Fréttablaðið - 20.07.2002, Síða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
20. júlí 2002 LAUGARPAGUR
HASKOLABIO
HAGATORGI » SÍMI 530 (919 « STÆRSTA SÝNINGARTjALD LAKDSINS
[amores perros
ld.10
BAD COMPANY
kl. io
Isýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Imávahlátur kl. 6 og 81
jSCOOBY DOO kl.2,4, 6og 8. j [hjálp ég er fiskur kl. 2 og 3.45 |
ÍBIG FAT LIAR kl. 2, 4, 6, 8 og lo| [ÍÍMMY NEUTRON kl. 2 og 4 J
smnfífí^ bíú
MR.JONES MR.SMITH
Kl. 12,1,2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 1 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 12
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9, 11 og I jíSÖLD m/ísl. tali kl. 12 og 21
[BLACK KNIGHT kl. 12, 2, 4 og 61 [llNFAITHFUL k[ 8 og 10.4o|
ODDotby JDD/ Ihx SlMl 564 0000 - www.smarablo.ls
GEORGE MICHAEL
Hugsar málið þessa dagana.
George Michael:
Bedinn að
semja lag
fyrir Olymp-
íuleikana
fólk George Michael hefur verið
beðinn um að skrifa þemalag
ólympíuleikanna í Aþenu árið
2004. Hann er af grískum ættum
eins og hans rétta nafn, Georgios
Kyriacos Panayiotou, gefur til
kynna. „Ólympíunefndin í Aþenu
lagði fram beiðni um að semja lag
fyrir leikana," sagði talsmaður
nefndarinnar. George mun vera
að hugsa málið.
Michael, hefur verið í eldlínu
fjölmiðla undanfarið. Ástæðan er
nýja lagið hans, Shoot the Dog. í
því gagnrýnir hann samband Tony
Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands og George W. Bush, forseta
Bandaríkjanna. Myndbandið við
lagið, sem meðal annars sýnir
hann í bælinu með Cherie Blair,
eiginkonu Tony, hefur verið gagn-
rýnt.
Undirbúningur Ólympíuleik-
anna hefur einnig verið umdeild-
ur. Gagnrýnt hefur verið hversu
langan tíma allt hefur tekið. ■
—«—
Oskarsverðlaunum flýtt:
Afhent
í febrúar
KVIKMYNDIR Bruce Davis, fram-
kvæmdastjóri bandarísku kvik-
myndaakademíunnar, segir að
hægt sé að slá því föstu að ósk-
arsverðlaunin verði afhent fyrr
en vanalega. Hann segir að líta
megi á það sem „fastákveðið mál“
að verðlaunin verði afhent í febr-
úar á næsta ári. Vanalega hafa þau
verið afhent í seinni hluta mars.
Fulltrúar bæði Kodak leikhúss-
ins, þar sem afhendingin fer fram,
og bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar ABC, sem sendir verðlauna-
afhendinguna út um heim allan,
hafa lagt blessun sína yfir flutn-
inginn.
Stjórn kvikmyndaakademíunn-
ar hefur ákveðið að færa verð-
launaafhendingu til í tvö ár i til-
raunaskyni. Ugglaust hefur flutn-
ingurinn margvísleg áhrif á kvik-
myndaheiminn. Þegar er komið í
ljós að bresku kvikmyndaverð-
launin, Bafta, verða einnig flutt
til, en þau eru vanalega afhent á
undan óskarsverðlaununum. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
Breska verslunin Sainsbury
hefur hætt við fyrri áætlan-
ir um að láta „nakta“ kokkinn
Jamie Oliver og
eiginkonu hans
Jools koma fram
nakin í sjón-
varpsauglýsingu.
Auglýsingin átti
að sýna parið í
baði. Talsmenn
Sainsbury segja
að ástæða þess
að hætt var við myndatökuna
hafi ekki verið þá að Oliver hafi
andmælt hugmyndinni. Hug-
myndin hafi einfaldlega ekki
verið nógu góð.
Julian Casablanca, sæti söngv-
ari hljómsveitarinnar The
Strokes, er búinn að jafna sig á
hnémeiðslum
sem hann hlaut
um síðustu helgi
í Los Angeles.
Strákurinn ætlar
að harka af sér
og koma fram
með sveitinni um
helgina. Meiðslin
komu í veg fyrir
að Casablanca kæmist til New
York í byrjun vikunnar og
frestaðist því upphaf fyrirhug-
aðrar tónleikaferðar. Ekki er
ljóst hvernig hann fór að því að
meiða sig, en talsmaður The
Strokes fullvissar áhyggjufulla
aðdáendur um að meiðslin séu
ekki alvarleg.
Hugsanlegt er að sjónvarps-
þættirnir vinsælu um
Soprano fjölskylduna verði
færðir á hvíta tjaldið. Maðurinn
á bak við þættina, David Chase,
tekur vel í hugmyndina. Hann
segir að hún gæti hugsanlega
virkað. Hann segir vandamálið í
handritsgerðinni yrðu krakk-
arnir, á hvaða aldri þau ættu að
vera. Einnig væri vandkvæðum
bundið vísa til fortíðar, vegna
þess að leikkonan sem lék móð-
ur Tony Sopranos er ekki lengur
HLJÓMSVEITIN STJÖRNUKISI
Stjörnukisi hefur verið starfandi með hléum frá því að hún var stofnuð. Ýmsar mannabreytingar hafa orðið í gegnum tíðina en
hljómsveitin eins og hún lítur út í dag starfað í eitt ár. Þrír meðlimir hafa verið frá upphafi þeir Bogi Reynisson, Gunnar Óskarsson,
gítarleikari og Úlfur Chaka Karlsson, söngvari. Við hafa bæst Gísli Már Sigurjónsson, gítar og hljómborð og Ari Þorgeir Steinarsson,
trommuleikari.
„Ætlum að sinna landanum,
heimurinn getur beðið“
Stjörnukisi með tónleika á Grand Rokk í kvöld. Nýr geisladiskur,
Góðar stundir, kom út fyrir viku síðan. Fyrsta stóra platan þeirra.
tónleikar Hljómsveitin Stjörnu-
kisi hefur sent frá sér nýjan
geisladisk. Diskurinn, sem kom
út fyrir rúmri viku, ber heitið
Góðar stundir og á honum eru tíu
lög. Þrátt fyrir að hljómsveitin
hafi verið starfandi síðan 1996 er
þetta fyrsta stóra platan þeirra. í
kvöld heldur Stjörnukisi partý á
Grand rokk. Auk þess að spila
frumsýna félagarnir nýtt mynd-
band við lagið Rimini. Partýið
hefst á miðnætti og stendur fram
á nótt.
Stjörnukisi vakti fyrst á sér
athygli þegar hún vann Músíktil-
raunir Tónabæjar árið 1996. Það
sama ár sendi sveitin frá sér
þriggja laga disk sem hún kallaði
Veðurstofuna. Síðan þá hefur lít-
ið sem ekkert komið frá hljóm-
sveitinni, fyrr en nú. Bogi Reyn-
isson, bassaleikari Stjörnukisa,
segir þá félaga mjög ánægða með
útkomu geisladisksins. „Við stóð-
um að útgáfunni sjálfir. Okkur
fannst tilvalið að gera þetta núna
ekki síst í tilefni af því að við höf-
um tekið í notkun nýtt upptöku-
ver sem heitir einmitt í höfuðið á
fyrstu plötunni okkar, Veðurstof-
unni.“ Bogi segir öll lögin ný, allt
eldra efni sem þeir félaga eiga
óútgefið verði það enn um sinn.
„Við spilum í-okk sem á að segja
allt sem segja þarf um tónlistina
okkar. Við semjum lögin samein-
ingu og er allur gangur á því
hvernig þau verða til. Það eru
engir sólóistar í bandinu heldur
fullkomin samvinna."
Allt efni á nýju plötunni er
sungið á íslensku. Aðspurður um
heimsyfirráð eða dauða segir
Bogi ekkert útiloka. „Við gerum
ekkert meira í bili heldur en að
sinna landanum. Heimui’inn get-
ur beðið um sinn.“ ■
Hollywood uppgötvar Rúmeníu:
Gjaldeyristekjur gleðja bæjarbúa
KVIKMYNDIR Þrátt fyrir að bæjar-
stjórinn í bænum Potigrafu hafi
aldrei séð mynd með Nicole Kid-
man, væri hann alveg til í að gera
hana að heiðursborgara bæjar-
ins.
Gheorghe Voicu segir það eins
og gjöf af himnum ofan að kvik-
myndin „Cold Mountain" verði
kvikmynduð í bænum. Um er að
ræða stórmynd með Nicole Kidm-
an og Jude Law í aðalhlutverkum.
Hún byggir á sögu Charles Frazi-
er og gerist í bandaríska borgara-
stríðinu. Hún er tekin upp í þorp-
inu. í því búa 1.300 manns.
Bæjarstjórinn hefur verið
upptekinn við það í sumar að laga
leikskóla og grunnskóla bæjarins
með peningum sem koma inn í
gjaldeyristekjur vegna myndar-
innar.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Hollywood kvikmyndar í Rúmen-
íu. Kosturinn í augum banda-
rískra kvikmyndarisa er ótví-
ræður. Meðallaun á mánuði eru
einungis um það bil 100 dollarar,
andvirði 8.000 íslenskra króna.
Það er töluvert lægra en í ná-
grannalöndunum, Tékklandi og
Ungverjalandi, sem hafa reynst
vinsæl sem tökustaðir. Annar af
kostunum er t.d. sá að ekki þarf
að fjarlægja ýmis ummerki um
nútímann, eins og rafmagnslínur.
Anthony Minghella, sem leik-
stýrði „The English Patient,"
finnst þorpið og nágrenni þess
fullkominn tökustaður.
Rúmenar búast nú við því að
fleiri kvikmyndir fylgi í kjölfar-
ið, og gleðjast yfir væntanlegum
gjaldeyristekjum. ■
BÖRNIN I POTIGRAFU
Skólinn í bænum hefur verið endurnýjaður fyrir peninga sem streyma í bæjarsjóð eftir að
ákveðið var að taka myndina „Cold Mountain" þar.