Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 8
8 FRETTABLA-DIÐ 22. maí 2002 IVHÐVIKUDACUR Umferðarslys: Ellefu banaslys það sem af er árinu Mannanafnanefnd: Tímon sam- þykkt, Kathar- ínu hafiiað úrskurður Mannanafnanefnd samþykkti þrjú nöfn á síðasta fundi sínum. Kvenmannsnöfnin Karlína og Jóa og karlmanns- nafnið Tímon taka eignarfalls- endingu og voru þau því sam- þykkt. Fimm nöfnum var hins veg- ar hafnað þar sem ritháttur þeirra er ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Eru það karlmannsnöfnin Kai og Cesar og kven- mannsnöfnin Liisa, Katharína og Sybilla. ■ umferð Tvö banaslys urðu í umferð- inni um hvítasunnuhelgina. Auk þeirra sem létust voru margir flutt- ir á slysadeild Landspítala. Það sem af er ári hafa ellefu manns látist í umferðinni. Samkvæmt upplýsing- um frá Umferðarráði höfðu sex banaslys orðið á sama tíma í fyrra og á árinu þar á undan höfðu tíu lát- ist í umferðinni á sama tíma ársins. Óli H. Þórðarson, framkvæmdar- stjóri Umferðaráðs, segist ekki geta spáð fyrir hvort tala látinna komist í hámark á þessu ári, miðað við fjöld- ann nú. Hins vegar hafi furðulegar tilviljanir ráðið hvernig slysin verði í samfellu. „Á þessu ári létust fjórir á jafn mörgum dögum. Vika var á GUÐLAUGUR ÓSKAR GEORG HALLDÓRSSON JÓNSSON Guðlaugur, verslun- Óskar, lyfsali hjá armaður, til heimilis Lyfju í Kringlunni, til að Álfatröð 7, heimilis að Frosta- Kópavogi. Hann var skjóli 61, Reykjavík. 54 ára gamall, Hann var 51 árs og ókvæntur og barn- lætur eftir sig eigin- laus. konu og fjögur börn. milli næstu tveggja banaslysa, þrjú banaslys urðu því næst á átta dögum og nú síðast tvö með dagsmillibili. Þetta er mynstur sem engin skilur í og engin tölfræði er að baki.“ Óli segir að til að koma í veg fyr- ir slysin verði að stórauka um- ferðarfræðslu og löggæslu. „Ég hef oft lýst því yfir opinberlega að lög- gæsla úti á landi er ónóg. Þrátt fyrir að allir séu að vilja gerðir vantar fjármagn til að sinna löggæslu með þeim hætti sem nútíminn krefst. Það eru fáir samnefnarar með þeim slysum sem verða. Ég bið fólk um að líta í eigin barm. Bíll getur breyst í manndrápstæki ef ekki er rétt far- ið.“ ■ ELLEFU BANASLYS Skiltið á Suðurlandsvegi segir til um fjölda þeirra sem látist hafa í umferðinni á árinu. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Keypti 900 tonn af kvóta uppgjör Fiskiðjusamlag Húsa- víkur var rekið með tæpra 72 milljón króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins 2002. í lok mars festi félagið kaup á öllu hlutafé Melavíkur ehf. en uppistaða eigna Melavíkur eru tæplega 900 tonna þorskígildiskvóti ásamt Melavík SF 34.YKaupin voru fjármögnuð í aprílmánuði að hluta til með nýjum lánum. Með kaupum á Melavík er fyrirtækið komið með eigin bol- fiskkvóta í samræmi við vinnsluþörf en þess mun ekki gæta fyrr en á nýju kvótatíma- bili. ■ Skipakostur: Nýskip tilSam- herja sjávarútvegur Samherji hf. hef- ur selt Baldvin Þorsteinssonar EA-10 til Deutsche Fishfang Union í Þýskalandi. Félagið hef- ur keypt í staðinn Hannover NC en það var áður Guðbjörg ÍS frá ísafirði. Skipið hefur þegar verið af- hent og er nú í Riga í Lettlandi þar sem verið er að lengja það og breyta því í fjölveiðiskip. Áætlaður kostnaður við breyt- ingarnar er um 450 milljónir króna. Söluverð Baldvins Þorsteins- sonar er 600 milljónir króna og nemur söluhagnaður um 160 milljónum. Kaupverð Hannover er um 850 milljónir króna. ■ SIKA Hitamælar og hitamælistöðvar pj - Hæðarrofar Margar gerðir Sturlaugur Jónsson & Co. ehf. Fiskislóð 26 S: 551-4680 www.sturlaugur.is • sturlaugur@sturlaugur.is Lofthæfisskírteini kærð til lögreglu Flugmálastjórn og Leiguflug Isleifs Ottesens hafa verið kærð til lögreglu fyrir brot á loftferðalög- um. Kærendur segja hreyfil einnar vélar félagsins hafa verið kominn fram yfir leyfilegan flug- tíma þegar lofthæfisskírteini var gefið út. Rangar upplýsingar hafi verið veittar um aðra flugvél. lögreglumál Óskað hefur verið eftir rannsókn embættis Lög- reglustjórans í Reykjavík á út- gáfu lofthæfisskírteina tveggja flugvéla Leiguflugs ísleifs Ottes- ens á árinu 2000. Með kærunni eru lögð fram gögn sem sýna að ein flugvéla fyr- irtækisins, TF-GTX, sem fékk út- gefið lofthæfisskírteini 15. júní árið 2000, uppfyllti ekki skilyrði fyrir útgáfunni. Hreyfill vélarinn- ar var kominn 142 flugtíma fram yfir leyfilegan tíma án þess að hafa farið í til- skylda yfirhaln- ingu. Tveimur far- þegum var ofaukið í vélinni í svoköll- uðu kjöltuflugi frá Vestmannaeyjum sama dag og önnur vél Leiguflugs ís- leifs Ottesen, TF- GTI, fórst í Hreyfill vélar- innar var kominn 142 flugtíma fram yfir leyfilegan tíma án þess að hafa farið í tilskylda yfir- halningu. —♦— Skerjafirði 7. ágúst 2000. Jón Ólafur Skarphéðinsson og Friðrik Þór Guðmundsson, feður tveggja drengja sem fórust í Skerjafjarðarslysinu, óskuðu í ágúst í fyrra eftir rannsókn á til- drögum þess að TF-GTI var veitt lofthæfisskírteini 15. júní 2000, sama dag og gefið var út skírteini fyrir áðurnefnda TFGTX og nokkrum vikum áður en vélin fórst. Þeir telja fjölmargt athuga- vert við gögnin sem lögð voru til FLUGMÁLASTJÓRN í kæru til lögreglu segir að full ástæða sé til að rannsaka rækilega tildrög og útgáfu lofthæfisskírteina flugvéla Leiguflugs ísleifs Ottesens; „svo upplýst verði um fyrrgreind brot og hverjir hafi átt þar hlut að máli." grundvallar útgáfu skírteinisins, m.a. hafi logbækur verið ótrú- verðugar. Þá hafi tæknistjóri fé- lagsins, sem einnig er eigandi við- haldsverkstæðis þess, gefið rang- ar upplýsingar. Þessari rannsókn er ólokið. Samkvæmt greinargerð með nýju kærunni var hreyfill þriðju vélar fyrirtækisins, TF-GTC, kominn tæplega 50 flugstundir fram yfir leyfilegan hámarkstíma á fyrri hluta árs 2001. Hallvarður Einvarðsson, hæstarréttarlögmaður og réttar- gæslumaður drengs sem lést eftir Skerjafjarðarslysið, segir í kæru til lögreglunnar að um alvarleg brot á loftferðarlögum og reglu- gerðum sé að ræða. Ákvæði um Dómsmálaráðherra um öryggisráðstafanir: Skrár lögreglu notaðar til grundvallar ákvörðunum löGREGLumál Sólveig Pétursdótt- ir, dómsmálaráðherra, segir al- farið í höndum lögreglu hvernig staðið var að upplýsingagjöf vegna öryggisráðstafana á Natófundinum í síðustu viku. „Þetta eru bara nokkrir einstak- lingar sem ekki fengu aðgang að fundarsvæðinu eða öðrum stöð; um sem fundurinn tengdist. í VILLTU VINNA SJÁLFSTÆTT. Laus störf. Snyrtifræðingur, förðunarfræðingur, naglafræðingur, fótaaðgerðar- fræðingur og aðstoðardama. Við erum stofa sem er miðsvæðis. Umsóknum skal skilast til blaðsins merkt tækifæri 2002. hópnum voru bæði íslenskir og erlendir rík- isborgarar. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ákvarð- anir lögreglu byggðu hvorki á fordómum né rasisma. Þá byggðu þær ekki heldur á upplýsingum sem safnað hefur verið með ólögmætum hætti. Lögreglan heldur skrár sem skýrlega eru tilgreindar í lögum og reglu- gerðum. Meðal annars lágu upp- lýsingar úr þeim skrám til SÓLVEIG PÉT- URSDÓTTIR Dómsmálaráðherra segir lögreglu hafa staðið sig með sóma i öllum örygg- isráðstöfunum varð- andi fund NATO i Reykjavík. Hún segir NATO hafa gert mikl- ar kröfur um örygg- isráðstafanir og verk- efnið eitt það stærs- ta sem lögreglan hafi fengist við. grundvallar ákvörðunum um að takmarka að- gang tiltekinna starfsmanna að öryggissvæði fundarins," sagði Sólveig og bætti við að gæta þyrfti að persónuvernd- arsjónarmiðum þessara einstak- linga. „En auð- vitað hefur hver og einn þeirra skýra heimild til að óska eftir skýringum lögreglu á hvers vegna viðkomándi hafi ekki fengið öryggisvottun vegna mótmælanna,“ bætti hún við. ■ lofthæfi hafi ekki verið virt við umsókn og útgáfu skírteinanna. Full ástæða sé til að rannsaka rækilega tildrög og útgáfu loft- hæfisskírteinanna; „svo upplýst verði um fyrrgreind brot og hverjir hafi átt þar hlut að máli.“ Allt að fimm ára fangelsi ligg- ur við brotum á loftferðarlögum. gar@frettabladid.ís INNLENT Ibúar Biskupstungnahrepps, Þingvallarsveitar og Laugar- dalshrepps munu kjósa um fjögur nöfn á nýju sameinuðu sveitarfé- lagi samhliða sveitarstjórnarkosn- ingunum þann 25. maí. Nöfnin sem kosið verður um eru Gull- fossbyggð, Þingvallabyggð, Blá- skógabyggð og Skálholtsbyggð. Verslun KÁ á Selfossi fær nýtt nafn um mánaðamótin. í stað KÁ, Kaupfélags Árnesinga, verð- ur nafn Nóatúns tekið upp. Sam- hliða nafnabreytingunni opna bakarí og bókabúð Eymundsson- ar í búðinni. Utvarp Suðurnes, mun senda út tónlist og fréttir frá 21.- 26. maí. Útvarpsstöðin mun ein- nig taka virkan þátt í kosninga- umræðum fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Útsendingar- svæði stöðvarinnar er Reykjanes- ið og verður sent út á FM bylgju á 99,4. Víkurfréttir skýrðu frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.