Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUPAGUR 12. júni 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Harma bann við einka-
dansi:
Brýtur gegn
stjórnarskrá
stjórnmál Ungir jafnaðarmenn í
Reykjavík segja ákvörðun borgar-
yfirvalda um að banna einkadansa
til marks um að verið sé að refsa
einstaklingum og fyrirtækjum
vegna gróusagna og vafasamra vís-
bendinga. Ungir jafnaðarmenn
harma þessa ákvörðun borgaryfir-
valda og segja bannið klárlega
brjóta gegn stjórnarskrárákvæð-
um um rétt manna til vinnu.
Ungir jafnaðarmenn taka þó
skýrt fram að með þessu sé félagið
ekki að leggja blessun sína yfir
vændi eða hvetja til þess að það sé
stundað. ■
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Situr fundinn fyrir hönd íslands.
Samstarfsráðherrar
Norðurlanda:
Ræða
hindranir á
flutningum
samstarf Samstarfsráðherrar
Norðurlanda funda í Tromsö í
Noregi í dag. Helsta mál fundar-
ins eru viðbrögð Norrænu ráð-
herranefndarinnar við nýlegri
skýrslu um réttindi Norðurlanda-
búa. Sú skýrsla leiðir í ljós að
ýmsar hindranir eru í vegi þeirra
sem flytja milli Norðurlanda þrátt
fyrir að samstarf ríkjanna eigi að
tryggja Norðurlanda ferða- og
flutningafrelsi.
Á fundinum munu ráðherrarn-
ir einnig ræða nýja rammaáætlun
fyrir starfsemi Norrænu ráð-
herranefndarinnar um málefni
Eystrasaltsríkjanna og grann-
svæða í Rússlandi auk mótunar
umhverfisvísa. ■
ERLENT
Indverjar hófu í gær að sigla
herskipum sínum frá Pakist-
an. Þau hafa verið í viðbragðs-
stöðu skammt út frá ströndum
Pakistan. Heldur hefur dregið
úr spennu milli ríkjanna síðustu
daga.
Æðsta ráðið í Afganistan
kom saman í gær, degi eft-
ir að til stóð. Fulltrúarnir 1.550,
sem koma hvaðanæva frá land-
inu, leggja mikla áherslu á að
sýna samstöðu. Stungið var upp
á að Hamid Karzai, leiðtogi nú-
verandi bráðabirgðastjórnar,
verði áfram leiðtogi næstu
átján mánuðina.
Mafíuforinginn John Gotti
lést á mánudaginn á fang-
elsissjúkrahúsi í Springfield í
Bandaríkjunum. Þar hafði hann
dvalist í fangelsi í tíu ár. Hann
var með krabbamein í hálsi.
Fjórir af hverjum fimm
Bandaríkjamönnum segjast
glaðir vilja gefa frelsið upp á
bátinn í skiptum fyrir öryggi.
Tveir af hverjum fimm óttast
að verða fyrir árás hryðju-
verkamanna. Meira en 70 pró-
sent eru fylgjandi því að banda-
rískir ríkisborgarar gangi með
nafnskírteini með fingraförum
sínum.
Samvörður 2002:
Æfa samhæfingu björgunarstarfa
HERCULES flutningaþyrlur
Keikó var fluttur í einni slíkri en nú mun hún þjóna sem flutningavél við æfingar Samvarð-
ar 2002.
æfing Alls munu 550 íslendingar
taka þátt í almannavarnaræfing-
unni Samvörður 2002 sem verður
haldin á íslandi 24 til 30 júní næst-
komandi. Æfingin er hluti af al-
þjóðlegu öryggis- og varnarmála-
samstarfi Atlantshafsbandalags-
ins. Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, verð-
ur framkvæmdastjóri æfingar-
innar. Landhelgisgæslan hefur
skipulagt ferlið í samvinnu við
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Um það bil 500 erlendir þátt-
takendur verða við æfingarnar.
Meðal annars mun þyrlubjörgun-
arsveit Bandaríkjahers taka þátt
og stórar flutningaþyrlur.
Markmiðið með æfingunni er
að styrkja og samhæfa aðgerðir
herja og borgaralega aðildarríkja
NATO á sviði friðargæslu og
björgunarstarfa, meðal annars í
tengslum við náttúruhamfarir.
Fjöldi sjálfboðaliða frá deild-
um Rauða krossins og Slysavarn-
arfélaginu Landsbjörgu taka þátt
og leggja björgunarsveitir til bíla,
báta, leitarhunda og fleira. ■
Lögregla finnur falsaða
seðla:
Fjórir menn í
haldi lögreglu
peningafölsun Lögreglan hefur
fjóra menn, á aldrinum 19-23 ára,
í haldi grunaða um að hafa komið
fölsuðum 5.000 króna peninga-
seðlum, sem fundist hafa á höfuð-
borgarsvæðinu að undanförnu, í
umferð. Þrír mannanna hafa verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til
föstudags.
Við húsleit í Kópavogi í gær
fannst tölvubúnaður, sem grunur
leikur á að hafi verið notaður til
að falsa peningaseðlana. Fyrsti
maðurinn var handtekinn síðasta
föstudag, tveir aðfaranótt mánu-
dags og einn í fyrrakvöld. ■
Hversu vel fylgist þú meö.
Þú missir ekki af neinu á Útvarpi Sögu 94,3
Utvc
fréttir • si
Ingvi Hrafn Jónsson
á Hrafnaþingi. Skemmtilegar og fræöandi fréttaskýringar í hádeginu.
Traustar fréttir á heila tímanum allan daginn.
UTVARP SAGA 94,3 FRETTIR, SPJALL OG SPORT