Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 15. júlí 2002 LAUGARDAGUR SPURNINC DACSINS Hvernig notar þú frítímann þinn? Ég er bara úti með vinunum. Stundum graffa ég svolítið, spreyja á veggi þar sem það má. Matthías Örn Almann-kaas. Ólafsfjörður: Hafnaði öll- um bæjar- stjóraefnum Samkeppnisstofnun bannar auglýsingar Seglagerðarinnar um fellihýsi: Hótar allt að 10 milljóna sektum samkeppnisstofnun Samkeppnis- stofnun hefur bannað Seglagerð- inni Ægi að birta auglýsingar með ýmsum fullyrðingum um fellihýsi og tjaldvagna sem taldar eru ósann- aðar og villandi og brjóta því gegn ákvæðum samkeppnislaga. Fyrir- tækið notaði meðal annars í auglýs- ingunum orð eins og „vinsælust", „best“, „flottust" og að um væri að ræða „einu fellihýsin sem sérhönn- uð væru fyrir íslenskar aðstæður" og væru þau „betur búin en önnur fellihýsi“. Þá sagði ennfremur að fellihýsin væru þau mest seldu á ís- landi árin 1998 til 2001. Engin gögn voru hins vegar lögð fram til stað- festingar á því. Eftir ítrekaðar at- SAMKEPPNISSTOFNUN Hefur bannað Seglagerðinni Ægi að segja flottastir, bestir, vinsælastir, i auglýsingum um tjaldvagna eins og þessa. Samkeppnis- stofnun hótar allt að 10 milljóna króna sektum virði Seglagerðin Ægir ekki bannið. hugasemdir Samkeppnisstofnunar svaraði Seglagerðin og sagði að fullyrðingunum hefði verið breytt. Engin dæmi voru hins vegar gefin upp um hvernig orðalagi auglýsing- anna hefði verið breytt. Auglýs- inganefnd, sem er ráðgefandi fyrir samkeppnisráð, komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar í auglýs- ingum Seglagerðarinnar brytu gegn ákvæðum Samkeppnislaga. Samkeppnisstofnun staðfesti þann úrskurð og bannaði birtingu aug- lýsinganna. Verði banninu ekki fylgt mun Samkeppnisstofnun leg- gja til að sektir upp á allt að 10 milljónir króna verði lagðar á Seglagerðina. ■ Mál Árna Johnsen: Áfrýjun ekki verið ákveðin DÓMSMÁi Ekki hefur enn verið tek- in ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Árna Johnsen verði áfrýjað. Jakob R. Möller, lögfræðingur Árna, segir að ekki sé kominn tími til að taka þá ákvörðun. Hann segir að sér þyki ekki ólíklegt að ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað eða ekki liggi fyrir í kringum næstu helgi. Árni var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Dómurinn var ekki skil- orðsbundinn og hefur komið fram að sumum dómspekingum hefur þótt það nokkuð þungur dómur. ■ Stjóm Ecevits á bláþræði Vinsæll ráðherra í Tyrklandi hefur stofnað nýjan flokk til höfuðs Bulent Ecevit forsætisráðherra. Sjö ráðherrar hafa sagt af sér í vikunni. Stjórnin hefur verið lömuð vikum saman eftir að Ecevit veiktist SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti bæjarráðs Ólafsfjarðar hafnaði öllum umsækjendum um starf bæjarstjóra í Olafsfirði. 'l'uttugu sóttu um stöðuna, allt karlmenn. Meðal umsækjenda voru lög- fræðingar, hagfræðingar, við- skiptafræðingar, verkfræðingar og fyrrverandi sveitarstjóri. Enginn þeirra þótti að mati nýs meirihluta í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar hafa það til að bera sem sóst var eftir. Meirihlutinn ákvað því að hafna öllum um- sækjendum að sinni og fela for- manni bæjarráðs og forseta bæj- arstjórnar Ólafsfjarðar að kanna aðrar leiðir við ráðningu bæjar- stjóra. ■ ankara. ap f gær, daginn eftir að Ismail Cem sagði af sér sem utan- ríkisráðherra Tyrklands, stofnaði hann ný stjórnmálasamtök til höf- uðs forsætisráðherra landsins, Bulent Ecevit. Cem er sjöundi ráðherrann úr stjórn Ecevits sem sagt hefur af sér nú í vikunni. Líf stjórnar Ecevits virðist hanga á bláþræði. Tveir af þrem- ur stjórnarflokkunum vilja að kosningar verði haldnar sem fyrst. Hann veiktist alvarlega í maí síðastliðnum og síðan þá hef- ur stjórnin verið nánast lömuð. Vaxandi þrýstingur hefur ver- ið á forsætisráðherrann að segja af sér. Hann hefur þó jafnan neit- að því og sagt að öngþveiti myndi skapast í stjórnmálum. Einnig mætti búast við hruni á markaði ef hann segði af sér. Síðast í gær sagðist hann í blaðaviðtali alls ekki hafa í hyggju að láta undan kröfum um afsögn. Cem segir að nýju stjórnmála- samtökin sín verði hliðholl Vest- urlöndum og byggð á grundvall- arstefnumálum sósíaldemókrata. Hlutverk þeirra verði að endur- vekja trú landsmanna á stjórn- málin. Meginverkefni flokksins verði að koma á umbótum sem verði til þess að Tyrkland geti fengið inngöngu í Evrópusam- bandið. „Tyrkland má ekki missa oq nauðsynleqir THUU Polar 100 Polar 200 Evolution 100 Evolution 500 Vision 650 Einnig Fáanlegt: Burðarbogar Hjólagrindur Kajak Festingar www.stilling.is SKEIFUNNI 11 • SIMI 520 8000 • BILDSH0FÐA 16 • SIMI 577 1300 • DALSHRAUNI 13 ■ SIMI 555 1019 ®]Stilling AUSTURVEGI 69 • SÍMI 483 1800 • SMIÐJUVEGI 68 ■ SÍMI 544 8800 FORSÆTISRÁÐHERRANN oc lífverðir hans Heilsu Bulents Ecevits, sem er fyrir miðri mynd, hefur hrakað undanfarið. af því tækifæri," sagði Cem. „Við erum staðráðin í því að grípa til þeirra ráðstafana, sem nauðsyn- legar eru.“ Meðal þeirra umbóta, sem Evrópusambandið krefst að gerð- ar verði í Tyrklandi, er að dauða- refsing verði afnumin og kúrdum verði tryggð aukin réttindi. Eftir að heilsu Ecevits hrakaði hafa deilur magnast meðal ráðherra stjórnarinnar um umbætur af þessu tagi, sem Ecevit hugðist koma á. Cem er meðal vinsælustu stjórnmálamanna í Tyrklandi. Hann gegndi stóru hlutverki í að bæta tengslin við Grikki í kjölfar jarðskjálfta sem urðu í báðuni ríkjunum fyrir nokkrum misser- um. Með Cem í nýju hreyfingunni er efnahagsráðherrann Kemal Dervis, sem einnig nýtur mikilla vinsælda. Dervis sagði af sér á fimmtudaginn en forseti lands- ins neitaði að taka afsögn hans gilda. ■ Búferlaflutningur fyrri hluta árs: Tíundi hver lands- maður flutti búseta Nær tíundi hver landsmað- ur flutti sig um set fyrri hluta árs ef mið er tekið af breyttum skrán- ingum á lögheimili í þjóðskrá Hagstofunnar. Alls tilkynntu 26.355 einstaklingar breytta bú- setu. Rúmlega helmingur, 14.753 einstaklingar, fluttist milli heim- ila í sama sveitarfélagi. 8.253 flut- tu milli sveitarfélaga, 1.843 fluttu hingað frá útlöndum og 1.506 héð- an til útlanda. Á landsbyggðinni fækkaði fólki í öllum landshlutum nema á Vesturlandi. Af einstökum sveit- arfélögum fjölgaði íbúum mest í Kópavogi, um 273, og Hafnarfirði, um 184. Mest var fækkunin í Sel- tjarnarnesi, þar sem íbúum fækk- aði um 67, Skagafirði, þaðan sem brottfluttir voru 37 fleiri en að- fluttir. Landsmönnum fjölgaði um 337 sé tekið mið af búferlaflutningum til og frá landinu. Brottfluttir ís- lenskir ríkisborgarar voru þó 179 fleiri en þeir íslendingar sem fluttust heim. 516 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu hingað til lands en af landi brott. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.