Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 15. maí 2002 MIDVIKUDAGUR HASKOLABIO HAOATOfltiI * SÍM! ii0 191V • '»I /I M*. (A '.VNIMGAR »IAU> LAMOSfMS Athugið að ejywjf eru 12., 15., 14. og lj»- vegna NATO fundar. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30 Bönnuð innan 10 ára Sýnd kl. 5, 7.30, 10 Bönnuð innan 10 ára iFRAILTY kl. 5.50,8 og 10.1Ö| [ÍSÖLD m/enskutali kl. 4,6,8 og lö] ÍKATE & LÉOPOLD kl 8 og 10.3q| jlSÖLD m/íslensku tali kl. 4 og 6 j Ut.1 Dotby /DOJ ■ THX sImi S6a oooo - wim.smar.'itiio.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 vrr 377 jSHOWTIME kl. 4, 6 og 8 [ gjg BUBBLE BOY kt 4, 6, 8 og 101IJS JIMMY NEUTRÓN m/isl. taii ÍTHE SCORPIÖN KÍNC 4, 6, 8 og lolÉ |plTUR PAN m/ísl. tali kt4j BRITNEY SPEARS Ekki svo saklaus eftír allt saman? Er einhver hneykslaður? Kirkjan fordæmir Britney Spears: Vilja að hún iðrist synda sinna sviðsuós Kirkjan í heimabæ Britney Spears, sem fjölskylda söngkonunnar sækir ötullega, hvetur stúlkuna til að iðrast synda sinna. Fréttir af henni reykjandi og drekkandi þegar hún var undir lögaldri og sú staðreynd að hún missti meydóminn með fyrrver- andi kærasta sínum, Justin Timb- erlake, þykir kirkjunnar mönnum henni ekki til sóma. Talsmenn kirkjunnar óska þess að hún hylji hold sitt meira og segja henni að iðrast synda sinna, sérstaklega að hafa misst meydóminn fyrir hjónaband. Kirkjan segist munu taka við henni aftur ef hún iðrist og ákveði að stunda ekki frekara kynlíf fyr- ir brúðkaupsnóttina. ■ 1 FRÉTTIR AF FÓLKI Franska kvikmyndin “Baise- Moi“ (Ríddu mér) sem sýnd var hér í fyrra hefur verið bönn- uð í Ástralíu. Byrjað var að sýna myndina þegar skipun kom frá stjórnvöldum um að hætta sýn- ingum á henni. Kvikmyndahús þar í landi hyggj- ast mótmæla þessum aðgerðum og segja tals- menn þeirra að þeim líki illa að stjórnvöld séu að skipta sér af því hvað fullorðið fólk megi og megi ekki sjá í bíó. Foreldrar söngkonunnar Aali- yuh hafa ákveðið að kæra plötufyrirtækið Virgin. Þau halda því fram að fyrir- tækið hafi sýnt kæruleysi þegar kom að því að velja farartæki fyrir dóttur þeirra og menn hennar. Vélin hrapaði vegna of- hleðslu og halda foreldrar hennar fram að þetta kæruleysi hafi orðið dóttur þeir- ra að bana. Allir níu sem voru um borð í vélinni létust. Eminem vandar eiginkonu vara- forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, ekki kveðjurnar á vænt- anlegri breiðskífu sinni „The Eminem Show“. Hún var ein þeir- ra sem kom fram fyrir nefnd árið 2000 þar sem fjall- að var sérstaklega um texta rappar- ans og þau áhrif sem þeir gætu haft á börn. Þar kallaði hún hann „ofbeldisfullan kvenhatara" sem talaði um lítið annað en að nauðga mömmu sinni og drepa. Fyrir vikið fær hún fjögurra stafa meðferðina í laginu „White America". Bono ætlar að bjarga Afríku: I vettvangs- le iðangur sviðsuc Söngvari írsku rokk- hljómsveitarinnar U2 hefur náð að sannfæra Paul O’Neill, fjár- málaráðiierra Bandaríkjanna, um að koma með sér í 10 daga heim- sókn til fátækustu ríkja Afríku. Ráðher nn er sagóur eiga lítió sem e! ert sameiginlegt með rokkar; um. Saman munn þeir fara til Ghana, Úganda, Suóur- Afríku : Eþíópíu. O’Nt I var víst afar tregur til að láta r idan vilja söngvarans og sagðist . fyrstu ekki hafa neinn tíma til . ó sinna málinu. Eftir 90 mínútn: fund við Bono snérist honum hugur, sérstaklega þegar hann áttaði sig á því hversu vel að sér í utanríkismálum söngvar- inn er. ■ Hljómsveitin Primal Scream fær nokkra gesti í heimsókn á væntanlegri breiðskífu. Á henni lætur hetjan Robert Plant gítar- inn væla auk þess sem fyrirsæt- an Kate Moss raular í einu lag- anna. Það er tökulag, upphaflega flutt af Nancy Sinatra og Lee Hazelwood, og heitir „Some Vel- vet Morning". Oútgefið lag með hljómsveit- inni Nirvana, „You Know Your Right”, sem miklar lagadeil- ur hafa verið út af síðasta árið, var skyndilega fáan- legt í stuttan tíma á Netinu í gær. Courtney Love, ekkja söngvarans Kurt Cobain, og fyrrum félagar hans úr sveitinni deila um eignarréttinn á laginu. Það var hljóðritað stuttu áður en upptökur á þriðju plötu sveitar- innar, „In Utero”, fóru fram. Slade snýr aftur Breska rokkhljómsveitin Slade rennir sér aftur á klakann á morgun og heldur tónleika á Broadway. Hingað hafa þeir ekki komið í um það bil 25 ár. tónleikar Það er vonandi að unglömbin í hinni 36 ára gömlu rokkhljómsveit Slade fái frið í þessari heimsókn sinni til að skoða sig um á klakanum. Síðast segjast þeir ekki hafa komist út af hótelherbergjum sínum vegna æstra íslenskra meyja sem biðu fyrir utan með græna umferðarljóskallinn glampandi í augunum í veikri von um að þeir félagar myndu nota gangbraut- ina yfir til sín. Hvort þeir tóku tilboðunum eða ekki fylgir ekki sögunni. Slade var stofnuð árið 1966 og hét þá N’Betweens. Eftir að fyrrum bassaleikari Animals gerðist umboðsmaður þeirra byrjuðu hjólin að snúast. Hann ráðlagði þeim að skipta um nafn og breyttu þeir því í Ambrose Slade, og klipptu svo stuttu eftir það fyrri partinn af. Slade varð með vinsælli sveitum Breta fyrri hluta áttunda áratugarins. Tónlist Slade þótti á þessum tíma háværari en flest annað sem var á vinsældalistanum. Hún þótti um leið grípandi enda lögðu þeir Slade-liðar ávallt metnað í stór og epísk viðlög sem fengu hægri fætur rokká- hugamanna til að slá taktinn með. Liðsmenn undirstrikuðu svo áherslu sína á einfaldleik- ann með því að skrifa lagaheiti sín viljandi með stafsetningar- villum, samanber „Cum on Feel the Noize“. Fyrsta lagið sem sló í gegn með sveitinni heitir „Get Down and Get With It“ sem komst inn á breska Topp 20 listann. Næstu 12 smáskífur komust allar á topp 5, helmingur þeirra fór alla leið á toppinn. Á þessum árum átti sveitin einnig þrjár breið- skífur á toppi breska sölulist- ans. Jólalag þeirra félaga, „Merry Xmas Everybody", hef- ur verið sjö sinnum á vinsælda- listanum frá því að það kom út. Slade náði þó aldrei að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum, þrátt fyrir gífurlegar vinsældir í heimalandi sínu. Sveitin varð undir þegar pönkið ruddi sér til rúms á seinni hluta áttunda ára- tugarins en vinsældir Slade juk- ust örlítið á ný þegar hljóm- sveitin Quiet Riot tók lagið „Cum on Feel The Noize“ upp á sína arma árið 1983. Svo virðist sem Slade kunni enn að setja í „rallýgírinn" eins og aðdáendur sveitarinnar hér á landi geta kannað á tónleikum þeirra á Broadway annað kvöld. Islenska diskó-tökulagasveitin Boogie Knights hitar upp. biggi@frettabladíd.is SLADE Trommari Slade ætti að vera spenntur að hitta Pétur Kristjánsson á ný, enda á hann harma að hefna eftir rjómatertuslag á milli þeirra félaga sem endaði með vænni slettu. Botnleðja færir út kvíarnar: Dreifmgarsamn- ingur í Bretlandi tónlist Spik, útgáfufyrirtæki ís- lensku rokksveitarinnar Botn- leðju, undirritaði í gær samning við breska dreifingarfyrirtækið Plastichead. Hann tryggir sveit- inni dreifingu í Bretlandi á vænt- anlegri þröngskífu, sungna á ensku, sem mun bæði innihalda ný lög og lög af síðustu breiðskífu þeirra „Douglas Dakota”. Samn- ingurinn var gerður af Hill Management fyrir hönd Spiks. Botnleðja mun leggja af stað í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku rokksveitinni Spörtu 21. maí. Tónleikaferðalagió tekur tæpar þrjár vikur og verða þeir komnir aftur til lands 7. júni. Spörtu skipa þrír fyrrum liðs- menn At the Drive-in. Sú merka sveit skiptist í tvennt er hún var á hátindi frægðar sinnar. Spörtu- menn kynntust tónlist Botnleðju á síðustu Airwaves-tónlistarhátíð. Áhugasamir geta séð þá Botn- leðjunga á Stefnumóti Undirtóna ’ BOTNLEÐJA Komnir með annan fótinn inn í tónlistar- kreðsuna í Bretlandi. á Gauknum í kvöld. Þar ætlar sveitin aðallega að kynna nýtt efni enda segja þeir allar líkur á plötu- útgáfu síðar á árinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.