Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR
s
MÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 515 7500
'l\H
Nikon
Lítil, handhæg og fullkomin
stafræn myndavél frá Nikon
—
JÚLÍTILBOÐ:
.49.900.
Sjálfvirk lýsing /12 stillingar • Stafræn myndskerpa • Innbyggt
flash • þyngd: 212g • Linsa: 3x Zoom f 5.6 -16.8 mm • Sjálftakari
• 8 MB minni • 80 mín rafhlaða »Tölvutenging og Nikon View
CD-Room myndaforrit fyrir Mac/PC.
0ORMSSON
Bakþankar
Eíríks Jónssonar
Líða vel
/
Alítilli griskri eyju liggur rithöf-
undur í gröf sinni. Hann réð
sjálfur grafskrift sinni, en þar
stendur: „Vænti einskis - óttast ekk-
ert - ég er frjáls". Þetta var niður-
staða hugsuðar eftir langa ævi sem
skilaði heimsbyggðinni nokkrum af
bestu bókum síðustu aldar. Verst að
maðurinn skyldi ekki hafa komist að
þessu fyrr. Hann fer ekki langt með
legsteininn úr þessu.
—♦—
Þekki annan mann sem er enn
ofan jarðar og væntir mikils. Hann á
stóran jeppa og er að bíða eftir
stöðuhækkun svo hann geti borgað
hann. Líf hans er samtvinnað ótta
við að hvorugt gangi eftir. Kannski
verður hann ekki frjáls fyrr en í
gröfinni.
—
Svo þekki ég konu sem finnst
maðurinn sinn ekki nógu góður. Þó
eiga þau þrjú börn saman, hús og
bíl. Og maðurinn er ágætur. Samt er
hún alltaf að bíða eftir draumaprins-
inum og leggur sitt af mörkum í leit
að honum á mannamótum í tíma og
ótíma. Með væntingarnar í snyrti-
töskunni og óttann í brjósti. Hennar
bíður gröfin eins og annarra.
Ekki er hægt að gera þá kröfu til
þessa fólks eða annarra að það til-
einki sér hugsun gríska rithöfundar-
ins og láti þar með eigin ótta lönd og
leið. Því síður að segja því að í raun
sé ekkert að óttast nema eigin ótta.
Menn þurfa að lifa lengi til að skilja
það. Þó má leiðbeina í mestu vin-
semd í veikri von um að einhvers
staðar kvikni ljós í kolli.
........
í sjálfu sér skiptir engu máii
hvað húsið þitt er stórt eða bíllinn
fallegur. Hversu ríkur, frægur eða
framsækinn þú ert. Sálinni verður
aldrei lyft með því einu að pússa
skóna þína. Nema um stundarsakir.
Því þegar öllu er á botninn hvolft
skiptir það eitt máli hvernig þér líð-
ur. Það skildi sá gríski undir lokin og
tókst að koma fyrir á legsteini sín-
um. Frelsið er lífið. Óttinn er skuggi
þess. Væntingarnar kynda svo bálið
sem allt blindar. Nema fólk sjái að
sér. ■
KrÍKc, (oo\
P II H 5 E M /l J H R T H Ð 5 L It R
Yfir 150 verslanir og
þjónustuaðilar á einum stað.
Kringlu-kart
um heigina!
Go-kart bílabrautin frá Reis-bílum,
Reykjanesbæ, verður á bílastæðum
Kringlunnar aftan við Sjóvá-Almennar,
laugardag og sunnudag 13.00-20.00.
Verð fyrir 5 mín. er 1.000 kr.
Aldurstakmark er 12 ára.
Upplýsingar í síma 893 1992.
Enn meiri verðlækkun!
LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800