Fréttablaðið - 20.07.2002, Qupperneq 15
20. júlí 2002 LAUGARUDAGUR
FRETTABLAÐIÐ
15
Jazzvaknmg og Rringlukráin:
Arne Forchhammer
snýr
tónleikar Jazzvakning og Kringlu-
kráin bjóða upp á ókeypis tónleika
annað kvöld klukkan níu. Það er
danski píanistinn Arne
Forchhammer sem leikur ásamt
Tómasi R. Einarssyni bassaleikara
og Pétri Grétarssyni trommara.
Arne lék á Jazzhátíð Reykjavíkur
ásamt tríói sínu fyrir tveimur árum
og vakti leikur hans mikla hrifn-
ingu.
Arne er bæði meðal elstu og
yngstu jazzpíanista Dana. Lengi lék
hann með leikhúsvinnu, en 1969
stofnaði hann tríó með Erik Mos-
aftur
eholm og Jprgen Enliff sem hljóð-
ritaði fræga plötu 1971. Hún nefnd-
ist einfaldlega Trio. Fljótlega eftir
það hætti Arne að mestu að spila og
helgaði sig leikstjórn og handrita-
gerð fyrir sjónvarp auk þess sem
hann samdi mikið af efni fyrir
skemmtikrafta á borð við Eddie
Skoller og Tommy Ke-.ter. 1999 tók
hann jazzþráðinn upp aftur og
stofnaði tríó að nýju, Trio 2, gaf út
skífuna Assimilation sama ár og ný-
lega kom út önnur skífa, Pianoman-
ia, sem hefur fengið mjög góða
dóma í dönskum blöðum. ■
ARNE FORCHHAMMER
Efnisskráin samanstendur af verkum Arne
og þekktum söngdönsum sem hann hefur
endurhljóðsett. Tríó Arne með Jesper Bod-
ilsen og Birgit Lokke vakti mikla athygli á
Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000 og gaman
verður að heyra hvernig Arne leikur með
Tómasi og Pétri.
KAFFIHUS
Rót verður Róm
Við Rauðarárstíginn er kaffi-
hús sem ekki fer mikið fyrir.
Það hefur aldrei náð að komast í
tísku en á sér engu að síður
traustan hóp fastagesta sem ým-
ist sest þar og snæðir hádegis-
verð og fær sér kaffi eða kaupir
brauð og kökur yfir búðarborð-
ið. Þessi hópur situr sem fastast
eftir andlitslyftingu og nafn-
breytingu staðarins (Kaffi Rót
varð Kaffi Roma). Andlitslyft-
ingin var til góðs. Staðurinn er
orðinn huggulegri en hann var
og fjölbreytnin í veitingum hef-
ur aukist. Sömuleiðis hefur ryk-
inu verið dustað af espressóvél
staðarins og nú er hægt að fá
þar fínasta kaffi af öllum sort-
KAFFI ROMA
Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin
um, bæði til að drekka á staðn-
um og taka með sér ef vill.
Á Kaffi Róma má fá nýsmurð
rúnnstykki, ciabatta og fleiri
brauðtegundir, pasta og heitar
súpu. Þarna er engin tilgerð á
ferð heldur traustur og þokka-
legur matur. Það besta við Kaffi
Róma er verðið. Ekki það að það
sé neitt rosalega ódýrt, hver
gerir ráð fyrir því? Hins vegar
er þarna ekkert okur á ferð.
Steinunn Stefánsdóttir
listamaðurinn er staddur þar um þessar
mundir. Sýningin stendur til 26. júlí.
Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga
kl. 13-17.
í Listasafni ASÍ sýna þær Valgerður
Hauksdóttir og Kate Leonard. Sýningin
stendur til 28. júlí og er opin alla daga
nema mánudaga.
Listasafns íslands sýnir tæplega ÍOO
verk i eigu safnsins eftir 36 listamenn. Á
henni er gefið breitt yfirlit um islenska
myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir
1980. Sýningin skiptist í fimm hluta:
Upphafsmenn islenskrar myndlistar á
20. öld; Koma nútimans/módernismans
í myndlist á íslandi; Listamenn 4. ára-
tugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda
áratugarins. Listasafn (slands er opið alla
daga nema mánudaga. Sýningin stend-
ur til 1. september.
í Gerðasafni stendur yfir fyrsta sýningin
úr Listaverkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Meðal annars eru til sýnis fjögur verk
eftir tvo færeyska listamenn, S. Joen-
sen Mikines og Ingálvur av Reyni. Sýn-
ingin stendur til 28. júli og er opin alla
daga nema mánudaga.
Björg Sveinsdóttir sýnir myndir teknar á
tónleikum hljómsveitarinnar Sigur Rós-
ar í Laugardalshöll, Listasafni Reykjavík-
ur, Montreux og London á Kaffitári við
Laugaveg. Sýningin er opin á verslunar-
tíma og lýkur 1. ágúst.
SÝNINGAR______________________
I Þjóðmenningarhúsinu standa þrjár
sýningar. Sýndar eru Ijósmyndir úr svo-
nefndum Fox-leiðangri sem eru með
elstu myndum sem teknar voru á is-
landi, Grænlandi og I Færeyjum, sýning
er á vegum Landsbókasafns á bók-
menntum Vestur-íslendinga og loks er
svo Landafundasýningin sem opnuð var
árið 2000 og hefur nú verið framlengd.
Aðgangur er ókeypis á sunnudögum.
Hallgrímskirkja:
Eistneskur org-
anisti með tónleika
KATRIN MERILOO
Hefur unnið til fjölda verðlauna
fyrir orgelleik.
tónleikar Fjórðu kvöldtónleikar
Sumarkvölds við orgelið í Hall-
grímskirkju verða annað kvöld,
sunnudag. Þar kemur fram hin
unga og efnilega Katrin Meriloo
frá Tallinn í Eistlandi, en í sumar
gefst áheyrendum kostur á að
heyra leik organista frá öllum
Eystrasaltslöndunum. Fyrir hálf-
um mánuði spilaði organisti frá
Litháen og eftir viku heldur org-
anisti frá Lettlandi tónleika í
kirkjunni.
Efnisskrá Katrinar Meriloo er 5
mjög fjölbreytt og gefur mögu- s
leilca á að nýta hið glæsilega §
Klais-orgel Hallgrímskirkju til
hins ítrasta.
Fyrsta verkið er Fantasía í A-
dúr eftir César Franck, frá
barokktímabilinu er Prelúdía í G-
dúr eftir Nicolaus Bruhns, tvö
fuglaverk frá því snemma á 17.
öld og barokktímabilið er svo
brotið upp með verki eftir ung-
verska tónskáldið Zsolt Gardonyi
sem fæddur er 1946. Þá hljómar
eitt þekktasta verk Johans
Sebastians Bachs, hið einstaka
verk Piéce d7tOrgue. Þar fara
saman mikil leikgleði og stórir
hljómar, í heild sinn hádramat-
ískt verk. Þá leikur Katrin Mer-
iloo verk eftir eistneska tón-
skáldið Peeter Súda, sem lést að-
eins 37 ára gamall árið 1920,
Basso ostinato og Ave Maria, tvö
verk um ki-ómatískt stef, en tón-
leikunum lýkur með Sálma-
fantasíu op. 40 nr. 2 eftir Max
Reger.
Katrin Meriloo er meðal frem-
stu organista á Noi'ðurlöndum í
Eystrasaltslöndunum. Hún hefur
leikið með mörgum einleikurum
og einsöngvurum, kórum og
hjómsveitum. Nú býr Katrin
Meriloo í Svíþjóð þar sem hún
starfar sem kennari í orgelleik
og meðleikari.
Tónleikarnir í Hallgríms-
kirkju hefjast klukkan 20. ■
Hátíð á Laugavegi:
Ovæntar
uppákomur
UPPÁKOMA Verslanirnar Spútnik,
Kron og Brim standa fyrir ýmsum
uppákpmum á Laugaveginum í
dag. Útimarkaður verður fyrir
utan verslanirnar. Ilann hefst
klukkan tíu í dag, um leið og
verslanir við Laugaveginn opna.
„Það verða ýmsar uppákomur í
gangi. Við verðum með klippara
út á götu, þannig að vegfarendur
geta notað tækifærið og skellt sér
í ódýra klippingu," segir Magni
Þorsteinsson, annar eigandi skó-
verslunarinnar Kron og hár-
greiðslumaður. „Það verður
skópússari á svæðinu og plötu-
snúður sem leikur tónlist allan
daginn."
Magni segir uppákomuna
tengjast átaki í miðbænum sem
kallast meiriháttar miðbær.
Spútnik, Kron og Brim hafi ákveð-
ið að leggja sitt af mörkunum og
skapa skemmtilega stemmingu,
en verslanirnar standa á sama
stað við Laugaveginn. „Síðan eru
náttúrulega nóg af góðum tilboð-
um hjá okkur enda útsölurnar í
fullurn gangi.“ ■
Saif Gaddafi, sonur leiðtoga Lýbíu:
Opnar sýningu
í London
mynplist Listaverk eftir son
Gaddafis, leiðtoga Líbýu, sem
endurspeglar gagnrýni hans
á sprengjuárás Bandaríkj-
anna á Trípólí árið 1986 verð-
ur sýnt á sýningu með lí-
banskri list í Bretlandi. Saif
Gaddafi skapaði Intifada, eða
„uppreisn11, í kringum
sprengjuflís úr sprengju sem
varpað var á heimili hans á
meðan á loftárásinni stóð.
Talsmaður hans segir fólki
sem spyr hvað verkið tákni
að það verði að túlka það
sjálft. Ættleidd dóttir Líbýu-
leiðtogans, sem Saif leit á
sem systur sína, var sögð
hafa látist í loftárásinni.
Nokkur önnur málverk
eftir Saif, sem er 30 ára gam-
all arkitekt og verkfræðing-
ur, verða á sýningunni. Efni
hennar eru líbanskir fornmunir og
samtímalist. Það er Alþjóðlegi vel-
gjörðasjóður Gaddafis sem stend-
ur fyrir sýningunni, en Saif er
stjórnarformaður sjóðsins.
Honum hefur verið frjálst að
búa í Bretlandi síðan Sameinuðu
þjóðirnar afléttu refsiaðgerðum á
Líbýu. Þær höfðu verið settar
vegna þáttar Líbýu í hryðjuverk-
um.
INTIFADA
Listaverk eftir son Gaddafis sem sækir inn-
blástur sinn í loftárás Bandaríkjamanna á
Líbýu árið 1986.
Sýningin ber heitið „Eyðimörk-
in er ekki hljóð“. Hún verður í há-
tíðartjaldi í austurhluta Alberts-
garðsins, gegnt Royal Albert Hall
og opnar næsta miðvikudag. ■
KNICKERBOX
ÚTSALAN
í fullum gangi
Enn meiri verðlækkun
Allt að 80%
afsláttur
Öll sundföt me
40-60°/
afslætti
Sendum i
póstkröfu
KNICKERBOX
Krínglunní, sfmi 533 4555
KNICKERBOX
Laugavegi 62, sími 551 5444