Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 15. maí2002 MIÐVIKUDACUR Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Skemmtilegt fyrirtæki í afþreying- ariðnaðinum sem búið er að byggja upp með öflugri markaðssetningu og öflun fastra viðskiptavina. Hentar bæði sem sérstakur rekstur eða í bland með öðrum rekstri. • Spennandi sérverslun með notaðan fatnað (second-hand) í miðbænum. • Verslunin Dýrið, Laugavegi. Sérstök verslun með mikla möguleika. • Höfum til sölu nokkrar stórar sér- versianir, heildverslanir og iðnfyrirtæki i ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 MKR • Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæj- arins. Mjög mikið að gera. • Tveir staðir í þekktri pizza-keðju til leigu með samtals 6 MKR mánaðar- veltu. Einstakt tækifæri fyrir unga at- hafnamenn að koma undir sig fótunum. • Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður rekstur. Ársvelta 180 MKR og vaxandi með hverju ári. Besti árstíminn framundan. • Saumagallerí í Mosfellsbæ. Vefnaðar- vöru- og gjafavöruverslun í góðu hús- næði. Hentugt fyrir laghentar konur. Lágt verð. • Heildverslun með þekkt fæðubótar- efni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 MKR. • Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1 -2 starfs- menn, sérstaklega smiði. • 300 fermetra vinnsluaðstaða fyrir matvælaiðnað. 40 fm frystir, 20 fm kæl- ir og ýmis tæki. Mjög hagstæður húsaleigusamningur. • Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn. • Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mæli- búnaðar fyrir framleiðslu- og matvæla- fyrirtæki. Framlegð 5 MKR á ári. • Snyrtivörudeild úr heildverslun. Lita- lína sem er í nokkrum góðum verslun- um og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivörum og langar i eigin rekstur. Lágt verð. • Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auðveld kaup. • Lítill sport pub í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. • Meðeigandi óskast að matvælafyrir- tæki með mikla sérstöðu. Selur bæði í matvöruverslanir og á stofnanamark- aði. Ársvelta nú um 35 MKR en getur vaxið hratt. • Rótgróin hárgreiðslustofa í Múla- hverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. • Húsgagnaverslunin Krea, Flatahrauni. Hágæða hollensk húsgögn. Lágt verð. • Rótgróin efnalaug í Hafnarfirði. Mjög vel tækjum búin. Traust fyrirtæki í föst- um viðskiptum. Velta um 2 MKR á mánuði. • Lítil kvenfataverslun við Laugaveg. Góð afkoma fyrir 1 -2 konur. Auðveld kaup. • Heilsustúdió í Garðabæ. Vel tækjum búið. Meðalvelta um 600.000 kr. á mánuði. • Góð sérverslun með íþróttavörur í austurbænum. Ársvelta 24 MKR. Miklir möguleikar. Hentugt fyrir hjón. • Lítil tískuverslun í Kringlunni. Mánað- arvelta 2-3 MKR. Auðveld kaup. • Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 100 MKR. Góður hagnaður um margra ára skeið. • Videósjoppa i Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Rótgróið og vel arðbært gistihús mið- svæðis í Reykjavík. 15 herbergi, árs- velta 20 MKR. Möguleiki á 15 herbergj- um til viðbótar og lítilli íbúð fyrir eig- anda. • Sólbaðstofa í miðbænum. 6 bekkir + gufubað og önnur aðstaða. Velta 500- 600 þús. á mánuði og vaxandi. Auð- veld kaup. • Trésmiðja sem framleiðir aðallega innréttingar. Góð tæki og húsnæði. 4-6 starfsmenn. Auðveld kaup. • Lítill söluturn - videóleiga í Háaleitis- hverfi. Auðveld kaup. • Ein vinsælasta sportvöruverslun landsins. Góður rekstur n miklir fram- tíðarmöguleikar. • Veitingastaður i atvinnuhverfi. Mánað- arvelta 2-3 MKR á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. Auðveld kaup. • Góður og vaxandi söluturn i Grafar- vogi. Velta 2,7 MKR á mánuði. Verð að- eins 5,5 MKR. • Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta. • Þekkt lítið veitingahús í miðbænum. Einstaklega hagstætt verð og greiðslu- kjör af sérstökum ástæðum. Gott tæki- FASTEIGNASALA • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 Logi Ólafsson: „Meiri líkur á sigri Real Madrid“ FÓTBOLTl Úrslitaleikur Real Ma- drid og Bayer Leverkusen í Evr- ópukeppni meistaraliða er í kvöld. Það er ljóst að fyrirfram telja flestir, og þar á meðal þjálf- ari Leverkusen, það nánast óger- legt fyrir Leverkusen að sigra stjörnum prýtt lið Real Madrid. „Það er nú svo þegar fótbolti er annars vegar að sigurinn getur lent hvoru megin sem er en lík- urnar á að Real Madrid vinni þennan leik eru auðvitað mun meiri svona þegar horft er yfir einstaklingana sem skipa liðin,“ segir Logi Ólafsson þjálfari Lille- ström í Noregi. „Real Madrid hefur á að skipa afbragðssóknar- mönnum og eru sérstaklega sterkir vinstra megin þar sem Carlos er stórhættulegur þegar hann sækir fram, Zidane hefur tilhneigingu til að vera meira vinstra megin, Solari vinstri kantmaðurinn er mjög leikinn og svo er Raul frábær framlínumað- ur að ógleymdum portúgalska snillingnum Luis Figo. Það er sammerkt með þeim öllum að þeir eru sterkir í stöðunni maður LOGI ÓLAFSSON Logi segir lið Leverkusen þó hafi komið mjög á óvart i keppninni þar sem þeir hafi slegið út Manchester United og Liverpool, auk þess að vera með Arsenal í riðlinum. á móti manni og það leiðir af því að Raul og Morientes fá meira svigrúm í framlínunni." Logi seg- ir geysilega gott jafnvægi í liðinu og allir einstaklingarnir séu mjög góðir í fótbolta. „Það má segja að þeir hafi unnið Manchester United á því að geta haldið bolt- anum vel innan liðsins. Þeir eru ekkert að missa boltann á hættu- legum stöðum þar sem andstæð- ingurinn nær marktækifærum upp úr hraðaupphlaupum," segir Logi, en telur samt sem áður ólík- legt að þessir eiginleikar nægi gegn jafn sterku liði og Real Ma- drid er. ■ „Það verða allir að trúa á sjálfa sig“ Klaus Toppmoller, þjálfari Leverkusen, sem komst óvænt í úrslitaleik Meistarakeppni Evrópu, gegn Real Madrid, segir nútíðina skipta máli ekki, fortíðina, þegar í leikinn er komið. KLAUS TOPPMOLLER Þjálfarinn segir alla verða að hafa trú á sjálfum. Myndin var tekin þegar Bayer Leverkusen tapaði fyrir FC Schalke. FÓTBQLTi Úrslitaleikur Real Ma- drid og Bayer Leverkusen í Meistarakeppni Evrópu, fer fram í Glasgow í kvöld. Real Madrid getur unnið titilinn í ní- unda skipti en öllum á óvart sló Leverkusen lið Manchester United út í undanúrslitum. Þetta er stærsti leikur í sögu Leverku- sen, sem hefur ekki orðið Þýska- landsmeistari í 93 ár. Þeir áttu þó góða möguleika á nýafstöðnu tímabili en Borussia Dortmund hafði þá á lokasprettinum. Ekki bætir úr skák fyrir sálarástand þeirra Leverkusen-manna að þeir töpuðu bikarúrslitaleiknum gegn Schalke um helgina og nú eru gárungar farnir að kalla lið- ið „Neverkusen“. Klaus Toppmoller þjálfari þeirra bendir þó á að það sé nú- tíðin en ekki fortíðin sem skipti máli þegar í leikinn er komið. „Til þess að eiga möguleika á sigri gegn Real, verða allir að hafa trú á því að það sé hægt,“ segir Toppmoller og bætir við að hans hlutverk sé að hjálpa þeim til þess, líkamlega og sál- fræðilega. „Við erum klárlega veikari aðilinn fyrir leikinn, en við ætlum að vinna úr þeirri stöðu, koma á óvart og gera hið ómögulega," segir Toppmoller. Að sögn BBC verður Bayer Leverkusen án brasilíska mið- vallarleikmannsins Ze Roberto og varnarmannsins Jens Nowotny sem er meiddur á hné. En stórlið Real Madrid hefur heldur ekki verið að gera stóra hluti undanfarið og frammistaða þeirra olli nokkrum vonbrigðum. „Tíma- bilið gekk ljómandi vel hjá okk- ur framan af, allt þar til við jÍPRÓTTIR í DAC l 10,00 .Eurosport Ítalía-Þýskaland, Knattspyrnumót 21 árs og yngri 15.10 Stöð 2 íþróttir um allan heim. 1 fi.00 Eurosport England-Brasilía Knattspyrnu mót 21 árs og yngri. 17.00 Sýn Heklusport 17.50 Sýn Heimsfótbolti með West Union. 18.00 Stöð 2 Leiðin á HM. 18.00 Sýn Meistaradeild Evrópu. 21.00 Sýn Best. 21.15 Eurosport Leiðin á HM (vináttuleikir). töpuðum bæði deild og bikar,“ segir Guti, leikmaður Real, staðráðinn í að bæta úr því. Real Madrid - Leverkusen: Vonbrigði í Glasgow fótbolti Hundruð aðdáenda Real Madrid í Glasgow urðu fyrir gífurlegum vonbrigðum á mánudagskvöld þegar leik- menn Real Madrid áttu að lenda þar. Þeir voru mættir út á flugvöll til að berja hetjur sín- ar augum. Þegar yfirvöldum öryggismála á flugvellinum var ljóst hversu margir yrðu þar til að taka á móti leikmönn- um, breyttu þeir skyndilega áætlun og leikmenn komust hjá hinu hefðubundna ferli sem komufarþegar þurfa að fara í gegnum. Enginn aðdáendanna, Líklegt þykir að Real Madrid stilli upp sínu sterkasta liði en þó er óljóst hvort Claude sem höfðu sumir beðið á flug- vellinum í allt að 10 klukku- stundir, fékk að sjá leikmenn- Makekele getur verið með vegna meiðsla. bryndis@frettabladid.is ina sem fóru aðra útgönguleið úr flugstöðinni og beint út í rútu. ■ STJÖRNURNAR f REAL MADRID Frá vinstri: Raul Gonzalez, Luis Figo, Fernando Morientes og Fernando Hierro við komuna á flugvöllinn í Glasgow.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.