Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júlí 2002 LAUGARDAGUR HASKOLABIO IIACAtOftOI * SÍHI UÖ I Í t V * ÍÍ4HSIA SÝNIN(.AHt JAl l> LANOSINS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10 ISCOOBY DÖÖ kl. 2,4,6, 8 og 10 |BAD COMPANY kl. 8 og 10.201 IJADE SCORPION kL6 HJALP EG ER FISKUR kl. 2,4 og 61 jJIMMY NEUTRON kL2 og4 IAMORES PERROS klTÍl Sýnd kl. 530,8 og 1030 vrr 400 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 vrr 398 Sýnd kl. 530,8 og 1030 |S0R0R1TY BOYS 2,4,6,8 og 10.10 |bÁD COMPANY kl, 530, 8 og 1030 j m HJÁLP ÉG ÉRFÍSKUR 2 og 3.45] f"] [ÁBOUT ABOY3.45, 5.50,8 Ogio.io jPÉTUR PAN m/isl- tali 2 og 3.451 vl,| VEL HEPPNAÐAR SÖGUHETJUR Úr kvikmyndinni I Kina spiser de hunde Framhaldið á I Kina Spiser De Hunde: Nýir Olsen bræður komnir á kreik? kvikmyndir Danska leikstjóranum Lasse Spang Olsen hefur tekist að skapa nýja Olsen bræður. Sú er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Jyllands Posten. í gær var frum- sýnd í Danmörku framhald mynd- arinnar I Kina spiser de hunde, sem einnig var sýnd hér á landi og naut mikilla vinsælda. Nýja myndin, sem heitir Gamle mænd i nye biler, eða Gamlir kallar á nýjum bflum, hefst á því að glæpa- maðurinn Harald, sem leikinn er af Kim Bodnia, losnar úr fangelsi. Fyrr en varir er hann ásamt félög- um sínum úr fyrri myndinni lentur í ráðabruggi sem gæti sent hann í fangelsi. Minnir óneitanlega á upp- hafssenu úr Olsen mynd. Lasse Spang Olsen segist meira en tilbúinn til þess að gera fleiri myndir um Harald og félaga ef vel gengur. Fjölmargar myndir voru gerðar um Egon Olsen og félaga hans sem voru ansi skondnir glæponai'. Þær myndir eru sígildar í danskri kvikmyndamenningu og ís- lendingar þekkja þá einnig af góðu. Það er aldrei að vita nema Harald og félagar hljóti sama sess. ■ .— Lék í yfir 120 myndum: Rod Steiger látinn leikari Kvikmyndaheimurinn syrgir nú lát leikarans góðkunna Rods Steigers, sem lést í fyrradag 77 ára að aldri. Norman Jewison, sem leikstýrði Stei- ger í myndinnni In the Heat of the Night, sagði Steiger hafa verið „einn mest skapandi leik- ara sem hann hafði unnið með í gegnum tíðina." Steiger hlaut ósk- arsverðlaun fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Hann lést á sjúkrahúsi í Los Angeles eftir að hafa gengist und- ir gallblöðruaðgerð. Steiger hóf feril sinn sem leik- ari árið 1951og lék í yfir 120 kvik- myndum. Hann sló fyrst í gegn í kvikmyndinni On the Waterfront, sem frumsýnd var árið 1954. Hann lék síðan í mörgum mynd- um sem teljast til þeirra klass- ískra kvikmynda en hafnaði ein- nig hlutverkum í myndum sem eru sígildar, eins og The God- father og Patton. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI | Stephen Fry, sem meðal ann- ars er þekktur fyrir leik sinn þáttunum um glaumgosann Wooster og bryt- ann Jeeves, ætlar að spreyta sig á þáttastjórn á næstunni. Hann mun stýra spurn- ingaþætti um jað- arþekkingu. Lið, skipuð frægu fólki, munu reyna að svara „fáránlega erfiðum" spurningum. Ef vel tekst til verður hafin framleiðsla á þátt- unum, en fyrst verður eingöngu gerður einn, í tilraunaskyni. Sýning með ljósmyndum af hljómsveitinni Oasis opnar í ágúst í London Basement Gall- ery. Sýningin ber heitið „Beenther- donethat" og á henni gefur að líta Ijósmyndir teknar af Roger Sargent, sem tek- ur myndir fyrir tímaritið NME. Myndirnar span- na feril hljómsveitarinnar frá árdögum hennar til dagsins í dag. Rokkjaxlinn Bruce Springsteen hyggur á hljóm- leikaferð með haustinu. Tilefnið er útkoma nýju plötunnar hans, The Rising, sem er væntanleg í búðir í lok júlí. Springsteen og hljómsveitin hans gamla góða E Street Band koma til Evrópu í október. Ekki hefur verið til- kynnt enn hvaða borgir verða svo heppnar að fá gamla galla- buxnatöffarann i heimsókn. Áður en Springsteen heldur til framandi landa fer hann í tón- leikaferð um Bandaríkin. Robert Plant, söngvari Led Zeppelin, hefur játað að hafa laumast til að fara á tónleika með hljómsveit sem hefur sitt lifibi’auð af því að flytja gömul Zeppelin lög. Hann hafði sig sneypulega á brott þegar tón- leikagestir báru kennsl á hann. „Einhver sagði mér frá þessari hljómsveit og ég veit hversu fá- ránlega ég leit út á þessum tíma, ég meina, ég er alveg hlægilegur í dag, en mig langaði bara svo til þess að sjá hvernig ég kom fyr- ir.“ Plant hafði vonast til þess að enginn tæki eftir sér en síðan tók hann eftir því að allir sáu þegar hann kom inn. „Þeir voru að spila „The Ocean“ og allir litu upp af sviðinu þegar ég kom inn ... ég hugsaði, hvað á ég að gera? Neyðist ég til að fara upp á svið og taka Battle of Evermore með söngvaranum, þannig að ég sneri við og flúði.“ Engin Þjóðhátíð án Arna Mótshaldarar útihátíða víða um land eru í óða önn að undirbúa sig fyrir verslunarmannahelgina. I Eyjum ganga framkvæmdir vel. Það sama er upp á teningnum í Galtalæk, Staðarfelli og Skagaströnd. útihátíðir Þrjár vikur eru þang- að til ein stærsta ferðahelgi árs- ins rennur upp, verslunar- mannahelgin. Utihátíðir eru haldnar víða um land og vinna mótshaldarar af fullum krafti við að gera allt klárt. Birgir Guð- jónsson, mótshaldari í Vest- mannaeyjum, segir fram- kvæmdum miða vel áfram. Þeg- ar Fréttablaðið sló á þráðinn voru menn í óða önn að setja upp stóra sviðið. Birgir segir hljóm- sveitirnar sem þar munu leika vera Land og syni, í svörtum föt- um, Hljóma, Á móti sól og írafár. Hann segir engar breytingar á hefðbundnum dagskrárliðum, brennunni, flugeldasýningu og brekkusöngnum. Nú sem fyrr muni Árni Johnsen stjórna fjöldasöngnum. „Það er alveg klárt að það er engin Þjóðhátíð án Árna,“ bætti Birgir við. í Galtalæk verður boðið upp á skipulagða dagskrá. Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- maður, segir meðlimi hljóm- sveitarinnar Stuðmanna miðað að því að kynslóðirnar geti skemmt sér saman. „Andinn sem svífa á yfir vötnum í Galta- læk á að vera blanda nostalgíu, nútíð og framtíð." Auk Stuð: manna leika hljómsveitirnar í svörtum fötum, X Rottveilerhundar auk sjö unglingahljómsveita. Þá verða ýmis skemmtiatriði í boði. Jakob Frímann segir að verið sé að reísa risavaxið svið sem muni verða með því metnaðarfyllsta hljóð- og ljósakerfi sem völ sé á. Þeir sem algerlega vilja tryg- Á LEIÐ TIL EYJA Biðröð myndaðist við miðasölu BSÍ þegar sala á farmiðum til Eyja hófst síðastliðinn þriðjudag. Þeir sem ómögulega geta beðið geta hitað sig upp fyrir þjóðhátíð í Eyjum í Þrastarskógi nú um helgina. Það eru félagar sem standa að vefsíðunni eyjar2002.com sem skipuleggja þá uppákomu. gja það að geta skemmt sér án þess að vímuefni séu nálæg ættu að leggja leið sína á útihátíð í Staðarfelli, nánar tiltekið á Sel- strönd í Dalasýslu. Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, segir að búið sé að skipuleggja viðamikla dag- skrá sem stíluð sé inn á alla fjöl- skylduna. Til staðar verði öll þjónusta. Sú hátíð sem hvað fjölmenn- ust var í fyrra var Kántrýhátíðin á Skagaströnd. Sigurður Sigurð- arson, framkvæmdarstjóri, seg- ist ekki búast við eins miklum fjölda í ár. í boði verði hefðbund- in dagskrá sem byggð sé upp af heimamönnum og aðkomuhljóm- sveitum. Gat hann þess að vænt- anlegur væri geisladiskur til heiðurs Hallbirni Hjartarsyni, primus motoi', Kántrýhátíðarinn- ar, sem tengjast myndi hátíðinni að einhverju leyti. Það væri ekki síst gert til að hampa frum- kvöðlastarfi Hallbjarnar. Gerði hann ráð fyrir að nú sem endranær kæmi fólk sem komið væri yfir þrítugt ásamt fjöl- skyldum sínum. kolbrun@frettabladid.is Ný kvíkmynd í bígerð: Berjast Súperman og Batman á hvíta tjaldinu? kvikmyndir Hugsanlegt er að ofur- hetjurnar Batman og Súperman muni eigast við í nýrri kvikmynd sem er í bígerð. Warner Brothers kvikmyndafyrirtækið hefur til- kynnt um að það ætli að framleiða kvikmyndina sem verður leik- stýrt af Wolfgang Petersen. Þess- ar upplýsingar eru hafðar eftir Variety, helsta málgagns skemmtiiðnaðarins. Matt Damon, sem meðal ann- ars hefur leikið í kvikmyndinni, Good Will Hunting, hefur verið orðaður við kvikmyndina, en ekki er í ljóst í hvoru hlutverkinu hann myndi lenda. Batman og Superman eru vin- sælustu ofurhetjurnar sem þekkj- ast. Vinsælar Hollywoodmyndir hafa verið gerðar um þær báðar. Fjórar Batman myndir voru gerð- ar á níunda og tíunda áratugnum. Fjórar Superman myndir voru einnig gerðar þar sem Christoph- er Reeve fór með aðalhlutverkið. Hann er sem kunnugt er lamaður ídag. Vinsældir kvikmyndarinnar um Spiderman hafa sannfært kvikmyndaverin að óvitlaust sé að fjárfesta í ofurhetjum. í myndinni fyrirhuguðu er ætl- unin að Superman og Batman lendi upp á kant hvor við annan vegna „ágreinings um hugmynda- fræði“. Petersen segir þá fullkom- ið par, eins og tvær hliðar á sama KLASSÍSKAR HETJUR Mætast I kvikmynd að því er nýjustu fregnír herma. pening, þar sem annar er bjartur og göfugur en hinn myrkur og hefndargjarn. Superman er sá fyrrnefndi en Batman síðar- nefndi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.