Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.04.2002, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Tölur um leikskóla frá Hagstofu: Börnin lengur og rót á starfsfólki Kj öltuflugmaður: Missir réttindi pómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt fyrrverandi flugrekstrarstjóra Leiguflugs ís- leifs Ottsens sekan um að hafa flogið með tvo aukafarþega í flug- vél sem ætluð var tíu farþegum. Hann á að missa atvinnuflugs- mannsréttindi í þrjá mánuði og greiða 500 þúsund krónur í sekt. Umrædd flug var frá Vest- mannaeyjum til Selfosss að morgni mánudagsins 7. ágúst 2000. Dóttir mannsins sat í kjöltu kærasta síns á leiðinni og annar farþegi sat á gólfi. Flugvél frá sama flugfélagi fórst að kvöldi sama dags í Skerjafirði. Sex létust af völdum þess slyss. ■ félagsmál Viðvera leikskólabarna hefur aukist mikið síðustu ár, samkvæmt nýjum tölum Hag- stofu íslands. 63 prósent leik- skólabarna á aldrinum 3 til 5 ára dvöldu meira en 7 stundir á dag í leikskólanum á síðasta ári, miðað við 24 prósent árið 1994. Þá hefur börnum á leikskólum fjölgað um tæp sjö prósent milli ára. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að starfsmannavelta á leikskólum er mikil, en rúmur fjórðungur þeirra sem voru starfandi árið 2000 hættu störfum árið 2001. í desember árið 2001 voru leik- skólabörn 15.578 og hafði fjölgað um rúmlega 1.000 frá fyrra ári. Fjölgunin er rakin til að leikskól- um hafi fjölgað og verið stækkað- ir. Þá var bætt við leyfilegan barnafjölda sem má vera í vistun. Tveggja ára börnum fjölgaði hlut- fallslega mest. Á sama tímabili fjölgaði starfs- mönnum leikskóla um 6,8 prósent, úr 3.847 starfsmönnum í 4.129 í 3.279 stöðugildum. 32 prósent starfanna eru mönnuð leikskóla- kennurum, 4,5 prósent af öðru Á LEIKSKÓLANUM HAGABORG í REYKJAVÍK i desember var 261 leikskóli starfandi á landinu og hafði fjölgað um 8 frá fyrra ári. Hjalli í Hafnarfirði og Skólatröð í Kópavogi eru stærstir með tæplega 150 börn, rúm- lega 30 leikskólar eru með yfir 100 börn. uppeldismenntuðu starfsfólki og 63,5 prósent af ófaglærðu starfs- fóíki. Konur eru 97,4 prósent starfsfólks. ■ Starfsmenn: Keyptuí Jarðborunum fyrirtæki Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP verðbréfa, keypti hlut í Jarðborunum fyrir tæpar 17 milljónir króna. Margeir er stjórnarmaður í Jarðborunum og á eftir kaupin 5,17 prósent í fé- laginu. Tveir starfsmenn keyptu einn- ig hlut í fyrirtækinu á sama gengi, 6,75. Örn Sigurðsson, fjármála- stjóri, keypti fyrir rúmlega 4 milljónir og Bent S. Einarsson, framkvæmdastjóri, keypti fyrir rúmlega 6 milljónir. Jarðboranir vinna við borun eftir heitu vatni og gufu. ■ Fjarvera Sjálfstæðisflokks á Palestínufundi Sjónarmið flokksins koma fram í þingsályktun palestínufunpur Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, segir aðspurður um hvers vegna flokkur- inn hafi kosið að taka ekki þátt í fundinum „Stöðvum stríðsglæpina í Palestínu" í Háskólabíói, að Sjálf- stæðisflokkurinn standi að KJARTAN GUNNARSSON ályktun Alþingis um ástandið í Palestínu. Þar sé eðlilega á málinu tekið og flokkurinn kjósi að halda sjónarmiðum sínum á lofti þar. Þar er m.a. lögð áhersla á að öryggi óbreyt- tra borgara sé tryggt og alþjóðleg mannréttindi séu virt. ■ 100% afsláttur af stofngjaldi Ef þú ert með annað launakerfi en H-Laun, þá ættir þú að skipta núna! Við fögnum 10 ára afmæli H-Launa og bjóðum þeim sem skipta yfir í H-Laun 100% afslátt af stofngjaldi. Nánari uppiýsingar á www.tm.is eða í síma 545 5000. Tilboðið gildir í aprílmánuði. H-Laun' ... ekki sætta þig við minna! H-Laun hefur verið ieióandi launakerfi í rúman áratug, en 1.200 launagreiðendur nota H-Laun. ÖLVUIiliÐLUn Lýðræði sjóðsfé- laga þarf að aukast Almennir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Einingu mættu vel á aðalfund. Vildu þeir fylgjast með umræðum og fá skýringar á lélegri ávöxtun Qár þeirra. Skiptar skoðanir voru um tengsl sjóðsins við Kaupþing. lífeyrissjópir Almennir sjóðsfé- lagar í Lífeyrissjóðnum Einingu spurðu áleitinna spurninga á aðal- fundi síðasta þriðjudag. Þær snéru að viðskiptum lífeyrissjóðs- ins við Kaupþing, sem er rekstr- araðili hans. Aldrei hafa fleiri sótt aðalfund sjóðsins og sögðu fund- armenn það merki um aukið eftir- lit almennra sjóðsfélaga með fjár- munum sínum. Ágúst Geirsson, sem kominn er á eftirlaun, sagði um- ræðuna brýna. Til- lögur um að slíta formlegum tengsl- um við Kaupþing hefðu verið áhuga- verðar. Hann sagð- ist hafa sveiflast með og á móti eftir ræðum fundar- lokum skilaði hann ..♦— Ingimundur segir að sjóðs- félagar í fleiri sjóðum sigli í kjölfarið og fari fram á aukið vald í málefnum síns sjóðs. —4---- manna. Að auðu. Ágúst sagðist eiga talsverða fjármuni í sjóðnum sem hefðu rýrnað á árinu. Hann kom á fund- inn til að fá skýringar. Hans skoð- un var að fleiri sjóðsfélagar eigi að láta sig starfsemi lífeyrissjóða varða. Ingimundur Guðmundsson sagðist hafa komið á fundinn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Hann taldi sjálfsagt að sjóðsfélagar kysu alla stjórn lífeyrissjóðsins. Það væri í takt við aukið lýðræði sjóðsfélaga. Hann vonaði að þessi fundur yrði til þess að sjóðsfélag- ar í öðrum sjóðum færi fram á aukið vald í málefnum síns sjóðs. AÐALFUNDUR LÍFEYRISSJÓÐ5INS EININGAR Almennir sjóðsfélagar sögðu að hægt væri að gera samband lífeyrissjóðsins við Kaup- þing tortryggilegt með þessu skipulagi. Því væri stefnubreyting sjóðnum og eignum þeirra til góðs. Þóra Elfa Björnsson mætti í umboði eiginmanns síns. Hún sagði að umræða um árangur sjóðsins hefði mátt vera meiri á fundinum. Einnig snérist þetta um lýðræði í lífeyrissjóðunum sem þyrfti að vekja fólk til vitund- ar um. Hún taldi óheppilegt að rekstr- araðilinn, Kaupþing, hefði eftirlit með sjálfum sér. Það væri engum hollt og byði heim tortryggni í garð þess aðila. Óskar Jónsson, einn sjóðsfé- laga, sagði að ekkert benti til þess að Kaupþing hefði klúðrað stjórn sjóðsins. Því væri óráðlegt að kljúfa hann frá Kaupþingi. Hann sagði umræðu um þókn- anir, sem Kaupþing tæki fyrir að veita sjóðnum þjónustu, skipta litlu máli. Tímasetningar á við- skiptum með bréf sjóðsins skiptu máli; hvenær bréf í hans eigu væru seld og keypt. Það væri hægt að tortryggja þau viðskipti eins og málum væri háttað í dag. bjorgvin@frettabladid.is Harvardprófessor í HÍ: Hvernig selur maður þjóðríki? MARKAPSSETNING íslend- ingar verða ekki rík- asta þjóð heims að mati John A. Quelch, virts prófessors við Harvard-háskóla, nema betur verði hugað að markaðssetningu. „Það væri nauðsynlegt að opna enn betur fyrir erlenda fjárfestingu. í framhaldinu þyrfti að nást nægt samkomulag um einbeitta markaðs- setningu á þjóðríkinu sem söluvöru. Ég hef það ekki á tilfinning- unni að slíkt samkomu- lag sé fyrir hendi á ís- landi.“ Fram kom í máli Quelch sagði að þrýstingur á þjóðríki um að skilgreina sig sem söluvöru hefði aukist mikið á síð- ustu árum, meðal annars vegna fjölgunar og eflingar alþjóðafyr- JOHN A. QUELCH Aukin samkeppni um fjármagn úr ýmsum áttum hefur aukið þrýsting á þjóðir um markaðssetningu, var á meðal þess sem prófessor Quelch sagði á hádegisfundi í Odda á föstudag. irtækja og stofnana. Sem dæmi um breytt landslag nefndi hann að alþjóðlegar fyrir- tækjasamsteypur telja í dag helming 100 stærstu efn’a- hagseininga heimsins. Hann sagði sam- vinnu ríkis og einka- geira um rekstur mið- lægra markaðsskrif- stofa hafa reynst vel í smærri ríkjum á borð við írland, Wales og Chile. f þessum lönd- um væri horfst í augu við þá staðreynd að kaupendurnir ráði ferðinni. Vilji þjóðríki „vera sýnilegt á hill- um alþjóðlega stórmarkaðsins“ þurfi það að skilgreina sífellt bet- ur hvað það vill selja, og hvers vegna einhver ætti að vilja kaupa. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.