Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.06.2002, Qupperneq 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2002 MIÐVIKUPAGUR Pele á sjúkrahúsi: A batavegi fótbolti Brasilíska knattspyrnu- goðið Pele er á batavegi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í heimalandi sínu vegna verkja í brjósti. Að sögn lækna er Pele, sem er 61 árs, á góð- um batavegi og ekki talinn í lífshættu. Pele lék í fjórum heimsmeist- aramótum fyrir Brasilíu og sigr- aði þrisvar; árin 1958, 1962 og 1970. Hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. ■ ÍÞRÓTTIR í DAG 06.10 Stöð 2 HM 2002 (Nígería - England) 0830„Sýn HM 2002 (Nígeria - England) 08.30 Stöð 2 Leiðin á HM (Road to Asia 2002) 10.30 Sýn HM-spjalI 11.00 Sýn Heklusport 11.15 Stöð 2 HM 2002 (Suður-Afríka - Spánn) 11.20 Sýn HM 2002 (Slóvenia - Paragvæ) 13.30 Sýn HM 2002 (Suður-Afríka - Spánn) 15.05 Stöð 2 íþróttir um allan heim (Trans World Sport) 15.30 Sýn HM-spjall 16.00 Syn HM 2002 (Svíþjóð - Argentína) 18.00 Sýn HM 2002 (Nígería - England) Sfmadeild kvenna 20.00 Hásteinsvöllur ÍBV - FH 1. deild karla 20.00 Hliðarendi Vaíur - Breiðablik 20.00 Sýn HM-442 21.00 Sýn HM 2002 (Leikur dagsins) | IVIOLAR | Þótt Suður-Afríku nægi jafntefli gegn Spáni í dag til að komast í úrslitakeppnina segir þjálfari þeirra, Jomo Sono, ekkert annað en sigur koma til greina. Hann segist gera sér grein fyrir að það verði erfitt því að lið Spánar sé mjög sterkt og hafi úr mörgum góðum leikmönnum að velja. „Þeir eru meðal þriggja bestu liðanna í keppninni, en við förum ákveðnir í leikinn og fullir sjálftrausts." E' g vil fá að sjá lið okkar spila al- mennilega frá fyrstu mínútu,“ segir þjálfari Spánverja, Jose Antonio Camacho, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti í úrslita- keppninni. Fyrir leikinn gegn S- Afríku í dag sagði hann menn sína ekki geta gefið andstæðingunum 15 mínútur í upphafi leiks þegar í útsláttakeppnina er komið, þó svo þetta hafi bjargast í riðlakeppn- inni. „Andstæðingarnir geta unnið okkur á þeim tíma.“ Heimsmeistaramótið: Ekki bara knattspyrna fótbolti Þúsundir manna hafa fagnað sigrum landsliða sinna á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Fagnaðarlætin eru ekki bara í og við leikvangana. í Dak- ar, höfuðborg Senegal, söfnuðust tugir þúsunda manna saman á götum úti og sungu sigursöngva eftir að landslið þeirra lagði það franska að velli í opnunarleik mótsins. Sigurinn var nefnilega ekki bara á knattspyrnuvellinum. Senegal var áður nýlenda undir stjórn Frakka. Þjóðarstoltið sprakk út. Leikur Bandaríkjanna og Suð- ur-Kóreu snerist ekki bara um fótbolta heldur samskipti þjóð- anna til margra ára. Á landamær- um Suður- og Norður-Kóreu eru þúsundir bandarískra hermanna sem gæta hlutlauss svæðis. Spennan á milli hermanna og ná- lægra íbúa var mikil fyrir leik. Bandaríski sendiherrann í Suður- Kóreu lét hafa eftir sér í blaða- viðtali að hann óskaði þess að heimamenn sigruðu í leiknum svo friður gæti haldist. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1. Rúmlega hundrað knatt- spyrnubullum frá Englandi var meinað að koma til Suður-Kóreu og Japans af ótta um að slagsmál brytust út. Útsendingar frá heimsmeist- aramótinu hafa verið bannaðar í Rússlandi í kjölfar óláta eftir að landsliðið tapaði fyrir Japan. Tveir létu lífið í kjölfar ólátanna og að minnsta kosti 30 slösuðust. Keppnin er bara hálfnuð. Ótt- ast er að frekari ólæti eigi eftir að brjótast út. Gestgjafarnir eru þó bjartsýnir og vona að fólk hvaðanæva úr heiminum eigi eftir að sameinst um skemmtun- ina. ■ tsmmtmsanittmtmmissstmsisissaiMsei Gestgjafarnir gætu farið alla leið Fjórir leikir fara fram í þriðju umferð riðlakeppninnar á HM. Arnór Guðjohnsen spáir Englendingum og Svíum í 16-liða úrslit. Hann telur að Suður-Afríka eigi eftir að fylgja Spánverjum. Suður-Kórea er með frábært lið, segir Arnór. B RIÐILL fótbolti „Mér líst þokkalega á keppnina en ég hef ekki séð neitt lið sem er alveg brilejant. Þetta er samt ágætis keppni,“ segir Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi lands- liðsmaður í knattspyrnu. Hann segir það ekki hafa komið á óvart að Frakkar séu dottnir úr leik, lið gestgjafanna í Suður-Kóreu hafi hins vegar komið á óvart. „Mér finnst Suður- Kórea hafa sýnt alhliða getu; þeir sýna góðan styrkleika, spila hraðan bolta, góðar sendingar, vinnusemi og skipu- lagningu. Ég er mjög hrifin af þeirra leik. Það kæmi mér ekki á óvart þó þeir færu langt, þess vegna alla leið ef heppnin er með þeim.“ Þriðja og síðasta umferð F- og B-riðils verður leikin í dag. Eng- lendingar mæta Nígeríu, en síðar- nefnda þjóðin er þegar úr leik. „Nígeríumenn hafa verið mjög LIÐ L STIG Spánn 2 6 Suður Afríka 2 4 Paragvæ 2 1 Slóvenía 2 0 F RIÐILL LIÐ L STIG Svíþjöð 2 4 Engiand 2 4 Argentína 2 3 Nígería 2 0 slakir á flestan máta. Englending- arnir voru góðir á móti Argentínu, það besta sem maður hefur séð til þeirra í langan tíma. Ég tel að Englendingarnir vinni 2-0.“ Svíar mæta Argentínumönnum einnig í F-riðli. „Ég hef alltaf sagt að þegar skandinavísk- ar þjóðir fara í svona stórkeppni má bóka að þær ná því besta út úr sér. Það er svo spurn- ing hvað þær ná langt á því,“ segir Arnór, sem spilaði á sínum tíma með Hácken og Örebro í Svíþjóð. „Þeir spila sterkan og agaðan varnarleik en beita hættulegum skyndi- sóknum." Svíum nægir jafn- tefli og segir Arnór jafnteflisfnyk vera af leiknum. Hann spáir því að bæði lið skori eitt mark. Fari svo að Englendingar sigri og Sví- ar geri jafntefli komast bæði lið upp en Árgentína verður eftir. í ÚRSLIT Englendingum nægir jafntefli gegn Nígeríu til að komast áfram. Spánverjar hafa þegar tryggt- sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þeir mæta Suður-Afríku í B-riðli klukk- an hálf tólf. Suður-Afríku nægir jafntefli til að komast áfram. Arn- ór segir erfitt að spá fyrir um leik- inn. Spánverjar eru þegar komnir áfram og svo gæti farið að þeir ARNÓR GUÐJOHNSEN Telur að Suður-Kórea geti farið alla leið, með smá heppni. hvíli lykilleikmenn. „Það er samt til mikils að vinna og ég tel að Spánverjar vinni leikinn.“ Paragvæ og Slóvenar mætast í hinum leik riðilsins og telur Arnór að fyrrnefnda þjóðin sigri með tveimur mörkum gegn einu. kristjan@frettabladid.is 16-liða úrslit heims- meistarakeppninnar: Línur farnar að skýrast fótbolti Línurnar eru farnar að skýrast um hvaða lið mætast í 16- liða úrslitum. Þjóðverjar mæta lið- inu sem lendir í 2. sæti B-riðils. Líklega verða^ það Suður-Afríka eða Paragvæ. írland mætir sigur- 16-LIPA URSLIT Þýskaland - 2. sæti B-riðils Danmörk - 2. sæti F-riðils Senegal - Sigurvegari F-riðils írland - Sigutvegari B-riðils Sigurvegari G-riðils - 2. sæti D-riðils Sigurvegari C-riðils - 2. sæti H-riðils Sigurvegari H-riðils - 2. sæti C-riðils Sigurvegari D-riðils - 2. sæti G-riðils vegurunum, væntanlega Spánverj- um. Senegal mætir sigurvegurum úr F-riðli. Þar stendur baráttan á milli Svíþjóðar, Argentínu og Eng- lands. Danir mæta liðinu sem lend- ir í 2. sæti F-riðils. Erfitt er að spá um hverjir mætast í öðrum viðureignum. Allir riðlar eru galopnir og baráttan í al- gleymi. ■ Danir skelltu heims- og Evrópumeistumnum: Frakkar sendir heim hornsófar stakir sófar stólar hvíidarstólar svefnsófar veggeiningar borðstofuhúsgögn og fl HM stóllinn I Höfðatúni 12 105 Reykjavík Slmi 552 5757 www.serhusgögn.is fótbolti Iíeims- og Evrópumeistar- ar Frakka eru úr leik á heims- meistaramótinu í knattspyrnu í Japan og Suður-Kóreu. Frakkar töpuðu í gær fyrir Dönum með tveimur mörkum gegn engu. Þeir hefðu þurft að vinna leikinn með tveimur mörkum til að eiga mögu- leika á að komast áfram. Frakk- land lenti í neðsta sæti A-riðils, með eitt stig, og skoraði ekki mark. Dennis Rommedahl og Jon Dahl Tomasson skoruðu mörk Dana. Danir enduðu í efsta sæti riðilsins, með sjö stig. Þeir mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, dauða- riðlinum, í 16-liða úrslitum. Senegalar tryggðu sér einnig sæti í úrslitum með því að gera jafntefli við Úrúgvæja. Þetta var einhver fjörugasti, sveiflukennd- asti og grófasti leikur sem sést hefur á heimsmeistaramóti. Senegalar komust í 3-0 í fyrri hálf- leik. Úrúgvæjar jöfnuðu metin, en þar við sat. Tólf leikmenn voru bókaðir. Senegalar mæta efsta lið- inu úr F-riðli. Úrúgvæjar eru úr leik. Þjóðverjar tryggðu sér efsta sæti E-riðils með því að sigra Kamerúna með tveimur mörkum gegn engu. Þjóðverjar misstu Carsten Ramelov af velli á 40. mín- útu en tíu mínútum síðar skoraði Marco Bode fyrsta mark leiksins. „ I T 0t 1 5t BÚIÐ SPIL Einmanna franskur áhorfandi eftir leikinn við Dani. Frakkar eru úr leik á heimsmeist- aramótinu. Kamerúnar misstu mann út af þeg- ar tæpar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markahrókurinn Miroslav Klose skoraði síðan sig- urmarkið og tryggði sætið í 16-liða úrslitum. írar mættu Sádí-Arabíu. Robbie Keane kom írum yfir strax á 7. mínútu. Gary Breen og Damien Duff skoruðu síðan tvö mörk og tryggðu írum annað sætið í riðlinum. Kamerúnar sitja eftir. Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti B-riðils, væntan- lega Suður-Afríku eða Paragvæj- um. írar mæta líklega sigurvegur- um sama riðils, væntanlega Spán- verjum. Mikið kapp hljóp í leikmenn í gær enda mikið í húfi. í leikjunum fjórum voru gefin 25 spjöld og tvö rauð. Carsten Ramelov, hjá Þýska- landi, fer sjálfkrafa í bann og miss- ir því af 16-liða úrslitunum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.