Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUPAGUR 12. júní 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Náttúruleikskólinn Krakkakot á Álftanesi: I leikskóla með hænsnum og froskum leikskólar A náttúruleikskólanum Krakkakoti á Álftanesi leika dýrin jafnt á við börnin og taka stóran þátt í uppeldi þeirra. „Tdgangur- inn er að börnin læri að bera virð- ingu fyrir dýrunum og geri sér grein fyrir að þau eru lifandi ver- ur,“ segir Erla Thomsen leikskóla- stjóri. Á leikskólanum eru heimil- isföst nokkur hænsn, tveir hanar, kanínur, naggrís, páfagaukar og froskur svo fátt eitt sé nefnt. Erla segir börnin finna sig í að annast dýrin og meðal annars sjá þau um að moka og þrífa hænsnahúsið og tína eggin. „Þau hafa afskaplega gaman af að umgangast dýrin og upplifa samfara því bæði gleði og mikla sorg þegar eitthvert þeirra deyr.“ Erla velkist ekki í vafa um að þessi þáttur í uppeldi barnanna komi þeim til góða í framtíðinni og segir að foreldrar séu afar ánægðir með dýraríkið á staðnum. „Sumir hafa spurt hvort ekki hafi gætt ofnæmis hjá börnunum en sannarlega ég hef ekki orðið þess vör. Það er eitthvert lán yfir okkur. Barnalæknar hafa nefnt það við mig í gríni hvort við gætum ekki tekið nýfædd börn. Menn eru nefnilega sannfærðir um að öll þessi ofnæmistilfelli megi rekja til þess hve steril við erum orðin. Því fyrr sem börn komast í kynni við GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Guðný er fædd og uppalin í Reykjavík. I dag er hún 86 ára gömul og segist einungis hafa búið á tveimur stöðum alla sína ævi. Dauðlangar ofan í heitu pottcina Mikil veðurblíða var í höfuðborgarinni í gær og fór hitinn upp í 22 stig. Margir lögðu leið sína í Nauthólsvík og nutu sólar. Guðný Guðjónsdótt- ir var ein þeirra en tæp sextíu ár voru liðin síðan hún steig síðast fæti í fólk Reykvíkingar fengu heldur betur gott veður í gær og mældist hitinn 22 stig um þrjúleytið. Mikil stemmning myndaðist í Nauthóls- vík sem án efa hefur fest sig í sessi meðal höfuðborgarbúa sem eftirsótt útivistarsvæði. Ungir sem aldnir nutu sólar og fengu sér sundsprett í sjónum. Blaðamaður lagði leið sína í Nauthólsvík í gær og rakst þar á Guðnýju Guðjóns- dóttur, 86 ára gamlan Reykvíking. I spjalli við Guðnýju kom í ljós að hún hafði ekki stigið fæti í Naut- hólsvík í tæp sextíu ár þegar henni var boðið að koma með kunningja- konu sinni í gær. Henni fannst um- Nauthólsvík. hverfið hafa mikið breyst og leist vel á það sem hún sá og vitnaði. „Ég kom oft hingað sem ung stúl- ka. Þá var ekkert hér nema sand- urinn og hann var svartur en ekki gulur eins og hann er núna.“ Guð- ný var sannfærð um að hún myndi koma aftur ef tækifæri byðist og bætti því við að hana dauðlangaði að fara ofan í heitu pottana. Nauthólsvíkin á sér langa sögu. Á vefsíðu ÍTR kemur fram að fólk hafi byrjaði að leita nokkru fyrir seinni heimsstyrjöld í víkina. Einkum var staðurinn nafntogað- ur á 6. áratugnum. Sjóböð lögðust hins vegar af um miðjan sjöunda áratuginn vegna skólpmengunar í Fossvogi. í sárabætur fengu Reykvíkingar afnot af „heita læknum" þar sem yfirfallsvatn frá hitaveitugeymnum á Öskjuhlíð rann í Fossvoginn. Reynslan af heita læknum var hins vegar ekki góð. í fjölmiðlum frá þessum tíma var margoft skýrt frá drukknu fólki sem baðaði sig í læknum eft- ir að dansleikjum lauk og leiddi það athæfi oft til slysa. Lögreglan í Reykjavík mæltist því til þess að Hitaveitan hætti að veita heitu vatni í lækinn. Nú er öldin önnur. kolbrun@frettabladid.is Umsókn um stöðu lektors í fornleifafræðum: Alit dómnefndar annmörkum háð fólk Álit dómnefndar á umsækj- endum um stöðu lektors í forn- leifafræði við heimspekideild Há- skóla íslands var haldið ýmsum annmörkum að mati stöðunefndar sem fjallaði um málið. Þá greindi hlutdrægni í umfjöllun nefndar- innar. Fjórir sóttu um stöðuna. Dómnefnd mat fornleifafræðing- ana dr. Margréti Hermanns-Auð- ardóttur og dr. Orra Vésteinsson hæf til stöðunnar. Þau dr. Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjáns- dóttir voru metin óhæf. Sérstaka athygli vakti umsögn nefndarinn- ar um þau Bjarna og Steinunni. Sagði þar „að það lýsi skorti á sjálfsgagnrýni og nánast dóm- greindarleysi að halda að svo hroðvirknislegt og ófullburða verk geti orðið til framdráttar um- sókn um starf í háskóla" um það að Steinunn lagði fram ófullgert handrit að doktorsritgerð sinni. Þá fá verk Bjarna neikvæða dóma og hann sakaður um ábyrgðarleysi, að hafa farið illa með almannafé við rannsóknarstörf í Kolgrafar- firði. Málið verður tekið fyrir á deildarfundi í næstu viku. ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Hlutdrægni gætti í umfjöllun dómnefndar um stöðu lektors I fomleifafræði. KRAKKAKOT Þar upplifa börnin bæði gleði og sorgir í félagsskap dýranna. dýrin og náttúruna því betra.“ Starfið á leikskólanum er ekki rakið til neinnar sérstakrar stefnu en að sögn Erlu má helst segja að sótt sé í smiðju Waldorfskólans. „Leikir barnanna eru frjálsir og þau fara mikið í búleiki, dúkkuleiki og viðgerðir. Við erum með gömul tæki sem þau fá að leika sér með s.s. gömul útvörp, tölvur og annað dót sem þau geta skrúfað og lagað að vild,“ segir Erla. ■ EFTIRLAUNASJÓÐUR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Fosshálsi 1,110 Reykjavík Sími: 575-6000. Fax: 575-6090 EFTIRLAUNASJÓÐUR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands. Fundurinn verður haldinn á Fosshálsi 1,3. hæð, fimmtudaginn 27. júní n.k. kl. 17.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa í stjórn sjóðsins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar og fjárfestingastefnu. 4. Önnur mál. Stjórnin. 002!^" akki gildir í júní 2002 I tilefni af sýningunni “Sumarhúsið og garðurinn” í íþróttamiðstöðinni að Varmá Mosfellsbæ bjóðum við eftirfarandi tilboðspakka í sumarbústaðinn: TCÍIGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi. IFÖ Calypso sturtuklefi ásamt stálbotni 80x80 ° V) Moracera hitastillt sturtutæki | o IFÖ CERA salerni með setu og einföldu skoli IFÖ CERA vegghandlaug 57x44 Morajunior blöndunartæki fyrir handlaug m. lyftit. Intra eldhúsvaskur úr stáli, 1 hólf með borði Morajunior eldhúsblöndunartæki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.