Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 4

Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 4
SVONA' ERUM VIÐ VIÐSKIPTI VIÐ ÚTLÖND Árið 2001 seldu [slendingar vörur fyrir rúmlega 196 milljarða til útlanda. Sama ár keyptu þeir vörur fyrir rúmlega 220 millj- arða frá útlöndum. Langsamlega mést af þessum viðskiptum var við lönd Evrópska efnahagssvæðisins. Tölurnar í töflunni eru milljónir króna. VIÐSKIPTI Útflut. Innflut. EES 144.812 138.569 Önnur Evrópulönd 14.167 17.274 Bandaríkin 20.330 24.506 Japan 6.839 7.298 Önnur lönd 10.435 33.228 Samtals 196.582 220.874 HEIMILD: HAGSTOFA ISLANDs| Heilbrigðisstofnunin Selfossi: Lát konu rannsakað hjá land- lækni rannsókn Konan var lögð inn á Heilbrigðisstofnunina Selfossi fyrri hluta júlímánaðar og lést þar skömmu síðar. Lát konunnar hef- ur verið sent Landlæknisembætt- inu til rannsóknar til að staðfesta dánarorsök sjúklingsins eins og gert er þegar óvæntir atburðir eins og skyndileg dauðsföll eiga sér stað innan heilbrigðiskerfis- ins. Landlæknir hefur staðfest að málið sé í hans höndum og mun það taka einhvern tíma að fá nið- urstöður. í tilkynningu frá Heilbrigðis- stofnun Selfoss segir að ekki sé hægt að fjalla um mállið í fjöl- miðlum fyrr en niðurstöður liggi fyrir þar sem starfsmenn séu bundnir trúnaði um einstaka sjúk- linga. ■ ERLENT Réttarhöldum yfir Winnie Madikizela-Mandela, fyrrver- andi eiginkonu Nelsons Mandela, hefur verið frestað þangað til í október. Hún er að þessu sinni kærð fyrir fjársvik. Árið 1991 hlaut hún dóm fyrir mannrán ög líkamsárás. —♦— Farþegaþotu frá Kólumbíu var nauðlent á herflugvelli skammt frá Madrid í gær eftir að gerð var tilraun til að ræna henni. Talsmað- ur sendiráðs Kólumbíu sagðist ef- ast um að flugræningjanum hafi verið full alvara. Hann eigi við drykkjuvandamál að stríða. ...... Mary Robinson, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þau ríki, sem heyja nú bar- áttu gegn hryðjuverkamönnum, til þess að fara í hvívetna eftir al- þjóðareglum um mannréttindi. Hún sagði töluvert skorta á að fyl- gst væri með því, hvort þær að- gerðir sem gripið er til brjóti gegn mannréttindum. Bandaríski þingmaðurinn James Traficant verður að öllum lík- indum annar þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna, sem rekinn verður af þingi. Þingnefnd, sem rannsak- aði mál hans, mælti í gær með því að þingiö svipti hann þingsæti vegna fjársvika, sem hann hefur • j hiotiö dóm fyrir. ..♦:... Lögregla í Kaliforníu hefur nandtekið karlmann í tengslun, 1 við dauða fimm ára stúlku sern rænt var frá heimili sínu síðasta mánudag og fannst látin daginn eftir. Talið er að stúlkan hafi verið j misnotuð kynferðislega. Vitni báru aó maóur nefði ekið upp að heimili stúlkunnar og sagst þurfa á hjálp að halda við að leita að hundi sín- um. FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2002 LAUGARDAGUR Ársskýrsla Orkuveitunnar: Belgískur listamaður teiknaði Al- freð og félaga orkumál „Ársskýrsla Orkuveit- unnar er alltaf að verða ódýrari og í ár er sérstök ánægja með hana og þá sérstaklega hversu vel gekk að halda verði niðri. Skýrslan kostaði ekki nema 800 þúsund krónur,“ segir Kolbeinn Bjarnason, almannatengill hjá Orkuveitunni, sem hafði umsjón með ársskýrslu stofnunarinnar. Sérstaka athygli vekur að stjórn orkuveitunnar Séð með augum belgiska listamannsins Hans Vera. belgískur listamaður var fengin til að teikna myndir af stjórnar- mönnum, starfsfólki og mann- virkjum og staðhæfir Kolbeinn að það hafi síst reynst dýrari kostur en ljósmyndir: „Lista- maðurinn heitir Hans Vera og er búsettur í Grindavík," segir hann. Ársskýrsla Orkuveitunnar er prentuð og gefin út í 2000 eintök- um. í ávarpi Alfreðs Þorsteins- sonar stjórnaformanns, sem fylgir með teikningu belgíska listamannsins af stjórninni, er boðað að nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar í Reykjavík verði teknar í notkun í haust. ■ Mesti fjöldamorðingi Bretlands fyrr og síðar Heimilislæknirinn Harold Shipman myrti 215 af sjúklingum sínum á rúmlega 20 ára tímabili. Niðurstaða rannsóknar á þeim sem létust á grunsamlegan hátt á læknastofu hans birt í gær. london.ap Heimilislæknirinn Harold Shipman er mesti fjöldamorðingi Bretlands fyrr og síðar. Opinberri rannsókn á þeim —~é___ sjúklingum sem létust á grunsam- legan hátt á rúm- lega 20 ára löng- um læknisferli hans er nýlokið. í niðurstöðum hennar kemur fram að Shipman hafi alls myrt 215 af sjúklingum sín- um auk þess sem sterkur grunur leiki á að hann hafi einnig myrt 45 manns til viðbótar. Fjöldamorð Shipmans, sem er 56 ára, hófust árið 1975, ári eftir að hann hóf læknisstörf í bænum Hyde sem er í úthverfi Flestir hinna látnu voru miðaldra og eldri konur sem létust á grunsamlegan hátt á árunum 1975 til 1998. SHIPMAN Shipman var í janúar árið 2000 dæmdur í 15-falt lífstíðarfangelsi fyrír að hafa myrt 15 af sjúklingum sínum með banvænum skammti af heróíni. Hann er nú mesti fjöldamorðingi Bretlands fyrr og síðar. Manchester-borgar. Árið 1992 opnaði Shipman sína eigin lækna- stofu í bænum. Þar er talið hann hafi myrt 143 af sjúklingum sín- um á sex ára tímabili. Hann hafði áður verið rekinn úr starfi á annarri læknastofu eftir að hafa verið sektaður fyrir að skrifa út lyfseðla fyrir sjálfan sig fyrir hið ávanabindandi lyf pethidine, sem virkar svipað og morfín. Shipm- an var þá áminntur fyrir athæfið en fékk að halda læknisleyfi sínu. Fyrir rúmum tveimur árum var Shipman dæmdur í 15-falt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 15 af sjúklingum sínum, marga hverja við ágætis heilsu, með banvænum heróínskömmt- um. Grunur fór að falla á Shipm- an eftir að læknir sem hann hafði beðið um að undirrita með sér nokkrar beiðnir um líkbrennslu, lagði fram kvörtun um fjölda þeirra sem látist höfðu á lækna- stofu Shipmans. Lögreglan lét málið aftur á móti niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. Nokkrum mánuðum síðar fór rannsókn á Shipman af stað að nýju eftir að dóttir 81 árs gamall- ar ekkju komst að því að hún hefði breytt erfðaskrá sinni þan- nig að hann fengi allar hennar eigur. í rannsókninni sem nú er lokið voru lát 494 af sjúklingum Shipmans rannsökuð. Flestir hinna látnu voru konur á aldrin- um 41 til 93 ára sem létust á grunsamlegan hátt á árunum 1975 til 1998. 44 karlar voru á meðal hinna látnu. Janet Smith, sem hafði yfir- LÆKNASTOFAN Læknastofa Shipmans í Market Street í Hyde, úthverfi Manchester-borgar. umsjón með rannsókninni, sagði það vera afar truflandi að hin fjölmörgu lát sjúklinga Shipmans hafi ekki vakið upp neinar grun- semdir. „Allir þeir sem lesa skýrsluna geta ekki annað en verið í losti yfir því hversu morð Shipmans voru umfangsmik- il,“sagði Smith. Mestu fjöldamorðingjar Bret- lands til þessa eru m.a. Thomas Hamilton, sem skaut 16 skóla- börn og kennara þeirra til bana í skóla í Dunblane í Skotlandi árið 1996 og Fred West sem myrti 12 ungar konur sem fundust látnar í „hryllingshúsi" hans í Gloucest- er. ■ Utanríkisráðherra Breta: Gagnrýndur fyrir vopnasölu london. ap Jack Straw utanríkis- ráðherra Breta er gagnrýndur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir vopnasölu til Indlands og Pakistans meðan spenna milli ríkjanna var i hámarki í maí og júrtí síðastliónum. í gær birtist sameiginleg skýrsla fjögurra breskra þingnefnda urn máíið, sem komst í fréttir fyrir nokkrum vikum. i skýrslunni. segir að Straw hafi ekki farið eftír þeim regl- um', sem giida um vopnastilu í Bretjandi, aó stjórnvöldum beri að banna vopnasölu tii ríkja, þar. sem hætta er á að þeim verði beitt til árása á önnur ríki. Þingnefndirnar fjórar lýsa furöu sinni á að Straw hafi ekki sjálfur slcoðað umsóknir um út- flutningsleyfi til Indlands og Pakistans meðan deilur ríkjanna um hryðjuverkastarfsemi og Kasmír-hérað voru í hámarki. í bréfi til bingnefndanna stað- festir Straw aó á þessum tíma hafi stjórnvöld gefið 148 útflutn- ingsleyfi til Indlands og 18 til Paltistans. Hann segist sjálfur ekki hafa. skoðað umsóknir um þessi leyfi. ■ Á FERÐ UM ASÍURÍKl Jack Straw, utanríkisráóherra Breta, tekur þarna í höndina á indverskum starfsbróður sin- um, Yaswant Sinha, i Nýju Delhí. Straw er einmitt þessa dagana á ferð um Asíuríki, meðai annars Indland og Pakistan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.