Fréttablaðið - 12.06.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 12.06.2002, Síða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 12. júní 2002 lyilÐVIKUDACUR SVONA ERUM VIÐ STÆRÐ SKÓLAÁRGANGA Nemendafjöldi í grunnskólum Reykja- víkur skólaárið 2001 til 2002 1. bekkur 1.425 2. bekkur 1.502 3. bekkur 1.536 4. bekkur 1.574 5. bekkur 1.521 6. bekkur 1.577 7, bekkur 1.465 8. bekkur 1.484 9. bekkúr 1.362 10. bekkur 1.261 Heimild: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur EITT FÓRNARLAMBA KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR Patrick McSorley er einn þeirra fjölmörgu manna, sem sakað hafa presta kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum um kynferðis- brot. Hneykslismál kaþólsku kirkjunnar: Eigendur Heiðarfjalls vilja að ríkislögreglustjóri „upþræti svikamyllu“ stjórnvalda: Kæra aðmírál og sendiherra lögreglumál Eigendur Heiðarfjalls á Langanesi hafa kært bandaríska aðmírálinn í Keflavík og sendiherra Bandaríkjanna á íslandi til Ríkis- lögreglustjóra. Landeigendurnir vilja að lög- reglan „uppræti þá svikamyllu sem viðgengst með því að bandarískum stjórnvöldum takist að fela sig á bak við íslensk stjórnvöld með því að vísa á þau, en íslensk stjórnvöld sem liður í þessu gangverki, segja á hinn bóginn að málinu sé lokið af þeirra hálfu. Menn hafa sagt að svona framkoma sé landráð," segja þeir í kærunni. Landeigendur vilja að Banda- ríkjamenn fjarlægi spilliefni og úr- HEIÐARFJALL Landeigendur óttast mengun frá úrgangi og spilliefnum Bandarlkjahers á Heiðar- fjalli. gang sem skilinn var eftir á Heiðar- fjalli þegar Bandaríkin lögðu þar niður radarstöð árið 1970. „Það er krafa okkar að lögreglan stuggi tafarlaust við Bandaríkja- mönnum í þessu máli og sjái til þess að þeir hirði eignir sínar sem eru til mikilla vandræða og tjóns á okkar eign,“ segir í kæru landeigendanna. Sama mál var kært til lögreglu árið 1993. Kærunni var þá vísað frá á þeim grundvelli að meðferð sorps- ins hefði verið í samræmi við venj- ur þess tíma. Landeigendurnir segj- ast hins vegar vera að kæra viðvar- andi ástand en ekki það hvemig sorpinu var komið fyrir á sínum tíma. ■ Hafnarfjörður: Lúðvík sest í stól bæjarstjóra sveitarstjórnir Samfylkingin tók við stjórnartaumunum í Hafnar- firði í gær á fyrsta fundur nýrr- ar bæjarstjórnar eftir kpsning- arnar í síðasta mánuði. Á fund- inum voru teknar fyrir tillögur Samfylkingar um breytingar í stjórnsýslunni, lækkun fast- eignagjalda, styrk til íþrótta- og æskulýðsstarfs 10 ára og yngri og samanburðarúttekt á fjár- málum Hafnarfjarðarbæjar. f dag tekur Lúðvík Geirsson, oddviti Samfylkingar, við lyklunun að bæjarskrifstofun- um úr hendi Magnúsar Gunn- arssonar, fráfarandi bæjar- stjóra. ■ Sharon þakklátur bandaríska þinginu Þrjátíu Palestínumenn handteknir á Vesturbakkanum. A1 Aksa, herdeildirnar segjast ætla að hætta árásum innan Israels. Boða fleiri árásir á herteknu svæðunum. Biskup segir af sér bandaríkin Kaþólskur biskup í Bandaríkjunum, J. Kendrick Williams í Kentucky, sagði af sér í gær. Hann er ásakaður um að hafa níðst á börnum kynferðislega. Þrjár kærur hafa borist á hann. Williams er þriðji biskupinn í Bandaríkjunum sem segir af sér vegna svipaðra mála, sem skekið hafa kaþólsku kirkjuna undan- farna mánuði. Að minnsta kosti 225 kaþólskir prestar hafa sömu- leiðis annað hvort sagt af sér eða verið reknir frá því hneykslismál þessi komust í hámæli í byrjun ársins. ■ STUTT Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld. Kviknaði í plastmáli á hellu. Að sögn lögreglunnar var ekki um mikinn bruna að ræða. Töluverður reykur kom aftur á móti upp í húsinu. Héraðsdómur Vestfjarða dagmdi tvítugan Vestfirðing í fangelsi fyrir sðild á Nokia farsíma og Nikon myndavél. Munina tók pilturinn á ’véitinga- staðnum Sjallanitm á ísafirði. Andvirði þýfisins er samtals 51.790 krónur. H^efileg refsing fyrir verknaðinn er aö mati Erl- ings Sigtryggssohar dómstjóra eins mánaðar fangelsi, skiíorðs- bundið í tvö ár. WASHINGTQN Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, þakkaði bandarískum þingmönnum í gær stuðninginn, sem þingið og bandarísk stjórnvöld hafa veitt ísrael. Á meðan voru ísraelskir hermenn að athafna sig í Ram- allah og víðar á Vesturbakkan- um. Þeir vörpuðu sprengjum, skutu á hús og handtóku að minnsta kosti þrjátíu Palestínu- menn. Meginmarkmið Sharons með heimsókn sinni til Bandaríkj- anna var að sjá til þess, að sjón- armið ísraelsmanna endurspegl- uðust í friðartillögum, sem Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið með í smíðum. Sér- staklega vildi Sharon fá fullvissu þess efnis, að Bush myndi ekki setja ströng tímamörk eða reyna að hraða friðarsamningum. „Við höfum náð því fram, sem við ætluðum okkur,“ sagði hátt- settur embættismaður í ísrael við fréttamann AP-fréttastof- unnar eftir að Sharon hafði átt fund með Bush á mánudaginn. Bu'Sh gagnrýndi einnig frammistöðu Jassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Hins vegar tók hann undir kröfur Sharons um að gera þurfi miklar endurbætur á stjórnstofnunum Palestínumanna. í.jær fundust tvö lik Palest- ínumanna í Hebron á Vestur- bakkanum. Mennirnir eru taldir hafa veitt ísraelsmönnum upp- lýsingar, sem urðu til þess að ísraelski herínn drap þann 22. apríl síðastliðinh Marwan Zall- oun, einn af leiðtogum A1 Áksa herdeildanna. A1 Aksa, sem eru samtök tengd Fatah, stjórnmála- hreyfingu Arafats, lýstu í gær FISKIBOLLUR 599 kr. kg Grillpinnar...! 2* kg af kartöflum fylgja með í.dag Fiskbúðin Vör, s. 587-5070 Höfðabakka 1 *SÉ VERSLAÐ FYRIR A.M.K 1.000 KR. SHARON HITTIR BIDEN Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, með Joseph Biden, leiðtogá meirihlutáns i.ölduhgadeild bandaríska þingsins. yfir ábyrgð á morðum mannanna tveggja. I gær sagði Majid al-Masri, sem er leiðtogi A1 Aksa á Vestur- bakkanum, að samtökin myndu ekki á næstunni gera árásir inn- landamæra Israels. Áfram an megi þö búast við árásum á ísra- elska landtökumenn og herstöðv- ar á herteknu svæðunum, þ,e. Veslurbakkanum og á Gazá- ströndinni. ■ Vísitala neysluverðs í dag: verðlag Niðurstaða á mælingu vísitölu neysluverðs birtíst í dag. Þetta er fyrsta mælingin sem birt er eftir að rauða strik- ið hélt í maí sl. í fréttum Búnaðarbankans segir að verðbólgan hafi verið á hraðri niðurleið síðustu mán- uði og það sé að miklu léyti til komið vegna aðhaldsaðgerða í kringum rauðu strikin og vegna styrkingar á gengi krón- unnar. Verðbólga á ársgrund- velli hefur þannig lækkað nið- ur í 5,9 prósent frá því aö hafa numið 9,4 prósent í janúar. Helstu fjármálafyrirtæki spá hækkun vísitölunnar að meðaltali um 0,2 til 0,5 prósent. Vegur þyngst hækkun bensín- verðs, en lítrinn hefur hækkað um 4,8 krónur frá síðustu mæl- ingu. Greiningardeild Búnaðar- bankans spáir 0,4 prósent hækkun á vísitölunni. Gangi sú spá eftir er verðbólga síðustu tólf mánuði um 4,75 prósent. ■ BENSÍNHÆKKANIR Olíufélögin hafa hækkað bensinverð um 4,8 krónur og vegur það þungt í vísitölunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.