Fréttablaðið - 12.06.2002, Síða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
12. júní 2002 MIDVIKUDAGUR
Ef hægt er að yfirfæra
niðurstöður á Vísi.is á
þjóðina alla þá ætla
rúmlega 100 þúsund
manns að mótmæla
komu forseta Kína
hingað til lands.
Ætlar þú að mótmæla við
heimsókn Jiang Zemin?
Niðurstöður gærdagsins
á wvw.vísir.is
Spurning dagsins í dag:
Á að leggja Byggðastofnun niður?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
_________________
Utanríkisráðherra um viðbrögð við komu Falun Gong:
VIÐSKIPTI
Oþægilegt að standa í þessu
heimsókn „Það er mjög óþægilegt
að þurfa að standa í þessu,“ segir
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, um þá ákvörðun stjórn-
valda að meina iðkendum Falun
Gong landvist meðan á heimsókn
Jiang Zemin, forseta Kína, stend-
ur. „Við vorum algjörlega granda-
laus um að það myndu koma fleiri
hundruð manns hingað til að
heimsækja gesti okkar. Það var
mat lögreglunnar að hún gæti
ekki ábyrgst öryggi gesta okkar
ef hingað kæmu fleiri hundruð
manns. Við áttum enga kosti aðra
en að taka mið af því.“
Halldór mun funda með Zemin
ásamt Davíð Oddssyni, forsætis-
ráðherra. Aðspurður hvort mann-
réttindabrot í Kína verði gagn-
rýnd á þeim fundi segir hann um-
ræðuefni fundarins ekki liggja
fyrir. „Við höfum ekki náð saman,
ég og forsætisráðherra. Við mun-
um fara yfir fundarefnin þegar
forsætisráðherra kemur heim frá
útlöndum. Þegar ég var í Kína í
haust ræddu ég og utanríkisráð-
herrann mjög ítarlega um mann-
réttindamál. Sjálfsagt munu
mannréttindamál koma til um-
ræðu í þessari heimsókn." ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Auka verður löggæslu eða íhuga að hætta
að taka á móti opinberum gestum.
Síðasta áætlun um hagvöxt á
evrusvæðinu gerði ráð fyrir
um 0,6 prósenta hagvexti á fjórð-
ungnum. Evrópski seðlabankinn
mun hins vegar gefa út nýja
áætlun um hagvöxt seinna í vik-
unni.
Evrópski seðlabankastjórinn
Wim Duisenberg gaf til kynna
í síðustu viku að bankinn hyggð-
ist hækka vexti í kjölfar aukins
verðbólguþrýstings á evrusvæð-
inu. Vestir bankans hafa verið
óbreyttir frá nóvember. Næsti
vaxtaákvörðunarfundur evrópska
seðlabankans er þann 4. júlí en
þess er þó ekki vænst að vextir
verði hækkaðir fyrr en í
september.
Borgarbyggð:
Broskarl
felldi
Framsókn
suórnmál Jón Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður hefur ritað fimm
síðna kæru vegna vafaatkvæðis
sem dæmt var ógilt í sveitar-
stjórnarkosningunum í Borgar-
byggð. Atkvæðið var merkt Fram-
sóknarflokknum en aftast í línu
var teiknaður broskarl sem varð
til þess að atkvæðið var talið ógilt.
Jón Sveinsson telur sig hafa vissu
fyrir því að atkvæðið hafi í upp-
hafi verið dæmt gilt en þeirri
ákvörðun síðan breytt. Kosning-
arnar í Borgarbyggð stóðu tæpt
og tapaði Framsóknarflokkurinn
hlutkesti sem efnt var til vegna
þessa eina atkvæðis þar sem
broskarlinn kom við sögu. Málið
er nú til meðferðar hjá þar til
kvaddri þriggja manna nefnd en
Jón Sveinsson hefur farið fram á
að öll atkvæði verði endurtalin,
vafaatkvæði sem og önnur. ■
PYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR
Þegar hafa safnast tveir þriðju hlutar þess
fjár sem þarf til að kaupa nætursjónauka.
Fé safnað fyrir nætur-
sjónaukum:
Þrír fjórðu
hlutar fjár frá
einkaaðilum
öryggismál 24 milljónir króna
hafa safnast til kaupa á nætur-
sjónaukum í þyrlur Landhelgis-
gæslunnar. Af þeim eru 17 millj-
ónir komnar frá einkaaðilum en
sjö milljónir frá dómsmálaráðu-
neytinu. Heildarkostnaður við aö
kaupa sjónaukana og koma fyrir í
þyrlum Landhelgisgæslunnar er
áætlaður 36 milljónir króna.
Stefnt er að því að taka nætur-
sjónaukana í notkun næsta haust.
Þeir munu verða notaðir við
björgun á sjó og landi og auka
notkunarmöguleika þyrla Land-
helgisgæslunnar til muna. ■
VIÐSKIPTI |
Þýsk og bresk fyrirtæki juku
framleiðslu sína í apríl. Fram-
leiðsla í Þýskalandi jókst um 0,2
prósent en í Bretlandi nam aukn-
ingin 1,1 prósenti. Framleiðslu-
aukningin þykir gefa til kynna að
tvö stærstu hagkerfi Evrópu séu
að taka við sér eftir samdráttar-
skeið í Evrópu á síðasta ári, segir
í fréttum Búnaðarbankans.
Hrafn óskar eftir
friði og 37 milljónum
Hrafn Gunnlaugsson segir framkvæmdir á lóð sinni allar í samræmi við reglur. Hrafn vill 38
milljóna bætur frá borginni vegna tafa við byggingu vinnustofu. Lögmaður vill 12 þúsund
krónur á tímann, samtals ríflega 1.300 þúsund krónur vegna aðstoðar við Hrafn.
„En hitt er víst
að „geníal"
hugmyndir
verða stund-
um til vegna
áreitis..."
skipulagsmál Hrafn Gunnlaugs-
son vísar á bug ásökunum bygg-
ingarfulltrúans í Reykjavík um
óleyfisframkvæmdir. Hann segir
meintar óleyfilegar framkvæmd-
ir ýmist ekki á sín-
um vegum eða þá
að fyrir þeim sé
leyfi.
Lögmaður
Hrafns, Jón Stein-
ar Gunnlaugsson,
hefur krafist þess
að Reykjavíkur-
borg greiði Hrafni 36,6 milljónir
króna í bætur vegna átta ára tafa
sem orðið hafi á því að Hrafn gæti
reist vinnustofu við hús sitt. Úr-
skurðarnefnd skipulags- og bygg-
ingarmála ógilti á dögunum ný-
legt deiliskipulag á lóð Hrafns
sem ekki gerði ráð fyrir vinnu-
stofunni.
Jón Steinar segir útlagðan
kostnað Hrafns vegna vinnustofu-
málsins vera 3 milljónir króna. Að
auki hafi hann orðið af 350 þúsund
króna tekjum á mánuði sem svari
til húsaleigu fyrir sambærilegt
húsnæði. Þessi krafa nemur 33,6
milljónum.
Sjálfur krefst Jón Steinar að
borgin greiði sér 112 vinnustundir
á 12 þúsund krónur stundina, sam-
tals 1.344 þúsund krónur, vegna
þjónustunnar við Hrafn.
ítarleg svör Hrafns við ávirð-
ingum byggingarfulltrúans voru
send 6. maí sl.
Hrafn segir m.a. um kjallara
LAUGARNESTANGI 65
„Ég vil búa hér í friði við geistleg og veraldleg yfirvöld og vil leggja mig fram um að gera þeim til hæfis og hafa í heiðri ábendingar
þeirra," segir Hrafn Gunnlaugsson
undir bryggjuverönd að veröndin
hafi ekkert breyst frá því hún var
samþykkt fyrir fimm árum. Þá
hafi bryggjuskáli ofan á verönd-
inni verið samþykktur í borgar-
ráði í september 2000.
Þá segir Hrafn að aðeins hluti
umdeildra grjót- og moldarhóla
utan lóðarmarka séu þar að hans
undirlagi. Suma hólana hafi ná-
grannar hans gert. Hann segir
jarðveginn og grjótið hafa fallið
til vegna vinnu borgarinnar á
svæðinu. Verktakinn hafi leitað
hjá honum ráða um það hvað ætti
að gera við efnið. Hann viti ekki
hvort verktakinn hafi síðar rætt
málið við yfirvöld. „En hitt er víst
að „geníal" hugmyndir verða
stundum til vegna áreitis..." segir
kvikmyndaleikstjórinn.
Hrafn bendir ennfremur á að
skipulag geri ekki ráð fyrir af-
mörkun lóða í Laugarnesi. „Mér
sýnist að allir íbúar hafa skilið
þetta svo að lóðarmörk og frjálst
land ættu að renna saman,“ segir
hann.
Að sögn Hrafns ollu fram-
kvæmdir á vegum borgarinnar
uppþornun á Laugarnesi. Með
tjörnum sem hann hafi gert sé
reynt að færa hlutina í uppruna-
legt horf og koma fuglalífi til
bjargar.
„Eg vil búa hér í friði við geist-
leg og veraldleg yfirvöld og vil
leggja mig fram um að gera þeim
til hæfis og hafa í heiðri ábending-
ar þeirra," segir Hrafn Gunn-
laugsson.
gar@frettabladid.is
Iðnaðarráðherra undrast ummæli Guðjóns Guðmundssonar:
Ummælin sérkennileg
og koma á óvart
bygcðastofnun „Mér finnst þetta
allt frekar sérkennilegt. Ummæli
Guðjóns Guðmundssonar, vara-
formanns stjórnar Byggðastofn-
unar, koma mér á óvart en ég tel
rétt að hafa ekki mörg orð um þau
að sinni. Ég hef ekki hugsað mér
að eiga frumkvæði að samtölum
við Guðjón um þessi ummæli,"
sagói Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra. Valgerður vísar
þarna til traustsyfirlýsingar sem
Guðjón gaf á störf forstjóra
Byggðastofnunar í blaðinu í gær.
Valgerður segist ekki túlka álykt-
un oddvita framboða í sveitar-
stjórn Skagafjarðar sem gagnrýni
á sig. „Þeir telja sig hafa ákveðn-
um skyldum að gegna gagnvart
byggðarlaginu og ég veit að vilji
þeirra er góður. Það er hins vegar
frekar óvanalegt að þverpólitísk
samstaða myndist um að hafa af-
skipti af viðkvæmum málum eins
og deilan um Byggðastofnun er.
Þetta er orðinn ansi harður linút-
ur. Hins vegar læt ég ummæli
sem fallið hafa, ekki hafa áhrif á
þann metnað sem ég hef til þess
að leysa deiluna og það fyrir árs-
fund Byggðastofnunar á ísafirði
21. júní,“ sagði iðnaðarráðherra. ■
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Ætlar ekki að leita eftir skýringum vara-
formanns stjórnar Byggðastofnunar.
INNLENT
Talsvert magn ammoníaks lak
út í kælikerfi fiskvinnslunnar
íslandssögu á Suðureyri á mánu-
dag bæði í fljótandi og loft-
kenndu formi. Lokað var fyrir
kerfið og slökkviliðsmaður
íklæddur eiturefnagalla loftræsti
húsið með reykblásurum og
spúlaði gólfið. Verkið tók alls
þrjá tíma og þurfti að rýma hluta
hússins vegna þess mikla fnyks
er stóð af ammoníakinu. BB sagði
frá.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja
hefur veitt fyrirtækinu
Laugafiski hf. í Innri Njarðvík
áminningu fyrir ítrekuð brot á
starfsleyfi fyrirtækisins. Fyrir-
tækinu er gefinn frestur til úr-
bóta til 25. júní næstkomandi eða
eiga á hættu að starfsleyfið verði
afturkallað. Víkurfréttir skýrðu
frá því að íbúar í Innri Njarðvík
væru orðnir langþreyttir á mikl-
urn óþef sem leggur frá starf-
semi fyrirtækisins.