Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAfclÍR*22maí iö02!
FRÉlfÁBLÁÐ'lfe1^ 1
or r
11
Innanlandsflug Flugfélags íslands:
Brottförum hefur fækkað um 10%
INNANLANDSFLUG
Flugfélag íslands flýgur tíu til tólf flug á dag.
Rauðu strikin héldu:
Aðeins
áfangasigur
rauðu strikin Framkvæmdastjórn
Starfsgreinasambands íslands
fagnar því að rauðu strikin hafi
haldið. Hún leggur hins vegar
áherslu á að aðeins sé um
áfangasigur að ræða. Þróun
gengismála eigi að gefa tilefni til
verðlækkana og því sé mikil-
vægt að verðlagseftirlit sé virkt
og aðilar vinnumarkaðarins og
almenningur þrýsti á um að hag-
stæð þróun gengisins skili sér til
neytenda.
Þá telur stjórnin tímabært að
viðskiptaráðherra og ríkisstjórn
hlutist til um afnám verðtrygg-
inga lána. ■
Flug Brottförum í inn-
anlandsflugi hjá Flugfé-
lagi íslands fækkaði um
10% frá árinu 2000 til
2001. Að sögn Árna
Gunnarssonar, mark-
aðs- og sölustjóra Flug-
félags íslands, má rekja
fækkunina til minnk-
andi eftirspurnar á
markaði. Fram hefur
komið að tap á innan-
landsflugi eru tæpir 2
milljarðar frá því flugið
var gefið laust árið 1997. Árni seg-
ir brottfarir frá árunum 1997 til
1999 hafa verið í kringum 8.500.
Árið 2000 hafi þeim fjölgað í
10.989, eða um 30%. Aukninguna
megi að einhverju leyti rekja til
þess að það ár tók Flugfélag ís-
lands yfir flug íslandsflugs til Ak-
ureyrar og Egilsstaða og yfir af-
greiðslu félagsins á öðrum leið-
um, þ.e. til Bíldudals,
Gjögurs og Sauðár-
króks.
Hjá Flugfélagi ís-
lands eru um tíu til
tólf flug á dag. Sex
ferðir til Akureyrar,
tvö til ísafjarðar á og
tvö til Egilsstaða. Árni
segir ferðum fjölgað
um helgar og sumrin
til síðastnefndu stað-
anna ef eftirspurn sé
næg. Erlendir ferða-
menn gegni lykilhlutverki í innan-
landsflugi á sumrin. „Hlutfall
þeirra er allt að 40-50% yfir sum-
armánuðina. Þeir eru mjög stór
markhópur fyrir okkur.“ ■
Vísitölur Hagstofu
Islands:
Launavísi-
tala hækkar
lítillega
efnahagsmál Launavísitalan hækk-
aði lítillega milli mars og apríl.
Hagstofa Islands reiknar út vísitöl-
una miðað við meðallaun í apríl
2002. Vísitalan er 225,4 stig og
hækkaði um 0,2% frá í mars. Vísi-
tala byggingarkostnaðar, sem gildir
fyrir júní, hefur einnig hækkað um
0,2% og er 277,4 stig, en hana reikn-
ar Hagstofan út eftir verðlagi um
miðjan maí. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 7,4%. ■
Sýklalyf á meðgöngu tengd
sjúkdómum í bömum
Sýklalyf á meðgöngu hafa verið tengd ofnæmissjúkdómum síðar á lífsleiðinni í nýrri viðamikilli
rannsókn. Ofnæmi meðal barna hér er með því mesta sem þekkist á Norðurlöndum.
Baráttan harðnar
í Hafnaríirði
Stefnir
í einvígi Sam-
fylkingar og
Sjálfstæðis-
flokks
kosningar Baráttan milli Sam-
fylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði fer harðn-
andi með hverjum degi. Sam-
kvæmt nýrri könnun á vefsvæð-
inu heimur.is er munurinn milli
framboðanna ekki marktækur. D-
listinn mælist með tæp 47% at-
kvæða, en var með 47% í síðustu
könnun, og Samfylkingin bætir
við sig tæpu prósentustigi og fer í
44%. Framsóknarflokkurinn fær
tæp 5% og Vinstri grænir eru
einnig innan við 5%. Þetta þýðir
að VG ná ekki inn manni og fram-
sókn tapar sínum. ■
heilbrigðismál Ný rannsókn
bendir til tengsla milli sýkla-
lyfjanotkunar á meðgöngu við
ýmsa ofnæmissjúkdóma sem
hrjá börn síðar á lífsleiðinni.
Rannsóknin, sem unnin var við
Nottingham-háskóla í Bretlandi,
sýnir að líkur á að barn þjáist af
astma aukist um 43% hafi móðir
þess notað sýklalyf á meðgöng-
unni. Líkur á heymæði aukast
um 38% og hættan á ofnæmisút-
brotum um 11%.
Greint var frá rannsókninni í
breska blaðinu Independent on
Sunday, en hún er til kynningar
á ráðstefnu American Thoracic
Society í Atlanta í vikunni.
Rannsóknin náði til 7.500
breskra barna á síðari hluta tí-
unda áratugarins.
Niðurstöðurnar ýta undir
kenningar um að orsakir auk-
inna ofnæmissjúkdóma í börn-
um sé að finna í vestrænum lifn-
aðarháttum og lyfjanotkun. Vís-
indamennirnir vilja þó ekki full-
yrða að tengja megi ofnæmi
sýklalyfjanotkun.
Sigurður Kristjánsson, sér-
fræðingur í ofnæmissjúkdóm-
um og barnalækningum, segir
tíðni ofnæmissjúkdóma í börn-
um hér jafnast á við það sem
mest gerist á Norðurlöndunum.
í alþjóðlegri könnun sem nær til
139 landa kom fram að hérlend-
is er tíðni astma hjá 11 ára börn-
um 9%, tfðni ofnæmisexems
26,9% og 11% í frjóofnæmi.
„Það kom okkur verulega á
óvart að niðurstöðurnar hér
voru á við það sem hæst gerðist
í sambærilegri könnun í Sví-
þjóð,“ sagði hann.
Sigurður sagði margar kenn-
ingar í gangi um orsakir ofnæm-
issjúkdóma og taldi rétt að fara
varlega í að draga ályktanir af
einni rannsókn. „Börn mæðra
sem reykja eru t.a.m. með minni
lungu en börn mæðra sem ekki
reykja. Það má t.d. hugsa sér að
sýkingar á meðgöngu hafi áhrif
á lungnavöxt," sagði hann.
Guðmundur Sigurðsson, land-
læknir, segir að áður en varað
yrði frekar við sýklalyfjanotkun
á meðgöngu þyrftu að fara fram
frekari rannsóknir. Hann segir
niðurstöðurnar forvitnilegar, en
áréttar að mjög varlega sé farið
í lyfjagjöf til vanfærra kvenna.
oli@frettabladid.is
Kosningaskrifstofa Aðalstræti 9
s. 552-2600 • wwwxf.is • xf@xf.is
Hægt er að styrkja framboðið í síma 901 5101
(símtalið kostar 1.000 kr.)
Forystumenn F-listans
eru þekktir fyrir 4 1 I 'v| Ail J§ 5 LÁ í málflutningi.
Þeir láta sig varða samborgara sína og vilja réttlæti þeim til handa.
Ólafur F. Magnússon
Margrét K. Sverrisdóttir
Gísii Helgason