Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 22
MEÐ SÚRMJÓLKINNl
Ljóska var heima að horfa á
sjónvarp með vinum sínum.
Allt í einu heyrði hún læti fyrir
utan húsið. Hún hljóp út og horfði
á eftir þjófum aka bíl hennar á
brott. „Sástu framan í þá,“ spurðu
vinir hennar þegar hún kom aftur
inn. „Nei en það er í lagi, ég náði
númeraplötunni á bílnum."
22
FRÉTTABLAÐIÐ
13. júlí 2002 LAllGARPflCUR
Á leið í langþráð frí
Katrín Hall hefur verið skipuð í
embætti listdansstjóra ís-
lenska dansflokksins. Katrín hef-
ur reyndar gegnt því embætti frá
árinu 1996, en með nýjum reglum
var listdansstjóri gerður að for-
stöðumanni dansflokksins. „Þetta
þýðir bara það að í kjölfarið á
breyttum reglugerðum breytist í
rauninni mitt ábyrgðarsvið. Nú er
fjárhagsleg og listræn ábyrgð á
herðum listdansstjóra," segir
Katrín. Eftir langa vinnutörn er
Katrín nú að reyna að komast í frí.
„Það hefur loksins tekist og við
erum á leiðinni, fjölskyldan, til
Amsterdam og ætlum að vera þar
í tvær vikur. Við ætlum aðallega
að fara til að njóta lífsins og heim-
sækja ættingja, en bróðir minn
býr þarna úti.“
Fyrir utan dansinn gefst
Katrínu ekki mikill tími til að
sinna áhugamálum. En ef hún
hefði tíma? „Endrum og sinnum
tekst mér að draga fjölskylduna
með mér á skíði, og svo finnst mér
gaman að veiða. Ekki það að ég sé
mikil veiðikona eða í fínum lax-
veiðiám, en ég renni fyrir allt sem
hreyfist."
Katrín fer svo aftur í gang
með dansflokknum í byrjun ágúst.
„Þá erum við að undirbúa ferð til
Kaupmannahafnar þar sem við
sýnum verkin NBK eftir mig,
Maðurinn er alltaf einn, eftir
Ólöfu Ingólfsdóttur, og Elsu, eftir
Láru Stefánsdóttur. Svo verður
farið til Þýskalands í nóvember. „
Persónan
Katrín Hall er samkvæmt nýjum reglum ný-
skipaður listdansstjóri íslenska dansflokksins,
Við hérna heima þurfum þó
ekki að örvænta þó dansflokkur-
inn sé mikið á faraldsfæti því í
febrúar verða frumsýnd í Borgar-
leikhúsinu þrjú ný verk. „Svo er
árið í ár 30 ára afmælisár dans-
flokksins og við ætlum að vera
með veglega afmælissýningu,
segir Katrín.“
Katrín Hall er gift Guðjóni
Pedersen og eiga þau tvö börn,
Frank Fannar, 12 ára, og Mattheu
Láru, 2 ára. ■
KATRÍN HALL g
Hefur gaman af að renna fyrir fisk þó ekki j=
sé hún í fínum laxveiðiám. £
| HELGARSKOKK
AFMÆLI
TILVALIÐ að
vera á
fljótandi
fæði yfir
helgina og
upplifa
óvæntan ár-
angur í þyngd
og lund.
NÝJA fljótandi jógúrtið frá MS
er bæði bragðgott og mett-
andi. Umbúðirnar smart og fara
yel í hendi. Gæta þess að hrista
vel fyrir neyslu því drykkurinn
sígur. Vel heppnað og verðið er
um 100 krónur stykkið.
’ UPA ömmu á veitingastaðnum
)Mekong í Sigtúni. Snarsoðnir
kjúklingar og
grænmeti í
bragðsterk-
um legi sem
kallar fram
svita á enni.
Kostar að-
eins um 500
krónur.
ONNUR súpa á Ara í Ögri
kemur einnig á óvart. Er dýr-
ari og eilítið of rjómalöguð en
humarinn gómsætur á botni. Um
800 krónur.
MOKKA - sjeik í ísbúðum.
Veruleg fylling en nýtist
ekki einn og sér sem næring.
Slær þó verulega á hungurtilfinn-
ingu.
HEIMA er
svo hægt
að laga
Campbells -
súpu (tómata)
með einu harð-
soðnu eggi út í.
Fer vel á diski
og blekkir aug-
að skemmti-
lega.
JARÐAFARIR
SAGA DAGSINS
1S. JULI
Arið 1881 var bandaríski
ógæfumaðurinn William
Bonney, jafnan kallaður Billy the
Kid, skotinn til
bana á Maxwell
búgarðinum í
Mexíkó. Banamað-
urinn var Pat
Garrett lögreglu-
stjóri. Gerðar hafa
verið ófáar bíó-
myndir um þennan atburð.
Eyjólfur Jónsson synti frá
Vestmannaeyjum til lands á
fimm og hálfri klukkustund árið
1959 en leiðin er um tíu og hálfur
kílómetri.
Nýja eldfjallið á Heimaey
hlaut nafnið Eldfell árið 1973,
að tillögu Örnefndanefndar.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið ftam að ekki
má strá salti á rauðvínsbletti. Það eyðilegg-
ur litinn sem fyrir er.
11.00 Magnús Bjarnason, Birkihlfð,
Reykholtsdal, verður jarðsunginn
frá Reykholtskirkju.
13.30 Anna Ólafsdóttir, Austurkoti,
Hraungerðishreppi, verður jarð-
sungin frá Hraungerðiskirkju.
13.30 Guðrún Steingrimsdóttir, Gras-
haga 22, Selfossi, verður jarðsung-
in frá Selfosskirkju.
14.00 Þuríður Jónsdóttir, Framnesi, verð-
ur jarðsungin frá Flugumýrarkirkju.
14.00 Guðmundur Agnarsson frá ísa-
firði, til heimilis á Blómsturvöllum
20, Neskaupstað, verður jarðsung-
inn frá Norðfjarðarkirkju.
14.00 Borgar Guðni Halldórsson verður
jarðsunginn frá Isafjarðarkirkju.
14.00 Einar Hallsson bóndi, Hallkels-
staðahlíð, verður jarðsunginn frá
Kolbeinsstaðakirkju.
AFMÆLI_________________________________
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, er 45 ára í dag.
Sóley Elíasdóttir, leikkona, er 35 ára í
dag.
STÖÐUVEITINGAR_________________________
Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri hef-
ur verið skipaður af landbúnaðarráðherra
formaður stjórnar Hagþjónustu landbún-
aðarins frá 1. júlí.
Birgir Björn Svavarsson hefur verið ráð-
inn útibússtjóri við Brekkuútibú Lands-
bankans á Akureyri.
Oddbjörg Ögmundsdóttir hefur verið
ráðin útibússtjóri við Bæjarútibú Lands-
bankans í Hafnarfirði.
Liv Bergþórsdóttír hefur verið ráðin sem
framkvæmdastjóri sameiginlegs sölu- og
markaðssviðs Tals hf.
Jón Egill Egilsson sendiherra afhenti 10.
júlí Aleksander Kwasniewski, forseta Pól-
lands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra (s-
lands í Póllandi með aðsetur í Berlín.
ANPLÁT_________________________________
Jón Brynjólfsson, vélaverkfræðingur,
Bárugötu 20, lést 9. júlí.
Fer kannski út að
borða á River Café
Sóley Elíasdóttir leikkona heldur upp á afmælið sitt í London, þar
sem hún er stödd á námskeiði, en hlakkar ósegjanlega til að koma
heim og hitta börnin sín.
Afmælisbarn dagsins er Sóley
Elíasdóttir leikkona, en hún
er 35 ára í dag. Sóley er stödd í
London og kemur til landsins
seint í kvöld. „Ég ætla að fara út
að borða hádegismat í dag,
kannski á River Café, og kaupa
svo gjafir handa börnunum mín-
um,“ segir Sóley, sem er stödd á
tveggja vikna leiklistarnám-
skeiði í London, hjá konu sem
heitir Nadine George. „Þetta er
námskeið í raddvinnu og
Shakespeare-texta og alveg
rosalega gaman. Nadine hefur
komið nokkrum sinnum til ís-
lands með námskeið og það er
alltaf jafn frábært á námskeið-
um hjá henni.“
Þrátt fyrir að Sóley njóti
stórborgarinnar hlakkar hún
mikið til að koma heim og hitta
börnin sín. „Það eru stelpurnar
mínar, Gýgja, Eygló og Þórunn.
Eldri stelpurnar eru í Svíþjóð
og koma heim 16. júlí og og ég
get varla beðið eftir að sjá
þær.“
Sóley segir þau hjón ætla að
fara í Hítará í lax í sumar. „Ég
fæ alltaf einn lax,“ segir Sóley.
„Ég veiði hann á flugu. Ég er
samt ekert rosalega góð í sveifl-
unni. Svo förum við seinna í
sumar með fjölskylduna í sum-
arbústað á Laugarvatn."
Sóley leikur í Borgarleikhús-
inu í vetur og fyrsta verkefnið
er franskur farsi. „Þetta er
nokkurs konar paródía á försum,
eiginlega splatter. Vonandi för-
um við svo að vinna eitthvaö
með Shakepeare, það er draum-
urinn.“ Aðspurð um óskahlut-
verk, kemur hik á leikkonuna.
„Mig langar reyndar að leika
SÓLEY ELÍASDÓTTTIR
Veiðir alltaf einn lax í veiðitúrnum.
Ólivíu í Þrettándakvöldi og auð-
vitað Kleópötru í Antóníusi og
Kleópötru," segir hún eftir
nokkra umhugsun, og langar
skiljanlega að nýta sér reynsl-
una sem hún hlaut á Shakespe-
are-námskeiði í afmælisvikunni
í London.
edda@frettabladid.is
SOGIÐ VIÐ HLEMM Vegfarendur sem eiga leið hjá Gallerí hlemmi þessa dagana fara ekki varhluta af sýningu Magnúsar Sigurðssonar, Sogið. Vatnsúði berst frá galleríinu en
viðfangsefnr sýningarinnar eru á sviði næringarfræði og pappírsákefðar, segír listamaðurinn.