Fréttablaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR Allt að 90% Lagersala afsláttur •4^ jMm oasis Þriðjudag og miðvikudag kl. 18-21. gengið inn bakdyrameginn í Kringlunni á/almennum) NICOLE VALA CARIGLIA OG ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON Árni var sannfærð- ur um að allir ættu að geta fengið eitt- hvað við sitt hæfi og sem passaði við skaplyndi hvers og eins. „Fólk heyrir allt frá abstrakt barrok, rosalega vellandi rómantík út í alveg hreint yf- irgengilega drama- tík. Tónleikar í Salnum: Vellandi róm- antík og yfir- gengileg dramatík tónleikar Nicole Vala Cariglia, selló- leikari, og Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari, halda í kvöld kl. 20 tón- leika í Salnum í Kópavogi. Á efnis- skrá eru Gömbusónata í D-dúr eftir J.S. Bach, Arpeggione-sónatan eftir Franz Schubert, og sellósónata í d- moll eftir Dmitri Shostakovich. Verkin spanna ríflega 300 ára sögu sellósins og forvera þess, gömbunn- ar, sem var alþekkt hljóðfæri á bar- rokktímanum, og arpeggiones, sem átti sér stutta sögu á fyrstu áratug- um 19. aldarinnar. Árni segir verkin tvö eftir Bach og Schubert vandmeðfarin þar sem ekki sé verið að leika á upprunalegu hljóðfærin Á tónleikunum verði að miðla málum og fá annað út úr hljóðfærunum. „Það verður að setja sig vel inn í þennan upprunalega hljóðheim og allar skreytingar, fras- eríngar og trillur sem eru öðruvísi en heyrast í seinni tíma tónlist. Verk Shostakovic er svo eitt magnaðasta verk sem komist er í tæri við.“ Frá abstrakt barrok, rosalega vellandi rómantík út í alveg hreint yfirgengilega dramatík. ■ ismotsmtssmssmíífiíssseímsxsitfifmMiii HELGA ÓLAFSDÓTTIR Blindir og sjónskertir og þeir sem af öðrum ástæðum geta ekki fært sér hefðbundið letur í nyt, eiga rétt á að fá lánaðar hljóðbækur í Blindrabókasafninu. Notendur blindraleturs fá efni við hæfi og eftir þörfum hvers og eins. hljóðbækur og blindraletursbækur. Allt efni safnsins er framleitt á staðnum. Tölvutæknin helsta hjálpartæki blindra og sjónskertra Blindrabókasafii Islands fagnar 20 ára starfsafinælinu sínu í dag. Helga Olafs- dóttir hefur gegnt starfi forstöðumanns safiisins írá byrjun. bókasafn Blindrabókasafn ís- lands fagnar í dag 20 ára starfs- afmæli sínu. Starfsemin hefur eflst ár frá ári og má áætla að safnið þjóni nú hátt á þriðja þús- und manns um allt land. Helga Ólafsdóttir hefur unnið að þróun safnsins síðan 1976 og er nú for- stöðumaður þess. Aðspurð um helstu breytingar segir hún tölvutæknina tvímælalaust helstu byltinguna. „Blindrabókasöfn er mjög tæknileg, ekki síst í fram- leiðslu á blindraletri. Við erum með sérsniðið útlánakerfi sem hjálpar fólki við val á bókurn og hjálpar bókavörðum við aðstoð- ina á valinu. Símaþjónusta okkar er mjög persónuleg sem gefur fólki tækifæri til að gefa sér góðan tíma við val hverju sinni.“ Helga segir útgáfustarfsemi safnsins öfluga, 150 titlar séu framleiddir ár hver. Vanalegast sé rokið í jólabækurnar um leið og þær komi út og innlestri flýtt. I tilefni afmælisins verður opið hús í safninu í dag frá kl. 16 til 18. Helga segir nýja hljóð- bókatækni kynnta, fyrsta sporið í áttina til stafrænnar upptöku. „Aðalmunurinn við þessa nýju tækni er að hægt verður með auðveldum hætti að fletta upp í bókunum. Snældurnar eru þan- nig að líkja mætti við að lesa inn á klósettpappír, nánast ómögu- legt er að finna einhvern ákveð- inn stað aftur. Þessi nýja staf- ræna tækni á eftir að koma sér veþekki síst fyrir námsfólk. í tilefni dagsins verður kynnt til sögunnar nýr vefur safnsins www.bbi.is. Hann er sérstaklega sniðinn að þörfum blindra og sjónskertra. Við skoðun vefsins er hægt að velja sér leturstærð og liti bakgrunns og leturs, en litir geta skipt sköpum fyrir sjónskerta. Vefurinn er settur upp með einföldum hætti til þess að auðvelda blindum og sjón- skertum og fólki med dyslexíu að ferðast um hann. Hann gefur ítarlegar upplýsingar um þjón- ustu og bókakost Blindrabóka- safns. Helga segir Blindrabókasafn- ið veita sambærilega þjónustu og gerist í nágrannalöndum. „Við erum stöðugt að þróast og eflast ekki síst með þessari dá- samlegri tölvutækni sem léttir heilmikið líf blindra og sjón- skertra í landinu." kolbrun@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGURINN 7. MAÍ FUNPIR_______________________________ 11.15 Aðalfundur Samtaka atvinnulífs- ins verður haldinn í Gullteigi á Grand hótel Reykjavík, í dag. Fulltrúaráð SA kemur saman til stjórnarkjörs kl. 11.00 en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 11.15. Opin dagskrá aðalfundar hefst kl. 13.00 með ræðu nýkjörins for- manns SA. Þá ávarpar fundinn Davíð Oddsson forsætisráðherra og Arí Edwald, framkvæmdastjóri SA, kynnir tillögur samtakanna um breytingar á samkeppnislög- gjöfinni. 16.00 Aðalfundur Landssamtaka lífeyr- issjóða verður haldinn í dag á Hvammi, Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst með ræðu Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, sem ber yfirskriftina „Lífeyrissjóðir á breyttum tímum", en að erindi ráðherrans loknu hefjast venjuleg aðalfundarstörf, þar sem m.a. verður fjallað um starfsskýrslu og reikninga samtakanna. FÉLAGSSTARF________________________ 13.30 Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids, saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænsku- kennsla kl 16.30. HJÓLREIÐAR______________________ 20.00 ísienski fjallahjólaklúbburinn býður til þriðjudagskvöldferðir í hverri viku 1 .október. Ferðirnar eru ætlaðar almenningi til að kynnast höfuðborgarsvæðinu og ferðaleiðum fyrir hjólreiðar. Brott- för er alltaf frá skiptistöð Strætó b.s. í Mjódd að vestanverðu klukkan 20.00. i kvöld verður Kópavogshringurinn farinn sem er um 13 km. TÓNLEIKAR_______________________ 20.00 Nicole Vala Cariglia, sellóleikari, og Árni Heimir Ingólfsson, pí- anóleikari, halda í kvöld tónleika í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá eru Gömbusónata í D-dúr eftir J.S. Bach, Arpeggione-sónatan eftir Franz Schubert, og sellósónata í d-moll eftir Dmitri Shostakovich. KVIKMYNDIR______________________ 20.00 Bíó Reykjavik er samvinnuhópur kvikmyndagerðamanna með það eitt að markmiði að byggja upp nýtt samfélag kvikmyndagerða- fólks á islandi. Allir þeir sem hafa gert stuttmynd og vilja koma henni á framfæri fá hana sýnda hjá Bíó Reykjavík. Bíó Reykjavík verður alltaf á fyrsta þriðjudegi hvers mánaðar í húsnæði Leík- hús Vesturports Vesturgötu 18. 20.00 Filmundur sýnir i kvöld i Háskóla- bíói hina nýju endurgerð af Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola. Með aðalhlutverk fara Martin Sheen og Marlon Brando, en með önnur hlutverk fara Robert Duvall, Laurence Fis- hburne, Harrison Ford og Dennis Hopper. MYNDLIST____________________________ Helgi Þorgiis Friðjónsson sýnir um þessar mundir í Gallerí Kambi, Hellu, samansafn teikninga eða mynda sem unnar eru á pappír með mismunandi efni frá hinum og þessum tímum. Gall- eríið er lokað alla miðvikudaga. Sýningin stendur til 2. júní. Sigtryggur Bjarni Baidvinsson hefur opnað sýning á 13 nýjum málverkum í Englaborg, Flókagötu 17. Sýningin ber yfirskriftina Treemix-Remix. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur 19. maí. Björk Guðnadóttir hefur sýna fyrstu einkasýningu á íslandi í galleri@hlem- mur.is. Á sýningu Bjarkar Heilagar stundir verða m.a. myndband og saumverk. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 26. maí. Rússnesk list - frá raunsæi til framúrstefnu er yfirskrift sýningar á rúm- lega 80 verkum eftir 52 heimskunna listamenn frá um 1880-1930 í Listasafni fslands Meðal þeirra sem eiga verk eru Chagall, Kandinskij, Kúznetsov og Malevitsj. Sýningin sten-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.