Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI 12 22. maí 2002 MIÐVIKUDAGUR NÆSTI STiÓRI STOKE? Bruce Grobbelar, fyrrum leikmaður Stoke City segist vera tilbúinn að gerast arftaki Guðjóns Þórðarsonar. Grobbelar hefur oft verið talinn einn skrautlegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var dæmd- ur fyrir að tapa leik viljandi. Snorri Steinn frestar atvinnumennsku: Lýkur fyrst menntaskóla handbolti Snorri Steinn Guðjóns- son, handknattleiksmaður hjá Val, hefur hafnað tilboði þýska liðsins Friesenheim. „Ég tók mér góðan tíma í að íhuga boðið en ákvað að sleppa því að svo stöddu," segir Snorri Steinn. „Tilboðið var ekki slæmt en það sem setti strik í reikn- inginn er að ég er ekki búinn með menntaskólann og vill klára hann áður en ég fer í atvinnumennsku. Ég fæ vonandi tækifæri til þess en það er ekki sjálfgefið að komast út.“ Atli Hilmarsson mun þjálfa lið Friesenheim á komandi tímabili en liðið leikur í þýsku 2. deildinni. ■ HM MOLArT Giovanni Trappatoni, landsliðs- þjálfari Ítalíu á HM í knatt- spyrnu, hefur fyrirskipað leik- mönnum að halda sig frákynlífi meðan á fyrsta hluta keppninnar stendur, eða til 13. júní. Eftir það mega þeir hitta konur sínar og kærustur en þjál- fi segir þá verða að gæta hófs í holdlegum sam- skiptum við þær. eftir var Arrigo Sacchi ráðinn í hans stað. Hann heimilaði leik- mönnum að lifa kynlífi á HM 1994, svo framarlega sem það væri á leikdegi, eftir leik. Italir töpuðu úrslitaleik gegn Brasilíu í þeirri keppni. Olíkt sumum þjálfurum sem telja kynlíf draga úr árangri leikmanna, benda rannsóknir vfs- indamanna á veg- um New Scientist til að kynlíf nótt- ina fyrir keppni geti bætt árangur fþróttamanna. Kynlíf hækki hlutfall karlkyns- hormónsins testosteróns í lík- amanum sem veldur aukinni árásargirni. Ekki fylgdi sögunni hvort kyn íþróttamannsins skipti máli í þessu samhengi. A rið 1990 XJLbannaði þá- verandi landsliðs- þjálfari ítala, Vicini, leikmönn- um sínum að stunda kynlíf meðan á HM stæði. Liðið lenti í 3. sæti og árið Noregur-ísland: A brattan að sækja fótbolti íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu mætir því norska í Bödö í Noregi í kvöld. Að sögn Atla Eðvaldssonar, landsliðs- þjálfara, er ekki vitað hvernig liðinu verður stillt upp í kvöld. Rúnar Kristins- son þurfti að draga sig út úr hópnum í gær vegna per- sónulegra mála og erfiðlega hefur gengið að fá leikmenn lausa. „Þetta er einn af þremur undirbúningsleikjum sem við fáum á þessu ári. Þetta er því tilvalið tækifæri til að skoða leikmenn," segir „Nú er tími til að sanna sig og sýna.“ Atli segir að Norðmenn muni tefla fram sínu sterkasta liði. „Þeir eru með alla sínu bestu menn en það verður bara skemmtilegra fyrir okkur að eiga við þá.“ gunnar Landsliðsþjálfarinn vildi Verðurí idk- ekki sPá ^rir um úrslit mannahópi leiksins en telur að á bratt- Noregs í kvöld. ari verði að sækja. Þetta verður í „Við þurfum að bretta 25. sinn sem Is- upp ermar og sýna hvað í land og Noreg- okkur býr. Þegar mest á urim*tfst' A reynir verða hetjurnar til.“ Leikurinn hefst klukkan Atli. 18.00 að íslenskum tíma. ■ ÍÞRÓTTIR í DAG 18.00 Sýn Heklusport. 18.00 Stöð 2 Leiðin á HM. 19.00 Sýn Golf - konungleg skemmtun. 19.00 Kópavogsvöllur Breiðablik - ÍBV. 19.00 KA-völlur Þór/KA/KS - KR. 20.00 Grindavíkurvöllur Grindavik - Stjarnan. 20.00 Hliðarendi Valur - FH. 21.00 Sýn Enski boltinn - samantekt. 22.00 Sýn Kraftasport. 22.50 Svn Heklusport. Tilkynningar sendist á ritstjorn@frettabiadid.is KR stúlkur með yfirburðalið íslandsmót kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. KR með yfirburðalið segir þjálfari kvennalandsliðsins. Þrjú lið koma þar á eftir. Fall blasir við Grindavík. Ungar stelpur að koma sterkar inn. KVENNABOLTINN BYRJAR AÐ RÚLLA KR er talið með sterkasta lið deildarinnar. Liðið hefur fengið til sín tvo mjög sterka leikmenn, systurnar Þóru B. og Ásthildi Helgadætur. fótbolti íslandsmót kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með fjórum leikjum. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennalands- liðsins, segir að mótið leggist vel í sig en telur að eitt lið eigi eftir að bera af. „Það lítur út fyrir að KR komi til með að hafa yfirburði á mótinu í ár. Það eru sjö A-landsliðskonur í liðinu og það segir allt um styrk- leika liðsins." KR stúlkur fara norður og mæta sameinuðu liði Þórs/KA/KS. „Ég tel að lið Þórs/KA/KS sé í mikilli framför og eigi eftir að koma til þegar líða fer á sumar,“ segir landsliðsþjálfarinn. Jörundur Áki þjálfaði kvenna- lið Breiðabliks í fyrra. Hann telur liðið eigi eftir að verða ofarlega í deildinni ásamt Eyjastúlkum. Lið- in mætast í kvöld. „Breiðabliksstúlkur fengu nýj- an þjálfara og með honum koma nýjar áherslur. Margrét Ólafs- dóttir gekk til liðs við þær en hún er ein besta knattspyrnukona landsins og það er mikill styrkur í henni." Vestmannaeyjaliðið hefur einn- ig gengið í gegnum breytingar frá síðustu leiktíð. Þeir fengu nýjan þjálfara og tvo sterka leikmenn. „Eyjastúlkur voru að gera ágætis hluti í fyrra en stefna að því að gera betur nú,“ segir Jör- undur. Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn. „Af þeim liðum sem ég hef séð eru Grindavíkurstúlkur með slakasta liðið. Þær fara bein- ustu leið niður,“ segir Jörundur. Hann telur Stjörnuna verða fyrir miðri deild. Jörundur Áki segir Valsstúlkur lenda í efri hluta deildarinnar en þær fá FH í heimsókn. JÖRUNDUR ÁKI SVEINSSON Landsliðsþjálfarinn telur að KR eigi eftir að hampa (slandsmeistaratitlinum en að lið Grindavíkur fallí. „Valsstúlkur hafa verið vax- andi og spiluðu ágætlega í vor. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og búa að því. Ég á von á þeim í toppbaráttunni. FH-liðið þyrfti að fá svona tvo til þrjá sterica leik- menn til að blanda sér í efri hluta deildarinnar." Að sögn Jörundar er erfitt að meta hvort deildin sé sterkari í ár. „Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma upp síðustu ár hafa verið að stimpla sig inn. Það er góður kjarni í yngri landsliðunum og stelpur sem hafa verið að spila í deildunum í nokkur ár'. Gæðin hafa verið að fara upp á við sem er mjög gott mál.“ kristjan@frettabladid.is Stjóm Stoke Gity í þjálfaraleit: Cotterill talinn líklegastur fótbolti „Þetta var erfið ákvörð- un, en við stöndum við hana,“ seg- ir Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke City, um uppsögn Guðjóns Þórðarsonar, knatt- spyrnustjóra liðsins. Líkt og kom- ið hefur fram var samningur Guð- jóns ekki endurnýjaður þótt hann kæmi liðinu upp í fyrstu deild. Samkvæmt breskum netmiðl- um hefur stjórn Stoke átt í við- ræðum við Steve Cotterill, knatt- spyrnustjóra Cheltenham, Peter Taylor, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Leicester, Ronnie Moore, knattspyrnustjóra Rother- ham, Sammy Mcllroy, þjálfara norður-írska landsliðsins, Mark Hughes-landsliðsþjálfara Wales og Steve Coppell, framkvæmda- stjóra Brentford, sem hugsanlega arftaka Guðjóns. Gunnar Þór vildi hvorki játa né neita því að stjórn- in hefði átt í viðræðum við ein- hvern af þessum mönnum. Hann segir þó að málin muni skýrast í næstu viku. Samkvæmt bresku netmiðlunum er Steve Cotterill talinn líklegasti arftaki Guðjóns. í gær lýsti Bruce Grobbelar, STEVE COTTERILL Stjóri 3. deildar liðsins Cheltenham hefur verið orðaður sem næsti þjálfari Stoke City. fyrrum leikmaður Liverpool, því yfir að hann hefði áhuga á að taka við liði Stoke City. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.