Fréttablaðið - 21.06.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 21.06.2002, Síða 11
FÖSTUPAGUR 21. júm' 2002 Kalda stríðið: Leyniher starfaði í Danmörku danmörk Á tímum kalda stríðsins voru starfandi í Danmörku tíu til tólf leynilegar hersveitir, sem áttu að grípa til vopna ef Sovétríkin eða önnur kommúnistaríki gerðu inn- rás. Sömuleiðis áttu þessar her- deildir að berjast gegn dönskum kommúnistum og vinstrimönnum. Þessar hersveitir höfðu í fórum sínum mikið magn af vopnum og sprengiefnum. Allt að tvö hundruð manns voru í hverri sveit. Danski sagnfræðingurinn Steen Andersen hefur gert þetta opinbert. ■ Veiðiréttareigendur: Ottast kvíaeldi á norskum laxi laxfiskar Landssamband veiði- réttareigenda mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun að heimila innflutning á notuðum báti til seiðaflutninga. Veiðréttareig- endur telja innflutninginn brjóta í bága við bann á innflutningi á notuðum eldisbúnaði eins og það kemur fram í laxveiðilögum. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á aðalfundi landssam- bandsins í síðustu viku. Aðalfundurinn telur hættu vera samfara sjókvíaeldi á norskum laxi og varaði við henni. Fundarmenn sögust telja að eftirlit með eldinu væri mjög ábótavant þar sem fjármagn skorti. ■ STUTT Olafur Örn Ólafsson, við- skiptafræðingur verður næsti bæjarstjóri Grindavíkur. Ólafur sem nú er búsettur í Kanada tekur við starfanum síð- sumars af Einar Njálssyni. —*— Páli S. Brynjarsson stjórn- málafræðingur hefur verið ráðinn bæjarstjóri Borgar- byggðar. Hann tekur við starf- inu um næstu mánaðamót. —+— Hvíta húsið í Washington, að- setur Bandaríkjaforseta, var rýmt um stundarsakir á miðvikudagskvöld vegna þess að lítilli flugvél var flogið inn á flugbannsvæði, sem er um- hverfis húsið. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn hefði villst af leið. Tyrkneski herinn tók í gær við yfirstjórn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Áfganistan. Bretar hafa farið með yfir- stjórnina til þessa. —♦— Um 25.000 Líberíubúar hafa flúið til Sierra Leone frá því um áramótin. Fólkið er á flótta undan mannskæðu borgara- stríði í Líberíu. —♦— Breskur bankastarfsmaður fórst þegar bílasprengja sprakk í Ríad, höfuðborg Sádi- Arabíu í gær. Á undanförnum árum hafa nokkrir erlendir rík- isborgarar látist þar af svipuð- um orsökum. —♦— Um 70 íranskir mótmælendur voru handteknir í Dan- mörku í gær. Þeir höfðu ekki til- skilin landvistarleyfi, en komu til Danmerkur til þess að mót- mæla írönskum stjórnvöldum á mótmælafundi í dag. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Stofnfjáreigendafundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um að breyta Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í hlutafélag. Tillagan felur í sér að breytingin fari þannig fram, að sparisjóðurinn sameinist samnefndu hlutafélagi, sem stjórn hans hefurfyrir hans hönd stofnað í þessu skyni og að breytingin miðist við 1. janúar 2002. 2. Tillaga tveggja stofnfjáreigenda um breytingu á samþykktum, þess efnis að 2. ml. 1. mgr. 5. gr. falli niður, en í staðinn komi ný mgr. svohljóðandi: „Ekki eru setttakmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáreigenda". 3. Tillaga tveggja stofnfjáreigenda að svohljóðandi ályktun: „Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis mun ekki standa gegn framsali stofnfjárhluta í sparisjóðnum". Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hvetur stofnfjáreigendur til að fjölmenna til fundarins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir við innganginn á fundarstað. Reykjavik 19. júní 2002 Sparisjóðsstjórnin SPRON-sjóðurinn ses Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í SPRON-sjóðnum ses föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, að loknum fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavikur og nágrennis þennan sama dag og á sama stað, en stofnfjáreigendafundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Stjórnarkjör 2. Ákvörðun stjórnarlauna Reykjavík 19. júní 2002 Stjórn SPRON-sjóðsins ses Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. Hluthafafundur verður haldinn í félaginu föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, að loknum fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og fulltrúa- ráðsfundi í SPRON-sjóðnum ses, þennan sama dag og á sama stað, en stofnfjáreigenda- fundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. (fyrsta lagi lúta tillögurnar að breytingum sem gera þarf m.t.t. ráfrænnar skráningar hlutabréfa í félaginu. í öðru lagi er gerð tillaga um að í samþykktir félagsins komi ákvæði sem heimila stjórn félagsins að hækka hlutafé þess með áskrift nýrra hluta allt að kr. 475.000.000,-. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til kaupa á eigin hlutum fyrir félagsins hönd. 3. Önnur mál, löglega fram borin. Reykjavik 19. júní 2002 Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. *spron

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.