Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 20.07.2002, Qupperneq 7
20. júlí 2002 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ 7 Nanoq opnar á ný innan fárra daga: Kaupþing keypti fyrir 275 milljónir NflNOO „Þetta seldist á mjög góðu verði og þá er mikilvægt að aðrar eignir búsins seljast á markaðs- verði,“ sagði Jóhannes Rúnar Jó- hannsson, skiptastjóri þrotabús Nanoq. Rekstrarfélag Nanoq ehf., nýstofnað félag í eigu Kaup- þings, keypti í gær allar vöru- birgðir og lausafé, sem Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafði tekið veð í. Kaup- verð er 275 milljónir króna og var það greitt við undirritun kaupsamnings. Þá keypti rekstr- arfélagið firmanöfn, vörumerki og lausafjármuni sem ekki féllu undir veðsamninga. Tveir mats- menn meta í sameiningu verð- mæti þessara eigna. Áætlað er að matsverð liggi fyrir um eða upp úr verslunarmannahelgi. Rekstr- arfélag Nanoq ehf. hefur fengið eignirnar afhentar og tekið yfir umráð allrar aðstöðu sem til- heyrði þrotabúinu í Kringlunni og Síðumúla 34 í Reykjavík. „Við sáum hag okkar best borg- ið með því að kaupa reksturinn en LÍTIÐ LlF VIÐ NANOQ Félag í eigu Kaupþings hyggst opna á ný innan fárra daga við áttum verulegra hagsmuna að gæta þarna, ásamt SPRON. Við stefnum að því að opna mjög fljótlega, jafnvel innan fárra daga. Viðræður við starfsfólk hófust í gær og er verið að ganga frá ráðningum þess. Rekstur versl- unarinnar verður endurskipulagð- ur og munum við leggja áherslu á útivistarþáttinn," sagði Örn Gúst- afsson, stjórnarformaður Rekstr- arfélags Nanoq ehf. Hörður Magnússon, sem var innkaupastjóri Nanoq fyrir gjald- þrot verður verslunarstjóri nýju verslunarinnar. ■ Risi í útflutningi lyfja Við kaup Pharmaco á Delta verður til íslenskur lyfjarisi sem er verðmætasta fyrirtækið í Kaup- höllinni. Fyrirtækin hafa sótt fram á ólíkum erlendum mörkuðum. Bréf í félögunum hækkuðu við fréttirnar. Ekki talið ólíklegt að hugað verði að skráningu á erlendum markaði. „Það var ákveðinn hagsmunaá- rekstur milli þessara fyrir- tækja og starf- semi Delta hér á landi." viðskipti Pharmaco hf hefur keypt 51% hlut í lyfjafyrirtækinu Delta. í samræmi við reglur mun fyrir- tækið gera öðrum hluthöfum yfir- tökutilboð. Við kaupin verður til verðmætasta fyr- irtæki í Kauphöll íslands með mark- aðsverðmæti yfir 48 milljarða króna. Pharmaco greiðir fyrir með eigin bréfum. Miðað er —♦— við gengið 77 á Delta á móti 73 á Pharmaco. Fyr- irtækið greiðir því 8,5 milljarða króna fyrir 51% hlut. Erlendir lyfjarisar hafa verið að sameinast og gera sérfræðingar á markaði ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Markaðurinn tók þessum fréttum vel og hækkaði gengi beggja fé- laga. Fyrirfram var orðrómur um að Pharmaco væri í kauphugleið- ingum, en flestir héldu að þeir væru á leið að kaupa erlent fyrir- tæki. Kaupin á Delta komu því á óvart. Sindri Sindrason forstjóri Pharmaco segir fyrirtækin hafa starfað á ólíkum mörkuðum og því séu töluverð samlegðaráhrif. „Delta er með öfluga lyfjaþróun og gott starfsfólk með mikla reynslu. Þeir eru með vörur sem henta vel okkar samstarfi. Fyrir- tækin eru mátulega ólík til þess að bæta mjög vel upp hvort ann- að.“ Pharmaco seldi lyfjaheildsölu sína hér á landi fyrir skömmu. Sindri segir að sú sala hafi gert þessi kaup möguleg. Delta hefur framleitt samheitalyf, lyfja sem framleiðendur sem Pharmaco hafði umboð fyrir hafa einkaleyfi á. „Það var ákveðinn hagsmunaá- rekstur milli þessara fyrirtækja og starfsemi Delta hér á landi.“ Fyrirtækin hafa verið meðal framsæknustu fyrirtækja lands- ins og hafa leitt hækkun hluta- bréfamarkaðar. Sérfræðingar á Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, segir fjármálamarkaði segja að fyrir- tækin falli vel hvert að öðru. Pharmaco hafi verið meira í magnframleiðslu meðan Delta hafi gert út á að vera tilbúið með LYFJARISI VERÐUR TIL largvísleg samlegðaráhrif nást við kaup Pharn er yfir 48 milljarðar. samheitalyf þegar einkaleyfi renna út. Fyrirtækin hafa notið mikils trausts á markaði og áætlanir þeirra um veltu og framlegð hafa staðist. Ekki er o á Delta. Markaðsverðmæti fyrirtækjanna talið ólíklegt að forsvarsmenn Pharmaco muni huga að skrán- ingu fyrirtækisins á markað er- lendis. haflidi@frettabladid.is Israelsher grípur til aðgerða vegna sjálfsmorðsárása : 21 ættingi handtekinn JERÚ5ALEM.AP ísraelshei’ hefur handtekið 21 náinn ættingja palestínskra sjálfsmorðsárás- armanna og fyrirhugar að flytja þá í burtu frá Vesturbakkanum á Gasasvæðið. Á meðal þeirra sem teknir voru höndum í gær voru feður og bræður þeirra manna sem stóðu fyrir tvöfaldri sjálfs- morðsáráS í Tel Aviv á miðviku- daginn og þeirra sem talið er að hafi setið fyrir rútu skammt frá byggð ísraela á þriðjudaginn þegar átta manns fórust. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn síðan uppreisn Palestínu- manna hófst sem ísraelar ráðast gegn fjölskyldum hryðjuverka- manna á þennan hátt. Ekki er þó víst hvort brottflutningur fólks- ins verði að veruleika. Hingað til hefur dómsmálaráðherra ísraels lagst gegn slíkum hugmyndum vegna sérstakra lagaákvæða þess efnis. Shimon Peres, utan- ríkisráðherra ísraels, sagðist styðja brottflutninginn „ef það er mögulegt lagalega.“ Herferð ísraelshers gegn fjölskyldum hryðjuverkamannanna átti sér stað í þorpinu Tel og í Askar- flóttamannabúðunum skammt frá Nablus. 11 ísraelsmenn fór- ust í árásum hryðjuverkamanna í vikunni, þrátt fyrir aukin um- svif ísraelshers á Vesturbakkan- um. ■ HERMENN ísraelsher handtók 21 náinn ættingja palestínskra árásarmanna í gær. Hús tveg- gja árásarmanna voru eyðilögð í aðgerð- um hersins. INNLENT Stúdentaráð hvetur stjórn Há- skóla íslands til að endurskoða frest stúdenta til að greiða innrit- unargjöld. Fimm dagar liðu frá út- sendingu greiðsluseðla þar til 15% álag lagðist á innritunargjöldin. Útskýringin á hækkun innritu- nargjalda sé að dráttur á greiðs- lum geti valdið Háskólanum auknum útgjöldum. Stúdentaráði þyki þó að Háskólinn hljóti að þola að bíða lengur en fimm daga. Nokkuð góðar líkur eru á því að verð á ýmsum innfluttum vör- um geti lækkað á næstunni að því er kemur fram í Fjármálafréttum SPRON í gær. Ástæðan er styrk- ing ki’ónunnar sem hefur ekki enn skilað sér í samsvarandi lækkun á innfluttum vörum. RANNSÓKN AKONUM Á BREYTINCARSKEIÐI Fyrirhugað var að halda rannsókninni áfram í rúm átta ár áður en hún var stöðvuð. Konur á breytingarskeiði: Rannsókn á áhrifum hormóna stöðvuð rannsókn Viðamikil bandarísk rannsókn áÝ áhrifum hormóna, sem margar konur nota við og eft- ir tíðahvörf, var stöðvuð þegar niöurstöður bentu til þess að hætt- an af samfelldri, samsettri horm- ónameðferð væri meiri en ávinn- ingurinn, að mati stjórnenda rannsóknarinnar að því segir á vef Landlæknisembættisins. Þar segir að rannsóknin sé mjög stór og stýrt af Women’s Health Initiative í Bandaríkjun- um með stuðningi bandarískra heilbrigðisyfirvalda Meta átti áhrif langtímanotk- unar á m.a. tíðni hjai’ta- og æða- sjúkdóma, heilaáfalla, blóðtappa, beinþynningar og ýmissa krabba- meina auk heildardánartíðni. Fyr- irhugað var að halda rannsókninni áfram í átta og hálft ár en þegar í ljós kom, eftir rúm fimm ár, að hætta á hjarta- og æðasjúkdómi, heilaáfalli, brjóstakrabbameini og blóðtappa var aukin hjá konum í hormónameðferðinni var rann- sóknin stöðvuð. ■ ERLENT Nærri 80 prósent Palestínu- manna telja rétt að styðja Saddam Hussein ef Bandaríkin réðust á írak til að steypa hon- um af stóli. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í gæi'. Það var palestínsk skoðana- könnunarstofa sem gerði könn- unina. Noelle Bush, bróðurdóttir Ge- orge W. Bush Bandaríkjafor- seta, var látin laus úr fangelsi í gær. Þar hafði hún mátt dúsa í tvo daga fyrir að brjóta gegn dómsúrskurði um fíkniefnameð- ferð, sem henni var gert að gangast undir. Lögreglan í Lettlandi hefur lagt hald á meira en 25.000 flöskur af ólöglegu viskíi, sem voru faldar í jafnmörgum rúss- neskurn trébrúðum, svonefndum ‘matrjoska’ dúkkum af því tag- inu, sem hægt er að setja hverja inn í aðra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.