Fréttablaðið - 20.07.2002, Qupperneq 10
10
FRETTABLAÐIÐ
20. júli 2002 LAUGARPAGUR
FORMÚLA
ÞÝSKI HEIMSMEISTARINN
Michael Schumacher undirbjó sig vel
fyrir átök helgarinnar. Lykilatriði er að
speglarnir séu rétt stilltir.
jÍÞRÓTTIR í PAG[
10.50 RÚV
Formúla 1
12.15 RÚV
Gullmót í frjálsum íþróttum
15.10 RÚV
Opna breska meistaramótið í
golfi (British Open)
14:00 Sindravellir
1. deild karla (Sindri - Stjarnan)
00.30 Sýn
Hnefaleikar-Vernon Forrest
(Vernon Forrest - Shane
Mosley)
Á MORGUN:
11.30 RÚV
Formúla 1
14.00 RÚV
Opna breska meistaramótið
19.15 Akureyrarvöllur
Coca-Cola bikar karla (KA -
Breiðablik)
19:15 Hásteinsvöllúr
Coca-Cola bikar karla (ÍBV -
Leiftur/Dalvík)
19:15 Fylkisvöllur
Coca-Cola bikar karla
(Fylkir - ÍA)
2000_Sýn
Golfmót í Bandaríkjunum
(Advil Western Open)
21.00 Sýn
Hnefaleikar-Vernon Forres
21.50 RÚV
Helgarsportið
22.05 RÚV
Bikarkvöld
Enska knattspyrnan:
Dwight
Yorke vill til
Blackbum
ENSKA KNATTSPYRNAN FramlínU-
maðurinn Dwight Yorke lék nán-
ast ekkert með liði sínu
Manchester United á síðustu
leiktíð og Blackburn hefur lýst
yfir áhuga á að fá hann í sínar
raðir. Andy Cole sem leikur með
Blackburn staðhæfir að Yorke
vilji skipta yfir og leika með Cole
að nýju í framlínunni. Vandamál-
ið er að M.U. vill fá 4,5 milljónir
punda fyrir Yorke en Blackburn
er ekki reiðubúið til þess. „Yorke
er hágæðaleikmaður og ef við
viljum bæta árangurinn verðum
við að fá slíka menn til liðs við
okkur. Okkur gekk frábværlega
að leika saman hjá Manchester
United og því ætti það ekki að
geta endurtekið sig,“ spyr Andy
Cole. ■
Hermann Hreiðarsson:
Er ekki á förum
frá Ipswich
knattspyrna „Ég er ekkert á för-
um eins og staðan er nú, en auð-
vitað vilja allir leika í úrvals-
deildinni," sagði Hermann
Hreiðarsson knattspyrnumaður
hjá Ipswich, en liðið féll úr
ensku úrvalsdeildinni í vor.
Vangaveltur hafa verið uppi um
að Hermann sé á leið frá liðinu.
Þótti það renna enn frekari stoð-
um undir þær að Hermann
ákvað að fara ekki með liðinu í
æfingabúðir til Danmerkur í
vikunni og vera heldur heima
hjá nýfæddri dóttur þeirra
Rögnu Lóu Stefánsdóttur fyrr-
um knattspynrukonu.
„Þetta var nú svo stutt ferð,
þrír dagar, og það eru fimm aðr-
ir æfingaleikir framundan, langt
í mót og ekkert stress í gangi. Eg
spurði bara hvort það væri ekki
í lagi að ég yrði heima þessa
daga og það var ekkert mál,“
sagði Hermann sem mætti skiln-
ingi hjá forráðamönnum liðsins.
„Þeir lenda svo oft í þessu gagn-
vart leikmönnum," sagði Her-
mann en þau hjónin eiga reyndar
þrjú önnur börn. ■
HERMANN HREIÐARSSON
Hefur áhuga á að leika í urvalsdeild en
eins og staðan er í dag verður hann áfram
hjá Ipswich.
Auka þarf breiddina
Árangur kvennalandsliðanna í knattspyrnu hefur vakið athygli. Guðni Kjartansson aðstoðar-
landsliðsþjálfari karla segir þó að konurnar verði að vinna betur í sínum málum.
GUÐNi KJARTANSSON
Guðni hefur fylgst með kvennaknattspyrnu úr fjarlægð og telur að konurnar geti unnið af meiri elju að
framgangi hennar. Aukin þátttaka kvenna í knattspyrnu sé af hinu góða.
KNATT5PYRNA Árangur íslenskra
kvennalandsliða í knattspyrnu
undanfarið hefur vakið athygli. A-
landsliðið er nú í 15. sæti á heims-
listanum og U-17 ára liðið lenti í
þriðja sæti á opna Norðurlanda-
mótinu á dögunum, fyrir ofan
stórþjóðir í kvennaknattspyrnu á
borð við Þýskaland og Noreg. Á
mánudag hefst í Finnlandi Norð-
urlandamót fyrir U-21 árs liðið.
Guðni Kjartansson aðstoðar-
landsliðsþjálfari og fyrrum fyrir-
Iiði íslenska landsliðsins hefur
fylgst með þróuninni í
kvennaknattspyrnu úr fjarlægð.
„Það er allt jákvætt um þessa þró-
un að segja. Helsti vaxtarbroddur
knattspyrnunnar í heiminum er
hjá konunum en þátttaka þeirra
fer vaxandi. Aukin þátttaka þeir-
ra eykur líka áhorf á knattspyrnu
því stærstur hluti áhorfenda er
fólk sem einhvern tímann hefur
sjálft leikið knattspyrnu. Auðvit-
að veit ég að sumum þykir ekki
mikið til kvennaknattspyrnu
koma en það þýðir ekki að berja
hausnum við steininn. Ef mann-
eskja hefur áhuga á að stunda
íþrótt þá á hún bara a"
burtséð frá því hvort
hverjum þyki það hæfa eða
vera fallegt."
Þótt Guðni telji að 21-
árs landsliðið muni spjara
sig í Finnlandi, leggur
hann áherslu á að fjölga
þurfi þátttakendum og
auka breiddina í
kvennaknattspyrnunni,
þetta séu of mikið sömu
stelpurnar sem séu að
leika með fleiri en einu
landsliði. „Mér finnst að
kvenfólkið verði að vera
fylgnara sér. Það þýðir ekki fyrir
þær að vera að væla yfir því að
hitt og þetta sé ekki gert fyrir
þær og gef-
ast svo upp.
Þær verða að
vera harðari og gera þá eitthvað í
málinu sjálfar, taka þátt í umræð-
unni og öllu starfinu, stjórnar-
störfum, dómgæslu, foreldra-
starfi og þess háttar. Það ergir
mig svolítið þegar það er notað
sem ástæða að konur séu farnar
að búa. Þær vilja að karlinn komi
meira inn á þeirra svið og þær
verða þá líka að víkka sitt svið á
móti,“ segir Guðni sannfærður
um að framtíðin sé björt ef vilj-
inn er fyrir hendi hjá kvenfólk-
inu sjálfu.
bryndis@frettabladid.is
Fylkir og ÍA eigast við í 8-liða úrslitum bikarsins:
Þola ekki að tapa
ÞÓRHALLUR DAN JÓHANNSSON
„Þeir sem einhvern tímann hafa spilað með Fylki vita að mórallinn hefur alltaf verið góður
hjá félaginu, eiginlega of góður segja sumir." segir Þórhallur.
knattspyrna Á morgun fara fram
þrír leikir í átta-liða úrslitum bik-
arkeppninnar í knattspyrnu, KA-
Breiðablik, ÍBV-Leiftur og Fylkir-
ÍA. Leikir síðastnefndu liðanna
hafa jafnan þótt fjörlegir og eru
bæði lið á góðu skriði um þessar
mundir. Lið Skagamanna hefur
verið í uppsveiflu eftir slaka byrj-
un og Fylkir endurheimti annað
sætið í deildinni eftir sigur á FH á
dramatískum lokamínútum í
fyrradag, 2-1. „Þó að það sé gam-
an að vinna leik á þennan hátt þá
veit ég það af eigin reynslu að það
er skelfilegt að tapa svona. Þá er
skárra að tapa bara 10-0 og eiga
aldrei sjens,“ segir Þórhallur Dan
Jóhannsson leikmaður Fylkis,
sem er tilbúinn í slaginn á morg-
un.
„Skagamenn tóku okkur í bak-
aríið í síðasta leik, gerðu þrjú
mörk á 20 mínútum. En ég lofa því
að við gerum betur á morgun.
Finnur Kolbeinsson fyrirliði okkar
var meiddur þá; hann verður með
á morgun. Hann er rosalega drjúg-
ur þó að ekki fari mikið fyrir hon-
um og ég ég fullyrði það að hann er
vanmetnasti leikmaður á landinu.“
Þórhallur segir Fylkisliðið vera
að smella saman og liðsandinn sé
alltaf mjög góður. Enda sé meiri-
hluti liðsins uppalinn hjá félaginu
eins og hjá ÍA.
Þórhallur telur Akranesliðið
mjög gott og það hafi aðeins verið
tímaspursmál hvenær liðið hryk-
ki í gang. „Óli (Þórðarson þjálfari
ÍA) er bara þannig týpa, hann læt-
ur menn spila með hjartanu; þetta
virkar ekki annars. En þetta verð-
ur hörkuleikur líka vegna þess að
Óli og Alli (Aðalsteinn Víglunds-
son þjálfari Fylkis og fyrrum að-
stoðarþjálfari hjá í A ) eru vinir og
þola ekki að tapa hvor fyrir öðr-
um.“
Fylkis og fyrrum aðstoðar-
þjálfari hjá ÍA ) eru vinir og þola
ekki að tapa fyrir hvor öðrum." ■