Fréttablaðið - 26.04.2002, Side 13

Fréttablaðið - 26.04.2002, Side 13
FÖSTUDAGUR 26. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 15 íslandsmótið í handbolta kvenna: Enn von hjá Haukum hahpbolti Hauka-stúlkur lögðu Stjörnuna að velli með 25 mörkum gegn 22 í úrslitarimmu iiðanna um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á Ásvöllum í gær. Staðan í viðureigninni er því 2-1 Stjörnunni í vil en liðin mætast aftur á laugardaginn kemur £ Ás- garði. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fagnar íslands- meistaratitlinum. Brynja Steinsen fór mikinn í liði Hauka í gær og skoraði 7 mörk. Nína K. Björnsdóttir skor- aði sex og Hanna G. Stefánsdóttir fimm. Jenný Ásmundsdóttir varði 13 skot. Ragnheiður Steph- ensen var sem fyrr at- kvæðamikil í liði Stjörn- unnar og skoraði 9 mörk. Anna Blöndal skoraði 4. Jenný Ásmundsdóttir varði 13 skot í marki Hauka en Jelena Jovanovic varði 17 skot í marki Stjörnunnar, þar af þrjú vítaköst. í kvöld fer fram önnur umferð undanúrslitakeppni karla. KA tek- ur á móti Haukum í KA-heimilinu. KA vann fyrri leikinn með 32-34, eftir framlengdan leik. Aftureld- ing mætir Val á Varmá. Valur vann fyrri leikinn 23-21. ■ -*«*»•. ix GLÆSILEG TILÞRIF Meðal þess sem reynt er að gera fyrir stig eru hringir þar sem báturinn rís upp úr vatninu, alls kyns veltur og afbrigði. Flúðafími í Elliðaárdal Kajakmenn sýna listir fyrir neðan Elliðaárrafstöðina klukkan 17 í dag. kajak Hin _ árlega keppni Kajakklúbbs íslands í flúðafimi verður haldin í dag klukkan 17. Keppnin er í kælivatnsholunni fyrir neðan Elliðaárrafstöðina. Keppt er í þremur flokkum, karla, kvenna og nýliða. Spennan eykst þegar líður á þar sem keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Flúðafimin ætti að vera búin um klukkan 19.30 þegar lokað er fyrir vatnið í Elliðaárvirkjun. Keppendur hafa æft stíft und- anfarið og verða tilþrifin eflaust glæsileg. Meðal þess sem reynt er að gera eru hringir þar sem bátur- inn rís upp úr vatninu, alls kyns veltur og afbrigði. Ellefu kepp- endur tóku þátt í fyrra. Fjöldi áhorfenda fylgdist með á bökkun- um. Þá vann Jón Ragnar Magnús- son £ karlaflokki, annað árið £ röð. Búast má við því að bátar gangi einnig kaupum og sölum á bökk- unum. Þeir sem vilja selja notaða straumvatnsbáta eru hvattir til að koma með þá á keppnina fyrir þá sem vantar bát fyrir sumarið. ■ Stoke á sunnudag fótbolti Deildarkeppni er lokið í neðri deildum enska fótboltans. Því spila liðin í þriðja til sjötta sæti á næstu vikum sin á milli um laus sæti í næstu deild fyrir ofan. Stoke City lenti £ fimmta sæti annarrar deildar og mætir Cardiff í umspili um sæti £ fyrstu deild. Fyrsti leikur liðanna fer fram í Stoke á sunnudaginn. Hin liðin sem spila um sætið eru Hudders- field og Brentford. Þau mætast einnig á sunnudag. Seinni leikir liðanna fara fram næsta miðviku- dag, 1. maí. Úrslitaleikur um sætið fer fram á Þúsaldarleikvanginum i Cardiff 11. mai. Brighton vann deildina og Reading fylgdi þv£ upp í fyrstu deild. í fyrstu deild spila annarsvegar Birmingham City og Millwall og hinsvegar Norwich og Wolves. Sömu leikdagar eru hjá þeim. Úrslitaleikurinn fer fram i Cardiff 12. maí. Manchester City vann deildina og West Brom fylgdi því upp í úrvalsdeild. ■ lÍÞRÓTTIR í DAC| 19.30 Sýn Alltaf í boltanum. 15.30 Stðð 2 20.00 Handbolti NBA-tilþrif. Aðrir leikir undanúrslita 17.00 Kajak fslandsmótsins. KA tekur Árleg flúðafimi fyrir á móti Haukum í KA-heimilinu, neðan Elliðaárrafstöð. Valur fer til Aftureldingar 18.00 Sýn í Varmá. Leiðin á HM 20.00 Sýn (Paragvæ og Suður-Afríka). Gillette-sportpakkinn. 18.30 Sýn 23.15 RÚV íþróttir um allan heim. Handboitakvöld. Byggðu á þínum tíma Klukkubúðir í þínu hverfi Grafarvogi I Ármúla I Vestur í bæ I Kópavogi Tími þinn er það sem skiptir mestu máli þegar þú vinnur að viðhaldi og nýbyggingar Hjá Klukkubúðum Húsasmiðjunnar nýtur þú góðs af rúmum afgreiðslutíma, miklu vöruúrvali og fyrsta flokks þjónustu. Við erum í Grafarvogi, Ármúla, vestur í bæ og höfum opnað nýja Klukkubúð við Dalveg 4 í kópavogi. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is . ASPÍ BÍÓMKÁmÚm ^Pasta •^V CMJUfLOWtR SOUP ^*u>f>XrEs ~ ^ súpuleikurinn Maggi-súpureru vei þekktará íslenskum heimilum fyrirgott bragð og einfalda eldamennsku. Þú geturvalið á milli 11 súputegunda sem eru hver annarri Ijúffengari. Taktu þátt í iéttum ielkf kSendu inn toppa af 7 súpupökkum og þú ert með í leiknum. ( pottinum eru 20 glæsilegir vinningar: 1. Utanlandsferð að eigin vali að andvirði 120.000 kr. 2. Heimilistæki að eigin vali fyrir 80.000 kr. 3. Heimilistæki að eigin vali fyrir 50.000 kr. 4.-9. Glæsilegt pottasett að andvirði 15.000 kr. 10.-20. Gjafakarfa full af góðgæti. 21.-70. Bíómiðarí Háskólabíó. Sendu inn 7 toppa fyrir 20. maí ásamt upplýsingum um nafn, heimili og síma tii: Maggi-leikur, Pósthólf 4132,124 Rvík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.