Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2002 ÞRIÐJUDAGUR Reiðar konur í Nígeríu: Umsátur um olíufyrirtæki WARRI. NÍGERÍU. ap Um það bil 150 konur hafa haldið útflutningsstöð olíufyrirtækisins ChevronTexaco í suðausturhluta Nígeríu í umsátri undanfarna viku. Konurnar krefj- ast þess að synir þeirra fái störf hjá fyrirtækinu og rafmagni verði veitt til þorpanna, þar sem þær búa. Um það bil 700 starfsmenn olíufyrirtækisins, þar á meðal Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn, hafa verið lokaðir inni í húsakynnum þess vegna umsátursins. Konurnar vilja ekki semja við neina aðra en æðstu yfirmenn fyr- irtækisins. ■ BÓKANIR SVIPAÐAR Hjá Flugleiðum finna menn ekki fyrir ótta farþega við að ferðast 11. september. Ameríkuflug Flugleiða: Enginn ótti við ellefta september ferðalöc Allt bendir til þess að bókanir í Ameríkuflug Flugleiða 11. september verði með eðlileg- um hætti þrátt fyrir ótta margra við þá dagsetningu í ljósi voða- verkanna á Manhattan og Penta- gon þann dag í fyrra: „Mér sýnast bókanir 11. sept- ember vera svipaðar og venjulega og engin verulegur munur á flugi til og frá Ameríku," segir Birkir Hólm sölustjóri hjá Flugleiðum. „Vera má að upp komi einstaka til- felli vegna dagsetningarinnar en af þeim hef ég ekki frétt enn né merkt á bókunum." ■ —«— Samkeppnisráð: Ólöglegt Scimráð flutninga- fyrirtækja VIÐSKIPTI Samstarf Samskipa og Vöruflutninga Vesturlands um rekstur sameiginlegrar vöruaf- greiðslu í Borgarnesi auk vöru- dreifingar og vörusöfnunar innan bæjarins og í nágrannasveitum brýtur í bága við samkeppnislög. Samkeppnisráð komst aö þessari niðurstöðu í gær, en samstarfið brýtur í bága við ákvæði laganna, sem fjallar um ólöglegt samráð. Samkeppnisráð hefur hins vegar ákveðið að veita fyrirtækj- unum undanþágu frá ákvæðinu að uppfylltu því skilyrði að sam- starfið nái einungis til umræddr- ar starfsemi í Borgarnesi. Þá er fyrirtækjunum óheimilt að miðla hvers konar viðskiptalegum upp- lýsingum á milli sín nema sem nauðsynlega leiðir af fram- kvæmd samstarfsins. Fyrirtækj- unum er ennfremur gert að upp- lýsa Samkeppnisstofnun um allar verðbreytingar á þjónustu sinni á skilgreindum markaði næstu þrjú ár. ■ Séra Baldur Rafn Sigurðsson í útvarpsmessu: Blessaði Arna Johnsen á elliheimilinu Grund kirkiustarf „Fyrirgefningin er tjáningarform kærleikans," segir séra Baldur Rafn Sigurðsson sem blessaði Árna Johnsen í messu á elliheimilinu Grund um síðustu helgi og hvatti vistfólk til að fyrir- gefa þingmanninum fyrrverandi. Messunni var útvarpað um land allt en séra Baldur er að öllu jöfnu sóknarprestur í Njarðvíkurkirkju. Vistfólk á Grund tók ósk séra Baldurs Rafns með jafnaðargeði þó skiptar skoðanir væru á meðal þeirra að messu lokinni. ELLIHEIMILIÐ GRUND Fyrirgefningin er tjáningarform kærleikans. „Ég heyrði af þessu en geri ekki athugasemdir við,“ segir séra Guð- mundur Óskar Ólafsson, prestur á Grund, sem fékk séra Baldur Rafn til að messa þennan dag. Ræða séra Baldurs var 20 mínútna löng og kom hann víða við. Sjálfur seg- ir hann: „Megininntak ræðu minn- ar var að við eigum að láta dóm- stólana dæma bæði í máli Árna og öðrum. Það er ekki okkar þó dóm- stóll götunnar sé aldrei langt und- an. En hann verðum við stundum að stöðva.“ ■ Vel gengur að manna skólana Með betri vinnuaðstöðu kennara og aukinni ábyrgð á faglegu starfi er kennsla að verað eftirsóknarvert starf að mati Þorsteins Sæbergs skóla- stjóra. Aldrei fyrr hefur eins vel gengið að ráða í stöður hvort sem er í Reykjavík eða á landsbyggðinni í ágúst undan- farin ár hefur átt eftir að manna tals- vert margar stöður en sú er ekki raunin kennarar Vel gengur að fá grunn- sskólakennara til starfa í Reykja- vík á komandi skólaári, að sögn Ingunnar Jónsdóttur hjá Fræðslu- ý. miðstöð Reykja- víkur. Hún segist að vísu ekki hafa tölulegar upplýs- ingar um þær stöð- ur sem losnuðu í vor en tilfinning þeirra sem fylgjast með sé sú að ekki > ár- verði um skort að —»— ræða í haust. „í ágúst undanfarin ár hefur átt eft- ir að manna talsvert margar stöð- ur og í flesta skóla vantað kenn- ara. Nú veit ég hins vegar til þess að margir stöður eru nú þegar fullmannaðir og í þá skóla þar sem enn vantar kennara eru í mesta lagi ein eða tvær stöður lausar.“ Ingunn telur ekki vafa leika á því að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í fyrravor hafi þessi áhrif. Eftir síðasta skólaár hafi menn fundið hvað þeir bættu kjörin í raun og veru en voru ekki aðeins tölur á blaði. „Ég býst við að atvinnuástandið í landinu hafi einnig mikið að segja því við höf- um orðið þess vör að margir kenn- arar eru að snúa til kennslu að nýju eftir að hafa verið í öðrum störfum," segir Ingunn. Elna Jónsdóttir formaður Fé- lags framhaldsskólakennara segir sína tilfinningu vera þá að hreyf- ing sé í framhaldskólunum og talsvert auglýst eftir kennurum. „Það segir þó ekki alla söguna því samkvæmt lögum verður að aug- lýsa þær stöður sem leiðbeinend- ur eru í, á hverju ári. Án vafa gengur þó betur að manna allar tgp ;1| |!! I íl' i «f 4 11 P w m fííí II! illli im fílll m .1111 m ií iffl > — l III; : if II llll ini llli ■ Wl > tUii FÁAR STÖÐUR ENN LAUSAR Með lengri viðveru á vinnustað hafa kennarar gert auknar kröfur um bætta vinnuaðstöðu sem skólarnir hafa orðið við. stöður vegna bættra launa og ég held að ekki sé útlit fyrir kennara- skort í ár,“ segir hún. Þorsteinn Sæberg fyrrum for- maður Félags skólastjóra segist hafa heyrt á kollegum sínum á landsbyggðinni að betur gangi að manna stöður nú en nokkru sinni fyrr. „Ég held að það fleira en nýir kjarasamningar hafi þar áhrif á þrátt fyrir að þeir vegi þungt. Kennarar hafa nú meiri áhrif á faglegt starf í skólunum og með lengri viðveru á vinnu- stað hafa þeir gert auknar kröfur um bætta vinnuaðstöðu sem skól- arnir hafa orðið við. Ég vil trúa að með þeim breytingum sé kennsla orðin eftirsóknarvert starf sem sótt sé í,“ segir Þor- steinn Sæberg. bergljót@frettabladid.is Lítil fjölgun gistinátta á síðasta ári: Odýrari gisting frekar en dýrari ferðalöG Ferðalangar sækja meira í ódýrari gistingu en áður. Þetta má lesa út úr skýrslu Hagstofunnar um fjölda gistinótta á síðasta ári. Þar kemur fram að gistinæt- ur voru 1.742.000 talsins á síðasta ári. Það er fjölgun um 0,3% frá árinu áður. Gistinóttum fækkar um 6.000 eða hálft prósent þegar aðeins er litið til hótela og gistiheimila. Gistinóttum á farfuglaheimilum fjölgar um 8% milli ára. 5% aukning varð í aðsókn á heimagististaði. Þá varð fjórðungsaukning í fjölda HÓTEL SAGA Mikið er byggt af nýjum hótelum. Gistinóttum á hótelum fækkar þó. gistinótta á svefnpokagististöð- um. Mest varð aukningin þó í skál- um í óbyggðum, 28%. Höfuðborgarsvæðið er sem fyrr sá landshluti þar sem gistinætur eru flestar með 40% hlutdeild. Næst- flestar gistinætur voru á Suðurlandi, 19%. Fæstir gistu hins vegar á Vest- fjörðum og Suðurnesjum. Aðeins 3% gistinótta voru á hvoru svæði um sig. Út- lendingar gista frekar á höfuðborgarsvæðinu en ís- lendingar. Helmingur gistinátta útlendinga er á höfuðborgarsvæðinu. Nær þriðj- ungur gistinátta íslendinga er á Suðurlandi. ■ Víðimelsmálið: Gögn á leið til ákæru- valdsins LÖGREGLA Lögreglurannsókn vegna morðsins á Víðimel aðfar- arnótt mánudagsins 18. febrúar er að ljúka. Að sögn lögreglu eru gögn í málinu á leið til ríkissak- sóknara. Þór Sigurðsson, 23 ára Reyk- víkingur, situr í gæsluvarðhaldi. Ilann hefur játað að hafa orðið Braga Óskarssyni að bana. Ilann réðst á Braga eftir að hafa brotist inn á dekkjaverkstæði við Ægis- síðu. ■ HEIÐARFJALL Landeigendur ætla sér að halda áfram baraáttu sinni og hafa ákveðið að kæra fyrir hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur: Frávísun vegna Heiðaríjalls dómsmál Héraðsdómur úrskurð- aði í máli landeigenda Heiðar- fjalls á Langanesi gegn ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Niðurstaða dómsins var að vísa málinu frá á þeim forsendum að Bandaríkjun- um beri ekki að sæta lögsögu ís- lenskra dómstóla. í niðurstöðum dómsins segir m.a. „í varnar- samningum eru engin ákvæði um að stjórn Bandaríkja Norður-Am- eríku skuli sæta lögsögu íslenskra dómstóla um ágreining á borð við þann sem hér er fyrir dómi.“ Páll Arnór Pálsson lögmaður landeigenda segir að því sé ekki að leyna að þessi frávísun valdi vonbrigðum. „Næsta skref í mál- inu er að kæra þennan úrskurð fyrir Hæstarétti og vona að hann ómerki úrskurðinn," segir Páll Arnór. Enginn fulltrúi Bandaríkjanna var viðstaddur dóminn. ■ Borgarnes: Ferðamenn í bílveltu lögregla Fólksbíll valt á Akravegi á Mýrum í gær. Að sögn lögreglu voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum, sem var bílaleigubíll, og sluppu þeir lítið meiddir. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl. Bíllinn var fluttur af slysstað með kranabíl. Einnig varð þriggja bíla árekstur á þjóðveginum um 5 km norðan við Borgarnes. Að sögn lögreglu er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega en einn bílanna var fluttur af slysstað mikið skemmdur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.