Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2002 1VHDVIKUPACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson RÍtstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSín¥ Flutningar fólks og fjármagns 1997 Á fundi sínum 4. nóvember ákvað stjórn Byggðastofnunar að flytja starfsemi þróunarsviðs stofnunar- innar til Sauðárkróks. Þessir flutn- ingar voru þvert á vilja forstjóra stofnunarinnar og forstöðumanns þróunarsviðsins. Forstjórinn taldi óráðlegt að skipta stofnuninni meira en þegar hafði verið gert. Hann taldi eðlilegt að bíða með all- ar slíkar ákvarðanir þar til heildar endurskoðun hefði farið fram. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, sagði samráð ekki hafa verið haft við starfsmenn um þessa ákvörðun. Það sé á valdi stjórnar að taka slíkar ákvarðanir. Flutningurinn hafði ýmsan kostnað í för með sér. Meðal annars áttu starfsmenn biðlaunarétt. 1998 Starsemi Byggðastofnunar er víða um land. Stofnunin kaupir fjar- fundakerfi til að auðvelda sam- skipti milli deilda stofnunarinnar. Stjórnarformaður gefur ekki upp kostnaðinn við kaupin. Segir hann ekki mikinn. Skömmu síðar er þró- unarsvið Byggðastofnunar á Sauð- árkróki. Fjarfundabúnaðurinn var vígður af þessu tilefni. Stöðvar hans eru á 15 stöðum á landinu. Kostar hver stöð 1.150 þúsund krónur. Nýr forstöðumaður sviðs- ins er tekinn til starfa. Enginn fyrri starfsmanna flutti með sviðinu. 1999 í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir að Byggða- JÍÓNAS SKRIFAR: ...................£Q..r.s..a.g.a I Byggðastofnun var til skamms tíma í Reykjavík og heyrði undir forsætisráðuneytið. Þróunar- svið stofnunarinnar var flutt til Sauðárkróks. Síðan stofnunin sjálf. Fjármálaumsýsla stofn- unarinnar var síðan flutt til Bolungarvíkur. itofnunin heyrir undir iðnaðarráðuneytið. stofnun verði flutt frá forsætis- ráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. Forstjóra Byggðastofnunar líst ekki illa á flutninginn mill ráðu- neyta, en viðurkennir að hann muni sakna þess styrks sem stofnunin hafði undir forsætisráðuneyti. 2000 Stjórn Byggðastofnunar undir for- sæti Kristins H. Gunnarssonar ákveður að beina því til iðnaðarráð- herra að stofnunin verði flutt til Sauðárkróks. Viðbrögð starfs- manna eru neikvæð. Starfsmenn eru flestir á miðjum aldri og ekki tilbúnir að flytja með stofnuninni. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra fer að tillögu stjórnarinn- ar. Um haustið gengur stjórn Byggðastofnunar til samninga við Sparisjóð Bolungarvíkur um fjár- málaumsýslu stofnunarinnar. For- maður stjórnar segir ekki áhuga á að bjóða verkið út. ■ ORÐRÉTT | Meðvirkni ríkisvalds Gunnar Már Antonsson skrifar: Glöggt má finna að í þeirri um- ræðu sem nú er £ brennidepli að þar virðist ómeðvituð með- virkni vera að líta dagsins ljós. Birtist sú meðvirkni með því að aðstoða og fylgja eftir stefnu Kín- verja heima fyrir gagnvart viss- um hóp af fólki. Meðvirknin birtir sig í að samþykkja þær kröfur sem lúta beint að einræði en eiga ekki á nokkurn hátt heima í lýð- ræðisríki. Vonar maður innilega að ríkisstjórnin vinni að lögum og verði borgurum sínum fyrirmynd í verki. Hvað er fólk að gera í hug- leiðslu: Af hverju eru einræðis- ríki svona hrædd við að fólk sitji og hugleiði: Orsökinn er sú að þeir vita að sjálfsvitund manns sem hugleiðir eykst þannig að hann fer að skynja út frá kærleikanum í sjálf- um sér hvað séu réttlát mannrétt- indi og byrjar svo að birta þau í verki í því umhverfi sem hann er staddur í. Þannig birtist það sem veldisá- hrif út frá umhverfinu og svo eðli- lega að lokum að ríkið birtir það í heild sinni sem sína hugsjón til nágrannaríkjanna. Þetta er sú megin hugsjón sem fólk myndar út frá sjálfu sér með því að stunda hugleiðslu. Megi ljós og friður fylgja okk- ur öllum. ■ Burt með þennan gest Sírenur væla og lestir bónaðra bíla þjóta um á hættulegum hraða með heimsþekkta stríðsglæpa- menn og fjöldamorðingja innanborðs. Lögreglan lokar götuhornum til að hleypa þessum lýð við- stöðulaust áfram og tefur þannig venjulegt og heil- brigt fólk, sem þarf að komast milli staða. I bílalestunum eru meðal annars vopnaðir manndráparar, sem vernda hina heimsþekktu stríðsglæpamenn og fjöldamorðingja. Bullsveitt lögregla reynir að hindra venjulegt og heilbrigt fólk í að haga sér þannig, að það geti espað mann- dráparana til að beita skotvopnum sínum. Þetta er eins og í þriðja heiminum. Fréttablaðið leitaði á mánudaginn dyrum og dyngjum að ein- hverjum, sem skildi, hvers vegna þetta þriðja heims ástand þarf að koma til íslands. Alls enginn fékkst til að mæla því bót, utan skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem skipuleggur sírenurnar. Því miður eru sumir ráðamenn haldnir þeirri firru, að fólk með áhugamál sé hættulegt, svo sem leikfimi- og hugleiðslufólk, svo og áhugafólk um mannréttindi og náttúruvernd, en sjálfsagt sé að bugta sig og beygja fyrir þeim, sem harðast ganga fram gegn hagsmunum mannkyns. Við þurfum að vara okkur á fasistum í valda- stöðum hér á landi, mönnum sem vilja setja reglur og lög á reglur og lög ofan til að geta haft auknar gætur á fólki og heft hefðbundið ferðafrelsi og at- hafnafrelsi þess. Þráhyggja fasistanna er ekki í neinu samhengi við frjálslyndan þjóðarvilja. Við lifum friðsömu og borgaralegu lífi á róleg- um stað í heiminum. Við höfum hvorki her né vopnaða lögreglu og viljum fá að vera í friði til að sinna skyldum okkar og áhugamálum. Við viljum geta treyst stjórnvöldum okkar til að neita sér um að raska ró okkar með óviðkomandi vanda. Við viljum ekki þurfa að sæta truflunum á leið okkar og gesta okkar um Leifsstöð, af því að gæzlu- menn öryggis ríkisins séu önnum kafnir við að reyna að átta sig á, hvaða fólk sé líklegt til að vilja „Bullsveitt lögregla reynir að hindra venjulegt og heilbrigt fólk í að haga sér þannig, að það geti espað manndráparana til að beita skotvopnum sínum. “ stunda jóga á almannafæri eða vera á annan hátt of heilbrigt til að fá að koma til landsins. Auðvitað viljum við fá gesti til landsins, þar á meðal ráðstefnugesti og erlend fyrirmenni. Flest af því tagi veldur engum vandræðum. Það er fyrst, þegar landsfeður okkar vilja bjóða hingað heims- þekktum fólum á borð við stríðsglæpamenn og fjöldamorðingja, að gamanið fer að kárna. Dálítið er til að erlendum þjóðhöfðingjum, sem eru ekki verri en svo, að unnt er að taka í höndina á þeim og sitja með þeim til borðs. En kínversku valdamennirnir Li Pen og Jiang Zemin flokkast engan veginn á þann hátt, að nokkur venjulegur og heilbrigður maður vilji koma nálægt þeim. Við eigum ekki að bjóða hingað valdamönnum eða fjölþjóðastofnunum, sem hafa svo slæman fer- il að baki, að hann kalli á mótmæla- og andófsfólk. Þetta gildir um ráðamenn helztu harðstjórnarríkja þriðja heimsins og örfáar fjölþjóðastofnanir, sem hafa getið sér illt orð í þriðja heiminum. Hægt er að setja upp einfalda reglu, sem segir, að ekki verði tekið á móti opinberum gestum, sem hafa vopnaðar manndrápssveitir í för með sér eða gera kröfu til ferðalaga í sírenuvæddum bílalest- um eða senda hingað lista yfir fólk, sem ekki sé æskilegt að hafa í landinu á boðstímanum. Koma Jiang Zemin brýtur allar þessar reglur. Við skiljum ekki, hvernig landsfeðrum datt í hug að bjóða honum og lýsum fullri óbeit á sértækum varúðarráðstöfunum vegna komu hans. Jónas Kristjánssor HRAFNASPARK 101 hefur unnið um 20 alþjóðleg verðlaun. Það er engin áhugi á þeim fréttum. Allt í einu fer Hrafn að búa til eitthvað til að sparka í Kvikmyndasjóð og þá er áhugi. Baltasar Kormákur. Fréttablaðið, 11. júní. ÁN AÐSTOÐAR? Við gerum ráð fyrir að alþingis- mennirnir velji sér aðstoðar- mennina sjálfir og ráði þá. Einar K. Guðfinns- son. Fréttablaðið, 11. júní. HÚNVETNSK HÓCVÆRÐ Ég stend til boða. Páll Pétursson um komandi kosníngar. DV, 11. júnf. VERU- LEIKAFIRRINC OC INNILOFT Þeir sem hafa með þetta að gera sitja inni á lokuðum skrif- stofum og eru ekki í tengslum við veruleikann. Ólafur Ólafsson, fyrrverandí landlæknir, um sumarlokanir á sjúkrahúsum. Frétta- blaðið, 11. júní. í tilefni af 17.júií bjóðum við 20% af öllum vörum frá miðv.d. - laugard. Stærðir 38 - 56 NfiN TlSKUVÖRUVERSLUN SKOLAVÖRÐUSTIG 10, SlMI 544 4035 INNHERJAR Varað við hættule mm stuttermabolum Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við kurteisisheimsókn Falun Gong-meðlima er rædd, bæði í gamni og alvöru á stjórnmála- spjallþræði Innherja á visi.is. „Loksins kom í ljós í hverju hætt- an af leikfimifólkinu felst. Hinn mjúkmáli ráðuneytisstjóri dóms- málaráðherra upplýsir í Mbl. í dag að í Þýskalandi hafi þessir að- ilar falið sig á leið kínverska for- setans. Þeir hafi þar legið á því lúalagi að klæðast hættulausum og ekkert ögrandi yfirhöfnum en þegar forsetinn nálgaðist hafi þeir svipt þeim af sér og þá hafi nú gamanið farið að kárna: Innan undir voru þeir £ stuttermabolum með merki hreyfingarinnar á!“ segir einn og bætir þvi við að Dario Fo, meistari pólitískra farsa, hefði ekki getað gert betur. En öllu gamni fylgir alvara. „Gallinn er bara sá að þetta var víst ekki samið til að vera fyndið. Þetta er það sem Davíð og Sólveig byggja á og virðist þykja fullkom- lega eðlilegt að breyta okkar hátt- um og viðhorfum til mannrétt- inda til samræmis við það sem kinversku alræðisherrarnir krefjast." Innherjar skemmta sér konunglega yfir þessu, enda þótt undirtónninn sé alvarlegur. „Það á kannski að banna að selja T-boli í Leifsstöð úr því að þessi klæðn- aður er svona hættulegur?" spyr einn. Annar segist skammast síi fyrir að vera íslendingur. Það ei kannski ekki ástæða til þess. Ann- ar kveðst ekki hafa ætlað að trúa ummælum sem vitnað var til. Hann segir kostulega þá röksemd að mótmælin sjálf séu ekki hættuleg, heldur viðbrögð kin- verskra ráðamanna. Furðulegt sé að kínversk viðhorf séu látin ráða för. Stuttermabolirnir hafa vakið forvitni innherja. „Veit einhver innherja hvort slíkir bolir eru fal- ir nokkurs staðar? Er ekki ein- hver framtakssamur innherji sem getur framleitt slíkt, þó fyr- irvarinn sé stuttur og jafnvel grætt á öllu saman? Menn gætu þá klæðst þeim hvar sem kín- verska forsetans væri vænst. Mér er sem ég sjái löggæslumenn skipa mönnum að afklæðast á staðnum!?" Gulu síðurnar í síma- skránni leysa kannski þá gátu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.