Fréttablaðið - 12.06.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 12.06.2002, Síða 8
fc Bílvelta á Laugadalsvegi: Þrjú ung- menni slös- uðust SLYS Þrjú ungmenni slösuðust í bíl- veltu á Laugadalsvegi við Þór- oddsstaði um hálfeittleytið í fyrrinótt. Stúlka um tvítugt sem var farþegi í bílnum var flutt al- varlega slösuð með þyrlu Land- helgisgæslunnar á slysadeild. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að klippa bílinn til að ná fólkinu út. Ökumaður og hinn far- þeginn í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítala-háskóla- sjúkrahús. Ungmennin eru öll frá Reykjavík. Bíllinn, sem fór nokkr- ar veltur, er mikið skemmdur. ■ U mhverfis vemdars amtök Islands: Hafna Norðl- ingaöldu- virkjun NORÐLINCAÖLDUVIRKtUN StjÓl'n Um- hverfisverndarsamtaka íslands telur að tillögu Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun beri tví- mælalaust að hafna. Stjórn sam- takanna segir að Þjórsárver séu líklega sérstæðasta og viðkvæm- asta hálendissvæði landsins og verin séu varpland stærsta heið- argæsastofns veraldar. Frekari skerðingu friðlandsins mundi verða mætt með hörðum mótmæl- um umhverfisverndarsamtaka og opinberra aðila um heim allan. Stjórn samtakanna segir fulla ástæðu til að óttast að allt traust á umhverfis- og náttúruverndar- vilja stjórnvalda bresti, verði framkvæmdin leyfð. ■ —♦— Reykjanesbær: Arni tekur við stjórninni bæjarstjóri Árni Sigfússon, odd- viti sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ, settist í gær í stól bæjar- stjóra, að loknum fyrsta fundi ný- kjörinnar bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar. Sjálfstæðismenn fengu sex bæjarfulltrúa í kosningunum og þar með hreinan meirihluta í bænum. Ellert Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri, afhenti Árna Sigfús- syni lyklavöld að skrifstofum bæjarins. ■ Fjöldi manns sýndi iðkendum Falun Gong stuðning: Kyrrsetningu mótmælt við Njarðvíkurskóla heimsókn Fjöldi manns lagði leið sína að Njarðvíkurskóla í gær- kvöldi til að mótmæla því að iðk- endum Falun Gong sem komu til landsins í gær væru vistaðir þar til að koma í veg fyrir að þeir geti staðið fyrir mótmælum í tengslum við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands. Nokkrir Falun Gong-liðar sem eru vistaðir í skólanum fengu að fara út og ræða við mót- mælendui'na. Sýndu þeir stuðn- ingsmönnum sínum nokkrar æf- ingar og voru á tímabili á annað hundrað manns að iðka Falun Gong æfingar fyrir framan Njarðvíkurskóla. Mótmælendur höfðu safnast saman við Perluna snemma í gærkvöldi. Áður en þeir lögðu af stað til Njarðvíkur höfðu mót- mælendur merkt bíla sína með gulum litum og öðrum táknum til stuðnings við Falun Gong-liðana í Njarðvíkurskóla. Mikil bílaröð myndaðist á Reykjanesbraut þegar hópurinn lagði leið sína til Njarðvíkur. ■ LAGT AF STAÐ Fjöldi manns lagði af stað frá Perlunni til að mótmæla kyrrsetn- ingu iðkenda Falun Gong. Aukinn áhugi á íslenska hestinum Pétur Jökull Hákonarson rekur búgarð í Kentucky. Aðalsmerki hans er íslenski hesturinn. Hann segir stóraukinn áhuga í Bandaríkjunum. Finnbogi Gunnlaugsson, hrossaræktandi í Danmörku, segir að finna verði bót á sumarexemi sem leggist á íslenska hestinn í Evrópu. Islendingar eru og verða bestu rækt- endurnir. hestar íslenski hesturinn hefur náð vinsældum í nokkrum lönd- um í Evrópu og í Bandaríkjunum. í gróflegri athugun Fréttablaðs- ins er talið líklegt að^ kringum áttatíu íslending- ar hafi atvinnu af því erlendis að vinna við íslenska hestinn, hvort sem er að hrossarækt —— eða í tamningum. Langflestir eru í Svíþjóð eða í kringum þrjátíu manns. Ámóta margir eru í Þýskalandi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. Pétur Jökull Hákonarson rekur búgarð í Kentucky í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið ásamt fjöl- skyldu á áttunda ár. Hann var staddur hér á landi fyrir nokkrum dögum að undirbúa út- flutning á átta hrossum þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Áhugi manna í Bandaríkjun- um er mikill og á eftir að stór- aukast. í dag flytjum við út 15 til 20 hesta á ári, eingöngu fulltamin dýr.“ Pétur á ásamt fjölskyldu í Tenessee hæst standandi kyn- bótahestinn i Norður-Ameríku, Þröst frá Innri-Skeljabrekku. Hann segir að mikil ásókn sé í að leiða undir hann og margar mer- ar á biðlista. Til standi að stofna hestamannafélag þar ytra í sum- ar sem muni bera heiti Þrastar. í Evrópu horfir málið nokkuð öðruvísi við. Finnbogi Gunn- laugsson hefur verið í íslenskri hrossarækt í Regstrup í Dan- mörku í 14 ár. „Evrópubúar eru ekki æstir í að kaupa hesta sem fluttir eru frá íslandi af ótta við sumarexemið sem kemur í kjöl- far flugnabits. Það er búið að vera að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm í yfir tuttugu ár. Hestarnir verða svo viðþols- lausir að þeir klóra í burtu fax og stert.“ Finnbogi segir markaðinn í Þýskalandi nánast dottinn niður. Danir, Svíar og Þjóðverjar séu sjálfir búnir að koma sér upp góðum ræktunardýrum. Einungis gæðingar séu keyptir frá fslandi. Sjálfur eigi hann hæst dæmdu merina í Danmörku, Drift frá Þúfu. „Ef menn finna bót á sum- arexeminu er engin spurning að útflutningur mun stóraukast. ís- lendingar eru og verða bestu ræktendurnir." kolbrun@frettabladid.is PETUR JOKULL HAKONARSON Pétur segir Bandaríkjamenn þurfa mikla hjálp með íslenska hestinn. „Kona ein hafði sam- band við mig og sagði hestinn ekki láta að stjórn. Þegar hún svo birtist sat hún á kúreka- hnakk, sem nær frá herðum og aftan á lendar, var með amerískt beisli sem hékk fram í tönnunum og hesturinn var járnlaus. Við þurftum að byrja á því að járna hestinn og setja á hann íslenskan hnakk og beisli. Við það varð hann allt annar." Nektardansstaðurinn Óðal: Engin atvinnuleyfi til handa dansmeyjum nektarklúbbar Forsvarsmenn veitingahússins Óðals við Austur- völl hafa falið lögmönnum sínum að krefja Sýslumanninn á Kefla- víkurflugvelli um skýr svör og rökstuðning vegna endurtekinna ummæla fulltrúa hans, Ellisif Tinnu Víðisdóttur, um að vændi þrífist innan veggja þeirra nætur- klúbba sem grundvalla starfsemi sína að hluta til á dansmeyjum sem hingað koma frá Austur-Evr- ópu. Vísa forsvarsmenn Óðals þeSsum fullyrðingum algerlega á bug og í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér segir að þeir muni leita réttar síns gagnvart dylgjum og atvinnurógi af þessu tagi með öllum tiltækum ráðum. Halldór Backmann, lögmaður Óðals, segir að í kjölfar fullyrð- inga Ellisif hafi Vinnumálastofn- un sett stopp á veitingu atvinnu- leyfa til handa dansmeyjum og NEKTARDANS Dansarar Óðals við Austursvöll hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja m.a. að þeir geti fullyrt að dansarar starfi I engum tilfellum á öðrum forsendum en . sínum eigin. svörin sem forsvarsmenn Óðals hafi fengið verið loðin. Segir hann að samkvæmt munnlegum upp- lýsingum frá lögfræðingi Vinnu- málastofnunar hafi skipunin kom- ið að ofan. Halldór segir að sér hafi í tvígang verið lofað að at- vinnuleyfin yrðu veitt, enn væri þau ekki komin. Halldór segir forsvarsmenn Óðals hafa átt fund með dóms- málaráðherra í gærmorgun þar sem þess var krafist að gildis- taka lögreglusamþykktar um bann við einkadansi yrði frestað meðan lögfræðiálita væri leitað. Hafi ráðherra verið gert það ljóst að með því að heimila gildistök- una og neyða Óðal í málaferli væri rekstrargrundvöllur staðar- ins ónýtur jafnvel þó að málið ynnist að lokum með tilheyrandi bótaskyldu af hálfu ríkis og borg- ar. ■ Geislavirkar sprengjur: Valda frekar ótta en tjóni hrydjuverk Sprengjur, sem inni- halda geislavirkt efni, geta eins og aðrar sprengjur valdið tölu- verðu tjóni. Áhrif þeirra eru þó líklega frekar fólgin í óttanum, sem þær valda, heldur en tjóninu. í dagblaðinu International Herald Tribune er haft ópskum embættismönnum minni líkur séu til þess, að al- mennur ótti við slíka sprengju brjótist út í evrópskum stórborg- um heldur en bandarískum. Geislavirk sprengja er ekki kjarnorkusprengja, heldur venjuleg sprengja með geisla- virkum efnum. Þegar hún spring- ur eiga þessi geislavirku efni að dreifast sem víðast. Þeir, sem ekki geta búið til kjarnorku- sprengju, en vilja samt nota sér óttann við geislavirk efni, eru lík- legastir til að búa til geislavirka sprengju. Bandaríkjamaðurinn Abdullah A1 Mujahir, sem einnig gengur undir nafninu Jose Padilla, var á mánudaginn fluttur í öryggis- fangelsi bandaríska sjóhersins í Charleston. Hann er grunaður um að hafa ætlað sér að búa til og ABDULLAH AL Öðru nafni Jose Padillo, fæddur I New York fyrir 31 ári. sprengja geislavirka sprengju, sennilega í Washington. Hann er talinn vera meðlimur í samtökun- um A1 Kaída og þar með liðsmað- ur Osama bin Ladens. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.