar sem stjórnmálamanns
voru margir á því að hann ætti
erfitt með að láta skoðanir sínar á
málefnum líðandi stundar liggja á
milli hluta. Fyrsta opinbera heim-
sókn hans í embætti var til Vest-
fjarða. Þar tjáði hanni sig um tog-
streitu milli höfuðborgar og lands-
byggðar. Sú samkeppni sem úrslit-
um réði væri samkeppni Islands og
umheimsins. Undir þessi ummæli
var tekið, enda ekki um pólitískt
mál að ræða. Hvetjandi tónn
ávarpsins þótti vegvísir um í hvern
farveg hann hygðist beina embætt-
inu. Skömmu síðar fór forsetinn í
opinbera heimsókn til Barðastrand-
ar. Þar gerði hann ástand vega í
sýslunni að umtalsefni. Taldi for-
setinn vegi þar verri en í öðrum
landshlutum. Hvatti hann til úr-
bóta. Þessi ummæli tóku Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, og
Árni Johnsen óstinnt upp. Töldu
þeir forseta vera að seilast út fyrir
verksvið sitt og hafa afskipti af for-
gangsröðun í vegagerð. ■
Gen í kauphöll
Ræða Ólafs Ragnars í ágúst 1998 á
Hólahátíð vakti deilur. Umdeilt
frumvarp um gagnagrunn á heil-
brigðissviði hafði brunnið á þjóð-
inni. Ólafur Ragnar sagði að um-
ræðan um hin nýju fræði erfða-
greiningarinnar enn skorðuð um of
við þröngan stakk viðskiptahags-
muna einstakra fyrirtækja, kröfur
um einkarétt á söfnun og flokkun
erfðaefnis íslendinga til að styrkja
vígstöðu á verslunartorgi kauphall-
anna. Ummælin vöktu mikil við-
brögð. Afstaðan til ummælanna
skiptist nokkuð eftir línum stjórnar
og stjórnarandstöðu. Stjórnarliðar
töldu að forsetinn væri að hafa af-
skipti af stjórnmálum í landinu.
Ekki var um það deilt að forsetan-
um væri heimilt að hafa skoðun.
Hins vegar yrði hann að gæta þeirr-
ar hefðar sem mótast hefði um
embættið. í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins er sú skoðun sett
fram að forsetinn hefði ekki sótt
umboð í forsetakosningum til þess
að taka afstöðu til viðkvæmra
deilumála samfélagsins. ■
Inntak lýðræðisins
1. ágúst 2000 hófst annað kjör-
tímabil Ólafs Ragnars Grímsson-
ar í embætti forseta íslands. Inn-
setningarræða hans af því tilefni
vakti reiði margra þingmanna.
Þar þótti forsetinn ekki sýna Al-
þingi viðeigandi virðingu. Hann
gerði lýðræðisþróun og beint
lýðræði að umræðuefni. „Hin
skapandi umræða er óðum að
flytjast á annan völl og þingið
sjálft er ekki sama spegilmynd og
örlagavaldur og áður var,“ sagði
forsetinn í innsetningarræðunni.
Forseti Alþingis, Halldór Blöndal,
svaraði þessum ummælum fullum
hálsi. Hann sagði Alþingi sjálf-
stæðara í störfum sínum en áður
var og enginn fótur væri fyrir því
að það hefði fjarlægst þjóðina og
væri ekki lengur spegilmynd
hennar. Ólafur Ragnar svaraði og
sagði íslendinga lifa í opnu og
frjálsu samfélagi þar sem hver og
einn hefði málfrelsi, „bæði forseti
lýðveldisins, forseti Alþingis og
aðrir“. ■
Samskipti þjóða
Ummæli Ólafs Ragnars um sam-
skipti íslands vió umheiminn hafa
S á stundum vakið umræðu í samfé-
I laginu. í viðtali við Svenska Dag-
bladet 1998 er haft eftir honum að
I skoðanir íslendinga á stækkun
Atlantshafsbandalagsins séu ekki
vinsælar í Washington og Bonn.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, var ekki sammála þess-
ari túlkun. Hann sagði samstarf
um málið milli íslendinga og
Bandaríkjastjórnar hafa verið
gott. Bandaríkjastjórn hefði verið
ánægð og þakklát fyrir framlag
* íslendinga í þeim efnum. Halldór
taldi ekki óeðlilegt að forsetinn
tjáði sig um utanríkismál á er-
lendum vettvangi meðan sam-
ræmi væri milli sjónarmiða hans
og sjónarmiða ríkisstjórnar. Ólaf-
ur Ragnar sagði blaðamann
Svenska Dagbladet hafa misskilið
orð sín þessa efnis. í áðurnefndu
viðtali lýsti Ólafur Ragnar einnig
afstöðu til Evrópusambandsins.
Þar er ljóst að hann er enginn tals-
maður aðildar. ■
UTSOLUMARKAÐI
LÝKUR 20. APRÍL
3 FYRIR 2
UGARDAGA 10-16.
ódýrasta flíkin með.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Þú losnar aldrei
við sorgina
„Átakanlegast finnst mér að
hugsa til allra þeirra einstaklinga
sem eru að tapast af völdum
manna, sem eru hámenntaðir og
hafa svarið læknaeiðinn en taka
að sér óbeðnir að eyðileggja líf
einstaklinga. Síðan eru aðrir
læknar á meðferðarstofnunum að
takast á við þau vandamál sem
þessir læknar eru að búa til,“ seg-
ir Greta Önundardóttir. Sonur
Páls Halldórssonar, eiginmanns
hennar, er langt genginn sprautu-
fíkill, sem hefur getað gengið að
sterkustu lyfjum hjá læki.
Páll segist vona að umræðan
leiði til þess að hægt verði að
stöðva þá lækna sem ávísa mestu
af lyfjunum. „En mér skilst að það
sé ekki auðvelt og landlæknis-
embættið sé bundið af miklum og
flóknum reglum."
„Mér finnst það heyrist afskap-
lega lítið í aðstandendum," segir
Greta. „Við höfum barist við
þessa hluti í mörg ár en það er alls
staðar gengið á veggi. Það er
aldrei boðin aðstoð fyrir aðstand-
endur. Fólk er misilla sett og mis-
langt gengið. Flestir eru lokaðir
inni í sér og lifa í vonleysinu. Lið-
an aðstandenda er skelfileg. Þetta
hefur áhrif á fleiri en fíklana
sjálfa. Þessir læknar eru að setja
heilu hersingarnar í rúmið. Ég
veit ekki hvort þeir hafa hugleitt
Páll Halldórsson og Greta
Onundardóttir eru aðstand-
endur langt gengins vímu-
efnafikils sem hefur getað
gengið að sterkum verkja-
lyfjum hjá lækni.
það. Auðvitað getur hver og einn
aðstandandi leitað sér aðstoðar
hjá samtökum eins og Al-anon
(samtök aðstandenda alkóhólista).
En þú losnar aldrei við sorgina.
Ég er fegin að þessi umræða er
komin í gang og þessir hlutir eru
að koma frarn í dagsljósið. Helst
vildi ég heyra í fleiri aðstandend-
um.“
Greta segir að sonur Páls sé sí-
fellt á leið inn og út af stofnunum.
Þar standi hann stutt við, - eins
stutt og starfsfólk komist upp
með að hafa hann. Oft stingi hann
af sjálfur. Tíu daga innlagnir dugi
ekkert fyrir langt gengin fíkil,
sem noti stutta innlögn á meðferð-
arstofnanir eins og hressingar-
hælisvist til að safna kröftum „til
þess að geta farið aftur út í hryll-
inginn." ■