Fréttablaðið - 21.06.2002, Qupperneq 13
FÖSTUPAGUR 21. júni 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Knattspyrnukonur hjá Playboy:
Rakel sú kynþokkafyllsta?
fótbolti Rakel Ögmundsdóttir er í
öðru sæti í skoðanakönnun á veg-
um Playboy.com, um kynþokka-
fyllstu konuna í bandarísku knatt-
spyrnunni og hefur fengið tæp
þrjú þúsund stig. í þriðja sæti er
Mia Hamm sem er líklega þekk-
tasta knattspyrnukona veraldar.
En hvert er markmiðið með leikn-
um hjá Playboy? í kynningunni
segir m.a. „Leikarar eru kyn-
þokkafullir og tónlistarmenn líka,
hvers vegna ættu íþróttamenn
ekki að gera út á sinn kynþokka?
Allt frá því að hetja okkar á HM
Brandi Chastain afklæddist
treyju sinni fyrir þremur árum,
RAKEL ÖGMUNDSDÓTTIR
Kynþokkafullur leikmaður að mati Playboy.
hafa karlmenn hrifist af líkömum,
eldmóði og frísklegum andlitum
knattspyrnukvenna. Markmið
okkar er einfalt; að fá sigurvegar-
ann til að sitja fyrir nakinn."
Stutt umfjöllun er um knatt-
spyrnukonurnar og um Rakel seg-
ir; „Fyrir utan Björk er framlínu-
maður Philadelphia Charge Rakel
Karvelsson líklega helsta útflutn-
ingsvara íslendinga. Þó hin fagra
ljóska sé fædd í Bandaríkjunum
eru foreldrar hennar íslenskir og
hún hefur leikið með íslenska
landsliðinu." í lokin er stungið
upp á því að kalla hana „Ice Ice
Baby“ ■
Michael Owen:
Til í slaginn
fótbolti Sven Göran-Eriksson
landsliðsþjálfari Englands er viss
um að Michael Owen og Paul Scho-
les verði til í slaginn þegar Eng-
land mætir Brasilíu. Þeir æfðu
báðir með liðinu í gær í Shizouka í
Japan. Báðir meiddust í leiknum
við Dani en hafa reynt að harka af
sér síðan þá.
„Owen var lítillega meiddur en
ég held að hann verði til í slaginn,“
sagði hinn sænski Sven-Göran
Eriksson. ■
MIKILVÆGUR LEIKMAÐUR
Mikið mun mæða á Michael Owen í dag
þegar Englendingar taka á móti Brasilíu í
fjórðungsúrslitum heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu.
HERMANN
HREIÐARS-
SON
Æfingar hjá
Hermanni
hefjast í
næstu viku
en hann spil-
ar með
Ipswich á
Englandi.
Lífið snýst
um leikinn
Hermann Hreiðarsson býst við hörkuleikjum í
dag. Hann telur dómarana hafa ejyðilagt
keppnina að einhverju leyti fyrir Itölum.
fótbolti „Það snýst allt lífið hjá
Englendingum um leikinn gegn
Brasilíu," segir Hermann Hreiðars-
son, knattspyrnumaður hjá enska
liðinu Ipswich. England mætir
Brasilíu í fyrsta leik átta liða úrslit-
anna í dag klukkan hálf sjö. Þetta er
ein stærsta viðureign sem enska
landsliðið hefur spilað hin síðari ár,
og hafa breskir fjölmiðlar ekki
skrifað um neitt annað.
„Englendingar eru mjög bjart-
sýnir með sína menn. Þeir hafa trú
á að vörnin geti stoppað brasilísku
snillingana og að sóknin geti séð um
afganginn,“ segir Hermann. Hann
hefur fylgst náið með heimsmeist-
arakeppninni en hann kom hingað í
stutta heimsókn fyrir nokkru.
„Þegar ég sá fyrsta leikinn með
Brasilíu fannst manni þeir hafa alla
burði til að klára mótið. Ef maður
miðar fyrsta leik Brasilíu við fyrsta
leik Englands, ætti fyrrnefna þjóð-
in að eiga öruggan sigur vísan.“
England mætti Svíum í fyrsta leik
og var það lang lélegasti leikur sem
liðið hefur sýnt á mótinu.
„Englendingarnir hafa verið á
mikilli siglingu og Brassarnir hafa
haldið sínu striki. Ég vona samt að
Englendingarnir taki þetta. Ætli ég
spái þeim ekki sigri í hörkuleik, 3-
2.“
Seinni leikur dagsins er leikur
Þjóðverja og Bandaríkjamanna og
hefst hann klukkan hálf tólf.
„Maður trúir því ekki að Banda-
ríkjamenn séu komnir svona langt.
En er ekki nóg kornið?“ segir Her-
mann hlæjandi. „Ég hef fulla trú á
að Þjóðverjarnir klári þetta og
vinni með tveimur mörkum gegn
engu. Þeir fara þetta á seiglunni."
Hermann segir Suður-Kóreu
hafa komið mest á óvart í mótinu.
Leikurinn við ítali hafa verið í járn-
um allan tímann en Suður-Kórea
hafi sýnt að bilið á milii þeirra sé
ekki mikið. Hann segir dómarana
hafa eyðilagt keppnina að ein-
hverju leyti fyrir ítölum.
„Það voru kannski full mörg
mörk dæmd af ítölum í leiknum við
Króata. Suður-Kóreumenn voru
sprækir og sýndu hvað í þeim býr.“
Hermanni finnst reglan um gull-
markið „ömurleg." „Eg vil frekar að
framlengingin sé í 30 mínútur svo
menn hafi tækifæri á að jafna met-
inn. Ef það er jafnt eftir þann tíma á
að fara í vítaspyrnukeppni." ■
Segðu skilið við óhollt skyndifæði, hreyfðu þig og
byggðu upp stinnan og fallegan líkama og vertu
FRIÁIS
með
FITNESS SHAKE
'ÍP
15 skammtar - verö aðeins kr.
1.995.-
HREYSTI
Fj»ðubót»r»fnl - Æflng»f»tn»ður • Rafþjílfuruirtakl
Otsölustaðir auk Hreysti:
lyfsheilsa Cb LYFIA
ALLTIEINNIBOK
FERÐAHANDBÓK FJÖLSKYLDUNNAR
Á leið sinni um landið fær ferðalangurinn
frásagnir í máli og myndum um það sem
fyrir augu ber og gildir þá einu hvort
staðirnir koma fyrir í fornsögum,
þjóðsögum eða sögu síðustu áratuga;
sagan er rakin og sérkennum lýst.
Viðauki:
ÞJÓÐSÖGUR í ÞJÓÐBRAUT
Á bls. 506 til 517 er 20 þjóðsögum
í þjóðbraut gerð ítarleg skil.
• ítarleg kort af öllu vegakerfi landsins og þéttbýlisstöðum
• Kort sem tilgreinir alla þjónustustaði FIB
• Kort sem tilgreinir alla golfvelli á landinu
•Tíðni útvarpsstöðva á hverju svæði
• Sérstakur skyndihjálparkafli
• Skrá yfir þjónustu- og leiðbeiningaskilti Vegagerðarinnar
• Þjónustuskrá yfir auglýsendur, svæðaskipt
• Ornefnaskrá með 3000 nöfnum
• Nafnaskrá með 1200 mannanöfnum, auk vera og vætta
• Upplýsingum um gististaði, bensínstöðvar, söfn o.fl.
Komdu með gömlu
YEGAHANDBÓKINA
og þú færð
1.000 kr.
afslátt af þeirri nýju
Verð án afsláttar kr. 3.480,-
Vegahandbokin.is
Rauðási 4 • Sími 554 7700
A
AFMÆLISUTSALA
HUSGÖGN
INNRETTINGAR
‘TPti&UUZ
20-50% afsláttur
sófar - borð - stólar - skápar og margt fleira
5 ára
MiCasa • Síðumúla 13
sími 588 5108