Fréttablaðið - 12.06.2002, Side 13

Fréttablaðið - 12.06.2002, Side 13
MIÐVIKUPACUR 12. júní 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 George Foreman um heimsmeistarann: Lewis er langbestur box Evander Holyfield eygir nú von um að mæta heimsmeistaranum í þungavigt, Lennox Lewis, í hringn- um á ný. Lewis varði titla sína sl. laugardag með því að rota Mike Tyson í áttundu lotu. Lewis, sem er 36 ára, hefur íhugað að leggja hanskana á hilluna. Holyfield held- ur þó í vonina um að hann láti ekki af því verða svo þeir geti mæst í þriðja sinn. Hann tapaði fyrir Lew- is á stigum árið 1999. „Ef Lennox gefur mér tækifæri vona ég að við sláumst," sagði Holyfield. ROTHÖGG Lennox Lewis rotaði Mike Tyson í Memp- his á laugardaginn var. George Foreman segir að með sigrinum á laugardaginn hafi Lewis sýnt og sannað að hann er besti hnefaleikakappi allra tíma. Forem- an varð heimsmeistari árið 1973 þegar hann vann Joe Frazier en tap- aði svo titlinum til Muhammad Ali, sem hingað til hefur verið talinn sá allra besti. „Þeir sem segja að Lew- is sé ekki besti hnefaleikakappi sög- unnar eru lygarar," sagði Foreman. „Það hefur engin barist eins og Lewis gerir.“ ■ Atli Eðvaldsson um Dani: Eitt besta lið Evrópu fótbolti Mikil stemmning hefur verið í Danmörku síðan karla- landslið þeirra í knattspyrnu vann heims- og Evrópumeistara Frakka í gær á heimsmeistaramótinu. Danir voru með íslendingum í riðli í undankeppninni fyrir mót- ið. Danir unnu báða leikina, 1-0 hér heima en 6-0 á Parken í Kaup- mannahöfn. „Við þekkjum Danina nú aldeil- is vel,“ segir Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, hlæjandi. „Það brostu margir og hristu höfuðið þegar ég sagði að Danir væru með eitt besta lið Evrópu í dag. Það hefur nú aldeilis komið í Ijós. Þeir eru með frábært lið og það eru fá lið sem hafa jafn marga tekníska og hraða leikmenn innanborðs." Atli segir erfitt að segja til um hve langt Danirnir eiga eftir að ná. Liðið mætir Englendingum, Svíum eða Argentínumönnum í 16-liða úrslitum. „Eigum við ekki að sega að þeir mæti Argentínumönnum eða Sví- um í úrslitum. Það verður hörku- leikur og erfitt fyrir öll lið.“ ■ ATLI EÐVALDSSON Atli vonast til að Evrópuþjóð hampi heimsmeistaratitlinum. Hann telur samt að Spánn, ítal- ía og Brasilía séu sigurstrang- legustu þjóðirnar en eitthvað lið á eftir að koma á óvart. Clarence Seedorf: Frá Inter tilAC fótbolti Hollenski miðvallarleik- maðurinn Clarence Seedorf er genginn til liðs við AC Milan frá Inter Milan. Zeedorf vermdi varamanna- bekkinn hjá Int- er-liðinu nánast allt síðasta tíma- bil. Hann fær lægri laun hjá nýja liðinu en fær vonandi að spila meira. Hann hefur ver- ið einn af lykil- leikmönnum hollenska landsliðsins. Það náði þó ekki að tryggja sér sæti í loka- keppni HM. Samningurinn gildir til ársins 2005 og verður kynntur á fimmtu- daginn. ■ CLARENCE SEEDORF Fær vonandi að spila meira með nýja liðinu. JUNICHI INAMOTO Leikmaður Arsenal hefur slegið í gegn á HM. Inamoto eftirsóttur: Eindhoven sýnir áhuga fótbolti Hollenska liðið PS^Eind- hoven hefur lýst yfir áhuga á japönsku stjörnunni Junichi Ina- moto, leikmanni Arsenal. Framtíð piltsins hjá Lundúnaliðinu er óráðin en hann hefur spilað með varaliðinu. Inamoto hefur skorað tvö mörk fyrir Japani í fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaramótsins. Hann hefur einnig verið orðaður við ítalska liðið Atalanta. „Inamoto hefur verið á óska- lista okkar í þó nokkurn tíma,“ sagði Frank Arnesen, hjá PSV. „Við erum með fullan hóp núna en ef einhver fer munum við reyna að ná honum.“ ■ MOLAR Leikur Englendinga við Nígeríu í dag sker úr um það hvort hinir fyrrnefndu komist áfram en þeim nægir jafntefli. Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munchen, verður ekki með þeim í dag vegna meiðsla. Líklega kem- ur Trevor Sinclair inn í liðið í hans stað og verður á vinstri væng, en Paul Scholes með Nicky Butt á miðjunni. ASOFUIVL+ STQLUM + MONTANAHll I 1 )M ERUM AÐ RYMA FYRIR NÝRRI SÝNINGU 25-40% aðeins AFSLÁTTUR 1 J UAbA Epat hf. Skeifunni 6 Sími 568 7733 Fax 568 7740 epal@epal.is www.epal.is Nanoq Kringlunni - Everest Skeifunni - Garðheimum- Noatúnsbúðunum stærra, i^gío^ei, fínna og flottara Það toppar ekkert “Rolsinn” ígnllum... ■ ■■ Sumir borða til að lifa - aðrir lifa til að grilla! Þú færð Sterling hjá: STERLING - ergrillið! f # f 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.