Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hver verður næsti borgarstjóri" „Ég held að Björn Bjarnason eigi eftir að merja þetta.“ Olga Baldvinsdóttir nemi í Flugskóla íslands og starfsmaður Beco. „KANARÍ-FISKUR" Náið er tylgst með breytingum á öndun fisksins í árvatninu. Herstöð í Maryland: Láta fiskinn prófa vatnið umhverfi Hermenn í herstöð Bandaríkjanna í Ft. Detrick í Mary- land-fylki reiða sig nú á að sérstakt afbrigði ferskvatnsfisks segi til um hvort drykkjarvatn þeirra sé meng- að eða ekki. Hermálayfirvöld vilja hafa vaðið fyrir neðan sig þó að áin Monocacy, sem sér herstöðinni fyr- ir vatni, þyki nokkuð hrein. Her- mönnum er gert að taka þaðan reglulega sýni sem þeir leyfa fiskn- um (blu-egill sunfish) að svamla í dágóða stund. Öndunarkerfi teg- undarinnar er afar viðkvæmt og öndunin tekur sýnilegum breyting- um við minnstu mengun. ■ Viðey: Mótmæla brúargerð skipulag Náttúruvernd ríkisins og Fuglaverndarfélag íslands mæla ekki með því að byggð verði brú eða göng út í Viðey. Olafur Steph- ensen, landeigandi í Viðey og Þór- ir Stephensen, fyrrverandi stað- arhaldari, mótmæla einnig hug- myndum um brúargerð milli Gufuness og Viðeyjar. Þeir telja hana í mótsögn við niðurstöður stýrihóps um framtíð Viðeyjar. Borgaryfirvöld telja það ekki vera rétt. Samkvæmt hugmynd- um hópsins eigi Viðey að vera að- gengileg allan ársins hring. Ef niðurstöður könnunar sýni að tenging sé ófýsileg verður það skoðað við endurskoðun aðal- skipulagsins. ■ •• **tt*t' *«f. 'V*. FRÉTTABLAÐIÐ 18. april 2002 FIIVIMTUDAGUR Byggingtinðnaður: Öryggishjálmum Kkt við nærföt samiðn Svo virðist sem viðhorf at- vinnurekenda til öryggismála starfsmanna sinna sé ekki alltaf sem skyldi. Á fundi sem Félag byggingarmanna á Akureyri efndi til á dögunum með ungum bygg- ingarmönnum kom m.a. fram að sumir yfirmenn telja það ekki sjálfsagt mál að starfsmenn fái ör- yggishjálma. Sem dæmi nefndi einn fundarmanna að þegar hann bað um að fá hjálm í vinnunni hefði yfirmaðurinn spurt hvort hann vildi ekki líka láta hann fá númer á nærbuxunum sínum. Það þýddi að það væri jafn fáránlegt að vinnustaðurinn væri að útdeila hjálmum og að útvega nærföt fyr- BYGGINGARVINNA Fyrirtæki eru sögð almennt hafa öryggis- mál starfsmanna í lagi þótt finna megi undantekningar í þeim efnum. ir starfsfólk sitt. Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir að þetta við- horf þekkist í atvinnugreininni. Það sé þá aðallega hjá minni fyrir- tækjum þar sem litið er á þetta sem kostnað. Þar eru menn líka með bókhaldið fyrir heimilið og fyrirtækið í einum og saman vas- anum. Hann áréttar þó að þetta sé fremur undantekning frá hinu al- menna í öryggismálum byggingar- starfsmanna. Þau mál séu almennt komin í þokkalegt horf miðað við það sem áður var. Enda sé það á ábyrgð atvinnurekenda ef starfs- menn hafa ekki aðgang að viðhlít- andi öryggisbúnaði á vinnustað. ■ INNLENT Lögreglan í Hafnarfirði hand- tók í fyrradag fjóra unga menn eftir að hass fannst við leit í bfl þeirra. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina til yfir- heyrslu en sleppt að þeim lokn- Blágóma er heitið á nýju fram- boði hjá ungu fólki í Vestur- byggð, sem býður fram til sveita- stjórakosninga í vor. Um 50 manns hafa lýst yfir stuðningi við framboðið en uppstilling list- ans hefur ekki enn verið ákveðin. * Þetta er í annað sinn sem ungt fólk fyrir vestan býður fram en árið 1996 bauð Funklistinn fram í ísafjarðarbæ og fékk tvo bæjar- fulltrúa kjörna. Hringiðan bróar nviar netlausnir: Háhraða tenging fyrir landið F ærum peningana netið Netfyrirtækið Hringiðan vinnur nú að þróun háhraða inter- nettenginu. Með tækninni getur notandi verið sítengdur við inter- netið, svo lengi sem hann býr inn- an tíu kílómetra frá símstöð, en með þeirri tækni sem nú er notast við verður notandi að vera innan þriggja kílómetra. „I byrjun ætlum við að bjóða upp á allt að tíu megabæta teng- ingu en eftir ár eða svo vonumst við til að geta boðið upp á 100 megabæt," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, hjá Hringiðunni. Fyrirtækið hefur þegar reynt tæknina á Grundarfirði með góð- um árangri. í samkomulagi sem samgöngu- ráðuneytið og Landssíminn gerðu með sér um uppbyggingu fjar- skiptakerfa er kveðið á um að ADSL-þjónusta verði í boði í öll- um stærstu þéttbýliskjörnum Haldið er fram að Lands- bankinn hafi verið notaður til að koma í veg fyrir sam- keppni á trygginga- markaði eins og áformað var. viðskipti „Við erum að færa pen- ingana á gjöfulli mið,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, aðspurður um ástæður þess að félag, sem hann er aðili að, seldi hlut fyrir um 800 milljónir í Tryggingamið- stöðinni (TM). Hann sagði þetta vísbendingar um hver fjárfesting- arstefna þessa eig- endahóps væri gagnvart TM. Aðspurður hvort félög tengd Baugi hafi með þessu verið að losa pening til að standa undir mikl- um vaxtagreiðslum vegna fjár- festinga erlendis sagði Jón Ásgeir svo ekki vera. Athygli vekur að tveir stjórn- armenn TM eru meðal seljenda; þeir Jón Ásgeir og Hreinn Lofts- son. Hreinn var áður stjórnarfor- maður TM en hætti eftir átök um eignarhlut í félaginu. Þau átök enduðu þannig að Landsbankinn keypti 11 prósent í TM í nafni fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarsson- ar í Vestmannaeyjum af Straumi. Heimildir Fréttablaðsins segja að Landsbankinn hafi keypt hlut- inn á yfirverði, á genginu 67, til að koma í veg fyrir að aðrir næðu sterkri stöðu í TM. Lokagengi þennan dag var 61. TM á líka væn- GUÐMUNDUR KR. UNN- STEINSSON Framkvæmda- stjóri Hringiðunn- ar segir að kostn- aður fyrir notend- ur verði svipaður og á þeirri þjón- ustu sem nú þekkist. landsins, fyrir 75-80% þjóðarinn- ar. Hringiðan ætlar að bjóða þeim sem ekki hafa aðgang að ADSL, sem og öðrum, upp á þjónustuna og leitar nú stuðnings og fjár- mögnunar í verkefnið. ■ HREINN LOFTSSON OG JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Bæði Jón Ásgeir og Hreinn eru stjórnar- menn í TM. Félag þeim tengt hefur nú los- að eignarhlut I TM en í febrúar stefndu þessir aðilar á að auka hlut sinn I fyrirtækinu. an hlut í íslandsbanka og fléttaðist þetta inn í yfirráðarétt á þeim hlut TEKIST Á UM TRYGGINGAMIÐSTÖÐINA Sala eigendahóps tengdum Baugi I TM virðist marka þau timamót í félaginu, að ekki verði tekist á um ráðandi hlut í því á næstunni. Eyjafjölskyldan svokallaða á um 43 prósent f félaginu. á aðalfundi bankans sem var stuttu síðar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði Landsbankinn verið að safna bréfum í TM fyrir Eyja- fjölskylduna í nokkurn tíma. Nokkuð hafði verið keypt á lægra gengi og voru fjölskyldunni seld bréfin á meðalgenginu 65. Þetta var hluti af þjónustunni. Þegar Jón Ásgeir var spurður hvort salan á mánudaginn tengdist þessum hræringum sagði hann það augljóst. Hins vegar vildi hann ekki tjá sig ítarlegar um það. Jón Ásgeir segir eigendahópinn hafa stefnt að breytingum á fjármála- markaði í tengslum við TM. Aformað hafi verið að koma með nýjar áherslur og samkeppni í tryggingakerfinu. Þegar staðið er í vegi slíkra breytinga sé vænlegra að færa fjái-magnið á gjöfulli mið. bjorgvin@frettabladid.is fyrírisumanðMhjámkkuK www.f galla .1 s Walarhöfða 2a • 110 Rfiykjavik • Simí: 577 4444 • Fax: 567 7445 • fjallasport@fjallasport.is á gjöfulli mið Jón Asgeir Jóhannesson segir augljóst af hverju félag honum tengt sé að losa sig við hlut í Trygg- ingamiðstöðinni. Þetta er eftirmáli sölu Straums á bréfum TM til Landsbankans. Höfðu hug á aukinni samkeppni í tryggingasölu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.