Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 14
14 22. maí Í0Ó2' MIÐVlKÚb'AdÚR ?: FRÉ'ffÁ'BLAÐliÍ)1'5 HASKOLABIO MS4T6tr,l • iiMI S;0 I<)I9 « STÆRiTÁ S^HIHGARTjALD LAHDSIMS c ; Sýnd kl. 8 og 10.15 [JÖHN Q kL 10.15 I Sýnd kl. 5 og 9 BEAUTIFUL MIND kl.5| [MULHOLLAND DRÍVE kl. 7J0 o* 1015] FILMUNDUR SCORPION KINC kL 51 Iles diaboliques kLsl [lSÖLD m/íslensku tali 5mfíRfíV BIO THX sfMI 564 0000 ALFA&AKKA Ú SAMl1 lb): 4,9i\dírjáls búnaöjui www.hand ,y< . . Málning fyr/rallá Farveland Farveland’ I V*Q ROOV*11 MALARiNN J&Æ Bæiarlind 2 • Kópavoqi« Sim»: 581 3500 Nauticalia 4- aðstoö sem hentar öllum börnum. Mikilvaeg m.a. við athyglisbresti, misþroska, ofvirkni, tourette og sértækum námsörðugleikum. um- sagnir og netverð á ofvirkni- bókin.is Pöntunarsími: 895-0300 KVIKMYNDIR Afhverju lengri? Eg hugsa að það séu fleiri á þeirri skoðun að kvikmyndin „Apocalypse Now“ sé meistara- verk en hafa í raun séð hana. Þannig var það a.m.k. í mínu til- felli. Af einhverjum ástæðum hafði ég aldrei tælt hana með mér heim á öllum mínum vídeóleigu- ferli þó svo að „ég vissi“ að þarna væri meistaraverk á ferð. Þannig að þegar ég sá nýju út- gáfuna í bíó á dögunum var ég að upplifa alla heildina í fyrsta skipt- ið. Öll myndgæði endurbætt, auk þess sem rúmlega 50 mínútum var þær 150 sem nú þegar voru til staðar. Um leið og ég fékk grun minn staðfestan, að þarna væri snilld- arverk á ferð, óska ég þess í dag að hafa séð myndina í fyrsta skiptið í sinni upprunalegu mynd. Þessi nýja útgáfa ber lengd sína frekar illa. Ég spurði félaga minn, sem dró mig með í þeirri von að AFOCALYPSE NOW REDUXE: ________ „frelsa mig“ með þessu meistara- verki, hvaða atriði hefðu verið ný. Mér virðist sem flest þau atriði sem upprunalega voru klippt út, en fá nú að fljóta með, þjóni sög- unni afar lítið og séu meira til þess að vekja áhorfandann til um- hugsunar á tilgangsleysi Víet- namstríðsins. Eitthvað sem flestir gera sér grein fyrir í dag. Semsagt, frábær mynd en end- urútgáfan ætti aðeins að höfða til þeirra sem eru harðir aðdáendur myndarinnar. Fyrir okkur hin sem upplifum hana ferska er þetta fremur þungur, langur hníf- ur. Birgir örn Steinarsson Skútur, margar gerðir. Fjafavörur úr kopar. Hagstætt verð. Fiskislóð 26 Stuiiaugur Jónsson & Co. ehf. S: 551 -4680 www.sturlaugur.is • sturlaugur@sturlaugur.is Kennarar og foreldrar Beyonce Knowles, ein söng- kona tríósins Destiny’s Child, ætlar að opinbera fyrstu sólósmáskífu sína á Netinu. Lagið heitir „Work it Out“ og verður að finna í kvikmyndinni „Goldmember", þriðju myndinni um kyntröllið Austin Powers. Hún fer einnig með hlutverk njósnarans Foxy Cleopatra í myndinni. Laginu verður hleypt á Netið á AOL dagana 23. - 24. maí. Hljómsveitin REM gerir þó örlítið betur en Beyonce því á heimasíðu þeirra www.remhq.com fæst gefins heil breiðskífa. Um er að ræða end- urhljóðblandanir af síðustu plötu þeirra „Reveal" og plötuumslag sem hægt er að sækja. Michael Stipe, söngvari REM kallar þetta gjöf til aðdáenda og full- yrðir að platan verði hvergi seld í plötubúðum. Nú er vinnsla hafin á fjórðu kvikmyndinni um Indiana Jones. Framleiðendur lentu þó í undarlegri stöðu á dögunum þegar þeir hófust handa við að grafa sig inn í leikmunageymsl- una. Þannig var mál með vexti að þeir fundu engar svipur því þær hafa flestar verið gefnar til uppboða sem safna peningum til góðgerðarmála. Verður Indiana þá svipulaus í næstu mynd? TÓNLIST Mohy d niðurleid Elsku besti Moby. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að til- kynna þér það að eintakið sem þú sendir mér af nýjustu plötu þinni, „18“, er því miður ónýtt. Ég veit það vel að þú átt vel- gengni síðustu plötu þinnar, „Play“, að þakka hversu vel gekk að selja lögin í auglýsingar. Enda var sú plata melódísk og þar af leiðandi skemmtileg til- breyting frá þeirri raftónlist sem var í gangi. Hún smellpass- aði því í það að selja bíla og jogginggalla. En hefði ekki verið gáfulegra núna að forðast það að „klóna“ síðustu plötu? Þú hefðir a.m.k. getað notað önnur hljóm- borðshljóð en þú notar í vinsæl- ustu lögum þínum, er það ekki ? Ef þig langar svona til að semja auglýsingarstef afhverju færðu þér þá ekki vinnu á næstu aug- lýsingaskrifstofu? Ég skal jafn- vel mæla með þér. MOBV:____________;_____________18 Jú, jú ég hafði svolítið gaman af þremur lögum, „Jam for the Ladies", „We are all made of stars“ og seinna lagið sem Sinead O’Connor syngur „Harbour". Öll hin 15 voru það gerilsneidd af allri sköpunar- gleði að ég tók diskinn úr spilar- anum í bræðingskasti og notaði hana sem skotskífu þegar ég prufaði nýja haglarann minn! P.s. Elsku kallinn minn, spar- aðu þér eintakið næst! Birgir örn Steinarsson FRÉTTIR AF FÓLKI Búið er að læsa mörgum geisladiskum þannig að ómögulegt er að spila þá á tölvum. Fyrsti læsti íslenski diskurinn er „Eldhúspartí FM957“. Nú er þó hægt með auðveldum leiðum að komast fram hjá lásunum. Er hægt að læsa diskum endanlega? tónlist „Lásinn virkar þannig að geisladrifið sér ekki diskinn," útskýrir Eiður Arnarsson, út- gáfustjóri Spors, en nýjasta út- gáfa þeirra „Eldhúspartí FM957“ er læst tölvum. „Það er ekki góð hugmynd að setja svona disk í drifið þitt, því hann er ekki fyrir tölvur." Forritið sem er búið að koma fyrir á disknum kemur einnig í veg fyr- ir að hægt sé að fjölfalda, eða „brenna”, diskinn. Þetta er vissulega ókostur fyrir þá sem ef til vill nota tölv- ur sínar sem geislaspilara, hvort það er í vinnu eða heima í stofu. „Við höfum mætt því þannig að hver sem kaupir plötuna, sem er varin, getur sótt allt innihald hennar og hlustað á það á Net- inu.“ Þannig fær kaupandinn níu stafa kóða í bæklingi plötunnar sem hann svo notar til að nálgast lögin á heimasíðu Skífunnar. Skjölin eru í dulkóðuðum wma (Windows Media Audio) skjölum sem aðeins er hægt að leika í sömu tölvu og þau eru sótt í. Þessi þjónusta á þó aðeins við ís- lensku diskanna, en erlendu út- gefendurnir hafa ekki enn kom- ið upp slíku kerfi þó að flestar nýjar útgáfur þeirra séu læstar. Skífan er fyrst evrópskra út- gáfufyrirtækja til að bjóða kaupendum upp á þjónustuna. Erlendar fréttastofur hafa þegar greint frá einfaldri lausn ELDHÚSPARTÍ FM957 Sálin hans Jóns mlns er ein af þeim hljómsveitum sem á lag á fyrsta íslenska geisla- disknum sem er læstur tölvum. til þess að komast fram hjá lás diskanna. Hún felst í því að taka tússpenna og strika yfir ystu rönd geisladisksins, þar sem forritið sem geymir lásinn, er falið á disknum. „í þágu vísind- anna þá prufaði ég þetta,“ viður- kennir Eiður. „Þetta virkaði í smá stund. Sony er núna að breyta diskum sínum þannig að það er víst ekki lengur hægt að sjá hvar forritið er. Ef fólk krassar á diska sína er alltaf mikil hætta á að þeir skemmist. Hakkarar finna samt alltaf nýj- ar leiðir. En með þessu erum við að reyna að vekja fólk til um- hugsunar að það er náttúrulega að stela. Þetta bitnar ekki bara á útgefendum. Þetta er jafn vont fyrir listamenn og höfunda, það gleymist oft. Við erum ekki með þessu að reyna að stöðva ólög- lega dreifingu á Netinu, heldur minnka fjölföldun á diskum." Eiður segir að plötusala hafi farið minnkandi vegna nýrrar tækni og það megi glögglega sjá á sölu safnplatna. „Venjuleg Pottþétt-plata seldist t.d. í 5 - 6 þúsund eintökum fyrir 3 árum. Nú er hún komin í undir 3 þús- und eintök.“ biggi@frettabladid.is Lok, lok og læs eða hvað?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.