Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 16
vr HVER ER TILGANGUR LIFSINS? Tilgangur lífsins er að lifa lífinu lifandi. Vigdis Sigurjónsdóttir o o © ö © © ö © © © IVIETSÖLULISTI METSÖLULISTIEYMYNDSSON YFIR ERLENDAR BÆKUR lan Rankin RESURRECTION MEN Robert B. Parker DEATH IN PARADISE Ed McBain MONEY.MONEY.MONEY Martha Grimes BLUE LAST David Baldacci LAST MAN STANDING Elizabeth George TRAITOR TO MEMORY Patricia Cornwell ISLE OF DOGS Acid Row MINETTE WALTERS Thief of Time TERRY PRATCHETT Nicci French THE REDROOM Erlendar bækur: Spennu- sögur alls- ráðandi bækur Spennusögur ráöa ríkjum á lista Eymundsson yfir erlend- ar bækur sem kemur ekki á óvart. Þetta eru nefnilega þær tegundir bóka sem fólk kýs gjarnan að lesa í sínum sumar- fríum. Margir fremstu spennu- sagnahöfunda eiga bækur á list- anum. Má-þar nefna höfunda á borð við Ed McBain, David Baldacci og Patriciu Cornwell. Bókin sem trónir nú í efsta sæti, Resurrection men eftir Ian Rankin, segir af breska rann- sóknarfulltrúanum John Rebus. Þessi saga er sú 13. í röðinni. ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við kauða því Ríkissjónvarpið hefur sýnt nokkrar bíómyndir um þennan mislynda lögregíumann. ■ DAGURISVEIT Reiðskólinn Þyrill býður upp á dagsferð- ir fyrir börn að Torfastöðum í Fljitshlið. Farið er frá Reiðhöllinni í Víðidal kl. 8:00 og komið til baka kl. 16:30. Börn- in fá afhentan hest sem þau hafa af- not af allan daginn. Skólinn útvegar hjálma og hnakka. Riðið er eftir lands- laglnu og söguslóðir Njálu kannaðar. Komið við á Sögusetrinu á Hvolsvelli í bakaleiðinni. 16 QlQAJaATTSm RE1 TRÉTTABL AT5IÐ SOOSUÚi J«>DAanA3UAJ 13. julí 2002 LAUGARDAGUR Galtalækj arskógur: Söngveisla á hátíðarsviði tónleikar Á morgun, sunnudag, klukkan 17.00 verða haldnir útitón- leikar á hátíðarsviðinu í Galtalækj- arskógi. Þar munu bræðurnir frá Álftagerði, þeir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar, koma fram ásamt söng- konunni ástælu Diddú. Spaugstofu- mennirnir Örn Árna og Karl Ágúst sjá um kynningar og gamanmál en undirleikur er í höndum Stefáns Gíslasonar og Jónasar Þóris. Guðni Björnsson, framkvæmda- stjóri Galtalækjarskógar, segir tón- leikana til styrktar uppbyggingu í LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ GONGUFERÐIR 11.00 Á vegum NLFR verður farið í grasaferð um nágrenni Reykjavik- ur í dag. Farið verður undir leið- sögn Ásthildar Einarsdóttur, grasalæknis og fegrunarsérfræð- ings. Tíndar verða jurtir til tegerð- ar og fleira við nágrenni Vífils- staðavatns. Hist verður við Vífils- staðavatn og þaðan gengið á slóð jurtanna. Áætlað er að ferðin taki um þrjár klukkustundir. TÓNLEIKAR skóginum. „Nú eru t.d. síðustu for- vöð að sjá eitthvað fara fram á gamla sviðinu, sem er auðvitað það svið sem gestir Galtalækjar þekkja í gegnum tíðina, ákaflega fornfá- legt, en hefur sannarlega staðið fyrir sínu. Gamla sviðið verður rif- ið niður daginn eftir tónleikana og verður í framtíðinni notað sem barnasvið. Nýtt hátíðarsvið verður svo tekið í notkun fyrir Galtalækj- arhátíðina um verslunarmanna- helgina," segir Guðni. „Önnur uppbygging í skóginum SÖNGBRÆÐUR Álftagerðisbræður ásamt Diddú og Spaugstofumönnum munu skemmta gestum í Galtalæk á sunnudag. er m.a. landgræðsla, skógrækt og aðstaða fyrir sumardvalargesti." Guðni segir gráupplagt fyrir fólk að fá sér sunnudagsbíltúr aust- ur og njóta náttúrunnnar og fagurs söng við rætur Heklu. Aðgangseyr- ir á tónleikana er 1.500 krónur, en aðgöngumiða er hægt að fá í for- sölu fram á sunnudag á bensín- stöðvum OLÍS. aawiiawisKL'-nf.rKWLTji 14.00 Haldnir verða tónleikar í Árbæjar- safni í dag. Tríóið Jazzandi leikur fyrir gesti þekkta djass standara ásamt frumsömdu efni. Tríóið skipa Sigurjón Alexandersson á gítar, Sigurdór Guðmundsson á bassa og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. 16.00 Á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu í dag koma fram söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Sænski barritónsaxafónleikarinn Cecilia Wennerström heldur tón- leika í kvöld á Valaskjálf á Egils- stöðum í kvöld. Með henni leika þeir Kjartan Valdemarsson, pi- anó, Matthias M.D. Hemstock, trommur og færeyski bassaleikar- inn Edvard Nyhoím Debess. Kynnir er Friðrik Theodórsson. SKEMMTANIR____________________________ 23.00 Á Kringlukránni í kvöld leikur hljómsveitin Úlfarnir. 23.00 Þeir félagar Svensen og Hall- funkel skemmta í kvöld á Gullöldinni. 23.00 Hljómsveitin KOS leikur og syngur i kvöld á Fjörukránni. 23.00 Á Piayers í Kópavogi sjá Björg- vin Halldórs og Sigga Beinteins um stuðið. 23.30 Dj. Benni verður við völdin í búr- inu á Café 22 og heldur væntan- lega uppi góðri partýstemningu með hæfilegri blöndu af nostalgíu og nýlegu stöffi að hætti hússins. 23.30 Hljómsveitin SSSól heldur uppi stuðinu í Sjallanum, Akureyri, i kvöld. 23.30 Dansleikur verður í Hreðavants- skálanum í kvöld Hljómsveitín Sóldögg leíkur fyrir dansi. 24.00 Tríóið Úlrik skemmtir fram á morgun á veitingahúsinu Café Amsterdam. MYNPLIST______________________________ Kanadíski landslagsmálarinn David Al- exander sýnir í Hafnarborg. Verkin sem eru til sýnis eru afrakstur (slandsdvalar Alexanders um sumarið 2000 er hann var með vinnuaðstöðu í Straumí. Sýn- ingin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og henni lýkur 22. júlí. Elsa Rodrigues ung listakona frá Lissa- bon í Portugal er með einkasýningu í Gallerí Tukt. Elsa byrjaði á undirbúningi verkanna þegar hún dvaldi á íslandi á síðasta ári. Hún sýnir Ijósmyndir þar sem hún notar sjálfa sig sem efnivið til að túlka viðfangsefnið. Sýningin stendur til 14. júlí. Listamennirnir Maria Patricía Tinajero- Baker frá Equador, Amy Barillaro, Ann Chucvara, Julie Poitras Santos og Jaeha Yoo sem öll eru bandarísk, Tsehai Johnson frá Eþíópíu og hin ís- lenska Hrafnhildur Sigurðardóttir hafa opnað sýningu í Sverrissal Hafnarborg- Líf og fjör í miðbænum Skemmtidagsskrá í miðbænum í dag. Fyrsti laugardagur af sex þar sem auknu lífi er hleypt í miðbæinn. Þema dagsins er götulist. hátíð „Ætlunin er að efla líf í miðbænum," segir Silja Hauks- dóttir sem vinnur við fram- kvæmd verkefnisins. „Þetta er fyrsti laugardagurinn af sex þar sem stefnt er að því að hafa skemmtilegar uppákomur í miðbænum." Hugmyndin er að hennar sögn að miðbærinn verði undirlagður af dags- skránni. Á boðstólum verði tón- leikar, útigrill, götulistamenn, andlitsmálarar, skákkeppni, úti- markaður, leiktæki og skemmtikraftar. í dag verður jafningja- fræðslan með götuhátíð á Lækj- artorgi. Allan daginn verður skemmtun á torginu og má þar nefna flóamarkað með varning frá búðum Laugavegarins, leik- tæki og andlitsmálningu. Auk þess verða tónleikar þar allan daginn. „Hver laugardagur hefur síðan sitt þema,“ segir Silja. í dag er þemað götulist og munu fjölbreyttir hópar listamanna skemmta sér og gestum Lauga- vegarins á morgun. Meðal þeir- ra sem munu troða upp eru trú- badorar, götulistamenn, trúðar, sem mála á andlit krakka, söng- hópur, breakdanshópur, grafík- listamenn og ýmsar hljómsveit- DAGSKRA JAFNINGJAFRÆÐSLUNNAR A LÆKJARTORGI TÍMI HUÓMSVEIT TÓNLIST 13.00 Bæjarins bestu hip hop 13.30 Sveittír gangaverðir r'n b 14.00 Reaper heavy Metal 14.30 Kimono rokk 15.00 Afkvæmi guðanna rapp 15.30 Leikfélagið Ofleikur leikatriði 16.30 Forgotten Lores hip hop 17.00 Leoncie popp 17.30 Kuai rokk 18.00 Snafu metal 18.30 Sumartónlist Þegar er hafin skipulagning á óvæntum og skemmtilegum viðburðum fyrir næstu iaugar- daga. Sem dæmi um atburði sem eru í bígerð er öfug um- ferð upp Laugaveginn, skreyt- ingu og breytt útlit Hallgríms- kirkju, afsteypu af lófum þekkts fólks á Laugaveginn og uppboð á munum þeirra. Dagsskráin í dag fer fram á Ingólfstorgi, Skólavörðustíg, Laugarvegi, Lækjartorgi, í Grófinni og Austurstræti. ■ BÍÓFERD Konur gera líka Enn er hægt að komast í bíó í miðbæ Reykjavíkur. Regnbog- inn á Hverfisgötu á sínum stað og sýnir Unfaithful eftir sama leik- stjóra og gerði Fatal Attraction fyrir mörgum árum. Þar hélt Michaei Dougias fram hjá eigin- konu sinni með skelfilegum afleið- ingum. Á Hverfisgötunni heldur Diane Lane nú fram hjá Richard Gei’e með ekki minni látum. Tím- inn sem Ííður á milli myndanna sýnir okkur að konur gera það líka og ekki er það skárra. Þarna er margt umhugsunar- vert og þokki Diane Lane er hverrar mínútu virði á tjaldinu. Franski sjarmörinn Oliver Martinez er hins vegar ekki eins trúverðugur og illskiljanlegt hvernig frú Lane datt í hug að skipta á honum og Gere. Henni leiddist líklega. Sjálfum leiddist mér að fá ekki að taka með mér súkkulaðisjeik inn í kvikmyndahúsið. Samkvæmt reglum kvikmyndahúsa er bannað að bera sælgæti og aðra matvöru sem keypt er utan húss með sér í salinn. Oðruvísi mér áður brá þeg- ar maður poppaði heima fyrir bíó- sýningar og fór svo með heilan poka af volgu poppi í bíó. Þá var líka hægt að velja á milli fjölda UNFAITHFUL: kvikmyndahúsa í miðborginni; Nýja bíó og Gamla, Stjörnubíó og Hafnarbíó en öll eru þau nú horfin í versiunarmiðstöðvar úthverf- anna en það voru einmitt leiðindi úthverfanna sem leiddu Diane Lane í fang Oliver Martinez. Hann bjó í miðbænum og þangað sóttu ástríður hennar og losti. Þar vilj- um við líka geta farið í bíó en Regnboginn er nú einn eftir. Eiríkur Jónson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.