Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐ Trúlofunar- og giftingarhringir SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍV.ÍS Fyrstur með fréttirnar www.gunnimagg.is ORYGGISMIÐSTOÐ ISIANDS » B0RGARTÚNI 31 • SlMI 530 2400 WWW.0l.IS Bakþankar Þráins Bertelssonar Skrýtin veröld Eftir því sem menn komast næst (samkvæmt BBC) ræður Bússi Bandaríkjaforseti yfir 7.295 kjarn- orkuflaugum í fínu ástandi en Putti Rússa-sar hefur 6.094 glansandi kjarnaodda til ráðstöfunar. Þar fyrir utan hafa þessir leiðtogar aðgang að gömlum lagerum þar sem er að finna marga öfluga bombu sem hægt væri að gera upp í neyðartilvikum með töluverðum eldglæringum. Þar fyrir utan eiga Kínverjar, Frakkar og Bretar samtals um 1.335 bombur klárar til notkunar. Þetta eru þær tölur sem eru gefnar upp til skatts. Samtals eru þetta 14.724 sprengjur sem mundu hæglega nægja til að út- rýma öllu lífi á plánetunni, þrátt fyr- ir kjarnorkuafvopnunarsamninginn (Nuclear Non-Proliferation Treaty) sem þessi ríki gerðu með sér fyrir rúmum þremur áratugum, árið 1970. Síðan hafa 187 þjóðir undirritað þetta samkomulag þótt sprengjunum fækki lítið. FYRIR utan kjarnorkuveldin fimm telja menn að Indverjar eigi sosum eins og 60 til 250 kjarnaodda, Pakist- anir 10 til 150, og ísraelsmenn trú- lega um 100 stykki. Þar fyrir utan er álitið að Norður-Kóreumenn eigi kannski 2 eintök í felum og að nokkrar þjóðir séu í laumi komnar mjög nærri því að koma sér upp kjarnorkusprengjum. ÞETTA er óskemmtileg tilhugsun. Þetta er eiginlega geggjun. Jafnvel þótt Bússi og Putti segist nú hafa ákveðið að fækka hjá sér niður í tæpar 4.000 bombur samtals á næstu tíu árum. Þeir 19 utanríkisráðherrar NATO-landanna sem nú funda vest- ur á Melum bera ábyrgð á meira en helmingnum af öllum þessum vítis- vélum. Það er mikil ábyrgð. Og ekki að undra þótt menn fái aðsvif því að engum er rótt að vita af öllum þess- um vopnum fyrst alltaf er verið að tala um nauðsyn þess að fækka þeim. SÍÐAN borgarastríðinu lauk á ís- landi á þrettándu öld hefur hervaldi verið beitt nokkrum sinnum; t.d. þegar Músílmenn rændu hér á 16du öld, við erfðahyllingu Danakonungs á 17du öld, þegar Jörundur Jörunds- son ákvað að gerast hér hæstráðandi til sjós og lands á 19du öld, og svo á 20tu öldinni þegar Bretar hernámu landið. Við vorum vinafáir íslend- ingar á þeim árum. En nú erum við í NATO og eigum nokkur þúsund atómsprengjur á lager. Skrýtin ver- öld. ■ r 20% nfoMsJjj/ ifJ i/jjjjjjj jjjjjjjjjjjjjjJiijjj Komdu með bílinn -við græjum hann Verð frá 29.900 ...þegar Mjómtæki skipta máli HLJÓMTÆK Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.