Fréttablaðið - 22.05.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 22.05.2002, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2002 MIÐVIKUDACUR SVONA ERUM VIÐ KJÖTFRAMLEIÐSLA, í TONNUM TALIÐ, Á SÍÐASTA ÁRATUC SÍÐUSTU ALDAR:* 1990 2000 Aukning Kindakjöt 9.454 9.735 2,9% Nautakjöt 2.932 3.626 23,6% Svínakjöt 2.533 4.783 88,8% Alifuglakjöt 1.520 3.051 100,7% *Tölur af vef Hagstofu islands. Vinsældir bresku ráðherranna: Brown vinsælli en Blair bretland Gordon Brown, fjár- málaráðherra, er vinsælasti ráð- herra bresku ríkisstjórnarinnar samkvæmt skoðanakönnun bres- ka blaðsins Guardian. 67% að- spurðra kváðust ánægðir með störf fjármálaráðherrans en að- eins 49% sögðust ánægð með störf Tony Blairs, forsætisráð- herra. Mikill rígur hefur verið milli þeirra síðan Blair varð for- maður Verkamannaflokksins á kostnað Browns. Samgönguráðherrann Stephen Byers nýtur ekki mikils stuðnings meðal almennings. Aðeins 18% aðspurðra kváðust sáttir við frammistöðu hans. ■ —♦— Skýrsla Sameinuðu þjóðanna: Fjórðungur spendýrateg- unda í útrým- ingarhættu umhverfismál Tæplega fjórðung- ur spendýrategunda í heiminum á það á hættu að deyja út á næstu 30 árum. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand umhverfisþátta í heiminum. Talið er að eyðilegging heimkynna dýra og flutningur tegunda á milli heimshluta séu helstu orsakavald- ar þróunarinnar. í skýrslunni kemur fram að rúmlega 11 þús- und dýra- og plöntutegundir séu nú í útrýmingarhættu, þar af rúm- lega 1000 spendýrategundir. Er það um fjórðungur allra spen- dýrategunda. Ein af hverjum átta fuglateg- undum er í útrýmingarhættu og rúmlega 5000 plöntutegundir. ■ I ERLENT I Kínversk stjórnvöld horfa til himins þessa dagana. Þau ætla sér að senda geimfar á braut umhverfis jörðu árið 2005 og mannað geimfar til tunglsins árið 2010. í framhaldi af því ætla þeir að koma sér upp varanlegri geimrannsóknarstöð á tunglinu. George W. Bush Bandaríkja- forseti ætlar ekki að draga úr refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Kúbu. Fyrst þurfi Kúbu- stjórn að „efna til frjálsra kosn- inga og hefja raunverulegar efnahagsumbætur". Stuðningur meðal Palestínu- manna við sjálfsmorðsárásir innan landamæra ísráels hefur minnkað nokkuð, eða úr 58 pró- sentum í 52 prósent sámkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. 2.461 erlendur ríkisborgari með kosningarétt: Einn af hverjum tíu á T álknafirði með erlendan ríkisborgararétt Vopnað rán á Heathrow flugvelli: 12 manns handteknir kosnincar 2.461 erlendur ríkisborg- ari er á kjörskrá fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar á laugardag en alls eru 204.923 á kjörskrá. Flestir er- lendu ríkisborgaranna á kjörskrá, 1.603, eru búsettir í Reykjavík. Það er 1,2% af heildarfjölda þeirra sem eru á kjörskrá í Reykjavík. Erlendir ríkisborgarar eru hlutfallslega flestir á kjörskrá í Tálknafirði 9,3%. Þar eru 20 kjósendur af 215 með er- lendan ríkisborgararétt. Kjósendur eru 11.291 fleiri en þeir voru við sveitarstjórnarkosn- TÁLKNAFJÖRÐUR Erlendir ríkisborgarar eru hlutfallslega flest- ir á kjörskrá á Tálknafirði. ingar fyrir fjórum árum síðan sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Fjölg- unin nemur 5,8% af kjörskrá. Kon- ur eru 103.089 talsins en karlar 101.837. 17.400 kjósendur hafa í fyrsta skipti kosningarétt í sveitarstjórn- arkosningum vegna aldurs. 1.611 ís- lenskir ríkisborgarar með lögheim- ili annars staðar á Norðurlöndum eru á kjörskrá. Kosið er í 105 sveitarfélögum. Þeim hefur fækkað um 19 á fjórum árum. Flest voru þau 229 árið 1950. ■ sakamál Tólf manns hafa verið handteknir á fimm mismundandi stöðum í Lundúnum grunaðir um að aðild að ráni á öryggisbíl með tugi milljóna króna innan- borðs. Ránið átti sér stað þánn 19. mars síðastliðinn á Heat- hrow-flugvelli. Umtalsvert magn peninga fannst við húsléit hjá þeim grunuðu. 10 hinna handteknu voru karlmenn, að því er kom fram á fréttavef Sky. Fólkið er á aldrinum 27 til 37 ára. ■ HAFNARFJÖRÐUR Kosningarnar eru óvíða meira spennandi. „Hér mun eitt atkvæði geta ráðið úrslitum," segir Lúðvík. „Mér sýnist að flokkarnir geti verið að'dansa inn og út úr bæjarstjórn með menn á kosninganótt. Það er eins gott að menn hafi sterka maga," segir Þorsteinn. Mikil spenna á lokasprettinum Utlit er fyrir mjög tvísýnar kosningar í Hafnarfirði. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stefna á meirihluta í bæjarstjórn. Framsókn og Vinstri-grænir vara við því að einn fiokkur nái meirihluta. kosnincar Sveitarstjórnarkosn- ingarnar næsta laugardag eru óvíða tvísýnni en í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkur og Samfylk- ing virðast bítast um að flokkar- nir verði með meirihluta í bæj- arstjórn að kosningunum lokn- um. Framsóknarflokkur og Vinstri-grænir eiga erfiðar upp- dráttar og eiga á hættu að ná ekki inn manni. „Ég held að menn séu raun- verulega að takast á um hvort það verði einn flokkur við völd eða fleiri," segir Þorsteinn Njálsson, oddviti Framsóknar. Þorsteinn segir Framsóknar- menn hafa gert góða hluti í meirihlutasamstarfi en ýmislegt hafi ekki náðst fram. Hann vilji leiðrétta kúrsinn og leggja meiri áherslu á velferðar- og félags- mál. „Þessar kosningar snúast um það hvort flokkarnir sem sitja núna í meirihluta fái umboð til að halda áfram þessari einka- væðingar- og sérhagsmuna- stefnu sinni eða hvort hér verði vinstrimeirihluti eftir kosning- arnar,“ segir Sigurbergur Árna- son, efsti maður á lista Vinstri- grænna. Hann segir barnaskap að líta á kosningarnar sem ein- vígi stóru flokkanna og telur Hafnfirðinga ekki hafa góða reynslu af einsflokksstjórnum. Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri og leiðtogi Sjálfstæðis- manna, segir kosningarnar snú- ast um framtíðarþróun Hafnar- fjarðar. „Nú sér fyrir endann á uppbyggingu í leikskóla og grunnskólamálum." Takast verði á við áframhaldandi uppbygg- ingu bæjarins og þróun byggðar suður með sjó. Þá verði farið í frekari eflingu þjónustu við íbúa eftir gríðarlegar fjárfestingar og uppbyggingu í grunnskóla- málum. „Það er ljóst að hér eru tvær stórar fylkingar að takast á,“ segir Lúðvík Geirsson sem leiðir Samfylkinguna. „Þær eru að takast á um grundvallaratriði." Hann segir valið standa milli þess að Sjálfstæðismenn fái að halda áfram með einkahyggju, einkavæðingu og einkafram- kvæmdir eða hvort Samfylking- in fær umboð bæjarbúa til að snúa blaðinu við. Taka verði fjármálastjórn fastari tökum og beygja af braut einkafram- kvæmda sem engu skili nema handfylli af greiðsluseðlum. brynjolfur@frettabladid.is Landsvirkjun: Stjórncirfundur verður í vikunni stóriðja Pétur Jónsson, stjórnar- maður í Landsvirkjun, segir að stjórnin muni að öllum líkindum verða kölluð saman í byrjun þessar- ar viku. Ræða þurfi stöðuna varð- andi virkjun á Austurlandi og sölu á raforku til álvers í tengslum við við- ræður stjórnvalda og bandaríska álfyrirtækisins Alcoa. Þrýstingur er á viðræðunefnd að fá Alcoa form- lega að samningaborði fyrir 24. maí svo Landsvirkjun geti klárað nauð- PÉTUR JÓNSSON Pólitíkin á heima á Alþingi. synleg útboð. Pétur segir að hægt sé að blása upp pólitísku moldviðri í stjórn Landsvirkjunar vegna virkjana. Hann telur þó að slíkur málflutning- ur eigi ekki heima þar. Landsvirkjun starfi samkvæmt lögum, reisi og reki vissar virkjanir og leggi virkj- unarkosti fyrir iðnaðarráðuneytið. Hann segir að pólitíkin eigi heima á Alþingi. Ef fulltrúar Reykjavíkurborgar eru á móti þessum rekstri ber þeim frekar að selja en að andæfa í stjórn. Skylda stjórnarmanna er að vinna skynsamlega að virkjunarmálum í landinu samkvæmt lögum og vilja Alþingis. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.