Fréttablaðið - 07.05.2002, Page 6
SPURNING DAGSINS
FRÉTTABLAÐIÐ
7. maí 2002 ÞRIÐJ UDAGUR
ianus Freyr Guðnason nemi í Háskólanum
Ertu búinn að gera upp hug
þinn varðandi borgarstjórnar-
kosningarnar?
„Nei, ég er ekki búinn að gera upp hug minn. Ég
er óákveðinn."
l f i
HYDRO
IÐNRISINN NORSKI
Hydro borgar í mánuðinum um 30 millj-
arða íslenskra króna í arð til hluthafa
sinna. Fjárfesting í álveri í Reyðarfirði er
talin nema um tífaldri arðgreiðslunni.
Norsk Hydro AS:
30 millj-
arða arð-
greiðsla
iðnaður Aðalfundur norska iðnris-
ans Norsk Hydro hefur samþykkt
tillögu framkvæmdaráðs fyrir-
tækisins um að greiða hluthöfum
arð sem nemur 10 norskum krón-
um á hlut. Arðgreiðslan nemur
tæpum 2,7 milljörðum norskra
króna eða tæpum 30 milljörðum í
íslenskum krónum talið. Fjöldi
hluta í fyrirtækinu er 266.597.000
samkvæmt upplýsingum Nasdaq.
Arðgreiðslan kemur til útborgun-
ar 22. maí næstkomandi. ■
—
Sólheimar í Grímsnesi:
Athugasemd-
um skilað
fjÁrmál Stjórn Sólheima hefur skil-
að inn athugasemdum við drög að
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
fjármál stofnunarinnar. Stjórnin
fékk frest til 6. maí til að skila þeim
inn. Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Ríkisendurskoðunar
verður farið yfir athugasemdirnar á
næstu dögum, en ekki er ljóst
hvenær þetrrt vinnu mun ljúka.
Ýmsar brotalamir hafa verið á
Jijai iiiaiaoLjui ix ouxxxciiiia i vjxxxxxa-
nesi samkvæmt drögum skýrslunn-
ar. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins gat stjórnin ekki gert grein
fyrir tugum milljóna króna, sem
stofnunin fékk frá ríkinu síðustu
tvö ár og voru ætlaðir til þjónustu
við fatlaða. ■
ERLENT
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna staðfesti í gær að Banda-
rfkin ætli sér ekki að fullgilda
stofnsáttmála Alþjóðlega stríðs-
glæpadómstólsins. Clinton undirrit-
aði samninginn á síðustu vikum
sínum í embætti Bandaríkjafor-
seta. Bush hefur aldrei farið dult
með andstöðu sína við hann.
Sjö ára drengur í Tyrklandi hefur
fengið leyfi til að breyta nafni
sínu úr Usame í Yusuf. Honum
hafði verið strítt á Usame-nafninu,
sem er tyrkneska útgáfan af
Osama, nafni sádi-arabíska hryðju-
verkamannsins sem vakið hefur
heimsathygli fyrir ódæðisverk sín.
Stækkun Evrópusambandsins til austur:
Viðræðurnar komnar á lokasprett
esb Evrópusambandið gerir ráð
fyrir að tíu ríki í mið- og austur
Evrópu fái aðild að sambandinu
1. janúar 2004 og taki þátt í kosn-
ingum til Evrópuþingsins um
mitt ár 2004.
„Viðræður hafa gengið mjög
vel að undanförnu," segir Eiríkur
Bergmann Einarsson, yfirmaður
íslandsdeildar fastanefndar ESB
fyrir ísland og Noreg. „Viðræð-
urnar fara fram í 31 efnisflokk.
Það eru byrjaðar viðræður í öll-
um þessum köflum. Langflestum
þeirra hefur verið lokið.“ Meðal
þeirra efnisflokka sem á eftir að
ljúka viðræðum um má nefna
landbúnaðarmál og fjárframlög.
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
Aðildarríkjum ESB fjölgar úr 15 í 25 1.
janúar 2004.
Eiríkur mun kynna stöðu
samningaviðræðnanna við vænt-
anleg aðildarlönd ESB á mál-
þingi um samrunaferlið í Evrópu
og áhrif þess á íslensk stjórnmál
og efnahagsmál á morgun. „Evr-
ópusambandið lítur á Island sem
eitt af sínum nánustu samstarfs-
ríkjum. ísland er hluti af sam-
starfi Evrópuríkja gegnum EES-
samninginn. Þó við séum ekki að-
ilar skiptir samrunaþróun Evr-
ópu íslendinga mjög miklu
máli.“ Auk Eiríks fjalla ýmsir
fræðimenn um áhrif stækkunar
ESB á íslensk málefni og Ger-
hard Sabathil, sendiherra ESB,
flytja ávarp. ■
Sex vikna gæsluvarðhald:
Innbrot vegna
fíkniefna-
neyslu
lögregla Maður um tvítugt var úr-
skurðaður í sex vikna gæsluvarðhald
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Að
sögn lögreglu er um svokallaðað sí-
brotagæsluvarðald að ræða, en mað-
urinn hefur ítrekað brotist inn í fyrir-
tæki á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn hefur stolið tölvum og
öðru sem hann hefur getað komið í
verð til að fjármagna fíkniefna-
neyslu. Lögreglan handtók hann í lok
apríl og var hann fyrst úrskurðaður í
10 daga gæsluvarðhald. Ekki er vitað
hversu mörgum innbrotum maður-
inn tengist. ■
Framboð í uppnámi
vegna 11 mínútna
Yfirkjörstjórn hafnaði framboðslista bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blönduósi. Barst of seint.
Segjast fara eftir lögum. Mannréttindi og lýðræði.
FRAMBOÐSMÁL Búist er við að fé-
lagsmálaráðuneytið svari forustu-
mönnum Á-lista í Blönduósbæ í
dag, þriðjudag hvort það geti ógilt
stjórnsýsluúrskurð yfirkjör-
stjórnar Blönduósbæjar og Engi-
hlíðarhrepps eða ekki. Talsmenn
framboðsins afhentu ráðuneytis-
mönnum greinar-
gerð sína í málinu
í gær. Sem kunn-
ugt er þá hafnaði
meirihluti yfir-
kjörstjórnar fram-
boðslistanum
vegna þess að
hann barst til þeir-
ra 11 mínútum of
seint sl. laugardag
miðað við auglýst-
an skilafrest. Þórdís Hjálmars-
dóttir bæjarfulltrúi og efsti mað-
ur á Á-listanum segir að menn
muni einnig skoða það að fara S
með málið í flýtimeðferð fyrir 1
Héraðsdómi. Ragnar Ingi Tómas- |
son annar af tveimur meirihluta- 2
fulltrúum í yfirkjörstjórn segist |
harma þessa niðurstöðu. Það hefði e
hins vegar ekki verið hægt að
gera annað vegna þess að „lög séu
lög,“ eins og hann orðar það.
Þórdís Hjálmarsdóttir segir að
menn hafi einfaldlega gleymt sér
við opnun kosningamiðstöðvar-
innar sl. laugardag. Af þeim sök-
um hefðu menn komið of seint
með listann til yfirkjörstjórnar.
Þetta hefði því verið „slys“ sem
eigi ekki að bitna á mannréttind-
um og lýðræði kjósenda. Hún vill
aftur á móti ekki fullyrða hvort
——-
Við höfum
haft það að
leiðarljósi að
fara eftir lög-
um og reglum
og munum
gera það
. áfram.
—+—
FORUSTA HNJÚKA.
Framtíð kosningabaráttu Á-listans á Blönduósi er í mikilli óvissu vegna ákvörðunar yfirkjörstjórnar. Fulltrúar listans funduðu með fulltrú-
um félagsmálaráðuneytisins í gær. Það voru þau Þórdís Hjálmarsdóttir, Valdimar Guðmannsson, Kristján Þorbjörnsson og Gísli Guð-
mundsson.
einhver pólítík liggi að baki
ákvörðun meirihluta yfirkjör-
stjórnar vegna þess að þeir eru
fulltrúar meirihlutans í bæjar-
stjórninni, D og H-lista en Á-list-
inn hefur verið í minnihluta.
Ragnar Ingi Tómasson segir að
þeir hefðu reynt að ná sambandi
við Á-listann fyrir hádegi sl. laug-
ardag en án árangurs. Hann segir
að rökin fyrir ákvörðun þeirra
hafi eingöngu verið bundin
ákvæðum laga um skilafrest.
Hann segir að menn hefðu einnig
óttast að fá á sig kærur ef þeir
hefðu horft fram hjá þessum 11
mínútum. Þá hefðu þeir einnig
haft samband við félagsmálaráðu-
neytið og lögfróða menn í þessu
máli. Hann bendir einnig á að sá
sem kemur á kjörstað t.d. 11 mín-
útum eftir lokun fær ekki að kjósa
samkvæmt kosningalögum.
crhfafrettabladid.is
Ráðgjafarbekkir í skóla
grunnskóli Þórhildur Líndal
umboðsmaður barna hefur ósk-
að eftir samstarfi við kennara
10, 11 og 12 ára grunnskóla-
barna með það í huga að koma á
fót svokölluðum ráðgjafar-
bekkjum umboðsmanns. Hug-
myndin er að kennarar verði
tengiliður á milli bekkjanna og
umboðsmanns. Ætlunin er að
kennarar sjái um að dreifa
spurningarlistum frá umboðs-
manni til nemenda. Þessi aðferð
er sögð hafa gefst vel á Norður-
löndunum til að fá almennar
upplýsingar um málefni nem:
enda, skoðanir og sjónarmið. í
þessum spurningum verður hins
vegar ekki spurt um einkamál
barnanna. Með þessu gefst um-
boðsmanni tækifæri á að öðlast
meiri þekkingu á skoðunum
T T 1 . X X 1
muvG/oiimuui ouiiiu.
ÞÓRHILDUR LfNDAL
Segist ekki gera ráð fyrir að fleiri en 100
börn muni taka þátt f þessu.
barna og unglinga. Það á síðan
að gagnast honum til að vinna að
hagsmunum þeirra.
Umboðsmaður barna segir
væntanleg svör komi frá bekkj-
um sem heild. Stefnt sé að hrin-
da þessu í framkvæmd á næsta
skólaári. Hann mun síðan koma
sjónarmiðum barnanna á fram-
færi við ráðamenn. Auk þess
verður þetta notað í umsögnum
og álitum umboðsmannsins.
Þórhildur segir að þetta sé líka
ein aðferð til að tryggja rétt
barna til að láta í ljós skoðanir
sínar í samræmi við Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. ■
I TN ' * '
xjwxiiaxi x
Bandaríkjunum:
Vill láta
taka nekt-
armyndir
montesano. ap Dómari í Banda-
ríkjunum hefur skipað 35 ára
gamalli konu, Dewanna Granbert,
að láta taka nektarmyndir af sér.
Myndanna er þörf í réttarhöldum
á hendur konunni, sem var ákærð
fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán
ára gömlum pilt. Saksóknari máls-
ins fór fram á að myndir verði
teknar af konunni naktri, vegna
þess að þá verði hægt að staðfesta
lýsingar piltsins á líkamseinkenn-
um hennar. Granberg neitar sök í
málinu. Lögmaður hennar segir
myndatökur af þessu tagi vera
brot gegn persónuhelgi hennar. ■