Fréttablaðið - 12.06.2002, Side 22
SAGA DAGSINS
12. JÚNÍ
Skipherra á dönsku varðskipi
lét taka bláhvítan fána af báti
á Reykjavíkurhöfn árið 1913. At-
burðurinn ýtti undir kröfu lands-
manna um íslenskan fána.
Aþessum degi árið 1999 efndi
Sigur Rós til tónleika í tilefni
af útgáfu geisladisksins Ágætis
byrjun. Þessi diskur var valinn
plata aldarinnar tveimur árum
síðar.
Arið 1987 stóð Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti
við Berlínarmúrinn
og skoraði á Mikael
Gorbatsjov, leið-
toga Sovétríkjanna,1
að „rífa niður þenn-
an múr“. Rúmlega
tveimur árum síðar opnaðist
múrinn fyrir þrýsting frá al-
menningi í Austur-Þýskalandi.
22
FRÉTTABLAÐIÐ
12. júní 2002 IVIIDVIKUDAGUR
Járnbrautarlestir eru
heillandi ferðamáti
Afmæli
Árni Steinar Jóhannsson þingmaður er 49
ára í dag. Honum finnst notalegt að vera
laus úr erlinum annað veifið og eiga stund
með sjálfum sér.
„Ég ætla ekki að gera neitt sér-
stakt úr þessu afmæli, nema bara
að hafa það notalegt með sjálfum
mér. Það eru mínar sælustundir
að eiga einn og einn dag bara fyr-
ir siálfan mig og vera í friði,“ seg-
ir Árni Steinar Jóhannsson, þing-
maður Vinstri grænna á Akureyri.
Hann er 49 ára í dag. Árni segist
jafnvel ætla í göngutúr og eiga
stund með fuglunum. „Það er mitt
sport. Ég geng oft yfir leirur
Eyjafjarðarár; þar eru mikil
veðrabrigði, landslagsbreytingar,
gróðurfarsbreytingar og fuglalíf.
Við göngum oft þrjú saman, ég,
systir mín, Helga, og Þórunn vin-
kona mín. Þetta er virkilega gam-
an,“ segir Árni sem var einmitt
umhverfisstjóri á Akureyri í 20
ár.
Árni segist hafa mjög gaman af
því að synda, enda sé af nógu að
taka hvað sundlaugar varðar á
Eyjafjarðarsvæðinu. Til dæmis sé
fín laug í fæðingarbæ Árna, Dal-
vík. „Ég æfði sund hér áður fyrr
og keppti á landsmótum. Svo var
ég í handbolta með Ungmennafé-
lagi Svarfdæla."
Helsta tómstundagaman Árna
er þó matargerðarlistin. „Ég hef
mjög gaman af að bjóða vinum og
kunningjum í mat, kannski 8-12
manns. Þó að ég eigi um 70 mat-
reiðslubækur, þá nota ég ekki
uppskriftir. Ég tek bækurnar eins
og hverja aðra skáldsögu upp í
rúm og blaða í þeim áður en ég fer
að sofa. Svo vinn ég úr uppskrift-
unum á mínum forsendum. Ég hef
til dæmis bakað brauðið mitt
sjálfur í um 20 ár.“
Árni á sæti í sjávarútvegs-, iðn-
aðar- og forsætisnefnd og hefur
því ýmislegt fyrir stafni þar að
lútandi yfir sumartímann. „Svo
nota ég sumarið til að undirbúa
ýmis mál fyrir næsta vetur. Við
reynum þó að fá 2-3 vikur í frí en
það er erfitt fyrir þingmann að
ÁRNI STEINAR
JÓHANNSSON
Árni ætlar jafnvel
að fljúga til Kaup-
mannahafnar í
sumarfríinu og
fara síðan með
lest til Berlínar,
Kraká og Prag.
halda dagatalinu hreinu ef maður
er á landinu."
Árni, sem hefur hug á að fara
utan í sumarfríinu, segir járn-
brautarlestir sérlega heillandi
ferðamáta. „Þetta er mjög
skemmtileg lífsreynsla fyrir fólk
með málakunnáttu. Maður lendir í
klefa með fólki sem maður fer að
spjalla við og ég á marga kunn-
ingja sem ég hef kynnst á þennan
hátt.“
bryndis@frettabladid.is
HÚSIÐ FÓLK í FRÉTTUM
PERSÓNAN
Hún er rammger stóra topp-
stöðin í Elliðaárdalnum sem
staðið hefur auð um árabil. Topp-
stöðin var hún kölluð því þarna
var framleitt gufuafl með elds-
neyti sem keyrði túrbínur og
bætti rafmagni inn á höfuðborg-
arsvæðið á álagstímum. Lands-
virkjun er eigandi hússins og hafa
verið ýmsar hugmyndir uppi um
nýtingu þess. Reykjavíkurborg
hefur viljað rífa bygginguna en
Landsvirkjun vill fara aðrar leiðir
enda menningarsögulegt hús. í
byggingunni er nú geymsla en
þarna hafa verið haldnar mynd-
listarsýningar, tekin upp popp-
myndbönd og atriði í erlendar
kvikmyndir. Um tíma sýndi tölvu-
fyrirtækið OZ byggingunni áhuga
og var með hugmyndir um að
koma þar upp miðstöð nýsprota-
fyrirtækja. Menn hafa látið sig
dreyma um að breyta toppstöð-
inni í safnahús eða jafnvel glæsi-
legt veiðihús fyrir Elliðaárnar. Á
síðasta ári réðst Landsvirkjun £ að
fjarlægja asbest úr byggingunni
sem bæði var í klæðningu og sem
einangrun í vélum. Því verki er nú
lokið. Eftir stendur bygging í fal-
legum fúnkísstíl sem vantar hlut-
verk. ■
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
góða veðrið að undanförnu er ekki
komið til að vera.
Fiskur, fótbolti
og Falun Gong
Stefán Eiríksson í dómsmálaráðuneytinu stendur í ströngu vegna
komu félaga úr Falun Gong-hreyfingunni.
Stefán Eiríksson, skrifstofu-
stjóri á löggæslu- og dóms-
málaskrifstofu dómsmálaráðu-
neytisins, hefur staðið í ströngu
undanfarna daga vegna komu
friðarhópsins Falun Gong hingað
til lands.
Stefán útskrifaðist sem lög-
fræðingur frá Háskóla íslands
árið 1996 og hóf þá störf við
dómsmálaráðuneytið. „Fram að
því hafði ég unnið sem blaðamað-
ur, fyrst á Tímanum og síðan á
íþróttadeild Morgunblaðsins, þar
sem ég var á sumrin meðfram
náminu. Blaðamennskan var góð-
ur skóli, Indriði G. Þorsteinsson
kenndi mér margt á Tímanum og
sumarið 1992 á Mogganum er
mér mjög minnisstætt," segir
Stefán og vísar til þess þegar EM
í knattspyrnu og Olympíuleikar í
Barcelona fóru fram á sama
tíma. „Þá lærði maður að greina
aðalatriði frá aukaatriðum og
vinna hratt."
Eftir þriggja ára starf í dóms-
málaráðuneytinu fór Stefán sem
fulltrúi íslenska dómsmálaráðu-
neytisins til Brussel árið 1999.
Þar dvaldi hann í tvö ár, ásamt
konu sinni Helgu Snæbjörnsdótt-
ur kennara, ungum syni þeirra
og öðrum tveggja sona Stefáns
frá fyrra hjónabandi. „Mér
fannst gott að búa í Brussel. Þar
er skemmtileg matarmenning og
mikið um áhugaverða forngripa-
markaði. Belgar eru miklir
áhugamenn um antík." Stefán
segist hafa mikinn áhuga á hvers
—----
STEFÁN EIRÍKSSON
Stefán starfaði sem blaðamaður í mörg ár áður en hann hóf störf hjá dómsmálaráðu-
neytinu.
kyns matargerð og er það eink-
um fiskur sem höfðar til hans.
„Ég grilla mikið fisk. Það hentaði
mér vel sem fiskáhugamanni að
búa í Belgíu því þeir eru á sömu
línu, þeir fá til dæmis fínan
krækling úr Norðursjó," segir
Stefán sem þessa dagana á ekki
bara annríkt í vinnu, því hann er
önnum kafinn eldsnemma á
morgnana við að horfa á HM í
knattspyrnu. ■
Ungliðahreyfingar stjórnmála-
flokkanna hafa sammælst um
að mótmæla mannréttindabrotum
í Kína. Ungir sjálfstæðis-, fram-
sóknar- og jafnaðarmenn hafa
tekið höndum saman en Vinstri-
grænir ætla að mótmæla á eigin
forsendum. Friðarsinninn og her-
stöðvaandstæðingurinn Stefán
Pálsson skýrir mótmælasólóferil
VG á vefritinu Múrnum en þar
kemur fram að hugur fylgi vart
máli í mótmælum annarra flokka-
grislinga sem aldrei taka afstöðu
nema í óumdeildum málum.
Framsóknarmönnum fer þv£ best
að mótmæla kynsjúkdómum og
ungkratar fíla sig róttæka af því
þeir þora að heimta aðskilnað r£k-
is og kirkju. Stefán gefur vita-
skuld minnst fyrir mótmæli
Heimdellinga sem kunnu best við
sig f pilsfaldi Madeleine Albright
og „eru bara á móti mannrétt-
indabrotum og fjöldamorðum
þegar þau eru framin í kommún-
istaríkjum".
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
REYKJAVÍK Sól og ekki síður hlýindi hafa glatt landsmenn síðustu daga. Hér skartar borgin sínu fegursta.
13.30 Aðalheiður Dís Þórðardóttir,
Blómvangi 13, Hafnarfirði, verður
jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði.
13.30 Jóhanna Rannveig Skaftadóttir,
Engjaseli 85, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Seljakirkju í Reykja-
vík.
14.00 Andrés Ásmundsson, Dvalar-
heimilinu Ási, Hveragerði, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu.
AFMÆLI________________________________
Árni Steinar Jóhannsson alþingismaður
er 49 ára í dag.
ANDLÁT________________________________
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur,
Hraunbæ 114, Reykjavík, er látinn.
Víctoría Véfreyja Blöndal lést 9. júní.
Hreggviður Guðmundsson, Sæviðar-
sundi 35, Reykjavík, lést 9. júní.
Njáll Guðnason, fyrrverandi verkstjóri,
lést 9. júní.
Bergur Kristinsson, Álfalandi 4, Reykja-
vík, lést 8. júní.
Hinrik Finnsson, kaupmaður, Skúlagötu
14, Stykkishólmi, lést 8. júnf.
Lárus G. Arnórsson, Hlíðarhúsum 3,
lést 8. júní.
María Bjarnadóttir, Hátúni lOa, Reykja-
vík, lést 8. júní.
Sigurbergur Elís Friðriksson, bóka-
safnsfræðingur, Fannafold 12, Reykjavík,
lést 8. júní.
Þór Ástþórsson, Hjallabraut 43, Hafnar-
firði, lést 8. júní.
Dagfríður Pétursdóttir, Ásgarði 7,
Reykjavík, lést 7. júní.
Jónas Guðmundur Björnsson, Frosta-
fold 135, Reykjavík, lést 7. júní.
Kristján Jóhann Finnbjörnsson, mál-
arameistari, Löngubrekku 7, Kópavogi,
lést 7. júní.
Oddný Sigtryggsdóttir, Miðbraut 4, Sel-
tjarnarnesi, lést 7. júní.
Sæmundur Sæmundsson lést 7. júnf.
Unna Svandís Ágústsdóttir lést 7. júní.
Þórdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarkona,
Gullsmára 7, Kópavogi, lést 7. júní.
Einar Sigurbjörn Leifsson lést 6. júní.