Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hver er uppáhaldsveitinga- staðurinn þinn? Ég held mest upp á Ítalíu og fer oftast þangað. En besti maturinn er samt hjá mömmu. Tinna Hauksdóttir * náms- og knattspyrnumaður ÓSKAR ÞÓR- MUNDSSON Dómsmála- Dómsmálaráðuneytið: Sendum fólk- ið heim sem fyrst HEIMSÓKN Liðsmenn Falun Gong- hreyfingarinnar verða sendir heim eins fljótt og auðið er, segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmála- og lög- gæsluskrifstofu dómsmálaráðuneyt- isins. Hann sagði ekki ljóst hve lengi þyrfti að halda fólk- inu í Njarðvíkur- skóla og sagði ekki víst að allir sem von ráðuneytl segir var jj ( gær og ( dag tilmæli hans til ðu sencjjr ( sk61_ frettamanna umaðræða ann, sumum yrði ekki við fólkið hugsanlega bara vera eðlileg og haldið í Flugstöðinni byggja á ósk og sendir beint til baka. Fréttamönnum var ekki hleypt inn í Leifsstöð í gær og þegar fyrstu Falun Gong-liðar voru að koma í Njarðvíkurskóla beindi lögreglan þeim tilmælum til þeirra að tala ekki við fólkið. „Þetta eru eðlileg tilmæli sem við gáfum vegna þess að sumt af þessu fólki óskaði sérstaklega eft- ir því að verða ekki auðkennt," sagði Stefán í gær. Hann sagði enn vera von á mörgum liðsmönn- um Falun Gong og sagði laga- heimildir til að vísa þeim úr landi mjög skýrar. ■ þess um að „verða ekki auðkennt." Opinberar heimsóknir: Vigdís bauð Zemin árið 1995 heimsókn Heimsókn Jiangs Zem- ins, forseta Kína, á rætur sínar að rekja til opinberrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttuir, þáver- andi forseta íslands, ! til Kína árið 1995. Sverrir Haukur i Gunnlaugsson, ráðu- 1 neytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, segir ákvörðun um að bjóða I þjóðarleiðtogum til landsins tekna af for- seta íslands og ríkis- stjórn. Boðin séu yfir- leitt gagnkvæm, þannig að þegar for- seta íslands sé boðið í opinbera heimsókn, þá bjóði hann eðlilega viðkomandi þjóðhöfðingja á móti. Þetta sé lið- ur í eðlilegum samskiptum, menn- ingarlegum og viðskiptalegum. ■ I HEIMSÓKN | VIGDÍS Heimsókn hennar til Kína á sín- um tíma var nokkuð um- deild. Bann íslenskra stjórnvalda við inngöngu liðsmanna Falun Gong í landið byggir á 10. grein laga um eftirlit peð útlendingum frá árinu 1965. í henni segir með- al annars að meina megi útlend- ingi landgöngu ef ætla megi „að hann sé kominn hingað til starfa eða athafna, sem eru ólöglegar, ósæmilegar eða hættulegar hags- munum ríkis eða almennings ...“. FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2002 MIÐVIKUPAGUR Logreglan á Keflavíkurflugvelli í pattstöðu: Fólkið vildi ekki úr landi heimsókn Tæplega 70 félagsmenn Falun Gong voru í haldi lögregl- unnar í Keflavík síðdegis í gær. 26 komu með flugvél frá Boston um morguninn. Þar var um ríkisborg- ara frá Kína, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum að ræða. Sá hópur var fluttur í Njarðvíkurskóla. Um 40 manns komu síðan með Kaup- mannahafnarvélinni sem lenti um tólf á hádegi. Þar voru á ferð rík- isborgarar Tævan. Þeim var hald- ið í Leifsstöð. Ætlunin var að senda hópinn strax til baka, eða eins fljótt og sætarými leyfði. Enginn vildi hins vegar láta snúa sér til baka og sagði Óskar Þórmundsson, yfir- lögregluþjónn á Keflavíkurflug- velli, því hálfgerða pattstöðu hafa komið upp. „Það er ekki um annað að ræða en að beita fólk valdi eða láta það vera,“ sagði hann og sagði ekki VIÐ LEIFSSTÖÐ Tæplega 40 tævanskir félagar í Falung Gong komu til landsins með þessari flugvél I gær. hafa komið til greina að velja fyrrnefnda kostinn. Hann sagði lögreglu framfylgja skipunum ut- anríkis- og dómsmálaráðuneytis- ins og átti von á því að fulltrúar þeirra væru að funda um málið til að finna á því lausn. Óskar sagði hugsanlega örfáa félagsmenn hafa komið með síð- degisvélunum og hann átti von á fleirum í dag, einkum frá Frank- furt. Hann sagði þó ómögulegt að segja til um hversu margir kæmu alls, en íslensk stjórnvöld sögöu von á hundruð manna í mótmæl- Islensk stjórnvöld hafa verið heilaþvegin 26 félagsmenn Falun Gong voru fluttir í Njarðvíkurskóla í gær. Þeir undrast samskipti íslenskra stjórnvalda og kínverskra sem þeir segja dreifa óhróðri um hreyfinguna. Allir fengu bréf frá dómsmálaráðuneyti þar sem þeim var ráðlagt að hætta við ferðina. heimsókn „Við vonumst til þess að gott fólk um allan heim stígi á stokk og mótmæli meðferð leið- toga Kína á Falun Gong,“ sagði Shean Lin, vísindamaður sem var í hópi 25 liðsmanna Falun Gong sem komu frá Boston í gærmorg- un. Fólkinu, sem flutt var frá Leifsstöð í Njarðvíkurskóla um hádegisbil í gær, misbauð fram- ganga íslenskra stjórnvalda í þess garð. Hópurinn var fluttur í rútu til Njarðvíkurskóla eftir yf- irheyrslu lög- T,~4" reglu. í skólanum „Við erum hafði matsalurinn hissa á sam- Verið innsiglaður starfi íslenskra af lögreglunni og stjórnvalda við gerðar ráðstafan- harðstjórn (r til að loka fé- Kína." lagsmenn Falun —4— Gong inni. Þegar rútan var að renna í hlað falaðist Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, eftir því að ekki yrði rætt við fóíkið, en lög- reglan gerði þó ekkert til að reyna að koma í veg fyrir að fréttamenn ræddu við Falun Gong-fólkið, sem þusti til frétta- manna um leið og dyr rútunnar höfðu verið opnaðar. „Við erum mjög undrandi [á ákvörðun íslenskra stjórnvalda], okkur hefur alls staðar verið vel tekið. Við höfum tekið þátt í mót- mælum í Genf og víðar og þau hafa öll farið friðsamlega fram,“ sagði Lin. Honun hafði eins og öllum far- þegum flugvélarinnar frá Boston verið afhent bréf fra dómsmála- VIÐ NJARÐVÍKURSKÓLA Ráðstafanir íslenskra stjómvalda er ekki ætlað að hefta tjáningarfrelsi eða að koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli segir í bréfi sem allir farþegar vélarinnar frá Boston fengu afhent og þótti liðsmönnum Falung Gong nokkur mótsögn í því. ráðuneytinu þar sem sagt er að líklegt sé að mótmæli sem hundr- uð erlendra mótmælenda ætli sér að taka þátt í muni fara úr þönd- unum og valda almenningi hættu. Því megi farþegar sem ætla sér að mótmæla komu Kínaforseta til landsins eiga von á að verða ekki hleypt inn í landið. Farþegar vél- anna urðu allir að skrifa undir bréfið, áður en þeir gengu um borð. Hvorki Lin né aðrir sem Fréttablaðið ræddi við áttu von á hundruð manna til landsins og sögðu íslensk stjórnvöld vera auðtrúa í garð kínverskra. „Þau hafa verið heilaþvegin,“ sagði Lin. Honum kom einnig á óvart að algerlega virtist farið eftir útliti þegar farþegar voru stöðvaðir í landamæraeftirlitinu, allir sem litu út fyrir að vera kín- verskir hefðu verið stöðvaðir. Hvorki hann né Giordon Kwok Wah Yu, sjúkraþjálfari, kvörtuðu þó yfir meðferð lögreglu, sögðu hana hafa komið vel fram. Giordon sagðist bæði hissa og leiður yfir því að lenda í þessu á landi þar sem tjáningarfrelsi ætti að ríkja. „Við erum hissa á samstarfi íslenskra stjórnvalda við harðstjórn Kína sem brýtur mannréttindi á Falun Gong,“ sagði Lin. ■ Forseti Kína: Komst til metorða í kjölfar ijöldamorða heimsókn Jiang Zemin, forseti Kína, var kallaöur tiltölulega óþekktur til starfa aðalritara kín- verska kommúnistaflokksins árið 1989. Ástæðan var veiklyndi þá- verandi aðalritara flokkksins, Zhao Ziyang, í garð mótmæla stúdenta á Torgi hins himneska friðar. Mótmælin enduðu sem kunnugt er í fjöidamorðum. Deng Xiaoping, þáverandi forseti, hreinsaði til í flokksforystunni og það gagnaðist Zemin. Valið kom nokkuö á óvart á sínum tíma. Zemin náði hins vegar aó tryggja sig vel í sessi á þeim átta árum sem liðu þangað til Deng Xiaoping lést, og varð arftaki hans. Hann tilheyrir „þriðju kyn- slóð“ leiðtoga í Kína, er hlynntur efnahagslegum umbótum, en íhaldssamur að öðru leyti. Þegar hann var kallaður til af Xiaoping gegndi hann embætti borgar- stjóra í Sjanghæ. Sumum borgar- búum þótti hann atkvæðalítill og kölluðu hann „blómapottinn" sem er kínverskt hugtak yfir yfir- borðsmennsku. Stjórnmálaskýr- endur segja það þó berlega van- mat á manninum. Zemin er fæddur árið 1926 í borginni Yangzhou. Hann gekk í enskan skóla, lauk námi í verk- fræði og vann bæði í Rússlandi og Rúmeníu á unga aldri. Tungu- málakunnátta hans er því með ágætum og hann þykir heims- borgaralegri en margur kínversk- ur leiðtoginn. Zemin vakti heims- JIANG ZEMIN Mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðferð á pólitiskum föngum er meðal þess sem mannréttindafrömuðir vilja fá bætt úr auk þess sem þeir hafa gagnrýnt hömlur á tjáningarfrelsi og lýðræði. athygli þegar hann tók Elvis-slag- arinn Love Me Tender í karoókeí eftir kvöldmat með Fidel Ramos, forseta Filippseyja, árið 1996. ■ Skólastjóri Njarðvíkurskóla: Gat ekki annað en samþykkt að lána skólann heimsókn „Vissulega hefði ég getað sagt nei, en ég held bara að þá hefðu aðrir mér æðri tekið af skarið og sagt að við gerum þetta samt,“ sagði Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Hann var staddur við skólann til að fylgjast með hópnum sem fluttur var í skólann um hádegi. Starfsmenn sýslu- mannsins á Keflavík- urflugvelli höfðu samband við Gylfa í fyrradag og föluöust eftir húsnæði skólans fyrir Falun Gong. Hann hafði í fram- haldinu samband við Ellert Eiríksson, bæj- arstjóra í Reykjanes- bæ, og gáfu þeir sam- þykki sitt. „Eg lít á þetta sem gistiheimili," sagði Gylfi, spurður hvort að sér þætti ekki óviðkunnanlegt að hafa fólk í haldi í skólanum. Hann sagðist búast við því að allt færi vel og ró- lega fram, enda sýndist honum þetta vera afar elskulegt fólk á ferö. Stór og mikill salur skólans sem þægilegt er við að eiga sagði Gylfi telja vera helstu ástæðu þess að Njarðvíkurskóli hefði verið valinn fyrir hópinn. Jafnvel væri hægt að nota salinn til gistingar og einnig væri mötuneyti á staðnum. „Ráðu- neytið sendir allan mat en starfs- fólk okkar afgreiðir hann til fólks- ins.“ ■ GYLFI GUÐ- MUNDSSON Starfsmenn sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli höfðu samband við hann og föluð- ust eftir skól- Ungliðar: Mótmæla aðgerðum stjórnvalda HEIMSÓKN Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að meina félagsmönn- um Falun Gong um landvist á ís- landi var mótmælt í gær af ungliða- hreyfingum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylk- ingarinnar. Mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda er og harðlega mótmælt í yfirlýsingu sem Heimdailur, Sam- band ungra framsóknarmanna og Ungir jafnaðarmenn sendu frá sér. I henni segir meðal annars að það sé „óskiljanleg afstaða af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða heim leiðtoga ríkis sem virðir mannrétt- indi þegna sinna að engu, ásamt vopnuðu fylgdarliði hans, en vísa úr landi friðsömu fólki sem hingað er komið í þeim eina tilgangi að taka þátt í friðsamlegum mótmælaað- gerðum gegn mannréttindabrot- um.“ Félögin hyggjast efna til mót- mæla gegn Zemin á laugardag en vegna þess aö dagskrá heimsóknar- innar hefur ekki verið gefin út er ekki ljóst hvar mótmælin veröa. Þau verða skipulögð á opnum fundi í Húsi málarans í kvöld. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.