Fréttablaðið - 22.05.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 22.05.2002, Síða 10
I III 1 I ABl ADID 10 FRETTABLAÐJÐ , 22. maí 2Q02 MIÐVIKUDAGUR Inn og út úr hvalveiðiráðinu Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ATHUCASEMD Röng fullyrðing Björn Bjarnason skrifar: _ Ifrétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er að finna fullyrðingu frá Magnúsi Stefánssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem á ekki við rök að styðjast. Hann segir mig hafa ritað undir viljayfirlýsingu um menningarhús, sem ekki sé papp- írsins virði. Ég hef ekki ritað undir neina slíka yfirlýsingu. Ríkisstjórn- in gaf hins vegar yfirlýsingu um menningarhús og var hún kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabú- staðnum á sínum tíma af fjórum ráðherrum, tveimur frá hvorum stórnarflokkanna. Unnið hefur ver- ið í samræmi við hana síðan. Ég undrast, að Magnús Stefánsson og aðrir framsóknarmenn skuli gagn- rýna okkur sjálfstæðismenn fyrir þessa viljayfirlýsingu Jóns Krist- jánssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Við komum hvergi að henni, en hún hefur að mati Jóns verið oftúlkuð af R-listanum og Ingibjörgu Sólrúnu auk þess sem Jón hefur viðurkennt, að hann hafi ekki farið rétt að á vettvangi ríkis- stjórnarinnar, og harmar, að R-list- inn hafi dregið sig í kosningabarátt- una hér í Reykjavík með þessum hætti. Það er verið að hengja bak- ara fyrir smið að skella skuld vegna þessa máls á Sjálfstæðisflokkinn - hér er um vanda R-listans að ræða og forystumenn þar virðast hafa af því litlar áhyggjur að gera hlut framsóknarmanna sem minnstan. ■ 1991 Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins er haldinn í Reykjavík. Hval- veiðar í atvinnuskyni lögðust af haustið 1985. Haustið 1989 voru síðustu sandreyðarnar veiddar hér við land. Það ár lauk hval- veiðum í vísindaskyni. Á árs- fundinum er greinilegt að rök ís- lendinga um veiðar út frá stofn- stærð eiga lítinn hljómgrunn. Meira ber á umræðu um veiðiað- ferðir. Þolinmæði íslendinga gagnvart ráðinu er á þrotum. í nóvemberlok skilar nefnd sem Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, skipaði, niðurstöðu. Niðurstaða hennar er að ísland eigi að segja sig úr hvalveiðiráð- inu. 1992 Ákvörðun um úrsögn úr hval- veiðiráðinu er tekin á síðasta rík- isstjórnarfundi ársins 1991. Ákvörðunin tekur gildi 30. júní. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir að í stofnsáttmála hvalveiðiráðsins sé með skýrum hætti kveðið á um það að ráðið eigi að stuðla að verndun og nýt- ingu hvalastofna. Ráðið hafi hins vegar smám saman verið að breytast í hreinræktuð verndun- arsamtök. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að tillögur um veið- ar sem hafi verið samþykktar af vísindanefnd ráðsins hafi ekki fengist ræddar í ráðinu. Þann 30. júní gengur ísland úr hvalveiði- ráðinu. Japan sem keypti hvalaaf- ................. ......Eoi.s.ag.a. Islendingar reyndu á ný að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið. Þeim var nú, eins og fyrir ári, meinuð innganga. Islendingar höfðu fengið sig fullsadda á ráðinu þegar þeir sögðu sig úr þvi. Fljótlega fór þó að bera á efasemdarröddum um þá ákvörðun. urðir íslendinga er ennþá í ráðinu. Japönsk lög kveða á um að ein- ungis megi kaupa hvalaafurðir af ríkjum sem eigi sæti í Alþjóða hvalveiðiráðinu. 1994 Bera fór á efasemdarröddum um að úrsögn úr ráðinu hefði verið skynsamleg. Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, sagð- ist hafa sannfærst um það eftir samtöl við japanska ráðamenn að rétt væri að ganga í hvalveiðiráð- JÓNAS SKRIFAR: Moby Dick sleppur enn Barátta íslendinga fyrir hvalveiðum er farin að minna á þráhyggju Ahab skipstjóra, sem elti hval- inn Moby Dick árangurslaust um heimshöfin. Söguhetja rithöfundarins Herman Melville tapaði alltaf bardögunum og alltaf tapar ísland í baráttu sinni við að hefja hvalveiðar að nýju. Síðustu misserin hefur slagurinn einkennzt af tilraunum til að komast að nýju í Alþjóða hvalveiði- ráðið, sem við yfirgáfum í fússi fyrir áratug. Við getum ekki hafið hvalveiðar án aðildar, því að hún er eina leiðin til að selja afurðirnar. Japanir mega ekki kaupa hvalkjöt af ríkjum utan ráðsins. Á fundi ráðsins í Japan var hafnað með fimm at- kvæða meirihluta að taka umsókn íslands á dag- skrá, þar sem hún væri sama umsóknin og felld hafði verið í fyrra. Þetta kom áheyrnarfulltrúum íslands í opna skjöldu, enda höfðu þeir gert sér rangar hugmyndir um afstöðu ríkja. Sex ný ríki eru komin í ráðið síðan í fyrra og þar af fjögur, sem Japan hefur keypt til fylgis við hval- veiðar. Þetta dugði íslendingum ekki, því að stór- veldin með Bandaríkin í broddi fylkingar eru al- gerlega andvíg hvalveiðum og beittu sér gegn lög- fræðilegri þrætubókarlist íslendinga. Við þessu eiga ráðamenn okkar engin svör nema reiðina. Hún beinist einkum að sænskum stjórn- völdum, því að sænskur formaður ráðsins fylgdi bandarískum ráðum um fundarsköp. Vandséð er þó, að sjávarútvegsráðherra íslands geti fram- kvæmt hótanir um að hefna sín á Svíum. ísland er ekkert stórveldi, sem getur ráðskazt með hagsmuni Svíþjóðar. Tilraunir til slíks munu þvert á móti koma okkur í koll á öðrum sviðum, því að við þurfum mjög á Svíum að halda til að gæta hagsmuna okkar í Evrópusambandinu. Hótanir Árna Mathiesen eru því marklausar með öllu. Vandi okkar er sá, að ríku þjóðirnar í heiminum, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, eru alger- lega andvígar hvalveiðum, fyrst og fremst af til- finningalegum ástæðum. Hvalurinn Moby Dick er „ Bandaríski fulltrúinn í ráðinu kvað þó fast að orði um röksemdir Islendinga og fapana um, að hvalur étifisk frá mönnum. Hann sagði þetta vera bull til að draga athygli frá ofveiði áfiski. “ ein ástsælasta sagnapersóna heimsins og heldur verndarhendi yfir allri ættkvísl sinni. Við tökum raunar þátt í vestrænu dálæti á hvöl- um. íslenzk sveitarfélög keppast um að fá að hafa háhyrninginn Keikó. Hvalaskoðun er orðin svo mikilvæg atvinnugrein, að hugsanlegar tekjur af hvalveiðum yrðu aðeins skiptimynt til samanburð- ar. Við sitjum báðum megin borðsins. Tilfinningar Vesturlandabúa nægja einar til að hindra hvalveiðar okkar, hvað sem öllum rökum líóur. Bandaríski fulltrúinn í ráðinu kvað þó fast að orði um röksemdir íslendinga og Japana um, að hvalur éti fisk frá mönnum. Hann sagði þetta vera bull til að draga athygli frá ofveiði á fiski. Nú er úr vöndu að ráða. Japanir hafa ekki fé til að kaupa fleiri smáríki í hvalveiðiráðið. Til að kom- ast í ráðið verðum við að falla alveg frá fyrirvör- um, sem meirihluti aðildarríkjanna hafnar. Síðan geta fulltrúar íslands reynt að byrja á nýjum núll- punkti og hefja jn'ætubók innan ráðsins. Eitt er ljóst. Island mun áfram berja höfðinu við steininn eins og Ahab skipstjóri. Þráhyggjan er hornsteinn hugsunar okkar eins og hans. Áfram verður fé og orku eytt í vonlausar tilraunir til að tefla málum í þá stöðu, að við getum hafið hval- veiðar og farið að selja hvalkjöt að nýju. Á sama tíma munum við halda áfram að auka tekjur okkar af ást Vesturlandabúa á hvölum. Við munum rækta hina meiri hagsmuni meðan við náum ekki fram hinum minni hagsmunum. Jónas Kristjánsson ^ Alveg einstalce y°rtilboð! j 'ftÍ fiámaverA: Cámaverð: 5.900 kr. Gámaverð: 3.990 kr. Höftim fengið gám af Ijósum á hreint ótrúlegu verði... ...og þú ert boðin(n) í Cámaveislu á gámaverði: 14Mkr. Gámaverð: 1.990 kr. Gámaveislan nær líka til: Mosraf Mosfellsbœ, Rafbúðin Álfaskeiði Hafnarfirði, Geisli Vestmannaeyjum, Rofþjónusta Slgurdórs Akranesi, Reynir Ólafsson Keflavík. Fossraf Selfossi, Lónlð Höfn, Sveinn Guömundsson Egilsstöðum, Kaupfólag Vopnflröinga, Johan Rönning Akureyn, Öryggi Húsavík, Rafbær Siglufiröi, Rafsjá Sauðarkrók, Kaupfélagið Hvammstanga, Rafalda Neskaupstað, Straumur ísafirði, Blómsturvellir Hellissandi, Guöni E. Hallgríms Grundarfiröi. Kaupfélagið Blönduósi, Húslð Gríndavík. Rafkaup Ljós & Lampar “ Ármúla 24 Sími 585 28 00 ið að nýju. Fleiri tóku í sama streng. Meðal annarra Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar, sem vildi inngöngu með fyrirvara um að við ætluðum að hefja hvalveiðar á grundvelli vísindalegra raka. 2001 íslendingar vilja ganga á ný inn í hvalveiðiráðið með fyrirvara um hvalveiðibannið sem er í gildi. Hvalveiðiráðið hafnar aðild ís- lendinga. ■ ORÐRETT ANNARRA KÖNNUR Sem ráðherra og þingmaður hef ég að sjálfsögðu haft áhuga á að sinna málefnum aldraðra. Björn Bjarnason. Morgunblaðið 19. maí „BEEN THERE, DONE THAT" Ég er ekki á leið í þingframboð að ári, ef það er spurning- in sem undir liggur. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Morgunblaðið, 19. maí BABÚ, BABÚ Þá var heilbrigðis- ráðherra fenginn til að bjarga málunum. Inga Jóna Þórðar- dóttir. Fréttablaðið, 21. maí LOKSINS EITTHVERT FJÖR Sú lítilsvirðing sem sjálfstæðis- menn hafa sýnt heilbrigðisráð- herra verður ekki liðin. Cuðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur og framsóknarmaður. Hrifla.is ALMENNIR MANNASIÐIR í HÚSI DAVÍÐS Mér dettur í hug hvort menn ætlist til að Jón hegði sér á ríkis- stjórnarfundum eins og sveita- konan sem var sífellt að afsaka bakkelsið sem hún bar gestum. „Fyrirgefið þið, fyrirgefið þið þetta meðlæti ef meðlæti skyldi kalla. Já, afsakið mig, já ef mig skyldi kalla!" Birgir Guðmundsson, fyrrverandi frétta- stjóri DV, um viljayfirlýsingu heilbrigðis- ráðherra. Silfur Egils, vefsíða, 20. maí OG VIÐ ERUM LÍKA FLEST Á ÞVÍ AÐ JÖRÐIN SÉ HNÖTTÓTT Að mínu mati erum við ekki aðilar að Alþjóða hvalveiði- ráðinu Gunnar G. Schram, prófessor. Fréttablaðið, 21. maí ÞJÓÐRÉTTARLEGAR OG LÖG- FRÆÐILEGAR BOÐFLENNUR Út frá lögfræðilegu sjónarhorni og þjóðréttarlegu þá eru ríki ekki aðilar ið alþjóðastofnunum þó þau sjálf kjósi. Gunnar G. Schram, prófessor. Fréttablaðið, 21. maí MARTRÖÐ GAGNRÝNANDANS En vandræði undirritaðs hófust fyrst fyrir alvöru þegar upp rann sú erfiða skylda að reyna að finna eitthvað aðfinnsluhæft við flutning stjörnunnar. Ríkharður Örn Pálsson um tónleika June Anderson á Listahátíð. Morgunblaðið, 21. maí. VERÐUR SÍFELLT MEIRA SEXÝ Kjörþokki Björns hefur vaxið til muna frá því að kosningabarátt- an hófst og er líklegt að það sé að skila sér í „eðlilegu" hlutfalli kvenna í hópi kjósenda flokksins. Ásgeir Friðgeirsson greinir kosninga- baráttuna í pistli á Pressunni sem birtist á strik.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.