Fréttablaðið - 13.07.2002, Side 4

Fréttablaðið - 13.07.2002, Side 4
MasterCard tilboð vikur i sólina á verði tvessja Krít 15. ágúst ✓ á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 91.370 kr* Miðað við 2 fullorðna í st.ídíói. Innifalið: Flug, gisting á Malou, ferðir til og frá flugvelli e>lendis og allir flugvallaskattar. Beni- JLhjliU 6 6 3A Ol 1 * ETíbb.H f "TS"" í f MAMSm læMHÉlÉMMi * Verðið miðast við að greitt sé með tveimur 5.000 kr. Ferðaávísunum MasterCard. Búið er að reikna það inní verð. J MasterCard Færð þu Ferðaévfiun MasterCard með þirtu kreditkorti? FERÐIR www.plusferdir. is FRETTABLAÐIÐ 13. júlí 2002 LAUCARPAGUR ísrael og Hisbolla: Samningur um fangaskipti JERÚSALEM. ap Útvarpsstöð ísra- elska hersins skýrði frá því í gær að samningur um fangaskipti sé að verða til milli ísraelsstjórnar og Hisbolla skæruliðahreyfingar- innar í Líbanon. Samkvæmt þessu samkomu- lagi verður Palestínumaðurinn Marwan Barghouti, sem setið hef- ur í fangelsi Israelsmanna frá því um miðjan apríl, sendur í útlegð til Evrópu. Auk þess láta ísraels- menn um það bil hundrað fanga lausa og láta af hendi lík nokkurra tuga skæruliða Hisbolla hreyfing- arinnar. í staðinn lætur Hisbolla ísra- elsmanninn Elhanan Tennenbaum lausan, en honum var rænt í októ- ber árið 2000. Einnig verður lík- um þriggja ísraelskra hermanna skilað til Israels. Barghouti er með vinsælustu leiðtogum Palestínumanna. ísra- elsmenn saka hann um að hafa skipulagt hryðjuverk, sem her- SENDUR í ÚTLEGÐ? Marwan Barghouti hefur veríð í haldi isra- elsmanna frá því um miðjan apríl. Hann mun vera skyldur Mustafa Barghouti, sem komið hefur hingað til lands. skáir Palestínumenn tengdir Fatah, stjórnmálahreyfingu Jass- ers Arafats, hafa framið. Barg- houti segist eingöngu vera stjórn- málaleiðtogi og hafa hvergi nærri ofbeldisverkum komið. ■ Bifröst í Borgarfirði: Réttarsalur í skóla skólar í skoðun er að byggja réttarsal til að nota við kennslu í lögfræði í Viðskiptaháskólanum í Bifröst í Borgarfirði. Verður það fyrsti réttarsalurinn sem byggður er í íslenskum skóla: „Ekkert er ákveðið en við stefnum að því að bjóða upp á mastersnám í lögfræði hér við skólann eftir 2 ár og samhliða því er ljóst að búa verður fólk undir lögfræðistörf við raun- verulegar aðstæður. Því gæti bygging réttarsalar vel komið til greina,“ segir Runólfur Ágústs- son, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. ■ Er ekki bændum til framdráttar OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetja til að dregið verði úr búvernd. Styrkir og innflutningsvernd tryggja ekki bættan hag bænda. Núverandi landbúnaðarkerfi er bændum fyrir verstu segir Guðmund-lj ur Ólafsson hagfræðingur. Ég hef stundum kallað þetta að landbún- aðurinn sé í kæfingarfaðm lagi við ríkis- valdið búvernd „Ég held að bændur séu smátt og smátt að átta sig á því að þetta kerfi er þeim fyrir verstu,“ segir Guðmundur Ólafsson, hag- —4-— fræðingur, um styrkjakerfið í ís- lenskum landbún- aði.“ Ég hef stund- um kallað þetta að landbúnaðurinn sé í kæfingarfaðmlagi við ríkisvaldið. Það er innflutnings- bann og þeir eru á —♦— miklum styrkjum. Öll starfsemi sem er svona of- vernduð rennur undir lok.“ í skýrslu OECD um stuðning við landbúnað á síðasta ári er sett fram hörð gagnrýni á þær leiðir sem hafa verið farnar til að styrk- ja Iandbúnað. Sérstaklega beinist gagnrýnin að framleiðslustyrkj- um til bænda og innflutnings- vernd sem hækkar matvælaverð til neytenda. Er gagnrýnt að þess- ar aðferðir leggi þungar álögur á neytendur og skattgreiðendur án þess að tryggja bændum viðun- andi tekjur. I nýlegri úttekt Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á ís- lensku efnahagslífi er einnig lýst áhyggjum af mikilli vernd land- búnaðarins og hvatt til þess að dregið verði úr henni. „Ég held að ef til dæmis inn- flutningshöftum væri aflétt myndu bændur finna leiðir til þess að geta stundað landbúnað með einhverjum hætti,“ segir Guð- mundur. Mjólkurframleiðsla myndi breytast eitthvað en ekki verða fyrir miklum búhnykk. Lambakjöt yrði dýrara og meiri hátíðarmatur. Svína- og alifugla- rækt fengi væntanlega versta út: reið í fyrstu segir Guðmundur. „í raun og veru má segja að kerfið núna byggist á því að vernda VERSLAÐ I MATINN Skýrsla OECD leiðír (Ijóst að verð landbúnaðarafurða út úr búð er tvöfalt hærra en það væri ef innflutningur landbúnaðarafurða væri frjáls. svína- og alifuglarækt meðan hefð- bundinn landbúnaður sé að koðn- ast niður.“ Svína- og alifuglarækt ætti þó að geta aðlagast breyttum aðstæðum að mati Guðmundar. „Á einhverjum tíma, 10 - 15 árum, á íslenskur landbúnaður að geta aðlagast frjálsum innflutn- ingi,“ segir Guðmundur. „Á þess- um tíma þyrfti að hjálpa mönnum verulega. Núna fá menn hins veg- ar stuðning án þess að þeir standi í nokkrum breytingum." brynjolfur@frettabladid.is Lögregluofbeldið í Kaliforníu: Myndatökumaður inn handtekinn INGLEWOOD, ap Maðurinn sem náði að taka myndband af því, þegar lögreglumaður í Inglewood í Kali- forníu barði svartan mann um síð- ustu helgi, heitir Mitchell Eugene Crooks. Hann hefur nú verið handtekinn. Hann á eftir að af- plána sjö mánaða dóm vegna smá- þjófnaðar og fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Lögregluþjónar höfðu hendur í hári hans fyrir utan húsakynni sjónvarpsstöðvarinnar CNN í Hollywood. Crooks reyndi að hlaupast á brott og hrópaði hátt á hjálp. Lögregluþjóninn Jeremy Morse, sem á myndbandi Crooks sást berja á sextán ára svörtum pilti, sagði í skýrslu sinni að pilt- urinn hefði gripið sig hreðjataki áður en hann barði hann í andlitið. Ronald Banks, lögreglustjóri í Inglewood, sagðist á fimmtudag hafa orðið fyrir vonbrigðum eftir að hafa séð myndbandið. „Þetta MYNDATÖKUMAÐURINN HANDTEKINN Öryggisinyndavélar við byggingu sjón- varpsstöðvarinnar CNN náðu upptöku af því þegar Mitch Crooks var handtekinn á fimmtudaginn. endurspeglar ekki venjuleg vinnubrögð okkar og starfshætti," sagði hann. ■ Síbrotamaður: Skilorðs- bundið fang- elsi fyrir fjöl- da afbrota dómsmál Héraðsdómur Norður- lands Eystra dæmdi tvo karlmenn og eina konu, öll á þrítugsaldri í fangelsi fyrir fjársvik, hilmingu og þjófnaði. Karlmennirnir voru einnig sakfelldir fyrir fíkniefna- viðskipti. Fólkið gaf út falsaða tékka úr stolnum tékkheftum, stal úr verslunum og seldi þýfið. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, fékk 5 mánaða fangelsisvist, þar af eru 4 skilorðsbundnir. Hinn maðurinn hlaut 4 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið og konan var dæmd í 40 daga fangelsi skilorðsbundið. ■ STUTT Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarð- hald yfir þremur karlmönnum, sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 30 kílóum af hassi til landsins. Þeir verða í gæsluvarð- haldi til 16. október. Lögreglan lagði hald á efnið í byrjun mars, en það kom til landsins í gámi með flutningaskipi frá Norðurlöndun- um. Aldrei áður hefur verið lagt hald á jafnmikið magn af hassi í einni sendingu. Hlutabréf í Vátrygingafélagi ís- lands hafa verið skráð á Til- boðsmarkað Kauphallarinnar. Við- skipti hófust á genginu 24.17 við- skipti fyrir samtals tæplega 93 milljónir króna höfðu farið fram í lok dags í gær. Lokagengi VÍS var skráð 25. Ráðist var á bandaríska her- menn í Afganistan í gær, skammt frá þeim stað þar sem bandarískir hermenn vörpuðu sprengjum á brúðkaupsveislu fyrir nokkru. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, segir að öngþveiti geti hlotist af því, ef Jasser Arafat verður bolað frá völdum á yfir- ráðasvæðum Palestínumanna. Það geti haft enn meira ofbeldi í för með sér. Jasser Arafat, Ieiðtogi Palestínu- manna, segist ekki hafa ákveðið hvort hann ætli að bjóða sig fram í kosningunuin í janúar. Hann hafi hins vegar engin áform um að láta af völdum á næstunni. Tíundi hver íbúi aðildarríkja Evrópusambandsins segist stunda vinnu á sunnudögum. Flest- ir starfa þeir, sem vinna á sunnu- dögum, á hótelum, veitingahúsum og sjúkrastofnunum. Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, hefur skipað téténskan mann, Abdul-Khakim Sultygov, mannréttindafulltrúa sinn í Téténíu. I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.