Fréttablaðið - 21.06.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 21.06.2002, Síða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2002 FdSTUDAGUR HASKOLABIO HAGATORGI • SÍM! 530 1919 * STÆRSTA SÝNIHGARTJALD LANDSINS Sýnd kl. 6,8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 |JADE SCORPION kL 6,8 og 10.15 [ DRAGONFLY kL8og 10.151 i |YOU CAN COUNT ON ME 5.45 og 10301 MULHOLLAND DRIVE kL 81 i MULHOLLAND DRIVE kLs| HJÁLP ÉG ER FISKUR kL6| i 1 1 /A smnnHKi BIO HUGSADU STÓFT RÁNÍC ROOM Sýnd kl. 5.30. 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.40 STAR WARS kl. 8 og 10.501 SPIDERMAN kl. 530 og 8 IHX SÍMI 564 0000 - w~i.vw.smarahio.i5 www.samfilm.is Sýnd kL 4,5.50,8 og 10.10 vrr 395 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 vit 393 SýndkL 5.50,8 og 10.10 [HJÁLP ÉC ER FISKUR kl. 4 |AUC kl.4,6,8ogl0.10lgjH SQlÆENOf THEDAMNED 8 og lTÍÖH^ [RESIDENT EVIL kl. 10.10 [f;t| [BUBBLE BOY kl. 4, 6 og 8 | ffjll FRÉTTIR AF FÓLKI Bill Cosby verður ekki með í þáttunum um Osbournes fjöl- skylduna. Cosby segir fjölskyldu Ozzy Osbournes vera sorglega. Cosby var fyrsti blökkumaðurinn sem sló í gegn í fjölskyldu gaman- þætti með þáttun- um um Huxtable fjölskylduna. Hann skemmti meðal annars íslenskum sjón- varpsáhorfendum um árabil. „Börnin eru sorgleg og sömu sögu er að segja af foreldrunum," sagði Cosby um Osbourne fjölskylduna. „Þetta er þáttur sem þú horfir á en þú vilt ekki taka þátt í honum.“ Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Sögusagnir herma að Billy og Jolie séu hætt saman. Angelina Jolie og Billy Bob Thornton: Skrýtna fólkið skilið? ÁST Sá orðrómur gengur nú fjöll- um hærra um að leikkonan villta Angelina Jolie sé skilin við leikar- ann og leikstjórann tryllta Billy Bob Thornton. Tíðindin koma flestum í opna skjöldu enda hefur parið verið mikið í sviðsljósinu vegna hins sjóðheita og ástríðu- þrungna sambands síns. Angelina á, samkvæmt frétt frá Sky, að hafa greint ljósmyndurum í Los Angeles frá því að þau skötuhjú séu skilin að skiptum, eftir þriggja ára hjónaband. Astríðuhitinn í sambandinu var þó slíkur að fyrir nokkrum mán- uðum töldu þau annað útilokað en að þau yrðu saman að eilífu og jafnvel lengur þar sem Angelina keypti sameiginlegan grafreit handa þeim á afmælisdegi eigin- mannsins heittelskaða. Þá gengu þau um með blóð hvors annars um hálsinn í litlum flöskum og Angel- ina er með nafn Billys húðflúrað á vinstri handlegg. Þau ættleiddu barn frá Kambódíu fyrir skömmu og hafa keypt sér spildu þar í landi. ■ Bandaríska leikkonan Sandra Bullock vill leika í þýskri mynd. Bullock er hálfur Þjóð- verji og talar reiprennandi þýsku. í samtali við þýska tímarit- ið Cinema segist hún hafa verið að leita að verkefni í Þýskaland til að vinna að. „Ég fékk fullt af hand- ritum en mér leist ekki á neitt þeirra,“ sagði Sandra. Nýjasta mynd hennar, Murder By Num- bers, verður frumsýnd í Bret- landi þann 28. júní. Söngvarinn Bobby Brown hefur verið fluttur á spítala vegna sýkingar. Brown, sem hefur verið á tónleikaferða- lagi með konu sinni Whitney Houston, var fluttur í snatri á spítala í Virgin þegar sýkingar- innar varð vart. Talsmaður fjöl- skyldunnar segir að söngvarinn sé á batavegi og að hann muni halda ferðalaginu áfram með sinni heittelskuðu. Þau voru að koma frá Atlanta þar sem Whitney var að taka upp plötu. Jennifer Lopez, eða J-Lo, hefur snúið sér að minjagripabrans- anum. Aðdáendur söng- og leikkonunnar geta brátt keypt kort, dagatöl, vegg- spjöld og aðra muni með mynd- um af henni. J-Lo er margt til lista lagt en fyrir utan söng- og leikferil sinn rekur hún veitingastað, hannar sína eigin fatalínu og ilmvatn. Pamela Anderson mun gerast dálkahöfundur fyrir banda- ríska kvennatímaritið Jane. Hún mun væntanlega skrifa dálk um heilsu kvenna, mismunum og upp- eldi. Margir bíða spenntir eftir að lesa greinar hennar en hingað til hefur hún ekki verið talin mikil mannvitsbrekka. Fyrsta greinin hennar mun birtast í september. Aðstandendur Ungfrú ísland.is hafa gert samning við ameríska um- boðsskrifstofu. Þeir hyggjast gera keppnina alþjóðlega. 30 stelpur frá jafn mörgum löndum taka þátt. Verður ekki bara fegurðarsamkeppni. fegurð „Við stefnum að því að gera keppnina alþjóð- lega,“ segir Ásta Kristjáns- dóttir, einn af stofnendum fegurðarsamkeppninnar Ungfrú ísland.is. Ásta hefur ásamt meðeigenda sínum, Hendrikku Waage, verið í viðræðum við amerísku um- boðsskrifstofuna William Morris og skrifuðu fyrir skömmu undir samning við þær. Skrifstofan er með leikara, handritshöfunda og marga af frægustu tónlist- armönnum heims á sínum hendrikka oc Asta Ætla að hasla sér völl á erlendri grundu og markaðssetja íslenska fegurð og skemmtanir. snærum svo sem Eminem, Jamiroquai, Lauren Hill, Whitn- ey Houston, Eagles, Donnu Sum- mer, Jerry Lewis, Natalie Cole, Bill Cosby, Pointer Sisters, Burt Bacharach og Tony Bennett. „Við tókum stórt skref með því að skrifa undir samning- inn við skrifstofuna," segir Ásta. „Þarna fáum við að- gang að skemmtikröftum og þeir eru með sambönd við sjónvarpsstöðvar. „ William Morris hefur meðal annars farið með um- boð fyrir þættina Big Brother og Villtu vinna millj- ón en þessir þættir hafa not- ið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og Bret- landi. „Við stefnum að því að halda keppnina á næsta ári. Þá munu 30 stelpur frá jafn mörgum löndum taka þátt. ís- lenski fulltrúinn mun koma úr Ungfrú ísland.is,“ segir Ásta. Big Brother þættirnir í Brasilíu: Bannaðir innan sextán sjónvarp Brasilíska útgáfan af Big Brother þáttunum verður ein- göngu sýnd á næturnar og bönnuð börnum innan 16 ára aldurs vegna kynlífsiðkunar þátttakenda. f þættinum er fylgst með lífi nokk- urra einstaklinga, sem búa saman, í gegnum sjónvarpsvélar. Fólkið er lokað inni á stóru heimili og gerir allt saman. í síðasta þætti sváfu tveir þátttakenda saman, þau Manuela og Thyrson. í þætt- inum voru sýnd nokkur brot af at- hæfi þeirra við misjafna kátínu áhorfenda. Kynlífssenurnar voru sýndar á kjörtíma sjónvarps- stöðvarinnar, klukkan níu um kvöld. Símtölum rigndi yfir sjón- varpsstöðina og á endanum tóku dómsstólar málið i sínar hendur. Manuela og T'hyrson eru þó ekki fyrsta parið sem sængar saman í þættinum. Jefferson og Tarciana gerðu það sama fyrir nokkru. „Big Brother þættirnir ná til allra aldurshópa. Barna sem gam- almenna. Við þurfum að fara var- lega,“ sagði talsmaður sjónvarps- stöðvarinnar. ■ NÁIN i BEINNI Manuela og Thyrson sváfu saman í Big Brother þættinum við mismikla kátínu áhorfenda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.